Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 Afmæli Gunnar Öm Guðmundsson Gunnar Öm Guðmundsson, hér- aösdýralæknir Borgarfjarðamm- dæmis, búsettur á Hvanneyri, er fimmtugur í dag. Starfsferill Gunnar Öm fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vesturbænum. Hann var í Melaskóla og Hagaskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1969, stundaði nám í dýralækningum við Dýralæknaháskólann í Vín í Aust- urríki og lauk þaðan prófum 1977. Þá stundaði hann framhaldsnám i frjósemi stóðhesta við sama skóla og lauk prófum 1978. Gunnar Öm var dýraiæknir í Bayem í Suður-Þýskalandi 1977-78, tók við embætti héraðsdýralæknis í Borgarfjarðarumdæmi haustið 1978 og hefúr gegnt því starfi síðan. Fjölskylda Gunnar Óm kvæntist 20.12. 1970 Elísabetu Haraldsdóttur, f. 18.6. 1949, leirlistakonu. Hún er dóttir Haralds Ásgeirssonar, f. 4.5. 1918, verkfræöings, fyrrv. forstjóra Rann- sóknarstofnunar byggingariðnaðar- ins, og Halldóru Einarsdóttur, f. 13.6.1924, hússtjómarkennara. Böm Gunnars Amar og Elísabet- ar em Bárður Öm Gunnarsson, f. 8.4. 1974, starfsmaður íslandsflugs, búsethn- í Reykjavík; Halldór Öm Gunnarsson, f. 17.7. 1979, nemi við MR; Sólveig Ragnheiður, f. 10.12. 1986, nemi. Systkini Gunnars Am- ar era Sólveig Guð- mundsdóttir, f. 18.12. 1951, skrifstofúmaður hjá Úthlutimamefnd at- vinnuleysisbóta fyrir höf- uðborgarsvæðið og á hún tvær dætur; Guðmundur Halldór Guðmundsson, f. 1.5.1953, deildarstjóri hjá Starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, kvæntur Jónínu Jóns- dóttur, skrifstofumanni hjá Ríkistollstjóra, og eiga þau fjög- ur böm; Elín Helena Guðmunds- dóttir, f. 20.1. 1962, nemi við KHÍ, gift Runólfi Þór Andréssyni prent- ara og eiga tvö böm. Foreldrar Gunnars Amar: Guð- mundur J. Guðmundsson, f. 22.1. 1927, d. 12.6.1997, alþm. og formaður Dagsbrúnar, og k.h., Elín Torfadótt- ir, f. 22.9. 1927, fóstra og framhalds- skólakennari. Ætt Guðmundur var sonur Guðmund- ar Halldórs, sjómanns í Reykjavík, Guðmundssonar, b. og sjómanns á Hjallkárseyri við Amarfjörð, bróð- ur Bjameyjar, ömmu Hrafns yfir- læknis og Bjarna júdókappa Frið- rikssona. Bróðir Guðmundar var Jón, langafi Geirs Waage, pr. í Reykholti. Guðmundur var sonur Friðriks, b. í Hrafnseyr- arhúsum, bróður Ás- geirs, afa Matthíasar Jónassonar sálfræðings, fóður Bjöms hagfræð- ings. Háiíbróðir Friðriks var Auðun, langafi Styrmis Gunnarssonar ritstjóra og Halldórs Blöndal ráðherra. Friðrik var sonur Jóns, pr. á Hrafnseyri, Ásgeirsson- ar, prófasts í Holti, Jóns- sonar, bróður Þórdísar, móður Jóns forseta, og Jens Sigurðssonar rekt- ors. Móðir Jóns, pr. á Hrafnseyri, var Rannveig Matthíasdóttir, stú- dents á Eyri, Þórðarsonar, ættfoður Vigurættarinnar, Ólafssonar, ætt- foður Eyrarættarinnar, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Sólveig Jóhannsdóttir, b. í Heysholti í Borg- arfirði, Jóhannessonar, b. á Narf- eyri, Þórðarsonar. Móðir Sólveigar var Friðsemd íkaboðsdóttir, b. á Krossi í Haukadal í Dölum, Þor- grimssonar. Elín er dóttir Torfa, stjómarráðs- fulltrúa í Reykavík, bróður Þjóð- bjargar kennara, móður Hauks Jör- undssonar skólastjóra. Torfi var sonur Þórðar, smiðs í Reykjavík, bróður Sigríðar, ljósmóður og kenn- ara. Þórður var sonur Narfa, hrepp- stjóra í Stíflisdal, bróður Birgittu, langömmu Kristjáns Kristjánssonar hljómsveitarstjóra og Kára Jónas- sonar fréttastjóra. Narfi var sonur Þorsteins, b. í Stíflisdal, Einarsson- ar, b. þar, Jónssonar. Móðir Einars var Ingveldur Jónsdóttir, systir Guðna, ættfoður Reykjakættarinn- ar, langafa Guðna, langafa Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Þórðar var Þjóðbjörg Þórðardóttir, b. á Úlfljóts- vatni, Gíslasonar, og Sigríðar Gísla- dóttur, hreppstjóra í Villingaholti, Sigurðssonar, bróður Jóns, afa Jóns Sigurðssonar forseta. Móðir Torfa var Guðrún Jóhannsdóttir, b. á Hrólfskála, Bjamasonar. Móðir Elínar var Anna, dóttir Bjöms, verkamanns í Reykjavík, Hannessonar, b. á Jörva á Kjalar- nesi, Jónssonar. Móðir Bjöms var Úrsúla Ólafsdóttir, b. í Lækjarmóts- koti í Víðidal, Magnússonar. Móðir Úrsúlu var Helga Magnúsdóttir. Móðir Önnu var Sesselja Þórðar- dóttir, verkamanns í Bjarghúsum við Klapparstíg í Reykjavík, Stef- ánssonar, b. í Tjamarkoti, Ólafsson- ar, b. á Hrauni í Flóa, Þórðarsonar. Móðir Þórðar var Ingveldur Jóns- dóttir, b. í Gerðum, Ámasonar, pr. í Steinsholti, bróður Böðvars, afa Þuríðar, langömmu Vigdísar Finn- bogadóttur. Ámi var sonur Presta- Högna, Sigurðssonar. Móðir Ing- veldar var Helga Ólafsdóttir. Móðir Helgu var Sesselja Aradóttir, b. í Götu, Bergssonar, ættfoður Bergs- ættarinnar, Sturlaugssonar. Gunnar Öm og Elísabet taka á móti gestum í Logalandi í Reyk- holtsdal laugard. 21.11. kl. 21.00. Ferð verður frá BSÍ kl. 19.30. Gunnar Örn Guðmundsson. Jóhannes Helgi Jónsson Jóhannes Helgi Jónsson, fyrrv. sjómaður og verkstjóri hjá togaraaf- greiðslunni í Reykjavik, Álftamýri 30, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Jóhannes fæddist að Lækjar- tungu á Þingeyri og ólst þar upp í foreldrahúsum. Jóhcmnes hóf sína sjómennsku á trillum frá Þingeyri. Hann flutti til Reykjavíkur 1934, var á sumrin hjá systur sinni að Ölvaldsstöðum í Borgarfirði og á vertíðarbátum frá Reykjavík á vefrum. Jóhannes réð sig á togarann Gull- topp 1940 sem síðar nefndist Jón for- seti, og var á þeim togara og sigldi með honum til Englands öll stríðs- árin. Þá réð hann sig á nýsköpunar- togarann Ingólf Amarson við komu hans en var síðan á togaranum Fylki og Agli Skallagrímssyni hjá Auðunni Auðunssyni aflaskip- stjóra. Jóhannes kom síðan í land og var verkstjóri hjá Togaraafgreiðslunni í tuttugu og fimm ár er hún hætti starfsemi sinni. Þá starfaði hann hjá Pósti og síma síðustu starfsárin. Fjölskylda Jóhannes kvæntist 1946 Elísabetu Pétursdótt- ur, f. 20.7. 1922, húsmóð- ur. Hún er dóttir Péturs Níelssonar, sjómanns í Hnífsdal, og k.h., Þorvarðínu Kol- beinsdóttur húsmóður. Böm Jóhannesar og Elísabetar em Gylfi Níels, f. 1.2. 1945, rafvirki í Reykjavík, kvæntur Hrefnu Ein- arsdóttur og eiga þau tvö böm; Guð- rún Jóna, f. 21.8. 1947, húsmóðir í Reykjavík, gift Guðjóni J. Jenssyni pipulagningarmanni og eiga þau þrjú böm; Anna Þuriður, f. 18.1. 1950, húsmóðir i Reykjavík, gift Ara Hjörvar, starfsmanni á Keflavikur- flugvelli og eiga þau tvö böm; Pétur Þorvarður, f. 7.4. 1951, starfsmaður hjá Sjóvá-Almennum, kvæntur Kol- brúnu Bessadóttur og eiga þau tvö böm; Sigríður Jóhanna, f. 2.6. 1956, skrifstofústjóri í Osló, en sambýlis- maður hennar er Hans Waack sál- fræöingur og á hún tvö böm. Systkini Jóhannesar: Sigrún, f. 29.9.1905, fyrrv. húsfreyja á Ölvalds- stöðum, nú búsett í Borgamesi; Jó- hanna Þorbjörg, f. 8.10.1907, d. 22.12. 1926; Jóhannes Helgi, f. 19.12. 1908, d. 9.3. 1909; Bjöm, f. 18.8. 1910, nú látinn, skipstjóri á Þingeyri; Gísli, f. 21.9. 1911, nú látinn, skipstjóri og síðar verkstjóri í Sölumiðstöö Hrað- frystihúsanna; Sigríður, f. 8.12. 1913, húsmóðir í Reykjavík; Guðmundur, f. 28.2. 1915, nú látinn, bóndi á Kirkjubóli í Dýrafiröi; Elísabet Stein- unn, f. 21.12. 1917, hús- móðir; Ósk, f. 26.2. 1920, húsmóðir í Kópavogi; Ásta, f. 21.4. 1922, hús- móðir, nú búsett á Hrafh- istu í Hafnarfirði; Krist- ján Sveinn Helgi, f. 22.2. 1924, d. 25.6. sama ár. Hálfsystir Jóhannesar var Guðmunda Jónsdótt- ir, húsmóðir á Akranesi, nú látin. Foreldrar Jóhannesar vom Jón G. Jóhannsson, f. á Saurum 13.6. 1883, d. 28.4. 1954, og k.h., Guðrún Gísladóttir, f. 18.10.1883, d. 3.1.1946. Ætt Jón var sonur Jóhanns, b. á Saur- um í Dýrafirði, Samsonarsonar, hreppstjóra á Brekku, Samsonar- sonar, skálds í Hólahólum, Samson- arsonar, skálds í Húnaþingi, Sig- urðssonar, í Klömbrum, Jónssonar, í Ósum á Vatnsnesi, Sigurðssonar, í Gröf á Vatnsnesi, Jónssonar. Faðir Guðrúnar var Gísli Bjöms- son, á Felli í Dýrafirði, Ásbjöms- sonar, á Hrauni í Kelduhverfi, Páls- sonar. Móðir Guðrúnar var Elísabet Pálsdóttir, b. í Þemuvík, Andrés- sonar, á Hjöllum, Jónssonar. Móðir Elísabetar var Jóhanna Sturludótt- ir, b. í Meirihlíð í Bolungavík og á Kleifum í Skötufirði, sonar Sturlu Sturlusonar og Ingibjargar Bárðar- dóttur Illugasonar, ættfóður Amar- dalsættarirmar. Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama dag er 50% afsláttur af annarri auglýsingunni. Jóhannes Helgi Jónsson. Tll hamingju með afmælið 17. nóvember 80 ára Sigríður J. Guðmundsdóttir, Vogatungu 25 A, Kópavogi. Ingvaldur Benedifctsson, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. 75 ára Þorbjörg Jónsdóttir, Kleppsvegi 48, Reykjavík. Jóhanna Halldórsdóttir, Brúum, Húsavík. Guðrún Pétursdóttir, Miðbraut 5, Vopnafirði. 70 ára Sigríður Ingólfsdóttir, Gullsmára 9, Kópavogi. Karl Karlsson, Mávanesi 24, Garðabæ. 60 ára Óskar Friðriksson, Árstíg 15, Seyðisfirði. 50 ára Lilja Dóra Eyþórsdóttir, Hrísholti, Laugarvatni. Eiginmaðm- hennar er Sigurð- ur Sigurðsson. Þau taka á móti gestum í sal Barnaskól- ans á Laugarvatni föstudag- inn 20.11. eftir kl. 20.00. Kristín Jóhannesdóttir, Mávahlíð 38, Reykjavík. Kristín Jónsdóttir, Bleikjukvísl 9, Reykjavfk. Ráðhildur Stefánsdóttir, Holtabrún 5, Bolungarvík. Anna Sæmundsdóttir, Hverfisgötu 5 B, Siglufirði. Guðrún Karlsdóttir, Strandgötu 3, Eskifirði. 40 ára Dagbjört Helgadóttir, Njálsgötu 44, Reykjavík. Snorri Halldórsson, Snekkjuvogi 17, Reykjavík. Ingvi Nga Van Le, Skeljagranda 2, Reykjavík. Hulda Ámadóttir, Fellsmúla 19, Reykjavík. Sigríður Jóna Eggertsdóttir, Garðhúsum 29, Reykjavík. Bryndís Halldórsdóttir, Rauðhömrum 5, Reykjavík. Valéria Kretovicová, Löngubrekku 35, Kópavogi. Stefán Marvin Pálsson, Hæðarbyggð 13, Garðabæ. Jeremias Joacuim Servo, Hraunhvammi 2, Hafnarfirði. Oktavía Jóna Guðmundsdóttir, Vesturtúni 11, Bessastaðahr. Valur Fannar Fannarsson, Aðalgötu 38, Suðureyri. Jón ísaksson Guðmann, Skúlabraut 9, Blönduósi. Randver Karl Karlsson, Háhlíð 8, Akureyri. Gunnlaugur H. Höskuldsson, Móasíðu 4 A, Akureyri. Hulda Kristjánsdóttir, Ægisgötu 2, Dalvík. Rannveig Árnadóttir, Útgarði 6, Egilsstöðum. Jón Brynjar Eiríksson, Hólmatungu, Egilsstöðum. Sofffa Sigríður Sigbjömsdóttii-, Nesbakka 11, Neskaupstað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.