Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 37 Frjálst er í fjallasal í kvöld kl. 21 hefjast tónleikar í Iðnó sem bera yfírskriftina Frjálst er í fjallasal. Þar koma fram söngkonan Tena Palmer, gítarleikaramir Hilm- ar Jensson og Pétur Hallgrímsson, slagverksleikararnir Matthías Hem- stock og Pétur Grétarsson, píanóleik- ararnir Kjartan Valdemarsson og Eyþór Gunnarsson og saxófónleikar- inn Óskar Guðjónsson. Tónleikarnir era haldnir í tilefni af útkomu þriðju plötunnar í út- gáfuseríu Smekkleysu á nýrri spunatónlist, sem jafnframt er fyrsta sólóplata söngkonunnar Tenu Pal- mer, og hefur hlotið nafnið Crucible. Tónleikar Hér er um að ræða nýjar tónsmíð- ar Tenu fyrir dúó, tríó og kvartetta. Á tónleikunum verður auk þess leikið efni af þeim diskum sem þegar eru komnir út þ.e.a.s. Kjár og Traust. Þar fyrir utan verður efni leikið af vænt- anlegum diskum auk þess sem flytj- endur spinna saman í margvíslegum hópum. Aðgangseyrir er 1.200 krónur. Bragfræði í skóla Þórður Helgason, lektor við Kennara- háskóla íslands, flytur fyrirlestur á veg- um Rannsóknarstofnunar Kennarahá- skólans í dag kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist Bragfræði í skóla. í fyrirlestrin- um mun Þórður fjálla um hlut brag- fræðinnar í grunnskólum landsins, kennslubækur sem í notkun eru, hvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í kennslu bragfræði og hvað mætti betur fara. Nokkuð verður vikið að hefð- bundnum skáldskap samtímans. Fyrir- lesturinn verður haldinn í stofu M-301 í Kennaraháskóla íslands við Stakkahlíð. Bókmenntir, spjall og söngur Gestir Félags eidri borgara í Kópa- vogi í dag kl. 16-17 verða Ólafur Hauk- ur Árnason og Björg Hansen ásamt EKKO-kómum (kór kennara á eftir- launum). Þau kynna og lesa úr Ijóðum Friðriks Hansen frá Sauðárkróki. Kór- inn flytur nokkur lög. Heitt verður á könnunni og meðlæti. Samkomur Forvarnir og vímuefnamál Foreldra- og kennarafélag Breiðholts- skóla (FOK) heldur fund um forvarnir og vímuefnamál í Breiðholtsskóla í kvöld kl. 20. Á fundinn mætir Eiríkur Pétursson sem er í forvamardeild lög- reglunnar og verður með fræðslu fyrir aðstandendur barna sem eru í Breið- holtsskóla. Fleira verður á dagskrá. Fundurinn er fyrir foreldra barna á öll- um aldri og ekki síst þeirra sem hafa ekki komið nálægt fikniefnum. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Það verður spiluð skák í Ásgarði í dag kl. 13. Kl. 14 hefst þar bókmennta- kynning og munu barnabókahöfund- amir Ármann Kr. Einarsson, Stefán Aðalsteinsson og Elsa E. Guðjónsson lesa úr bókum sínum. Upplagt fyrir afa og ömmur að koma með barnabömin. Heinesen á bíótjaldinu Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleik- stjóri mun halda fyrirlestur undir heit- inu „Heinesen á bíótjaldinu“ í kvöld kl. 20 í stofu 201 í Odda á vegum Félags ís- lenskra háskólakvenna. Ágúst mun ræða um mynd sína „Dansinn" sem byggð er á smásögu færeyska skáldsins William Heinesen. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Nicolas Cage í hlutverki sínu. Snákaugun Snake Eyes.sem sýnd er í Kringlubíói og Saga bíó, gerist að mestu leyti innan stórrar íþrótta- hallar. í aðalhlutverki er Nicolas Cage sem leikur lögreglumanninn Nick Santoro. Hann, eins og fjórt- án þúsund aðrir íbúar borgarinn- ar, bergður sér á hnefaleika- keppni þar sem barist er um heimsmeistaratitilinn. Hann er í fylgd með vini sínum, Kevin Dunne, sem ////////, Kvikmyndir er háttsettur foringi í hernum og vinnur náið með vamarmálaráðherra Bandaríkjanna. Þegar Dunne skreppur frá er ráðherra skotinn og myrtur. Til þess að enginn sleppi út er íþróttahöllin nánast einangruð meðan rannsókn stend- ur yfir. Auk Nicolas Cage leka í Snake Eyes Gary Sinese, sem leikur Dunne, John Heard, Carla Gugino og Stan Shaw. Leikstjóri er einn af stóra leikstjórunum í Banda- ríkjunum, Brian De Palma. Nýjar kvikmyndir: Haskólabío: Antz Bíóhöllin: There's something about Mary Kringlubíó: The Avengers Stjörnubíó: Dance with me Laugarásbíó: The Truman Show Kári Þór kominn í heiminn Kári Þór Birgisson fæddist 22. ágúst. Við fæð- ingu vó hann 4.080 Barn dagsins grömm og var 51 sm. For- eldrar snáðans eru Helga Ágústsdóttir og Birgir Loftsson. Kári Þór kúrir hér í fangi stóra systur sinnar sem heitir Anna Ágústa og er fjögurra ára. Krossgátan Gengið Almennt gengi LÍ17. 11. 1998 kl. 9.15 Eining___________Kaup Sala Tollgenni Dollar Pund Kan. dollar Dönsk kr. Norsk kr Sænsk kr. Fi. mark Fra. franki Belg. franki Sviss. franki Holl. gyllini Þýskt mark ít. líra Aust. sch. Port. escudo Spá. peseti Jap. yen Irskt pund SDR ECU 69,460 116,600 44,700 10,9930 9,3710 8,6710 13,7400 12,4600 2,0252 50,7600 37,0600 41,7900 0,042210 5,9360 0,4073 0,4912 0,578900 103,890 97,150000 82,2200 69,270 116,010 44,900 11,0520 9,3900 8,8310 13,8110 12,5330 2,0372 51,8100 37,2600 , 42,0200 0,042500 5,9760 0,4100 0,4947 0,590400 104,610 97,510000 82,7000 69,820 117,200 44,980 11,0510 9,4230 8,7190 13,8220 12,5320 2,0374 51,0400 37,2800 42,0100 0,04247 5,9720 0,4099 0,4942 0,58230 104,530 97,74000 82,7200 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Papar spila á Gauki á Stöng á miðvikudagskvöld. Veðrið í dag Hlýnandi veður Fyrir norðaustan land er 1038 mb háþrýstisvæði sem þokast austur á bóginn. Á Grænlandshafi er minnk- andi lægðardrag en 975 mb lægð austur af Nýfundnalandi á hreyf- ingu norðaustur. í dag verður suðaustlæg átt, stinn- ingskaldi eða allhvöss suðvestan til en víðast aðeins gola norðaustan til. Gera má ráð fyrir rigningu sums staðar sunnan- og suðvestanlands, en annars verður úrkomulaust og sums staðar nokkuð bjart um landið norðaustanvert. Þar verður enn um sinn vægt frost til landsins en ann- ars fer heldur hlýnandi. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustan og austankaldi eða stinn- ingskaldi en allhvasst í nótt, skýjað og að mestu þurrt fram eftir degi en síðan rigning. Hiti 3 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.23 Sólarupprás á morgun: 10.05 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.36 Árdegisflóð á morgun: 05.58 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergsstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurfl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfói Bergen Kaupmhöfn Algarve Amsterdam Barcelona Dublin Halifax Frankfurt Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Nuuk París Róm Vín Winnipeg skýjað -5 alskýjaö 3 alskýjaö -4 alskýjaö 3 -6 alskýjaö 2 rign. á síö.kls 5 léttskýjað -2 alskýjaó 4 rign. á síö.kls. 4 léttskýjaö -4 skýjaö -0 heiöskírt 14 léttskýjaö -1 súld á síö.kls. 9 rigning 7 léttskýjaó -1 snjókoma á síó.kls. 1 snjókoma á síö.kls. 0 alskýjaö -5 þokumóóa 0 lettskýjaö -2 lésttskýjaó 6 alskýjaö -2 heiðskírt -4 hrímþoka -0 heiöskírt 7 snjókoma 2 alskýjaö -6 Hálkublettir á Hellisheiði Hálkublettir eru á Hellisheiði, í Þrengslum og uppsveitum Árnessýslu, en snjóþekja á Mosfells- heiði. Þungfært er á heiðum á Vestfjörðum en greiðfært er á milli þéttbýlisstaða á norðanverðum Færð á vegum fjörðunum. Á Norðaustur- og Austurlandi eru flest- ir vegir greiðfærir en víða er hált og stundum élja- gangur. Skafrenningur m Steinkast 12 Hálka Ófært s Vegavinna-aögát s Öxulþungatakmarkanir m Þungfært (£) Fært fjallabílum 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 Lárétt: 1 skumin, 8 svipaðar, 9 kyrrð, 10 niður, 12 dimmviðri, 13 svik, 15 ljómi, 17 fisk, 18 týni, 20 vagninn, 22 sjór, 23 æskja. Lóðrétt: 1 höll, 2 deila, 3 kúgun, 4 ráf, 5 klifrar, 6 fátæki, 7 ílát, 11 full- kominn, 14 haka, 16 riða, 19 hald, 21 næði. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 sófi, 5 ólm, 8 Egill, 9 ei, 10 inn, 11 leið, 12 gantist, 15 ól, 16 sök, 18 tá, 19 bik, 20 rói, 22 nakinn. Lóðrétt: 1 seig, 2 ógn, 3 finnska, 4 illt, 5 óleik, 6 leisti, 7 mið, 13 alin, 15 x óbó, 17 örk, 21 ói. Fjölbreytni a Gauki á Stöng Á næstunni verður ýmislegt að ger- ast á Gauki á Stöng. Miðvikudaginn 18. nóvember mun Rokkabillyband Reykjavíkur spila ásamt Eyjapeyjun- um og hvalveiðimönnunum úr Pöpun- um. Kynnirinn ku eiga að koma á óvart. Gaukurinn var opnaður 19. nóvem- ber 1983. Núna á fimmtudaginn, fimmtán árum seinna, mæta hinir einu sönnu sökudólgar lifandi tónlist- ar en það er Bítlavinafélagið. Einnig Skemmtanir stíga á stokk mestu rokkboltar Islands fyrr og síðar sem er SSSól. Helgi Björns er þar í forsvari. Kynnir kvöldsins verður Svenni G. sem marg- ir telja fyndnasta mann landsins. Á föstudaginn og laugardaginn verður mikið fjör á Gauknum en þá koma fram piltarnir i Landi og son- um. Einnig mun heyrast í V.V.B. Eins og fyrri kvöldin verður kynnirinn spennandi og skemmtilegur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.