Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 Ólafur Jón Magnússon kaupir m.a. penna í Kola- portinu. „Þetta er enginn sjúkleiki," segir hann um ferðir sínar í Kolaportið. DV-mynd Teitur Kaupmenn Flóra mannlífsins þrífst í Kolaport- inu. Þar mæta sjómenn og sauma- konur og fóstrur og framkvæmda- stjórar. Burtséð frá vörunum sem þar fástfara sumir - bæði kaupmenn og kúnnar - t Kolaportið nær eingöngu félagsskaparins vegna. og kúnnar Kolaportsins Díesel Sigþruður við urval af hottunum sin- um. „Helgarnar bjarga mér. Ég álít að margt eldra fólk selji í Kolaportinu upp á félagsskapinn að gera.“ DV-mynd GVA Sérviska einbúans Olafur Jón Magnússon er ókvæntur og barnlaus og vinnur á bensínstöð í vesturbænum. Þar vinnur hann aðra hverja helgi en hinar helgarnar fer hann í Kolaportið nema eitthvað sérstakt glepji huga hans. Á árum áður safnaði Ólafur Jón frímerkjum. „Ég er löngu hættur því. í dag safna ég pennum og á ég um 900 titla og enn fleiri penna. Það var strákur sem smitaði mig af þeim áhuga og síðan eru liðin tólf ár.“ Suma pennana fær Ólafur Jón í Kolaportinu þar sem hann hefur kynnst mörgum - bæði kaupmönn- um og kúnnum - á þeim áratug sem það hefur ver- ið starfrækt. „Það var víðáttan sem heillaði mig fyrst. Svo hittir maður marga. Það er stundum ein- manalegt að búa einn.“ Ólafur Jón fer yfirleitt í Kolaportið á laugardög- um þær helgar sem hann er ekki að vinna. „Ég fer á morgnana og er þá kannski í tvo til þrjá tíma. Sið- an fer ég heim og kem stundum aftur um kaffileyt- ið og er þá í hálftíma til klukkutíma. Ég vappa um og athuga hvort ég hitti einhvern. Stundum versla ég og þá eru það stundum óþarfa kaup.“ Hann gerði ekki óþarfa kaup þegar hann fór síð- ast í Kolaportið. „Ég keypti þá harðfisk og skötu en það var gert grín að þeim kaupum. Unga fólkinu finnst þetta ekki skemmtilegur matur.“ Ólafur Jón tekur fram að hann sé ekki háður Kolaportinu. „Þetta er enginn sjúkleiki. Ég get al- veg verið án þess. Ég tel þó að kunningjar mínir og ættingjar telji þetta sérvisku. Þeir hafa þó ekki orð á því.“ -SJ Sigþrúður Sigurðardóttir hefur selt eigin vörur í Kolaportinu í 8 ár. „Mig langaði til að gera eitthvað þar sem mér fannst nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni. Mér fannst líka spennandi að fara að selja í Kolaportinu. Það var fólkið og stemningin sem réði því. Ég segi fyrir mig að það var skemmtilegri stemning í gamla Kolaportinu. Ég hugsa að ástæðan hafi verið nýjabrumið auk þess sem meira var þar um að vera. Fólkið var eins og ein stór fjölskylda." Eins og gefur að skilja hefur Sigþrúður kynnst mörgum í þau ár sem hún hefur selt í Kolaportinu. „Þetta eru hestu kunningjar mínir. Þetta er allt indælisfólk og hér ríkir mjög góður andi.“ Hún segist ekki fara nógu mikið út á virkum dögum. „Helgarnar bjarga mér. Ég álít að margt eldra fólk selji í Kolaportinu upp á félagsskapinn að gera. Önnur ástæða er að fá einhvern smá vasa- pening. Ellilífeyrisþegum veitir ekki af hon- um.“ A yngri árum fékkst Sigþrúður mikið við saumaskap bæði heima auk þess sem hún vann á saumastofum. Fyrstu árin í Kola- portinu seldi hún vesti á börn, dömur og herra. í dag einbeitir hún sér að höfuðfót- um á dömur. „Þau eru úr gerviefnum og ég held að dömunum líki þau sæmilega. Salan hefur aukist og þá einkanlega hjá ungum stúlkum. Ég er alveg hissa á því að eldri konur skuli ekki ganga með höfuðfót og ekki einu sinni. þegar þær fara i kirkju." Sigþrúður segist ganga með höfuðfót af og til. „Það er aðallega þegar ég fer í kirkju. Mér fmnst það bara tilheyra." Hún segist ekki fara í búðir og apa eftir höttum sem þar fást. „Ég hef bara saumavél til að sauma einfelda hatta.“ Sigþrúður er ákveðin í að selja ungum stúlkum og eldri höfuðfötin sín næstu miss- erin. „Það geri ég svo lengi sem ég hef heilsu." -SJ .Starfsemin í Kolaportinu er ómissandi segir Asgeir Eggertsson skóburstari 40.000 krénur í árslaun Það er ekki hægt að lifa af þessu en ég hef aðallega gert þetta til að vera innan um fólk,“ segir Ásgeir Eggertsson skóburstari. Hann býð- ur þjónustu sína í Kolaportinu kl. 11-17 um helgar. Á sumrin burstar hann skó í Austurstræti. Burstunin kostar 200 krónur en eldri borgarar þurfa einungis að borga 100 krónur. Á síðasta ári voru árslaunin fyrir skóburstunina 40.000 krónur. Ásgeir var sjómaður í mörg ár. „Ég var síðast stýrimaður á bát frá Ólafsvík en kom í land 1991 eftir að gallblaðran var tekin. Ég er eigin- lega fórnarlamb atvinnuleysisins sem var áberandi næstu ár.“ í dag er hann öryrki og lifir á bótum. Ásgeir segir allt of fáa vilja skóburstun. „Þér að segja hef ég tvo fasta kúnna hérna í Kolaportinu. Það eru eldri menn. Þeir koma um hverja helgi og kaupa sér hákarl, flatkökur og kartöflur í matvælamarkaönum og koma svo til mín.“ Hann segir þó fleiri nota þjónustu sína annað slag- ið. Eldra fólk er þar í meirihluta. Ásgeir neitar ekki að hann fái í bakið þegar hann bograr yfir skóm viðskiptavina sinna. „Ég hef legið á hnjánum en sú staða virðist best fyr- ir mig. Hins vegar er ég þessar vikurnar að smíða stól þannig að í fram- tíðinni get ég setið fyrir framan kúnnann." Hann segir að Kolaportið sé stórmerkilegur heimur. „Þetta er sérstök lífsreynsla fyrir fólk þegar það kemur hingað í fyrsta skipti. Héma úir og grúir af öllu mögulegu. Starfsemin í Kolaportinu er ómissandi. Marg- ir seljendur eru eldra fólk sem er dottið út af vinnumarkaðnum en vill þó ekki setja tærnar upp í loftið alveg strax. Margir eru þarna meira til að hitta aðra heldur en að hugsa um peningahliðina." -SJ DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.