Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 Átta feður, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, fóru í þríggja mánaða feðraorlof Það var jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar sem stóð fyrír verkefninu og samhliða var gerð rann- sókn á viðhorfum karla til fæðingarorlofs. Tilveran heimsótti tvo feður og eiginkonur þeirra og forvitnaðist hvernig orlofið hefði gengið fyrir sig. Auk þess var tekið hús á Þorgerði Einarsdóttur félagsfræðingi sem stýrði rannsókn á verkefninu. Haukur Már Haraldsson og Bryndís Skúladóttir ásamt syninum Þorra, 8 ára, og dótturinni Hildi, 1 árs. Margrét Hera, 4 ára, var á leikskólanum þegar myndin var tekin. DV-mynd Teitur Karlar og fæðingarorlof Haukur Már Haraldsson og Bryndís Skúladóttir: Lengra orlof og sveigjanlegur vinnutími Haukur Már segist ógjarna hafa viljað missa af þessu tækifæri og segir standa upp úr að í orlofinu gafst honum rúm til að eiga notalegan tfma í faðmi fjölskyldu sinnar. Eg skal viðurkenna að hjartað sló örar þegar ég ákvað að sækja um fæðingarorlofið fyrir rúmu ári. Ég var nýbyrjaður að vinna hjá Heilbrigðiseftirlitinu og það var erfitt að vekja máls á fæð- ingarorlofi enda vissu menn al- mennt ekki að þetta stæði til,“ seg- ir Haukur Már Haraldsson sem naut þess ásamt konu sinni, Bryn- dísi Skúladóttur, að vera heima með nýfæddri dóttur þeirra, Hildi, fyrir ári. Auk þess eiga þau Hauk- ur og Bryndís tvö eldri böm, fiög- urra og átta ára. Haukur segir vinnuveitendur hafa tekið vel í bón sína og það varð úr að hann skipti orlofi sínu 1 tvennt, var heima fyrsta mánuðinn og splæsti síðan tveimur mánuðum aftan við orlof Bryndísar, en hún starfar hjá Hollustuvernd. „Ég kunni því vel að vera heima og hefði alveg getað tekið nokkra mánuði í viðbót ef því hefði verið að skipta. Þetta var ekki alveg nýtt fyrir mér því ég var heima um skeið með tvö eldri bömin okkar þegar við voram í námi í Dan- mörku. Þar þykir sjálfsagt að for- eldrar fari í orlof til að vera með börnum sínum og það hafði sjálf- sagt áhrif á að við sóttum um,“ seg- ir Haukur. Hærri óhreinindastaðall „Orlof Hauks gerði okkur líka kleift að hafa bamið lengur heima. Það er ansi snemmt að setja sex mánaða bam í pössun, kannski all- an daginn. Það gegnir öðm máli þegar bamið er orðið tíu eða ellefu mánaða. Jafnvel þótt dagmæðum- ar séu ágætar,“ segir Bryndís og bætir við að fyrsti mánuðurinn eft- ir að bamið kemur heim sé þó einna mikilvægastur. „Það er gott að báðir foreldramir geti sinnt baminu þennan tíma því maður tekur ekki mánaðargamalt bam og leikur við það. Það tekur tíma að mynda tengsl og kynnast baminu." Haukur var síðan einn með dótt- urina, Hildi, í tvo mánuði eftir að Bryndís fór aftur að vinna. „Ég vann venjubundin húsverk en gat líka nýtt timann og dyttað að ýmsu i húsinu. Við vorum nýflutt í þetta hús og margt sem þurfti að gera,“ segir Haukur. „Hann stóð sig bara vel og ég reyndi að koma til móts við hann. Þegar ég var sjálf heima þá var ég oftast á kafi í húsverkum en Hauk- ur átti það til að eyða dögunum í önnur verkefni innan heimilisins. Ég segi stundum að óhreininda- staðallinn sé hærri hjá körlum en allt gekk þetta samt vel,“ segir Bryndís. Notalegur tími Þau Haukur og Bryndís eru sam- mála um að fæðingarorlofið ætti að vera að minnsta kosti niu mánuðir og ár væri ákjósanlegast. Þá ætti að líta á það sem eðlilegan hlut að karlinn eigi rétt á hluta orlofsins. En það sé líka hægt að koma til móts við foreldra með sveigjanleg- um vinnutima. „Það er ekki síður mikilvægt að eiga kost á sveigjan- legum vinnutíma meðan bömin eru lítil. Við höfum verið heppin með okkar vinnuveitendur og höf- um þetta þannig að Bryndís vinnur frá 7 til 15 á meðan minn vinnu- tími er frá 9 til 17. Þannig gátum við stytt gæslutíma Hildar niður í sex stundir auk þess sem við höf- um meiri tíma fyrir eldri bömin. Ég held að fólk velti þessum mögu- leika ekki nægilega fyrir sér því þetta getur einfaldað skipulagið á heimilinu til muna,“ segir Haukur. Margir hafa spurt þau hvar karl- ar geti sótt um fæðingarorlof og þau era sannfærð um að meirihluti feðra myndi nýta sér slíkan rétt. „Ég vildi ekki hafa misst af þessu tækifæri. Ég hafði svolitlar áhyggj- ur af að vera svona lengi frá vinnu en þegar upp var staðið þá skiptu þessir tveir mánuðir litlu sem engu. Það sem stóð upp úr var að eiga notalegan tíma með fiölskyld- unni,“ segir Haukur Már Haralds- son. -aþ Rannsókn á viðhorfum feðranna átta til fæðingarorlofs: Karlar líta heimilishaldið öðrum augum - segir Þorgerður Einarsdóttir félagsfræðingur Fæðingarorlof feðra er af hinu góða því þannig kynnast karlar heimi konunnar og auk þess kynn- ast þeir börnunum sínum, sem er ekki síður mikilvægt. Það er nauð- synlegt fyrir karla að kynnast lif- inu innan veggja heimilisins og or- lof sem þetta hlýtur að verða sér- stakt réttindamál karla þegar fram í sækir,“ segir Þorgerður Einars- dóttir félagsfræðingur en hún gerði rannsókn á viðhorfum karl- anna átta til fæðingarorlofs. Rann- sóknin byggir á Itarlegum viðtöl- um við feðuma, eiginkonumar og vinnuveitendur. Þorgerður mun kynna niðurstöður rannsóknar- innar næstkomandi föstudag á ráðstefnu um fæðingarorlof karla. „Það er erfitt að draga fram ákveðin atriði í æsifréttastíl úr þessari rannsókn enda eru niður- stöðurnar í raun margvislegar. Karlar og konur eru margbreyti- legir hópar og vafasamt að draga Þorgerður Einarsdóttir félagsfræðing- ur telur feðraorlof verða sérstakt rétt- indamál karla í framtíðinni. DV-mynd Teitur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.