Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 Fréttir Hörkuátök innan hrossaræktarinnar: Hélt eigin líkræðu - segir nýr formaður Félags hrossabænda um Kristin Hugason „Ég tel að Kristinn Hugason hafi haldið sína eigin líkræðu sem hrossaræktarráðunautur. Hann er rúinn öllu trausti." Þetta sagði Kristinn Guðnason, nýkjörinn formaður Félags hrossa- bænda, við DV. Upp er risinn mikiU ágreiningur vegna tiUögu sem varð til á fuUtrúafundi Hrossaræktar- samtaka Suðurlands. í henni felst hvort ekki sé tímabært að endur- skoða starfsemi hrossaræktarráðu- nautar, með það í huga að ráðunaut- urinn taki ekki beinan þátt í dóm- störfum. Þessi tiUaga var síðan bor- in upp á aðalfundi Félags hrossa- bænda nú fyrir helgina, á þeim sama og Kristinn var kjörinn for- maður, og samþykkt þar. „Kristinn Hugason taldi að ég hefði brugðist og svikið hann með því að stoppa ekki þessa tiUögu heima í héraði,“ sagði Kristinn Guðnason. „Ég er sem betur fer for- maður í lýðræðislegum samtökum þar sem mér ber að láta slíka hluti ganga sinn eðlUega gang. Ég taldi sjálfsagt að þessi tiUaga yrði rædd hjá okkur sem málið varðar.“ Kristinn sagði hugmyndina að baki þessari tiUögu í grófum drátt- um sprottna úr þeirri breytingu sem orðið hefði í þjóðfélaginu á undanfömum árum. „Áður þótti sjálfsagt að einn maður réði öUu og dæmdi svo um sínar gerðir sjálfur. Þetta þykir ekki lengur sjáifsagt. Þá hefur starf hrossaræktarráðunautar stöðugt verið að aukast að umfangi. Nú þykir sjálfsagt að hann breiði út hestamennsku, samræmi dóma miUi landa og fleira. Þetta er ekkert smáræðisstarf. En ég vU taka það fram að þetta kom inn sem hugmyndir en virtist kippa öUu undan hrossaræktar- ráðunautinum okkar. Það sem hann hefur látið út úr sér í opinberum fjölmiðli um okkur hestamenn er meira heldur en við getum kyngt og við kyngjmn því ekki. Það sem Kristinn áttar sig ekki á þegar hiann gefúr út yfirlýsingar um mig er að ég var kosinn formaður Fé- lags hrossabænda eftir mikinn þrýst- ing af stórum meirihluta fuUtrúa. Síðustu skUyrði sem ég setti, ætti ég að taka þetta embætti að mér, var að Kristinn Guðnason, formaöur hver einasti formaður á landinu Félags hrossabænda. styddi mig. Svo reyndist vera.“ -JSS Brot úr útvarpsummælum: Manískir deliumenn Kristinn Guðnason í Skarði, formaður Félags hrossabænda, segir að ummæU Kristins Huga- sonar hrossaræktarráðunautar í ríkisútvarpinu sl. laugardag um hestamenn séu meira en þeir geti kyngt. Meöal þess sem hrossaræktarráðunauturinn sagði þá um nýafstaðið kjör Kristins tU formanns Félags hrossabænda var eftirfarandi: „... maður kemst tU valda sem mér finnst hafa gert það á ákaf- lega ómerkilegan hátt.“ Og síðar, einnig um Kristin Guðnason: . þó það kæmu þúsund manns og bæðu mig að svíkja þá mundi ég ekki gera það. En það gerðist í Skarði og það segi ég ómerkingshátt." Kristinn fjallar einnig um hinn almenna hestamann í um- mælum sínum í viðtalinu. Hann segist vera orðinn „dauð- þreyttur á samstarfi við hesta- menn“. „Þetta eru náttúrlega svona deUumenn upp tU hópa og margir þeirra alveg „manískir" og þeir ganga fram fyrir skjöldu jafnvel í vitleysu, án þess að átta sig á eigin vandkvæðum..." Læt ekki hrekja mig úr starfi - segir Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur „Ég tel fráleitt að láta sér til hugar koma að taka af starfssviði hrossa- ræktarráðunautar meginþátt starfsins varðandi framkvæmd stefnunnar sem er forysta í dómstörfum. Ég mun aldrei samþykkja slíkt og mun aldrei vinna undir þessum formerkjum," sagði Kristinn Hugason hrossaræktar- ráðunautur við DV, aðspurður um tU- löguna sem samþykkt var á aðalfundi Félags hrossabænda. - En hvað ef þessi tiUaga verður samþykkt? „Hún er fráleit og ég tel engar líkur á að hún verði samþykkt. Þetta er ekki á valdsviði Félags hrossabænda og tiEagan varð á endanum alger moð- suða. Hún er óframkvæmanieg í nú- verandi mynd og landbúnaðarkerfið mun aldrei gangast inn á þetta.“ - Upphafsmenn tillögunnar segjast álíta að starf hrossaræktarráðunautar sé orðið svo umfangsmikið að ein- hvers staðar þurfi að skera af og það sé þá helst þessi þáttur: „Sú hugsun gengur ekki upp.“ - Hver er þá tUgangurinn? Kristinn Hugason hrossaræktar- ráðunautur. „Ég veit það ekki.“ - Áttu þá við að þeir vUji losna við þig? „Vitaskuld vUja einhverjir losna við mig en aðrir síður. Ég nefni engin nöfn en skoði hver sig og sitt hjarta. En ferUl minn hefur verið lýtalaus og ég er búinn að ná því fram sem ég ætl- aði mér. Ég er þess vegna óþreyjufuU- ur að takast á við nýtt starf en tíma- setning er óráðin. En ég læt ekki hrekja mig úr starfi á þennan hátt. Ég læt ekki brenna húsið ofan af mér án þess að reyna að bjarga innbúinu að minnsta kosti.“ Kristinn viðhafði þung orð um ný- kjörinn formann hrossabænda, Krist- in Guðnason í Skarði, í útvarpsviðtali um helgina. „Þau orð eru sögð í hita leiksins. Frammistaða Kristins Guðnasonar í þessu máli hefur verið með þeim hætti að mUli okkar skapaðist trúnað- arbrestur." - Nú er hann nýkjörinn formaður Félags hrossabænda. Getið þið tveir starfað saman? „Formannsvalið er þeirra vanda- mál en þetta með samstarfið kemur í ljós. Ég hef mínar embættisskyldur. Ég hef áður starfað með mönnum sem ég hef ekki getað treyst. Þar undan- skU ég þó ýmsa, þar á meðal Berg Pálsson. Þar sakna ég vinar í stað og heiðarlegs manns." -JSS Kópavogur og „kvennamómentið“ Um helgina kom í ljós að sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi eru alveg óhemjumargir. Flokksforystan gerði sér enga grein fyrir þessum mikla stuðningi enda fór það svo að tölvukerfið hrundi við talninguna í prófkjörinu. Tölvumar voru forritaðar fyrir þátt- töku venjulegra íhalds- manna en fóru flikk flakk og heljarstökk þegar í þær hrúgaðist fjöldi komma og krata. Þessir fomu féndur Sjálfstæðisflokksins voru skyndUega orðnir burða- rás flokksstarfsins á Reykjanesi. Það leikur jafnvel grunur á að kvennalistakonur hafi kosið og lýst um leið ævarandi hollustu við Sjálfstæðisflokkinn í kjör- dæminu. í þessum stóra slag fór það auðvitað svo að sumir unnu og aðrir töpuöu. Samt var það þannig að þeir sem töpuðu sögðust samt hafa sigrað. Það felst í þvi að vinna svokaU- aða vamarsigra. Þingmenn sem fyrir sátu á fleti ætluðu sér aUir að halda sinu eða fara ofar. Það gekk ekki eftir hjá öUum. Kristján Pálsson ætlaði sér í 2. sætið en þar settist fyrirferðarmikiU ný- liði, Gunnar I. Birgisson Kópavogsjarl. Gunnar er þungavigtarmaður, hvemig sem á hann er litið, og ljóst að honum verður trauðla haggaö. Þá skaust annar nýliði, Þorgerður Gunnarsdóttir, upp fyrir Kristján og raunar Áma R. lika. Þegar þetta tvennt fer saman varð ekki við ráð- ið, enda lýsti Kristján því í viðtali í gær að hann réði hvorki við Kópavog né „kvennamómentið" sem þingmaðurinn kaUaði svo. „Kvennamóment- ið“ felst að sögn í þeirri áráttu flokka að fá kjós- endur tU þess að kjósa konur fremur en karla. Það gefur augaieið að konur em fylgjandi þessari stefnu en karlar siður, þar á meðal Kristján. Hann leggst heldur gegn „mómentinu“. Þegar „kvennamómentið" fer svo saman við kratisma þá er fjandinn laus. Þannig var það tU dæmis í tUfeUi Þorgerðar sem settist sæti ofar en Kristján Suðumesjamaður. Þótt Þorgerður sé íhald þá er hún komin af landsþekktum krata, sjálfum Gunnari Eyjólfssyni leikara og fyrmrn skátahöfðingja. Gunnar mat dóttur sina að sjálf- sögðu meira en krataflokkinn og barðist ötuUega fyrir hana í prófkjörsbaráttunni. Gamlir kratar vissu því ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar þeir sáu hinn kratíska leikara í baráttuhug fyrir íhaldið í stórmarkaði í Kópavogi. Kópavogskratamir mgluðust svo í ríminu að þeir fóm þegar á kjörstað íhaldsins og kusu þar. Það varð svo aftur tU þess, eins og fyrr greinir, að íhaldstölvumar brunnu yfir. Kosningabarátta íhaldsms á Reykjanesi mun því byggjast á því að ná saman þeim sem kusu í prófkjörinu og fá þá tU þess að kjósa rétt þegar út í alvöruna er komið, í þingkosningunum í vor. Vænlegast tU árangurs, einfaldast og Qjótlegast er að fá hreinlega sendar flokksskrár komma, krata og jafnvel Kvennalistans í kjördæminu. Dagfari Stuttar fréttir :dv Meira en 20 milíjónir Ríkisútvarpið greindi frá því að talið væri aö frambjóðendur í prófkjöri sjálfstæðismanna á Reykjanesi og stuðningsmenn þeirra hefðu varið samtals yfir 20 milijónum króna tU kynningar fyrir prófkjörið. Vill kræklingaeldi Ríkisútvarpið greindi frá því að Ólafúr Hannibalsson, þing- maður Sjálfstæð- isflokksins, vUdi að ríkisstjómin liðkaði fyrir kræklingaeldi sem nýrri bú- grein hér á landi. Kræklingaeldi ku hafa gefist vel í Kanada og veitt þar fjölda fólks atvinnu. Skyn vinnur með Netverki Skyn ehf. hefúr gert samstarfs- samning við Netverk hf. um ný- stárlegt verkefni. Skyn er að markaðssetja fjarlækningabúnað fyrir skip og báta en Netverk framleiðir samskiptahugbúnað fyrir gervihnattasambönd. Fjar- lækningabúnaðinum er komið fyrir í handhægri tösku sem í em mælitæki tU að fylgjast með lífs- mörkum. Hugmyndin er að með þessum tækjabúnaði geti áhöfn skips á fjarlægum miðum notað gervihnetti tíl að setja sig í sam- band við lækni sem myndi með aðstoð umrædds tækjabúnaðar leiðbeina áhöfninni, m.a. við minni háttar aðgerðir. Aflaverðmæti 64 milljónir Björgvin EA 311 kom inn til löndunar á Dalvík á föstudaginn eftir tæplega mánaðar útivem. Upp úr skipinu komu um 187 tonn af afuröum sem þýðir að afli upp úr sjó var um 356 tonn, aö verðmæti um 64 mUljónir króna. Að sögn Valdimars Bragasonar útgerðarstjóra er þetta mesta afla- verðmæti sem Björgvin hefur komið með að landi úr einni veiðiferð frá upphafi. Uppistaðan i aflanum var þorskur og grálúða og miðað við tölur upp úr sjó var skipting aflans þannig: 214 tonn af þorski, 73 tonn af grálúðu, 47 tonn af ýsu, 10 tonn af ufsa, 6 tonn af karfa og lítilræði af öðr- um tegundum. Enn í viðbragðsstöðu Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni í Ölfusi. Ríkisút- varpið skýrði frá þvi að Ragn- ar Stefánsson jarðskjálftafræð- Kv g*at ingur hefði sagt |f ■Sí að skjálftar É- hefðu ekki verið & eins öflugir og IHkÉ,____ áður og að virka svæðið hefði minnkað. Ríkisútvarpið greindi jafnframt frá því aö matsmenn Viðlagatryggingar hefðu byrjað í gærmorgun að meta tjón af jarð- skjálftum um helgina. Þótt dregið hefði úr skjálftavirkni væru Al- mannavarnir enn í viðbragðs- stöðu. Hætti aö gjósa Stjórnendur Hitaveitu Þorláks- hafnar ræddu síðdegis í gær til hvaða ráða skyldi grípa til að nýta áfram aðra borholu veitunn- ar á Bakka í Ölfusi. Holan hætti að gjósa í jarðhræringunum um helgina. Starfsmenn Orkustofn- unar skoðuðu holuna í fyrrakvöld og staðfestu að hún væri ekki hrunin saman. Ríkisútvai-pið greindi frá. Fær góða dóma Ríkisútvarpið greindi frá því að íslenska kvikmyndin Benja- mín dúfa hefði fengið afar góða dóma á menn- ingarsíöu norska dagblaðs- ins Norðurljóss. Myndin er nú sýnd í fyrsta sinn á evrópskum kvikmynda- dögum í Tromsö í Noregi. Gagn- rýnandi blaðsins segir synd og skömm að myndin skuli ekki hafa verið sýnd fyrr i Noregi. -SJ/hiá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.