Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 Sviðsljós Jennifer auglýs- ir Rússasmokka Rússneskir smokkaíramleið- endur hafa tekið leikkonuna Jennifer Aniston traustataki. Réttara sagt nektarmynd af henni. Myndin skreytir um- búðir smokk- anna sem njóta gífúrlegra vin- sælda á al- mennings- salernum í Moskvu. Smokkafabrikkan hefur ekkert leyfi til að nota myndina af leikkonunni en þó er bót í máli fyrir hana að nafn hennar kemur hvergi fram. Ekki fylgir sögunni hvemig kærasti Jennifer, hjartaknúsar- inn Brad Pitt, brást við tíðindun- um. Hann er þó varla glaður. Quentin sleppur við fangavistina Bandaríski kvikmyndaleik- stjórinn Quentin Tarantino and- aöi léttar um helgina. Dómari á Manhattan vís- aöi frá likams- árásarákæru á hendur leik- stjórannm. Quentin ku hafa gefið konu nokkurri einn á lúðurinn á al- mannafæri. Höggið var þó ætlað unnusta konunnar en ekki henni. Dómarinn vísaði málinu frá að undirlagi saksóknarans sem sagði útilokað að sanna höggið á leikstjórann svo óyggjandi væri. Quentin var ekki í réttarsalnum þegar úrskurðurinn var kveðinn upp heldur vestur á Hawaii. Maria Nella Maal Paccini var kjörin fegursta stúlkan f Kólumbíu á sunnu- dagskvöld. Maria, sem er frá Atlantshafshéraði Kólumbíu, hafði betur í keppni við 23 ungar stúlkar víðs vegar að úr landinu. Madonna hamingjusöm: Heimskir leikir aðalgamanið Madonna er ekkert öðruvísi en aðrar tiltölu- lega nýbakaðar mæðm-. Hún hefur ekki áhuga á að tala um annað en elsku litla krúttið hana dóttur sína, hina tveggja ára gömlu Lourdes. Og þegar hún er spurð hvað geri hana hamingjusama, stendur ekki á svarinu: „Að fara í heimskulega leiki með dóttur minni. Að vakna úthvild eftir átta tíma nætursvefn og vera með henni heilan dag,“ segir þessi fyrrum kynbomba sem nú er bara ósköp venjuleg móðir. Að öðru leyti en því að hún ferðast með jógakennarann sinn með sér og heila hersingu af öðru fólki. Madonna átti Lour- des litlu með leikfimi- kennaranum Carlos Le- on. Þau eru hætt sam- an en Carlos lætur sér þó annt um dótturina, eins og vera ber, og heimsækir hana reglu- lega. Eins og allir tveggja ára krakkar er Lourdes á sífelldu iði. „Hún getur ekki setið kjur. Henni finnst gaman að drusla til, dansa og mála sig í framan," segir söngkonan stolt, bætir við að hún geti ekki verið lengur en sólarhring frá henni. Monroe var með silíkonbrjóst Marilyn Monroe var með silíkon- brjóst. Hún fór í brjóstastækkun í upphafi sjötta áratugarins, að þvi er fram kemur i nýútkominni bók í Bandaríkjunum um lýtaaðgerðir eftir Joan Kron. Höfundurinn fullyrðir að Monroe hafi látið laga á sér hökuna 1949 áður en hún sló i gegn. Nokkrum árum seinna fór Monroe í brjóstastækkun. Lýtalæknir hennar var John Pang- man sem var vinsæli meðal stjam- anna í Hollywood. Hann er ekki leng- ur á lífi. En i bókinni, sem heitir Lift, eru viðtöl við marga aðra, meðal annars ekkju annars lýtalæknis. Ekkjan, Ros- emary Eckersley, greinir frá því að Monroe hafi fengið sýkingu í bijóstin og þá hafi kvikmyndadísin leitað til manns hennar, Franks Ashley. Miðvikudaginn 2. desember mun hin árlega jólagjafahandbók fylgja DV í 18. sinn. Jólagjafahandbók DV er fýrir löngu búin aö festa sér sess í jólaundirbúningi landsmanna enda er þar aö finna hundruð hugmynda að gjöfum fyrir jólin. í fyrsta sinn veröur jólagjafahandbókin prentuð á hvítari og vandaðri pappír sem veröur til þess aö allar auglýsingar og myndir skila sér mun betur. Lögö verður áhersla á skemmtilega umfjöllun um jólaundirbúning, hugmyndir aö föndri, uppskriftir og margt fleira. Auglýsendur, athugið að skilafrestur auglýsinga ertil 20. nóvember en meö tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á aö hafa samband viö Selmu Rut Magnúsdóttur í síma 550 5720 eöa Ásu Arnaldsdóttur í síma 550 5729, sem allra fyrst, svo unnt reynist aö veita öllum sem besta þjónustu. Ath. Bréfsími auglvsingadeildarinX*S er 550 5727.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.