Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 6
Fréttir t>RTn.TTTnAGTTTÍ 17. NÓVF.MRF.R Andar köldu í garö íslendinga í nýrri ævisögu Gro Harlem Brundtland: Vilja allt gefins og láta ekkert á móti - hagnaðurinn talinn um 80 milljónir af báðum bindum ævisögunnar DV, Ósló: „íslendingar hafa aldrei óskaö eftir frjálsum viðskiptum með sameiginlegum reglum um sam- keppni og svo framvegis heldur bara frjálsum aðgangi að mörkuð- unum fyrir sjálfa sig,“ skrifar Gro Harlem Brundtland, fyrrum for- sætisráðherra Noregs, í síðara bindi ævisögu sinnar. Þar andar heldur köldu í garð íslendinga, og þeir sakaðir um stirfni og að ota bara sínum tota. Gro líkaði miður framganga ís- lendinga og Jóns Baldvins Hanni- balssonar utanríkisráðherra við samningaviðræðurnar um stofn- un Evrópska efnahagssvæðisins, EES. Hún segir að íslendingar „hafi allaf notið meiri velvildar hjá Evrópusambandinu en Norð- menn“ enda óspart spilað á að þeir væru smáþjóð langt úti í hafsauga og algerlega háðir fisk- veiðum. Smugan virðist hins vegar gleymd að öðru leyti en því að Gro leggur áherslu á að Noregur hafi um langt skeið orðið að verja fiskistofna sína fyrir óréttmætri ásókn annarra. Þannig hafi þar alltaf komið í hlut Norðmanna að opna fiskveiðilögsögu sina þegar Evrópusambandið hefur komið með kröfur á hendur EFTA-rikj- unum. Gro segir að Spánverjar hafi al- laf gengið lengst í kröfum sínum og Norðmenn alltaf orðið að gefa eftir. íslendingar hafi hins vegar aldrei látið einn einasta fisk af hendi í þessum viðræðum. Á síðasta ári gaf Gro út fyrra bindi ævisögu sinnar. Bókin seld- ist í um 110 þúsund eintökum og varð metsölubók. Nú er reiknað með að salan verði svipuð. í fyrra fékk Gro um 40 milljónir ís- lenskra króna í sinn hlut af bók- sölunni og von er á sömu fjárhæð nú. GRO Hafkm Brundtland DttAMATiSKB ÁR A Gro Harlem Grundtland gefur ís- lendingum slaka einkunn f ævisögu sinni. Gro er mjög opinská í bókum sínum. Hún skrifar heilan kafla um sjálfsmorð Jörgens sonar slns og sendir annars skeyti í allar átt- ir. T.d. hefur vakið athygli að hún vildi ekki fá Thorbjörn Jagland sem arftaka sinn vegna þess að hann á svo erfltt með að gera sig skiljanlegan. -GK Egilsstaðir: Flugferð- um fækkað DV, Egilsstöðum: Frá og með 16. nóvember fækk- aði ferðum Flugfélags íslands til Egilsstaða um fjórar á viku. Felld- ar eru niður miðdegisferðir á þriðjudögum, miðvikudögum, og föstudögum og kvöldferð á simnu- dögum. Fækkun ferða er tilkomin vegna kröfu frá Samkeppnisstofn- un sem hefur gert FÍ að fella nið- ur ferðir sem bætt var á áætlun í fyrra. Einar Halldórsson, umdæmisstjóri á Egilsstöðum, og Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri FÍ, á fundi með fréttamönnum. DV-mynd Arndís Við stofnun Flugfélags íslands, sem varð til við samruna innan- landsflugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands, settu samkeppnisyf- irvöld félaginu ýmis skilyrði, m.a var þvi gert að láta Samkeppnis- stofnun vita ef fjölgað yrði ferðum til fjögurra staða innanlands, Eg- ilsstaða, Akureyrar, ísafjarðar og Vestmannaeyja og var það gert. Á fréttamannafundi á Hótel Héraði á Egilsstöðum sagði Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Flugfélags íslands, að hann teldi ekkert réttlæta þessa kröfu Sam- keppnisstofnunar, þar sem flug- leiðin til Egilsstaða hefði algjöra sérstöðu. Þar hefði samkeppnisað- ilinn íslandsflug verið í ferðum frá árinu 1992, byggi við jafnan aðgang að mannvirkjum og hefði byggt upp sölukerfi sem hefði í för með sér að fjölgun ferða FÍ væri 1 raun ekkert annað en eðli- leg samkeppni og bætt þjónusta við Austfirðinga. Félagið er með þrjá Fokkera í innanlandsflugi og þýðir þessi samdráttur í Egilsstaðafluginu að vélamar og áhafnir þeirra mun skorta verkefni og hafa 1 för með sér fjárhagslegt tjón. Páll sagði ljóst að félagið mundi ekki sætta sig við handstýringu af þessu tagi og í athugun væri að áfrýja mál- inu til samkeppnisráðs eða fara jafnvel dómstólaleiðina. Um það bil 65 % nýting er á flugi FÍ til Eg- ilsstaða og hefur farþegum fjölgað undanfarin ár þrátt fyrir aukna samkeppni, auk þess að flutning- ar hafa aukist. -AÞv. Amma og mamma eru enn að nota sínar AEG! Ég treysti þeim f Lavamat W 80 Tekur 5 kg Vindingarhraöi: 800/400 snúningar Ryðfrír belgur og tromla Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi nýjasta tækni \ "Fuzzy-Logic" enginn 1/2 takki "ÖK0" kerfi (spararsápu) Öll þvottakerfi Ullarvagga Þvottahæfni “B" Þeytivinduafköst "C' Lavamat W 1010 > Tekur 5 kg > Vindingarhraði: 1000/600 snúningar • Ryöfrír belgur og tromla • Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi - nýjasta tækni. "Fuzzy-Logic" enginn 1/2 takki >"ÖK0" kerfi (spararsápu) • Öll pvottakerfi ásamt sérstöku blettakerfi • Ullarvagga > Þvottahæfni "B" Þeytivinduafköst "C" Verö 69.900,- stgr. f Lavamat 74600 • Rafeindastýrður forskriftarvalsrofi (vélin sem hugsar) > Sýnir í Ijósaborði gang forskriftar • Hægt að seinka gangsetningu forskriftar allt að 19tímum > Sýnir í Ijósaborði of mikla sápunotkun • Sérstakur takki fyrir kælingu og aukaskolun • Tekur 5 kg > Vindingarhraði: 1400,1000,800,600 og 400 snúningar • Ryðfrír belgur og tromla • Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi - nýjasta tækni "Fuzzy-Logic" enginn 1 /2 takki > "ÖK0" kerfi (sparar sápu) > "UKS" kerfi, jafnar tau í tromlu fyrir vindingu • Froðuskynjunarkerfi (bætir við aukaskolun) • Öll þvottakerfi ásamt sérstöku blettakerfi > Ullarvagga > Þvottahæfni "A“ Þeytivinduafköst “B" >>» Z Verð 89.900,- stgr. J :;#Á BRÆÐURNIR 533 2800 Lágmúla Örugg þjónusta í 75 ár IH'JUIJITTT Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrfmsson, Grundarfirði. Heimahornið Stykkishólmi. Ásubúð, Búoardal. Vestfirólr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirói. Rafverk, Bolungarvík, Straumur, ísafiröi Noróurland: Kl. Steingrímsfjarðar. Hólmavfk. Kl. V-Hún„ Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skaglirðingabúð, Sauðárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA, Dalvlk. KEA Ólafsfiröi. KEA, Siglufirði. Kl. Þingeyinga, Húsavík. Urö Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Hjalti Sigurösson, Eskifirði. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafiröi. Verslunin Vfk, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúösfirði. KASK, Höfn. KASK, Djúpavogi. Suóurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Rafmagnsverkstæði KR, Hvolsvelli. Jón Þorbergs. Kirkjubæjarklaustri. Klakkur, Vík. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanee: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavfk._________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ Bandalagið brást Úrslit í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesi lögðust misjafnlega í þá sem börðust með milljónir og dreng- skap að vopni. Ýmis samsæri voru í gangi til að forða Reyknesingum frá því að sitja uppi með and- stæðingana sem þing- menn. Þannig eru kenningar um að Gunnar I. Birgis- son hafi lagt að sín- um stuðningsmönn- um að sleppa alveg að kjósa Sigríði Önnu Þórðardóttur og Árna Mathiesen. Þá gengur einnig fjöllum hærra að bandalag þeirra Kristjáns Pálssonar og Áma Mathiesen hafi ekki haldið nema frá hendi Kristjáns. Herstjórar Árna hafi hvatt sitt fólk til að færa konurnar upp og Kristjáni hafi verið fórnað. Það þykir styðja kenning- una að atkvæðatölur Áma Matt og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, frænku hans, liggja saman ... Ný hárgreiðsla Það kom ekki á óvart að Jakob Björnsson, fyrrum bæjarstjóri á Ak- ureyri, skyldi hafa sigur gegn Val- gerði Sverrisdóttur varðandi fyrsta sætið á lista Framsókn- arflokksins á Norður- landi eystra þegar skoðanakönnun um það var gerð á Akur- eyri á dögunum. Það kom frekar á óvart að í heimabæ sínum hafði Kobbi ekki nema um 10% meira fylgi en Val- gerður þingflokksformaður og geta þessar tölur reyndar gefið til kynna að erfitt verði fyrir Kobba að velta Val- gerði úr toppsætinu. Hann er þó til alls líklegur, búinn að skipta um hár- greiðslu og tilbúinn í slaginn sem hefst af krafti strax eftir áramótin ... Allt upp í loft Frá Brussel hefur Ingimar Ingi- marsson fréttamaður flutt lands- mönnum fregnir um árabil um Sjón- varp og útvarp. Nú er komið babb í bátinn og Ingimar þjón- ar ekki lengur Sjón- varpinu. Taliö er að það sé vegna pirrings milli hans og Helga H. Jónssonar frétta- stjóra síðan Ingimar var aðstoðarmaður framkvæmdastjóra. í sl. viku hrukku sjón- varpsmenn upp við að enginn var til að dekka fund Davíðs Oddssonar og Geralds Schröders í Bonn. Var því gripið tU þess, að sögn heimUdar- manna, að senda Gfsla Martein Bald- ursson ásamt tökumanni á Saga Class tU Lúxemborg. Þar beið þeirra bUl sendiráðsins í Bonn ásamt bílstjóra sem ók þeim á 200 kílómetra hraða til Bonn og viðtalinu tókst að bjarga þótt dýrt væri. Ingimar, sem var á staðn- um, sendi síðan Ríkisútvarpinu sinn pistU um fundinn ... 100 milljóna gróði Margir undrast kaup KEA á eignum Jóns Ásbjörnssonar saltfiskkaup- manns við Reykjavíkurhöfn, 200 mUlj- ónir fyrir húsnæði sem kostar mikið að gera að stórmark- aði. Jón er sagður græða um 100 mUljón- ir á öUu saman! Bent er á að erfltt er að komast að hafnar- svæði Reykjavíkur, enda þótt talsvert sé af bflastæðum. Þetta riljar upp að ýmis hús koma tU greina sem stórmarkaðir, ekki bara Barónsfjósið sem nú er orðin 10-11 búð. Samvinnu- hreyfingin fékk fyrir tíu árum sænska sérfræðinga, toppmenn, tU að skoða æskUegt húsnæði. Þeim leist best á Umferðarmiðstöðina og ráðlögðu að kaupa hana, en auk þess Húsgagna- höUina á BUdshöfða... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @£f. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.