Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 7
Fréttir 7 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 Spenna í jörð í Hveragerði: Rétt viðbrögð barna DV, Hveragerði: Nær sífelldar drunur, flestar þó án titrings, má nú heyra og fmna hér í Hveragerði. Spennan er í lofti jafnt sem jörðu. Nýaðfluttum Hvergerðing- um stendur sumum hverjum ekki á sama en fæstir hafa orðið fyrir tjóni á munum. í Grunnskóla Hveragerðis brá mörgum bömunum við fyrsta stóra skjálftann. í samtali við DV sagði Þor- steinn Hjartarson aðstoðarskólastjóri að þá hefði komið i ljós kostur þeirra kynninga sem verið hafa í skólanum og viðar um rétt viðbrögð við jarð- skjálfta. Fyrstu viðbrögð margra skólabamanna hefðu verið þau aö skríða undir borð. Einstaka foreldri hefði komið til þess að sækja böm sín en Þorsteinn sagðist telja þá nýflutta hingað og óvana skjáiftum. í sumar vora settar öryggisfílmur innan á allar rúður í skólanum, þannig að engin hætta væri á að rúð- ur spryngi, kæmi til kröftugra skjálfta. Sama hafði áður verið gert á Heilsusto&iun NLFl. Að sögn Önnu Pálsdóttur, upplýsingafulltrúa Heilsu- stofhunar, virtust flestir dvalargestir lítið kippa sér upp við jarðhræring- amar. Nokkrar sögur fara af smávægileg- um skemmdum í húsum hér en í flest- um tilvikum er um að ræða hið vin- sæla „hrun úr hillum". Finnst flestum innfæddum Hvergerðingum lítið til skjálftanna koma. -eh Góð aflabrögð í Húnaflóa: Grásleppunetin fyllast af þorski Magnús Gústafsson að landa góðum afla. DV-mynd Guðfinnur DV Hólmavík: Óhætt er að segja að mjög góð aflabrögð hafi verið á þessu svæði hjá minni bátum allt þetta ár þegar grásleppuveiðin sl. vor er ffátalin en hún brást alveg. Reyndar hafa sumir sjómenn á orði að ekki sé lengur hægt að leggja hrognkelsnet. Þau fyllist umsvifalaust af þorski og nokkrir hugleiða að hætta þeim veiðum eins og nú horfir. Gæftir minni báta þetta haustið vom heldur stopular en alltaf góður afli þegar róið var og sjó- menn hafa verið ánægðir með fisk- verðið eins og það gerist á mörkuð- um. Magnús Gústafsson skipstjóri var að landa fallegum línufiski úr bát sín- um á Hólmavík nýverið þegar frétta- ritari átti þar leið um. Magnús sagði aflann heldur vera með minna móti að þessu sinni, aðeins um 100 kg á bala. Einstaka sjómenn hafa hin allra síðustu ár náð því að fá um 300 kg á bala og jafnvel þar yfir í einstaka róðri, sem er mikil og góð breyting til hins betra frá því sem áður var. Segir þetta heilmikið um hagstæð skilyrði í hafinu og einnig nefna sumir áhrif sóknartakmarkana sem verið hafi í gildi. Áhrif þeirra séu að skila sér í mun betri aflabrögðum. -GF Árskógssandur: Sólrún kaupir nýtt skip DV, Dalvík: Útgerðarfyrirtækiö Sólrún hf. á Ár- skógssandi hefur fest kaup á nýju skipi, Sjöfn ÞH 142 frá Grenivík. Að sögn Péturs Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Sólrúnar hf., er skipið keypt án veiðiheimilda, en yfir á það færast veiðiheimildir Sólrúnar EA 351, sem nú verður seld án veiðiheim- ilda. Sjöfti er 199 tonna skip smíðuð árið 1966. Að sögn Péturs er Sjöfn nýrra, stærra og öflugra skip en Sólrúnin og hentar fyrirtækinu betur þar sem allt útlit er fyrir samdrátt í rækjuveiðum á næstu árum . Verði því að huga í auknum mæh að netaveiðum og segja má að netaveiðar verði uppistaðan í veiðum fyrirtækisins á næst- unni.Vinnslurými á nýja skipinu er um helmingi stærra en á því sem fyrir er og auðveldar það alla meðferð hrá- eftiis. Þá sé einnig hagræðing fólgin í því að vera með stærra skip ef sækja þurfi afla lengra til því mun hag- kvæmara sé að láta skipið sjálft koma aflanum heim, heldur en að landa ann- ars staðar og flytja aflann á bílum. Sjöfn verður afhent um næstu mánaðamót og mun fá nafnið Sólrún EA. -hiá Hvort viltu tíukrónur eðatuttugu? Er nema von að spurt sé. Þegar skoðað er hvað fæst fyrir fisk - annars vegar á fiskmörkuðum og hins vegar í beinni sölu kemur ýmislegt í ljós. Til upplýsinga má geta þess að útgerðarmenn hafa til þessa hafnað alfarið þeirri sjálfsögðu kröfii sjómanna að allur fiskur verði seldur á mörkuðum. Þorskur I Ýsa I Karffi Allar tölur etu frú Fiskifélogi fslands. Miðað við vetð í júní 1998. VISIR félag smrjómmmNA ÁSUÐURNESjUM Getur verið að útgerðar- menn hafi annarra hags- muna að gæta en að fá sem hæst verð fyrir fískinn? Spyr sá sem ekki veit. Allavega hafha þeir hærri verðunum sem sýnd eru í dæmunum hér að ofan. Fræðsluátak á ári hafsins. Áskrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV pf't milli himjr,' V. X Smáauglýsingar 550 5000 1 Sú meðfærilegasta, minnsta, léttasta og geftasta frt •is iWIKe Nýja OKO-VAM ryksuaan komur í meS rjölbreytt no - - - .• ■ ■B AEG hreint undur Lágmula 8 • Simi 533 2800 ) Umboösmenn um allt land ií

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.