Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 19
18
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998
2&
íþróttir
Mikill uppgangur er fyrirsjáanlegur
á næstu árum hjá norskum bikar-
meisturunum i Stabæk. Nú hefur lið-
ið í hyggju að byggja nýjan leikvang
á Fomebu-svæöinu þar sem gamli al-
þjóðaflugvöllurinn var áður. Völlur-
inn myndi rúma 14 þúsund áhorfend-
ur og telur Stein Erik Jensen, for-
maður Stabæk, þetta besta hugsan-
lega byggingarsvæöið. Tveir íslenskir
knattspymumenn eru á mála hjá Sta-
bæk, þeir Helgi Sigurösson og Pétur
Marteinsson.
Alþjóöa badmintonsambandiö úr-
skurðaöi í gær indónesísku stúlkuna
Sigit Budiarto, heimsmeistara í tví-
liðaleik kvenna, í eins árs keppnis-
bann. Budiarto, sem er 22 ára gömul,
féll á lyfjaprófi sem tekið var af henni
í ágúst síðastliðinn. Hún hefur því
verið sett i bann til 15. nóvember á
næsta ári auk þess sem hún þarf að
greiða 2000 dollara í sekt.
Pavel Nedved, leikmaöur Lazio á
Ítalíu, dró sig í gær út úr tékkneska
landsliðshópnum í knattspyrnu sem
mætir Englendingum í vináttulands-
leik á Wembley annað kvöld. Nedved
er meiddur á hné og stöðu hans tek-
ur Miroslav Baranek hjá Sparta
Prag.
USA Cup, alþjóðlegt knattspymumót
unglinga sem haldið er í Blaine i
Minnesotaríki í Bandaríkjunum ár
hvert, verður kynnt í fundarsölum
ÍSf í Laugardal annað kvöld, mið-
vikudagskvöld. Bo Conroy, forráða-
maður mótsins, sér um kynninguna
ásamt ÍT ferðum, sem er umboðsaðili
þess hér á landi. Þátttökulið á mótinu
hafa verið 700-750 undanfarin ár en
íbúar 1 Blaine eiga margir hverjir
ættir að rekja til Norðurlandanna.
Litháiski sundmaóurinn Rafana-
vicius var í gær úskurðaður í fjög-
urra ára keppnisbann af Alþjóða
sundsambandinu. Ólöglegir sterar
fundust í þvagi hans.
Stefnt er aö halda námskeið fyrir
landsdómaraefni i handknattleik 20.,
21. og 22. nóvember 1998 ef næg þátt-
taka fæst. Til að ná réttindum sem
landsdómari skal eftirtöldum skilyrð-
um fullnægt: Dómaraefni skal vera
fullra 20 ára. Dómaraefni skal stand-
ast þríþætt próf, skriflegt, verklegt,
iíkamlegt. Námskeiðsgjald er 10.000
sem greiðist við upphaf námskeiðs-
ins. Mæting er klukkan 17.30 fostu-
daginn 20. nóvember 1998 i kaffiteriu
ÍSÍ Laugardal og verður dagskrá af-
hent viö upphaf námskeiðsins. Vin-
samlegast staðfestið þátttöku til skrif-
stofu HSÍ fyrir klukkan 17.00 mið-
vikudaginn 18. nóvember 1998. Mikil-
vægt er að fram komi nafn,
kennitala, sími og heimilisfang
þeirra sem hyggjast sækja námskeið-
ið.
Brasilíski knattspyrnumaðurinn
Ronaldo bættist í gær i hóp fjöl-
margra sem berjast gegn eyðni. Ron-
aldo hvatti ungt fólk sérstaklega til
að stunda öruggt kynlíf. „Sá sem fær
HlV-veiruna losnar aldrei við hana.
Það er ekki vanþörf á því að hvetja
ungt fólk til aðgæslu. Á hverri mín-
útu er talið að fimm ungmenni smit-
ist af veirunni," sagði Ronaldo.
Út er komin bókin „Box" eftir þá
Bubba
Morthens og
Sverri Agn-
arsson. í
bókinni er
stiklað á
stóru í box-
sögunni meö
sérstakri
áherslu á
þungavigtina
og reynt að
útskýra allt
þaö helsta
sem tengist
hnefaleikum.
Þá eru bestu boxurum heims fyrr og
síðar gerð skil í máli og myndum;
meðal annars þeim sem gert hafa
garðinn frægan i beinum útsending-
um á Sýn á undanfómum ánun. Bók-
in er eingöngu hugsuð sem skemmti-
lesning en ekki sem fræðirit fyrir ört
stækkandi hóp áhugamanna um box
hér á landi eins og segir í formála
bókarinnar.
Gríóarleg ólceti hafa veriö i pólsku
knattspymunni undanfarnar vikur.
Um þverbak keyrði um síðustu helgi
er þrir lögreglumenn vora slasaðir og
einn stuðningsmaður Katowice var
skotinn og særður. Um 100 æstir
áhangendur Slask Wroclaw sátu þá
fyrir lest sem flutti fjölmarga áhang-
endur Katowice til síns heima eftir
leik liöanna á laugardag. Einhver
greip í neyöarhemla lestarinnar og
þegar lestin var stöðvuð réöust villi-
dýrin að gestunum meö fyrrgreind-
um afleiðingum.
Körfubolti kvenna:
Ovæntur sigur
Keflvíkinga
- KR styrkti stöðu sína á toppnum
Keflavík vann óvæntan
sigur á Stúdínum, 51-49, í
1. deild kvenna í körfu-
knattleik í Keflavík í gær.
Lokamínúturnar voru
æsispennandi og það var
hetja Keflvíkinga í leikn-
um, Kristín Blöndai, sem
skoraði 6 síðustu stig
Keflavíkurliðsins og
tryggði þeim sigurinn og
jafnframt góðan leik sinn
en hún skoraði 22 stig og
þar af voru 4 þriggja stiga
körfur. Staðan í hálfleik var 28-18
fyri Keflavík en ÍS komst yflr undir
lokin, 42^45.
Kristín Blöndal, Anna María
Sveinsdóttir, Harpa Magnúsdóttir
og Marín Rós Karlsdóttir áttu best-
an leik heimamanna en hjá ÍS var
Alda Leif Jónsdóttir og Kristjana
Magnúsdóttir bestar en ÍS hitti að-
eins 18 af 52 skotum sínum í leikn-
um sem gerir 35% nýtingu.
Stig Keflavíkur: Kristln Blöndal 22,
Anna María Sveinsdóttir 10 (5 stoðsend-
ingar og 6 stolnir boltar), Marin Rós
Karlsdóttir 6, Harpa Magnúsdóttir 6,
Bima Guðmundsdóttir 3, Kristín Þórar-
insdóttir 2, Guðrún Karlsdóttir 2.
Stig ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 14, Signý
Hermannsdóttir 10, Kristjana Magnús-
dóttir 8, Lovísa Guðmundsdóttir 6, Hafdís
Helgadóttir 4, Georgia Kristiansen 4,
María Leifsdóttir 3.
Stórsigur Njarðvíkur á ÍR
Njarðvík hefndi líkt og Keflavík
ófaranna úr fyrri leik sínum við ÍR
og vann stórsigur á ÍR, 64-39, í gær.
Bandaríska stúlkan hjá Njarðvík,
Michelle Murray, skoraði 19 stig,
tók 19 fráköst og gaf 5 stoðsending-
ar í leiknum sem var hennar annar
hér á landi.
Stig Njarðvíkur: Michelle
Murray 19, Arndís Sigurðar-
dóttir 14, Rannveig Randvers-
dóttir 12, Eva Stefánsdóttir 8,
Pálína Gunnarsdóttir 3, Haf-
dis Ásgerisdóttir 2, Gunnhild-
ur Theódórsdóttir 2, Hulda
Einarsdóttir 2, Helga Guö-
mundsdóttir 2.
Stig ÍR: Hildur Sigurðardótt-
ir 9, Gréta Grétarsdóttir 9,
Stella Kristjánsdóttir 5, Kristin
Eyjólfsdóttir 4, Þómnn Bjama-
dóttir 4, Jófríöur Halldórsdótt-
ir 4, Sóley Sigurþórsdóttir 2,
Guðrún Sigurðardóttir 2.
KR jók forskotið
KR jók forskot sitt með öruggum
sigri á Grindavík, 66-40, en var þó
aðeins 21-20 yfir í hálfleik.
Stig KR: Guðbjörg Norðfjörð 18, Linda
Stefánsdóttir 18, Hanna Kjartansdóttir 8,
Helga Þorvaldsdóttir 7, Sigrún Skarphéð-
insdóttir 4, Kristín Jónsdóttir 3, Elísa
Vilbergsdóttir 2, Guðrún Gestsdóttir 2,
Rannveig Þorvaldsdóttir 2, Þóra Bjama-
dóttir 2.
Stig Grindavíkur: Stefanía Jónsdóttir
11, Rósa Ragnarsdóttir 7, Svanhildur
Káradóttir 7, Olexandra Sinjakova 6,
Sandra Guðlaugsdóttir 5, Stefanía Ás-
mimdsdóttir 2, Sólveig Gunnlaugsdóttir
1, Þuríður Gísladóttir 1.
-ÓÓJ/VS
ÚRVALSDEILDIN
KR 6 6 0 444-269 12
ÍS 6 4 2 371-297 8
Keflavík 6 4 2 326-339 8
Grindavík 6 2 4 299-342 4
ÍR 6 1 5 305-399 2
Njarðvik 6 1 5 276-375 2
Kristín Blöndal var
hetja Keflavíkur-
stúlkna í gær.
„Skil ekki þess-
ar spurningar"
- Hoojidonk enn í sviðljósinu
Hollendingurinn Pierre Van
Hoojidonk kom mikið við sögu í
gærkvöld er Nottingham Forest og
Derby County skildu jöfn í ensku A-
deildinni í knattspyrnu, 2-2.
Hoojidonk lék í fyrsta skipti með
Forest í langan tíma eftir að hafa
verið í verkfalli vegna launakrafna.
Hoojidonk kom mikið við sögu.
Hann skoraði annað mark Forest,
átti frábæra aukaspyrnu sem mark-
vörður Derby varði naumlega og
bjargaði skoti á marklínu Forest.
Craig Freedman gerði fyrra mark
Forest en Tony Dorigo og Horacio
Carbonari gerðu mörk Derby.
Eftir leikinn var Hoojidonk kos-
inn maður leiksins af áhorfendum
Sky-sjónvarpsstöðvarinnar og fékk
hann 77% atkvæðanna. Þegar frétta-
maður Sky ræddi við Hoojidonk eft-
ir leikinn brást hann hinn versti viö
spurningum fréttamannsins um
framtíðina. „Ég átta mig ekki alveg
á þér. Þú kemur og færir mér flösku
af kampavíni fyrir aö vera kosinn
maður leiksins en spyrð síðan ein-
göngu neikvæöra spuminga," sagði
Hoojidonk eftir leikinn.
Athygli vakti að aðeins þrír leik-
menn Forest fógnuðu marki
Hoojidonks í gærkvöld. Vitað er að
margir leikmanna liðsins hafa ekki
viljað að hann kæmi aftur til liðs-
ins. Þegar fréttamaðurinn spurði út
í þessa hluti sagði Hoojidonk:
„Það skiptir mig engu máli hverj-
ir fagna þegar ég skora. Ég er
ánægður með að hafa skorað og
staðið mig vel. Annars skil ég ekki
þessar spurningar þínar. Þær eru
allar neikvæðar." -SK
Ánægður með Arnar
DV, Belgíu:
í gær birtist I belgiska blaðinu Het Nieuwsblad viðtal viö þjálfara
Lokeren, Willy Reynders, sem segir að hann hafi tekið mikla áhættu á
að setja Amar Viðarsson í liðiö gegn Lierse um helgina.
„Það heppnaðist nijög vel og Amar hefur tekiö þráðinn upp aftur frá
þvi að hann yfírgaf okkur á síðasta tímabili. Þessi ungi íslendingur var
sívinnandi fyrir liðið og hefur engu gleymt. Ég vai- mjög ánægður með
hans hlut í leiknum," segir Reynders í viðtali við blaðiö.
Öll dagblöðin slá Arnari uppp meö viötölum og á hann góöa möguleika
að verða kosinn i lið vikunnar hjá blöðunum í Belgíu. -KB
Valdimar
Grímsson hefur
byrjað vel meö
Wuppertal og skorar
grimmt.
Iþróttir
\*:Í) ENGLAND |
Ástandió i herbúöum Liverpool er
ekki gott þessa dagana. Roy Evans
tók pokann sinn fyrir helgi og nú
gætu fleiri veriö á fórum. Steve
McManaman er með risatilboð frá
Real Madrid sem boðiö hefur honum
160 milljón króna árslaun. Lengi hef-
ur veriö talaö um aö McManaman
væri á fórum til Spánar en nú er að-
eins tímaspursmál hvenær hann
skrifar undir hjá Madridarliðinu.
Paul Ince, fyrirliðl Liverpool, er
mjög óhress eftir að Evans var látinn
hætta. í ensku blöðunum I gær er þvi
slegið upp aö Ince fari fram á sölu
mjög fljótlega.
Robbie Fowler, framherji Liverpool,
hefur alls ekki fundið taktinn síðan
hann kom til baka eftir meiðslin.
Hann er einn af þeim sem talað er
um að séu að yfirgefa herbúðir Liver-
pool. f gær vora vangaveltur um að
hann væri jafnvel á leið til Arsenal.
Alex Ferguson, stjóri Manchester
United, neitar fréttum þess efnis að
hann sé á höttunum eftir Mark
Bosnich, markverði Aston Villa.
John Gregory, stjóri Villa, kom þeim
skilaboðum áleiðis að United gæti
fengið Bosnich strax fyrir 120 millj-
ónir en samningur hans við Aston
Villa rennur út í vor. „Við höfum
ekki veriö reyna að ná í Bosnich. '
Þessar fréttir fóm af stað vegna þess
að samningur hans er úti í vor og
hann var hjá okkur í smátima áður
en hann fór til Villa," sagði Fergu-
son.
Norömaöurinn Espen Baardsen
hefur skrifað undir nýjan 5 ára samn-
ing viö Tottenham en samningur
hans viö Spurs átti að renna út i vor.
Baardsen hefur slegiö Ian Walker út
úr marki Tottenham og miðað við
frammistöðuna gegn Arsenal á laug-
ardaginn á Walker erfiða tíma fram
undan.
Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Eng-
lendinga, á í erfiðleikum með að
stilla sínu sterkasta liði í vináttu-
leiknum gegn Tékkum á morgun. •
Fimm sóknarmenn sem valdir vom í
hópinn em meiddir. Þetta era þeir
Emile Heskey, Leicester, Paul Scho-
les, Man. Utd, Alan Shearer,
Newcastle, Ian Wright, West Ham,
og Paul Merson, Aston Villa. Að
auki eru þeir Teddy Sheringham,
Man. Utd og Michael Owen, Liver-
pool, frá vegna meiðsla.
Taliö er fullvist að Dion Dublin,
Aston Villa, verði í byrjunarliðinu
gegn Tékkum en hann hefur verið i
miklu stuði undanfarið og skorað
fimm mörk i tveimur leikjum fyrir
Villa.
David Beckham, Manchester United,
er ekki enn kominn I náðina hjá
Hoddle eftir heimsfrægan brottrekst-
ur Beckhams á HM. Hoddle sagði í
gær að Beckham væri á réttri leið og
eflaust yrði þess ekki langt að bíða að
hann fengi tækifæri með enska lands-
liðinu.
-SK/-GH
----------------------------------fc
Geir meiddur
„Þarf Steingrím"
- óvíst með Ungverjaleikina
Óvíst er hvort Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í
handknattleik, geti leikið leikina mikilvægu gegn Ungverjum í
undankeppni HM sem fram fara síðar í þessum mánuði.
Geir reif vöðva í kálfa í leik með Wuppertal gegn Minden á dög-
unum. Hann lék ekki leikinn gegn Gummersbach í fyrrakvöld og
það skýrist í vikunni hvort hann getur verið með í Ungverjaleikj-
unum. Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 25.
nóvember og síðari leikurinn fer fram ytra þremur dögum siðar.
Þetta eru úrslitaleikir um það hvor þjóðin tryggir sér sæti í loka-
keppni HM sem fram fer í Egyptalandi á næsta ári.
Þá er ljóst að Róbert Duranona verður ekki með í umræddum
leikjum en hann varð fyrir sams konar meiðslum og Geir í leik
með Eisenach fyrir skömmu.
-GH
- legg allt í sölurnar til að fá hann
Kalle Björklund, þjálfari
sænska knattspyrnuliðsins
Elfsborg, sagði í samtali við
DV í gærkvöld að hann legði
mikla áherslu á að fá Stein-
grím Jóhannesson frá ÍBV.
„Steingrímur er einmitt
leikmaðurinn sem mig vant-
ar og ég mun leggja allt í söl-
urnar til að fá hann til fé-
lagsins. Steingrímur sagði
við mig þegar hann kom til
okkar á dögunum að honum
litist mjög vel á sig hjá okk-
ur og ég vona að þetta gangi
upp hjá okkur,“ sagði Kalle
Björklund.
Hann vantar tilfinnanlega
sóknarmann því Christer
Matthiasson, skæðasti sókn-
armaður Elfsborg, er farinn
til meistaraliðsins AIK.
Steingrímur sagði við DV
í gærkvöld aö hans mál
væru alfarið í höndum félag-
anna tveggja. Þau þyrftu
fyrst að ná samkomulagi
áður en rætt yrði um félaga-
skiptin að öðru leyti. Eins og
fram hefur komið í DV gerði
Elfsborg honum tilboð um
samning, sem Steingrímur
hyggst ekki velta nánar fyrir
sér fyrr en í ljós kemur
hvort félögin ná saman.
Ljóst er að Eyjamenn
munu leggja mikla áherslu á
að halda Steingrími þannig
að Elfsborg þarf að bjóða vel
til að krækja í hann.
-EH/VS
Haukur Ingi Guönason, knattspyrnumaður hjá Liverpool:
örvænta
jr
„Það eru erfíðar vikur að
baki hjá félaginu. Núna vilja
menn horfa bjartsýnir fram
á veginn. Áhangendur liðs-
ins vilja ekkert nema sigur
og þeir krefast þess að liðið
vinni bæði sigur í deild og bikar. Það
var skrýtinn dagur í síðustu viku þeg-
ar Roy Evans kom niður á æfinga-
svæðið til að kveðja leikmenn. Ég
held að leikmenn séu farnir að átta
sig á hlutunum og hvað muni gerast
- þinn tími mun koma, segja þjálfarar Liverpool
Valdimar Grímsson hjá Wuppertal:
Hver leikur
úrslitaleikur
Pétur
varnar-
maður
ársins
á næstunni," sagði Haukur Ingi Guðna-
son, atvinnuknattspymumaður hjá Liv-
erpool, í samtali við DV í gær.
Haukur Ingi hefur tvívegis í vetur
veriö í 18 manna leikmannahópi aðal-
liðsins í bikarkeppninni, gegn Fulham
og Tottenham. Hann var siðan að von-
ast eftir að verða í hópnum gegn Leeds
um helgina en þá komu þrír leikmenn
að nýju til baka úr meiðslum og þar
með var sú von úr
sögunni.
Aðeins tveir leikir á síðustu
tveimur mánuðum
„Ég er aðeins búinn að leika tvo leiki
á síðustu tveimur mánuðum með vara-
liðinu. Fyrirkomulag varaliðskeppninn-
ar er skrýtið en eftir áramót eigum við
von á því að leika 2-3 leiki í viku. Það
segir sig alveg sjálft að það er erfitt að
sanna sig þegar maður leikur ekkert
með varaliðinu en við leikum næst á
miðvikudaginn kemur gegn Leeds eftir
langa bið. Ég æfi af fullum krafti en
auðvitað vill maður koma sér áfram og
sanna sig.
Ég verð bara að sýna þessu þolin-
mæöi. Samningur minn við Liverpool
er í gildi næstu tvö og hálfa árið og því
hef ég góðan tima til að fá tækifærin
hjá félaginu. Þjálfarar liðsins hafa kom-
ið að máli við mig og sagt að ég þurfi
ekki að örvænta, minn tími muni
koma,“ sagði Haukur Ingi við DV.
Kannski fleiri breytingar í
vændum
Hann sagði að kannski væru fleiri
breytingar í vændum hvað varðaði leik-
mannahópinn. í blööum í Liverpool í
gær hefði komið fram að að Paul Ince
og Robbie Fowler væru jafnvel á fórum
frá Liverpool.
„Maður veit ekki hvort eitthvað er að
marka þessir fréttir,“ sagði Haukur
Ingi. -JKS
Kalle Björklund, þjálfari Elfsborg:
- níundi markahæstur í Þýskalandi
Valdimar Grímsson fór á kostum með Wuppertal í
fyrrakvöld þegar liðið gerði jafntefli gegn Gummersbach
í þýsku A-deildinni í handknattleik. Eins og greint var
frá í DV í gær skoraði Valdimar 11 mörk í leiknum og
hann hefur nú skorað 46 mörk i átta fyrstu umferðun-
um. Valdimar er í 9. sæti yfir markahæstu leikmenn
deildarinnar. Markahæstur sem fyrr en Kóerumaðurinn
Yoon hjá Gummersbach. Hann hefur skorað 79 mörk eða
20 mörkum meira en næstu menn.
„Mér gekk mjög vel í leiknum og það er alltaf gaman
að lenda í svona stöðu. Verra var hins vegar að við náð-
um ekki að vinna leikinn og við vorum eiginlega hálf-
partinn heppnir að ná stigi. Við misstum þá 5 mörkum
fram úr okkur en náðum að klóra í bakkann á lokakafl-
anum,“ sagði Valdimar í samtali við DV í gær.
Botnlið með 6-7 landsliðsmenn
„Deildin er svakalega jöfn og það eru fá stig sem skilja
á milli efstu og neðstu liða. Essen, lið Patreks og Páls
Þórólfssonar, er til að mynda í neðsta sætinu í dag en í
liði Essen eru ekki færri en 6-7 landsliðsmenn. Þetta
sýnir okkur hversu gífurlega sterk þessi deild er. Hver
leikur í deildinni er nánast eins og úrslitaleikur og það
er bara mjög gaman."
Við hjá Wuppertal lögðum upp með það fyrir mótið að
stefna á eitt af sex efstu sætunum og eins og staða okk-
ar er núna er það raunhæft markmið. Ef við hefðum
einu stigi meira værum við í þriðja sætinu. Það hefur
ekkert lið skorið sig úr að mínu mati. Hið geysisterka
lið Kiel hefur verið að hökta en það lið sem ég hef verið
skotinn mest í til þessa er Flensburg. í því liði eru ekki
neinar stórstjörnur en er skipað 14 góðum leikmönnum.
Handboltalega séð mjög gaman
Valdimar gekk í raðir Wuppertal í sumar og
mörgum fannst löngu orðið tímabært að þessi . h
snjalli handknattleiksmaður freistaði gæfunar
á erlendum vettvangi. En hvemig hefur hon
um líkað vistin í Þýskalandi?
„Við höfum svona smátt og smátt verið að
koma okkur fyrir og kynnast umhverfinu og
í heildina séð erum við ánægð héma úti.
Handboltalega séð er þetta mjög gaman.
Maður er að spila i bestu og erfíðustu deild
í heimi og það heyrir til undantekninga ef
það em ekki fullsetnir áhorfendabekkir.
Það hefur skapast gríðarleg stemning á
leikjunum og maður getur því ekki kvart-
að.“
Farinn að hugsa um Ungverja
leikina
„Þar sem við eigum ekki að spila
næst fyrr en i bikarkeppninni þann
2. desember er maður farinn að
hugsa um landsleikina gegn Ungverj-
um. Það verður mjög erfitt verk-
efni en í mínum huga kemur ekk-
ert annað til greina en að klára
það dæmi og komast til Egypta-
lands. Við verðum að fá rosa-
legan stuðning í Höllinni og
ég veit og trúi því að fólk
mæti og hvetji liðið til dáða,“
sagði Valdimar. -GH
Pétur Hafliði Marteinsson kvaddi sænsku
knattspymuna með glæsibrag í gærkvöld þeg-
ar hann var útnefndur besti varnarmaður árs-
ins í sænsku A-deildinni.
Útnefningin kemur ekki á óvart því Pétur var
jafnan talinn einn þriggja bestu leikmana
deildarinnar í sænskum fjölmiölurn þegar
leið á timabilið, ásamt þeim Johan Mjállby
og Fredrik Ljungberg.
Pétur var fyrirliði Hammarby sem kom
mjög á óvart og hafnaði í þriðja sæti eftir
að hafa komið upp úr B-deildinni fyrir
þetta tímabil. Sem kunnugt er hefur
Pétur nú yfirgefið Hammarby og er
genginn til liðs við norsku bikarmeist-
arana Stabæk.
Verðlaunaafhendingin var beint í
sænska sjónvarpinu í gærkvöld.
Eftir að Pétur hafði tekið við verð-
launum sínum sagði sjónvarps-
fréttamaðurinn við hann að það
væri merkilegt að hann færi til
Noregs með hundinn sinn en kon-
an yrði eftir. Pétur sagði að það
væri vissulega rétt en konan kæmi þó vonandi fljótlega!
Henrik Larsson, leikmaður með Celtic í Skotlandi, var valinn knattspyrnumaður
ársins. Norðmaðurinn Arild Stavrum hjá Helsingborg var valinn sóknarmaður árs-
ins, Fredrik Ljungberg hjá AIK og nú Arsenal var miðjumaður ársins og Mattias
Asper hjá AIK markvörður ársins. Þá var Victoria Svensson hjá meisturum
Álvsjö valin besta knattspymukona ársins. -EH/VS
Pétur Marteinsson kveður Svíþjóð sem besti
varnarmaður landsins.
- á lokahófl sænskra
knattspyrnumanna í gærkvöld
Júlíus á
toppinn
Júlíus Jónasson og samherjar
hans í St. Otmar skutust á topp
svissnesku A-deildarinnar í
handknattleik um helgina þegar
þeir lögðu Amicitia Zúrich, lið
Gunnars Andréssonar, með 10
marka mun, 24-14.
Júlíus skoraði 5 mörk fyrir St.
Otmar en Svíinn Robert Hedin
var markahæstur með 8 mörk.
Gunnar Andrésson skoraði 1
mark fyrir Amicitia Zúrich.
St. Otmar er með 15 stig í efsta
sæti en hefur leikið einum leik
fleira en Wintertur, Suhr og
Wacker Thur sem hafa öll 14
stig. Amicitia Zúrich er í 7. sæti
með 8 stig. -GH
Brynjari þakk-
að samstarfið
Brynjar Gauti Sveinsson er
hættur störfum sem ljósmyndari
á DV.
Brynjar Gauti sá meðal ann-
ars um myndatökur fyrir
íþróttadeild DV til fjölmargra
ára og stóð jafnan í allra fremstu
röð íþróttaljósmyndara. Fjöl-
mörg verðlaun hans á því sviði í
gegnum árin vitna um það.
íþróttafréttamenn DV vilja
þakka Brynjari Gauta fyrir
ánægjulegt samstarf og óska
honum um leið gæfu á nýjum
vettvangi. -SK/VS/JKS/GH