Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 15 Jóhannes Guðlaugsson og Asdís Mikaelsdóttir: Góður tími fyrir alla fjölskylduna Mér fmnst stórkostlegt að hafa fengið að vera þátttakandi í upp- eldi sonarins frá upphafi. Þetta var góð reynsla og í alla staði góður tími fyrir aila fjölskylduna," segir Jóhann- es Guðlaugsson, forstöðumaður félags- miðstöðvarinnar Ársels. Tilveran heimsótti Jóhannes og konu hans, Ásdísi Mikaelsdóttur, á dögunum til þess að forvitnast um hvernig fæðingarorlofi þeirra hefði verið háttað. Þau eignuðust soninn Mikael fyrir einu og hálfu ári og var Jóhannes heima ásamt konu sinni fyrsta mánuðinn eftir fæðinguna. „Við lögðum mikið upp úr því að hafa það rólegt fyrsta mánuðinn. Við vorum í MFS-prógramminu á Land- spítalanum og fylgdum dálítið þeirra þoðorðum. Þess vegna slógum við tals- vert af kröfunum og reyndum ekki að koma of miklu í verk. Við sinntum nauðsynlegustu húsverkum en mottó- ið var að skapa þægilegt umhverfi fyr- ir okkur og drenginn," segir Jóhann- fóður og barns. Aðrir hlutir eru auka- atriði," segir Jóhannes. A meðan á fæðingarorlofmu stóð og eftir að því lauk hefur Jóhannes stundum rætt þessi mál við aðra karla. „Það vill brenna við að menn geri grín að þessu umræðuefni og maður hefur svo sem verið spurður hvenær maður ætli að taka hús- mæðraorlof og þar fram eftir götun- um. Ég held að margir eldri menn séu bara ekki tilbúnir að ræða þessi mál en þeir sem yngri eru eiga vonandi eftir að átta sig á því að fæðingarorlof feðra eru sjálfsögð mannréttindi. Mér finnst líka mikilvægt að halda umræð- unni um fæðingarorlof kvenna annars vegar og karla hins vegar aðskildri. Það væri æskilegt að lengja orlof kvennanna í níu mánuði og síðan fyndist mér ekki vitlaust að taka upp sænska kerfið hvað okkur feðurna Jóhannes og Ásdís með Mikael litla. Þau eru hæstánægð með feðraorlofið og vona að þetta verði raunhæfur mögu leiki fyrir alla foreldra í framtíðinni. es. Að loknum fyrsta mánuðinum vann Jóhannes i þrjár vikur en tók þá sum- arleyfi og einn mánuð til viðbótar af orlofinu. Þegar Ásdís hafði lokið sínu fæðingarorlofi var Jóhannes einn heima í mánuð en það var einmitt krafa sem jafnréttisnefnd setti þeim körlum sem sóttu um fæðingarorlof. „Mikael er fyrsta bamið mitt og ég er afar þakklát fyrir að hafa haft Jóa heima fyrstu vikurnar. Ég hefði ekki viljað standa ein í þessu og mér fannst mikill styrkur að hafa Jóa heima, ekki síst á meðan ég var sjálf að jafna mig eftir fæðinguna," segir Ásdis. Tengslin við barnið mikilvæg Hvað verkaskiptingu á heimilinu varðar þá segja þau litla togstreitu i þeim málum. „Það hefur aldrei verið vandamál og sjálfum finnst mér gam- an að vinna á heimilinu," segir Jó- hannes og Ásdis bætir við að hann sjái nær alfarið um eldamennskuna enda sé hann svo góður kokkur. Hún sjái um þvottana í staðinn. „Þann tíma sem ég var einn með drenginn þá vann ég öll heimilisstörfin. Mér fannst það merkilegt sem kom fram í heimildarmyndinni um þessa tilraun að karlar eigi það til að forgangsraða hlutunum öðru vísi en konur. Þeir einbeita sér að færri hlutum í einu. Ég er ekki sammála því að þetta sé eðlislægt, þetta er miklu frekar þjálf- unaratriði," segir Jóhannes. Jóhannesi finnst rannsóknin á við- horfum karla til fæðingarorlofsins einblína of á verkefnin innan heimil- isins og hvemig þeim sé skipt á milli hjónanna. „Heimilisstörf eru hlutur sem fólk verður að koma sér saman um hvernig eigi að leysa. í mínum huga er fæðingarorlof feðra mun mik- ilvægara í ljósi þess að mynda tengsl Jóhannes og Mikael nutu þess að vera saman á meðan á feðraorlofinu stóð. varðar. Þar fá menn þrjá mánuði, þar af einn bundinn, en hjónin geta skipt hinum tveimur eftir hentugleikum. Þetta verður vonandi staðreynd fyrir íslenska feður sem fyrst þvi fyrstu mánuðir barns eru tími sem enginn faðir ætti að þurfa að missa af,“ segir Jóhannes Guðlaugsson. -aþ alla karla eða konur 'undir einn hatt. Þegar á heildina er litið er þó ljóst að karlar líta heimilishaldið nokkuð öðrum augum en konur. Það er til- hneiging hjá konum að líta á fjöl- skyldulífið sem einn heildarpakka á meðan karlmönnum hættir til að skipta verkunum upp og telja sig gjarna geta valið úr eins og um hlað- borð væri að ræða,“ segir Þorgerður. Uppeldi barna og húsverk eru þannig aðskildir hlutir í heimi margra karla og stundum valda þau viðhorf togstreitu innan heimilisins. „Margir karlar eru vissulega dugleg- ir að taka þátt í heimilisstörfunum en gjama á forsendum sem þeir setja sjálfir. Þeir vilja gjama hugsa um bömin en gera oft skýran greinar- mun á því og húsverkum. Ég tel að þeir karlar sem vilja gera sig gild- andi á heimilinu og hafa þessi sjónar- mið geti lent í vandræðum. Konan hefur heildarsýnina og þaðan er áhrifavald hennar innan heimilisins komið. Þróunin er nokkuð sterk í þessum efnum og greinilegt að konur eru frekar að reyna að draga karlana inn á sitt svið en að ýta þeim út.“ Pólitískt spursmál Fæðingarorlof karla er að mati Þorgerðar til þess fallið að styrkja fjölskylduböndin. Það sé gott fyrir hjón að verja tíma saman og kynn- ast aðstæðum hvort annars. Átt- menningarnir sem Þorgerður rannsakaði fengu hver um sig þriggja mánaða orlof. „Hversu langt feðraorlofið á að vera er öðr- um þræði pólitískt spursmál og erfitt að meta út frá rannsókninni en mér virðast óskirnar fyrst og fremst vera þær að orlofið þurfi að vera sveigjanlegt vegna þess að margir karlmenn eiga erfitt með að slíta hugann úr vinnu. Umræð- an sem nú á sér stað um að binda tiltekna mánuði fæðingarorlofsins við karlinn þykir mér framsækin. Það hefur reyndar sýnt sig á Norð- urlöndunum að þar þurfti að setja slíkar reglur. Fæðingarorlof feðra er mannréttindi og raunar spurn- ing hvort ekki eigi að líta á það sem réttindi bamsins öðru frem- ur,“ segir Þorgerður Einarsdóttir að lokum. -aþ DV-mynd Teitur MEÐGÖNGUFATNAÐUR Giæsilegt úrvai - yst sem innst Paradís mömmu og barnanna. Pósthússtræti 13 v/Skólabrú S. 551 2136 Fax. 562 6536 Póstsendum Allt sem litla barnið þarfnast. Mesta bleiuúrvalið. Nærföt, útigallar og allt þar á milli. Kíktu inn og skoðaðu verðið. Vfir iað - fiá J.9Í0 Í0.990 Htát w&gatífc & anitikföt « 8.980 0-0 tg. 15.990 Hui t wbaitit i mtítom M 7.300 0-18icg. \ 9.990 Kenuvagnar BRIO Frá 53.650 - Graco 32.2S0 HteSKiwa/íri....KSSO KegnMittlvtnwíá .. Z99) frtojtátmrírJi ...itmo lutm Saarra m. swmto Albma-IS 970 barnafataJei G I Æ S «»*. »>» »»»♦■ Graco

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.