Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 ★ iir menning, Englaraddir í tímaleysi Aðrir tónleikar „Norðurljósa", tónlistarhátíðar Musica Antiqua, voru haldnir sl. laugardag i Hall- grímskirkju. Þar fluttu miðaldatón- listarhópurinn Alba og Vox Feminae verk eftir Hildegard von Bingen en í ár eru liðin 900 ár frá fæðingu henn- ar. Hildegard von Bingen var stór- merkileg kona, hún var tónskáld, ijóðskáld, guðfræðingur og þekkti vel lækningamátt jurta svo eitthvað sé nefnt. Á tímum þegar konur voru vart virtar viðlits var hún ráðgjafi Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir margra háttsettra manna innan kirkjunnar. Átta ára var hún send í klaustur í Disibodenberg og tók við sem abbadís árið 1136. Frá unga aldri þjáðist hún af mígreni og hafa fræðimenn reynt að útskýra þær sýnir, sem hún að jafnaði sá, með því. En árið 1141 sá hún sýn sem breytti lífi hennar. „Þegar ég var íjörutíu og tveggja ára og sjö mánaða opnuðust himnarnir, skært ljós flæddi inn í heila minn og tendraði hjarta mitt og bijóst líkt og eldur ...“ Eftir það fannst henni hún knúin til þess að koma þessum sýnum frá Tónlistarhópurinn Alba hann er að gera. veit svo sannarlega hvað sér, hvort sem var í rituðu máli, tónum eða þá að hún lýsti þeim fyrir skrifurum sem teiknuðu þær af ýtrustu nákvæmni. Þó að Hildegard hefði verið algjörlega ólærð í tónlist hafði hún einradda gregórí- anskan söng til að styðjast við í verkum sín- um. Eftir hana liggja fjölmargir trúarsöngv- ar til heiðurs dýrlingum og Maríu mey sem flestir eru gerðir við hennar eigin texta og fengum við að heyra nokkra þeirra í Hallgrimskirkju á laugardaginn. Tónlistarhópinn Alba skipa þrír meðlimir sem svo sannarlega vita hvað þeir eru að gera: Agnehte Christiansen söngkona, Helen Davies sem leikur á miðaldahörpur og Poul Hoxbro sem leikur á pípur, saltara og trumbur. Tónlistina fyrir hljóðfærin hafa þau Davies og Hoxbro útsett sjálf og hljómaði hún einstaklega sannfær- andi og i fullkomnu jafnvægi við sönginn. Tónlistin er langt því frá auðveld í flutningi með erfiðum tón- bilum og alls kyns flúri en samt yfir- lætislaus og fógur. Christiansen söng einsönginn af miklu öryggi en henni til aðstoðar voru fé- lagar úr Vox Feminae, þjálfaðir af Mar- gréti Pálmadóttur, sem tóku einraddað undir með englaröddum sínum. í tæpan klukkutíma flæddi þessi unaðslega tórdist um kirkjuna og inn í manns eigin dýpstu sálarkima. Hún virtist algjörlega tímalaus og - mígreni eða ekki - þá býr þessi tón- list yfir einhverjum krafti sem lætm- mann ekki ósnortinn. Hún verður lausn frá öllu veraldarvafstri og stressi nútímans. Því er ekki að undra að tónlist Hindegard von Bingen nýtur nú mikilla vinsælda eftir aldalanga hvíld og kæmi mér ekki á óvart þó að hún hefði eignast nýja áhangendur eftir þessa tónleika, þó ekki væri nema einn. Einsemd mannsins Á sunnudagskvöldið minntu þrír leikarar á framlag Samuels Becketts til heimsbók- menntanna í Iðnó. Róbert Arnfinnsson hlustaði á sjálfan sig flytja Eintal af segulbandi, Ásta Amar- dóttir las Ohio Impromptu með sér- kennilegum afskiptum andlitsmyndar sinnar af sjónvarpsskjá og María Ellingsen hlýddi á sjálfa sig flytja Vögguvisu af segulbandi, sitjandi í ruggustól. Notkun tæknibúnaðar í stað mótleikara í öllum María Ellingsen. leikþáttunum undirstrik- ar einsemd mannsins og firringu sem Beckett var svo hugleikin. Þó er spuming hvort hann ætl- aðist til að manneskjan væri jafh viljalaus and- Leiklist Silja Aðalsteinsdóttir spænis tækninni og/eða firringrmni og leikararn- ir vora í þessari upp- færslu. Er það ekki merki um lífslöngun þeg- ar konan í Vögguvísu kallar á „meira“ þegar hún heldur að bandið sé komið á enda? Hana var varla að merkja hjá Mar- íu. Ástu vantaði fyrir sitt leyti „hlustandann“ sem heimtar að hún endur- taki með því að lemja í borðið. Skjámyndin hvarf bara en birtist aft- ur við endurtekinn textabút. Ef til vill voru það skilaboð um að mátt- ur orðsins væri slíkur aö það gæti gert við bilað sjónvarp. Áhrifamestur var flutningur Róberts Am- finnssonar undir leik- stjórn Áma Ibsen sem fenginn var að láni frá Útvarpsleikhús- inu. Róbert sat sjálfur á stól á sviðinu, hlustaði og lifði sig inn í textann en brást ekki við honum nema með svipbrigð- um. Lýsingin var í þessu atriði sem öðr- um áhrifamikil, og flekinn fyrir aftan leikarana tók undraverðum breytingum með ljósum. í miðatriðinu þóttist ég sjá mynd skáldsins birtast á honum. „Beckett getur sagt okkur margt," seg- ir leikstjórinn, Þorsteinn J., í leikskrá, „um margbreytileika lífsins, og að vona að við sjáum meira af verkum hans, er í sjálfú sér afskaplega Beckettískt, að vona að það breytist." Það er að minnsta kosti ómaksins virði að bíða eftir Godot. Annað svið, Iðnó og Útvarpsleikhúsið kynna: Beöið eftir Beckett. Þrjá einþáttunga eft- ir Samuel Beckett Árni Ibsen þýddi Eintal og Ohio Impromptu. Þorsteinn J. þýddi Vöggu- vísu Leikmynd og ijós: Snorri Freyr Hilmars- son Tónlist: Pétur Grétarsson Leikstjórn og hljóð: Þorsteinn J. Að elskast og kveðjast Guðrún Eva Mínervudóttir kveður sér hljóðs með smásagnasafni sem heitir því fiillega nafhi Á meðan hann horfir á þig ertu María mey. Bókin dregur heiti sitt af einni af tuttugu smásögum bókarinnar og þessi orð eru lögð í munn manns sem hittir unga stúlku á kaffihúsi. Maðurinn þykist vita allt um þessa stúlku, meðal annars að hún eigi sér eldri elskhuga sem pínir hana og elskar til skiptis. Hann seg- ist sjá hana fyrir sér þar sem hún hellir allsnakin upp á kaffi fyrir elskhugann, og „Á meðcm hann horfir á þig ertu María mey.“ Stúlkan rýkur upp og inn á klósett en sögunni lýkur þar sem hún situr við hlið mannsins á nýjan leik. Hvort það er vitneskja mannsins sem skelfir stúlkuna eða seiðandi návist hans fær lesandinn aldrei að vita. Ekki heldur hvort orð hans eru uppspuni eða sannleikur. Enda er það ekki aöalatriði sögunnar heldur þrá- in, ástin og kannski sakleysið í syndinni. Bókmenntir Sigríður Alhertsdóttir Sterk þrá eftir nærveru gegnsýrir margar sögur bókarinnar. Einnig and- stæðan, fjarveran. Mcmneskjur mætast af tilviljun, elskast og skemmta sér en þurfa siðan að kveðjast af ástæðum sem sjaldn- ast era tíundaðar. Eftir situr sársauki sem í mörgum sögunum er hljóður og hlýr, blandaður ljúfum minningum sem aldrei verða frá manneskjunni teknar þó ástin sé horfin. Slíkar tilfinningar era allsráðandi 1 fyrstu og að mínu mati einni fallegustu sögu bókarinnar: „Nú ætla ég að baða þig af því að þú ert vinkona v mín.“ Þar rifjar ung- \ ur maður upp þegar hann baðaði elskuna sína. Rifjar upp sköpu- lag hennar, augun, hárið og lyktina og hvemig hon- um leið þegar hann snerti hana. „Svona get ég verið væminn," segir hann í lok sögunnar, „en nú hef ég ekki heyrt í þér svo lengi.“ (9) Frá- sögn hans er tregablandin en þetta er ljúfur tregi ómengaður af ósætti og ijótum hugsunum. Þannig getur fjarveran verið sæt og að sama skapi getur nærveran verið súr eins og glöggt kemur fram í sögunum „Brúðarvöndurinn var grálúsugur" og „Að friðhelgi heimilisins bæri að virða ofar öllu“. í þeirri fyrri er sagt af fólki sem virðist vera að gifta sig af hag- kvæmnisástæðum. Sú síöari segir af pari sem lifir afar prúðu en innihaldslausu lífi. í næstu íbúð er hins vegar par sem rífst og slæst en elskast kröftuglega þess á milli. Prúða konan hneykslast yfir og fordæmir ofsafengnar ástríðurnar en í fordæmingunni speglast einmanaleiki hennar og ástleysi. Guðrún Eva hefur ekki mörg orð um tilfinningar persóna sinna en þær skila sér oftast vel í einfoldu lát- bragði þeirra eða einni eða tveimur stuttum setningum. Einnig hefur hún lag á að leika sér með tungu- málið svo útkoman verður oft skringilega skemmtileg og kitlandi erótisk á köflum. Stemningin í hverri sögu fyr- ir sig kemst ágætlega til skila en þó er eins og höf- undur nái ekki alltaf að vinna fyllilega úr efnivið sínum þannig að oftar en ekki fær lesandinn á tilfinninguna að það eigi eft- ir að reka smiðshöggið á sögurnar. Þetta er vissulega truflandi staðreynd en hrek- ur þó ekki hina að Guðrún Eva Mínervu- dóttir á hér spennandi frumraun sem er vonandi fyrirboði um annað og meira. Guðrún Eva Mínervudóttir: Á meðan hann horfir á þig ertu María mey Bjartur 1998 Hárfínar athugasemdir Halldóra Thoroddsen hefur gefið út aðra ijóðabók sína, Hárfinar athugasemdir, en Stofuljóð hennar komu út 1990. Bókin ber nafn með rentu; þar era hárfínar og hnyttnar athugasemdir við eitt og annað í tilverunni, til dæmis þetta „eilífa veðra- víti“ í tebollanum, „eitt grátt hár“ upp úr dökkum makkanum og heimilisköttinn sem kannski njósnar fyrir Þingeyingana á móti. Önnur ljóð era myrkari, til dæmis „Svart hol“: Stöku hrœöur hrökklast stundum af handahófi um þessa götu og sogast inn í húsiö á móti. Enginn virðist koma út aftur. Alltaf veriö aó bera eitthvaó inn íþetta hús. Dýnur, sófasett og eldavélar. Aldrei séö neitt boriö þaöan út. Og þegar dyrnar standa opnar sé ég bara svart hol. Alltaf slökkt fyrir innan. Halldóra er barnabarn Theodóra Thoroddsen skáld- konu og í tveimur fallegum ljóðum hyllir hún ömmu sína. „Dýrðarljóminn var staðreynd,“ segir hún í „Lif- andi goðsögn" og prósaljóðið „Gamalt lof- orð“ bregður upp sterkri mynd af, bernskuminningu: Boröstofan full af fólki, upphöfnu hvis- landi. Á mióju gólfi lá Amma Theó alein í kistunni. Þaö þótti hálf óviökunnanlegt þegar ég skreió uppí til hennar. Var dregin þaöan grátandi, og lét ekki huggast fyrr en mamma sáluga haföi' lofaö aö koma meó mér í kistuna þegar ég dœC Um tíma hélt ég aö hún heföi lofaö upp í ermina, en veit núna aö svo var ekki. Höfundur gefúr sjálf út. Sumarvorið Einar Sigurður sendir frá sér ljóðabókina Sumarvor- ið, uppfulla af „hjartakvæðum", eins og hann kallar þau. Ástarljóð einkenna bókina, og sem dæmi birtum við það sem heitir einfaldlega „Þú“: Fór aö sofa, hugsaöi um ástina. Vaknaöi hugsaöi, um ástina. Dagurinn leiö áfram, ogjeg hugsaói um ástina. Nóttin kom jeg hugsaöi um ástina. Hún mun vera í mínum draumum, t mínum óskum. Ástin mun finna mig. Lengi er ástin alsæla en svo syrtir í álinn, stúlkan hverfur burt og beiskja og ergelsi setjast að elskhugan- um um skeið. En ekki lengi. í bókarlok deilir önnur stúlka hjarta hans með minningunni um þá fyrri. Höfundur gefur sjálfur út. Skagfirsk skemmtiljóð Sumir segja að Skagfirðingar kunni öðrum betur að setja saman vísur. Nú hyggst Bjami Stefán Konráðsson frá Frostastöðum sanna þessa fúllyrðingu endanlega með öðru bindi af Skagfmskum skemmtiljóðum. Fyrra bindið kom út fyrir síðustu jól og seldist upp. Nýja bindið geymir kveöskap eftir 58 höfunda, lífs og liðna, frá rúmlega hund- rað áram, og fylgir iðulega tilefnið með i stuttu máli. Meðal höfunda er Bólu- Hjálmar sem á eina vísu í bókinni. Konur svöraðu nú betrn- beiðnum um vísur en áður og eiga stærri hlut T þessu bindi en hinu fyrra. Þar er til dæmis þessi lúmska vísa eftir Guðríði B. Helgadóttur: Eftir fundinn átti víf of mörg pund aö framan. Er svo bundin allt sitt líf út á stundargaman. Bókaútgáfan Hólar á Akureyri gefur út. Upplestur á Súfistanum I kvöld verður lesið úr fimm nýjum bókum af ýmsu tagi á Súfistanum, Laugavegi 18. Bjöm Th. Bjömsson les úr Brotasögu sinni, Ástráður Eysteinsson og Ey- steinn Þorvaldsson lesa úr þýðingu sinni á Ameríku eft- ir Franz Kafka, Þorsteinn Gylfason les úr greinasafni sínu, Réttlæti og ranglæti, Sveinbjörn I. Baldvinsson les úr ljóðabókinni Stofa kraftaverkanna og lesið verður úr ljóðabók Sigurlaugs Elíassonar, Skjólsteini. Upplesturinn hefst stundvíslega kl. 20:30. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.