Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 orm Á milli tveggja heima „Einkavæöing er ein helsta i töfraformúla i stjómvalda í ný- ' frjálsum löndum í ; Austur-Evrópu ! og á íslandi. Enda er ísland , miðja vegu á milli Vestur- landa og Aust- ur-Evrópu á landabréf- inu og reynslan staðfestir að landið er líka mitt á milli hag- f fræði þessara tveggja heima. Samanburður leiðir í ljós að ís- lenska hagkerflð er soðið upp 1 úr verri kostum Sowjetsins og : skárri göllum kapítalismans.“ Ásgeir Hannes Eiríksson verslunarmaður, i DV. Með sveðju í skógi „Það er ævintýri að standa í svona aðstæðum alein með sveðju inni í skógi og þar að • auki kvenmaður.“ Bára Bryndís Vilhjálmsdóttir sem rekur gull- og demanta- námu í Ghana, í DV. Sýnir í verki hver hann er „Veistu, það er ómögulegt að lýsa fólki í orðmn. j Ég segi við krakk- ana mína: Þið verðið að sýna í j verki hver þið emð. Og ég hef reynt að lifa þannig sjálfur.“ f Ólafur Ólafsson landlæknir, í Degi. Heyrir í norðurljósunum „í kyrrö sumamóttanna þar f (í Hrísey) og myrkur haust- og vetrarkvöldanna þegar stjöm- urnar blika og norðurljósin lýsa upp himinhvolfið. Og í kymðinni flnnst mér ég heyra norðurljósin þjóta um geiminn, þó frændi minn, Þorsteinn stjarnfræðingur Sæmundsson, þvertaki fyrir að svo sé.“ Þorsteinn Þorsteinsson sund- laugarvörður, i Degi. Þekkir hálendið „Ég tel að við getum ekki komist hjá því að ; nýta náttúmauð- lindir en öllu skipti að finna sátt um þessi ; mál. Sjálfur er ég útivistarmað- ur, stunda göng- ur og er áhuga- samur um náttúruna. Ég á hlut í búi á Snæfellsnesi, hef fariö margsinnis í ferðir um hálendið og er reyndar viss um að ég þekki það betur en marg- ir sem nú hafa hátt um vernd- un þess.“ Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, i MBL. f Bókmenntakvöld í kvöld kl. 20.30 hefst bók- menntakvöld í Þjóðleikhús- kjallaranum á vegum Vöku- Helgafells. Heiðursgestur kvöldsins verður Roddy Doyle, einn þekktasti núlif- andi rithöfundur íra. Hjá Vöku-Helgafelli er nýútkomin verðlaunasaga hans, Paddy Cl- arke ha, ha, ha!, sem hefur verið þýdd á fjölda tungumála og gefin út í um þrjátíu lönd- um. Fyrir hana hlaut hann hin þekktu Booker-verðlaun. Þetta er önnur bók Roddy Doyle sem gefin er út á ís- lensku. Hin fyrri var Konan sem gekk á hurðir sem kom út á síðasta ári. Á bókmenntakvöldinu verð- ur einnig lesið úr eftirtöldum nýjum skáldverkum: Smá- sagnasafni Þórarins Eldjáms, Sérðu það sem ég sé og úr Þorgerður Gunnarsdóttir lenti í 4. sæti í próíkjöri sjálfstæðismanna á Reykjanesi: Ahersla á fjölskyldumál Þorgerður Gunnarsdóttir, yfir- maður samfélags- og dægurmála- deildar Ríkisútvarpsins, lenti í 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Reykjanesi. Þorgerður er gift Kristjáni Ara- syni, viðskiptafræðingi og hand- boltaþjálfara, og eiga þau soninn Gunnar Ara sem er þriggja ára. Þor- gerður segir áhugamál sín vera íþróttir, leiklist, hestamennsku og bókmenntir. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðmálum og fylgst vel með. Svo held ég að þetta hafi verið rétti tím- inn til að taka þátt í prófkjörinu. Að mínu mati gafst mér ágætis tæki- færi, auk þess sem ég fékk fjölda áskorana." Þetta er ekki fyrsta skipti sem Þorgerður kemur nálægt pólitík þar sem hún hefur starfað innan Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. „Ástæðan fyrir því að ég gaf kost á mér er óskin um að reyna að hafa áhrif þannig að þau mál sem eru mér kær verði sýnilegri." Þorgerð- ur segir að þar eigi hún við fjöl- skyldumálin. „Núna, þegar efna- hagslegur stöðugleiki er fyrir hendi og góður árangur hefur náðst í efna- hagsstjómuninni þá er ég að vona að hægt verði að minnka álögur á fjölskylduna, bæði barnafjölskyld- una og eldra fólkið." Þorgerður seg- ist vera mikil fjölskyldumanneskja. „Ég er stórfjölskyldumanneskja." Þorgerður vinnur allan daginn, auk þess að vera komin út í stjórn- málin. Hún neitar því ekki að Þorgerður Gunnarsdóttir vill setja fjölskyldumálin f öndvegi. DV-mynd E.OI. erfitt sé að sameina þessa tvo þætti og fjölskyldulífið. „Það krefst góðrar skipulagningar. En ég held að það eigi að takast. Við Kristján skipt- umst á að ná í strákinn. Ég er mik- Maður dagsins ið með hann fram yfir kvöldmat en þá kemur Kristján heim og við skiptumst síðan á að svæfa hann og lesa fyrir hann. Um helgar reynum við að nýta tímann til hins ýtrasta. Þetta er hin B dæmigerða ís- lenska fjöl- skylda sem hefúr allt of lítinn tíma fyrir sjálft fjölskyldu- lífið. Það er það sem ég myndi gjaman vilja sjá breytingar Þjóðfélags- mynstrið sem er komið á segir að báðir foreldrar þurfi að vinna." Þorgerður bjóst ekki við að lenda í fjórða sæti í prófkjörinu. „Ef ég á að vera hreinskilin var ég innst inni að vonast eftir fimmta sætinu. Sjötta sætið var raunhæft. Niður- staðan kom mér því þægilega á óvart." Hún segir að góðum árangri megi tengja að kjósendur vilji sjá raun- vemlegar breytingar, málefnin hafi fallið í góðan farveg og auglýsinga- herferðin hafi haft sitt að segja. „Ég get ekki ein treyst á að þessi málefni sem ég nefndi áðan komist í gegnum þingið. Það verður þó örugglega meiri umræða um þau innan míns flokks. Það er fyrsta skrefið." -SJ Þórarinn Eldjárn. verðlauna- sögu Sindra Freyssonar, Augun í bæn- um, en fyrir bókina fékk Sindri Bók- menntaverð- laun Halldórs Laxness 1998. Einnig verður lesið úr verðlaunasögu Bjama Bjamasonar, Borgin bak við orðin, en fyrir hana fékk Bjami Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Bókmenntir 1998. Lesið verður úr nýju sagnasafni Matthíasar Johann- essens, Flugnasuð í farangrin- um, og einnig verður lesið upp úr skáldsögu Arnaldar Ind- riðasonar, Dauðarósir. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2257: „ « seM £<S TffO/ A / VGRoto' /Á'A'/ AöZlO&ÍM- £yþo*-AZ Guðrún Stephensen og Bessi Bjarnason í hlutverkum sínum. Maður í mislitum sokkum Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir leikritið Maður í mislit- um sokkum eftir Ammund Back- man. Leikritið hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá almenningi, sem og gagnrýnendum. Silja Aðal- steinsdóttir sagði meðal annars í dómi í DV: „Textinn er hnyttinn, persónueinkenni skýr og einfóld og leikaramir unnu fjarskalega vel úr þeim... Maður í mislitum sokkum verður smellur vetrar- ins.“ Leikhús í helstu hlutverkum em Guð- rún Þ. Stephensen, Gunnar Eyj- ólfsson, Ámi Tryggvason, Helga Bachmann, Bessi Bjarnason, Guð- rún S. Gísladóttir og Ólafur Darri Ólafsson. Leikstjóri er Sigurður Sigurjónsson. Fleiri áhugaverð leikrit em á fjölum Þjóðleikhússins. Má þar nefna Solveigu, Tvo tvöfalda, Bróður minn Ljónshjarta, Gaman- sama hannleikinn og Listaverkið. Bridge Stórmót B. Munins í Sandgerði og Samvinnuferða-Landsýnar var hald- ið laugardaginn 14. nóvember síð- astliðinn. Bræðumir Ólafur og Her- mann Lárussynir vom hlutskarp- astir í lokin, eftir mikla baráttu um efsta sætið. Kristján Blöndal og Hjördís Sigurjónsdóttir enduðu í öðm sæti en Steinberg Ríkharðs- son-Guðbjöm Þórðarson í þvi þriðja. Töluvert var um mikil skipt- ingarspil í mótinu og hér sést eitt þeirra. Suður á allsvakalega skipt- ingu og nýtur þeirra sérkjara að geta hafið sagnir. Sex tíglar standa á hendur NS og sá samningur var spilaður á 6 borðum af 20. Suður gjafari og allir á hættu: é KG974 •* D109 ♦ ÁK8 * 43 * 3 * KG743 * 10 * OG10752 N V A S * 108652 » Á8652 •F - * Á86 * AD Er forlagatrúar Myndgátan hér að ofan iýsir orðtaki. ♦ DG9765432 * K9 Að spila sex tígla gaf 34 stig af 48 mögulegum. Á þremur þessara borða var samningurinn doblaður og vannst á þeim öllum með yfir- slag. Það gaf 40 stig og Hermann og Ólafur voru meðal þeirra sem fengu 6 tígla doblaða. Eins og lesendur sjá glögglega, þá er sex hjarta fómin mjög góð yfir 6 tíglum. AV náðu að fóma á 6 borðum og fengu ríku- leg laun fyrir. Athyglisvert er að þeir sem spiluðu 5 tígla og fengu tvo yfirslagi fengu yfir meöalskor (26—22). Tvö pör sögðu sig alla leið upp í 7 tígla, fengu þann samning doblaðan og i báðum tilfellum slapp sagnhafi heim með 13 slagi. ísak Öm Sigurðsson Hermann Lárusson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.