Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 Spurningin Ertu í áhugamannafélagi? Ásgeir Þór Jónsson bakari: Ég er í Gerplu. Andrés Heiðarsson nemi: Ég æfi körfubolta með Þór í Þorlákshöfn. Guðni Elisson járnsmiður: Nei. Daniel Ámason verkamaður: Ég æfi körfubolta með UMFG í Grinda- vík. Laufey Svala Hill fiskvinnslu- kona: Nei. Lesendur Bormenn íslands, áfram með göngin Árni Einarsson skrifar: Ég horfði á sjónvarpsfrétt í sl. viku þar sem sýnt var frá sprengingu lokahafts að- rennslisgangna við Sigöldu- virkjun. Iðnaðarráðherra flutti þar ræðu og kom inn á þau deilumál sem uppi eru um hvort láta eigi þegar gerðar virkjanir nægja eða halda áfram á sömu braut og hingað til. Ég hlýt að standa með iðnaðarráðherra og Landsvirkjun í þessu máli. Við höftim engu að tapa en allt að vinna í nú- verandi stefnu virkjunar- mála hér á landi. Hættum við núna er lítiö sem við get- um boðið upp á hvað snertir hugsanlega sölu á orkunni til erlendra aðila. Og hvi ættum við ekki að líta á ork- una í landinu eins og hverja aðra útflutningsvöru, rétt eins og annað sem hér er framleitt? í ofannefndri sjónvarpsfrétt kom fram að nú væru ekki fleiri verk á döfinni fyrir þá reynsluríku menn sem hafa verið í verkefnum við bor- un jarðganga og við virkjanir. Þeir sjálflr voru þó vongóðir um að úr rættist. En auðvitað „rætist" ekkert úr með svona framkvæmdir nema fyrir forgöngu stjómvalda eða þá verktaka sem hafa framsýni til að skipuleggja og bjóða í verkin. Göng- in undir Hvalflörð sýna og sanna að hægt er að fara aðrar leiðir en með beinni ríkisframkvæmd. Göngin á Vestflörðum og Hval- flarðargöngin eru mannvirki sem Vestfjaröagöngum - starfsmenn fagna borlokum. þjóðin myndi alls ekki vilja vera án. En við höfðum ekki hugmynd um hvað hér var á ferð í fyrstu og marg- ir höfðu horn í síðu þeirra aðila sem voru í fararbroddi fyrir þessum framkvæmdum. Núna er tækifærið til að halda þessum framkvæmdum áfram með jarðgangagerð þar sem mest er þörfin. Ég nefni göng undir Dynjandisheiði og Hrafnseyrar- heiöi, þar sem verst og hættulegast er yfirferðar. Einnig á sunnanverð- um Austflörðum. - Ég tel að „bor- menn“ íslands gætu haft nóg verk- efni framundan ef rétt er að málum staðið. Fjármögnun til slíkra fram- kvæmda er mun minna mál nú en fyrir áratug eða svo. Ég las pistil í DV fyrir stuttu þar sem sagt var frá stórvirkum tækj- um til jarðvinnslu (nefnt „Rotor excavator") sem braut niður heilu flallshlíðamar eins og ekkert væri. Ég veit að íslenskir verktakar sem standa að slíkum framkvæmdum hafa kynnt sér öll þessi mál. Þeir verða að knýja á um frekari fram- kvæmdir. Samgöngubætur á landi, þ.m.t. jarðgöng, eru einu hugsan- legu leiðirnar til að halda fólkinu í sínum byggðarlögum. - Bormenn, áfram með göngin sem víðast. Minna mas á Gullinu JR skrifar: Það var ánægjuleg viðbót að fá Gull 90,9 inn i ört vaxandi flóru ljósvaka- miðla og þar er spiluð hin ágætasta tónlist fyrir þá sem hafa ánægju af dægurtónlist liðinna áratuga. Svo er nú aö margir njóta þess að hlusta á tónlist þegar þeir aka um í bílum sínum og þar er Gull 90,9 ör- ugglega ofarlega á blaði hjá mörgum. Undanfarna mánuði hefur það verið dæmalaust þægilegt að stilla á Gullið þegar ekið er tU og frá vinnu en undanfarnar vikur hefur verið nánast ómögulegt að njóta þess á leið í vinnu að morgni vegna þess hve þáttagerðarmennirnir tveir, maður og kona, eru upptekin af sjálfum sér og oftar en ekki hafa samræður þeirra á mUlum um einskis nýta hluti dugað aUa leiðina að heiman og að vinnustað í stað þess að leyfa hlustendum að njóta tveggja eða þriggja góðra laga sem ella hefði ver- ið hægt að hlusta á. Þegar GuU 90,9 lagði upp skildist okkm- hlustendum að hér ætti að leggja áherslu á meiri tónlist og minna mas. Þetta með minna mas hefur greinUega ekki gengið upp hjá öUum þeim sem halda um þátta- stjórn á þessari rás. Svona i lokin má bæta því við að það er óþarfi hjá þessu sama þátta- gerðarfólki að nefna heiti stöðvar- innar, 90,9, þrisvar eða jafnvel flór- um sinnum í sömu kynningunni á milli laga, eitt sinn í hvert skipti ætti að vera nóg. Hættulegt flug yfír borginni íbúi í Þingholtunum skrifar: Ég get ekki látið hjá líða að blanda mér í umræðuna um stað- setningu ReykjavíkurflugvaUar og óska þeirra mörgu Reykvíkinga sem vUja að flugvöUurinn verði lagður af hið bráðasta. En það er ekki einasta vegna hættunnar af flugveUinum vegna flugs yfir borg- inni heldur líka hávaðans sem hér er í nágrenni vaUarins. Ekki síst á sumrin þegar bjart er og gott veður og langt fram eftir kvöldi þegar maður nýtur þess að sitja úti i garði og reyna að njóta þagnar i miðju þéttbýlinu. Hættan er þó sterkustu rökin fyr- ir því að ReykjavíkurflugvöUur er orðinn tímaskekkja. Það er ekki fl^f^f^í][p)Æ\ þjónusta allan sólarhringinn Aðoins 39,90 mfttátan - eða hringíð í síma 550 5000 illi kl. 14 og 16 Yfir miðborginnin á leið til iendingar. færi úrskeiðis, segir m.a. í bréfinu. nema hársbreidd, ef svo má að orði komast, sem skUur milli lífs og dauða í hvert skipti sem flugvél fuU af farþegum tekur sig á loft yfir miðborgina eða kemur i aðflugi yfir hana. Ég vil ekki hugsa það til enda ef þama færi eitthvað úrskeiðis sem leiddi tU þess að vél hrapaði. Myndu einhverjir verða kallaðir tU ábyrgðar? Ekki væri við flugmenn að sakast ef vélarbilun yrði eða - Vil ekki hugsa það til enda ef eitthvað tæki virkuöu rangt eða aUs ekki á flugveUinum sjálfum. Einhverjir myndu segja að þetta væri ekki mikið hættulegra nú en verið hefði gegnum áratugina. Svar- ið við þessu er að mörg flugslys hafa orðið við og á Reykjavíkurflug- veUi og ófáir farist þar. Ef eitt þess- ara slysa hefði orðið yfir miðborg- inni og í henni væri flugvöUurinn löngu farinn. VUja einhverjir bíða? DV Misskilningurinn um Leif Eiríksson Katrín skrifar: Ég las í DV að Norðmenn teldu íslendinga hafa misskilið hverrar þjóðar Leifur Eiríksson var. - Þeg- ar ísland var enn ófundið þá er varla furða þótt enginn íslending- ur hafi fundið landið. Hins vegar þykir víst að þeir eða þau sem landið fundu hafi öll talað ís- lensku. Svo líklega er misskilning- urinn í því fólginn. Það mætti kannski segja að hinn hvíti kyn- stofn jarðar sé af íslenskum for- feðrum kominn vegna þess að aUir hafi þeir talað íslensku áður fyrr. Er ekki sagt að íslenskan sé best varðveitta tungumálið og líklega það elsta? Eða hvað? AUt er þetta þó löngu liðin tíð og ekki þess virði að rífast um. Viðgerðir eru rokdýrar Hjálmar skrifar: Ég sé að ég er ekki einn um að þykja viðgerðarþjónusta dýr hér á landi. Ég las pistU í Velvakanda Mbl. frá konu sem varð fyrir barð- inu á verkstæðisþjónustu heim- sendri frá fyrirtæki í borginni. Fyrir það eitt að koma og líta á ís- skáp sem var svo ekki bUaður eft- ir allt voru teknar 5.000 kr. Líklega hefur verið hér á ferðinni hinn al- ræmdi „akstur“ sem viðgerðar- menn smyrja á aUar ferðir í heimahús. En eftir stendur að hér á landi er viðgeröarþjónusta rok- dýr og sama á hvaða sviði er. Verst er að í fæstum tUvikum er hægt að fá áætlaðan kostnað upp- gefinn fyrirfram. Það var hægt í Danmörku þar sem ég bjó um skeið. Þar var reyndar öU þjónusta tU fyrirmyndar, en tU skammar hér heima. - Segi og skrifa; til skammar. Estóníuslysiö og aöstandendur Kristbjörg hringdi: Lítið hefur mannkynið þroskast gegnum aldimar. Enn eru stríð og hörmungar af mannavöldum og enn eru trúarbrögðin Þrándur í götu hjá þeim sem mistúlka þau. Mér datt i hug er ég heyrði frétt í útvarpinu um aö aöstandendur þeirra sem fórust með farþegafei-j- unni Estóníu um árið (liklega fyr- h' um 5 árum eða meira) krefðust þess að reynt yrði að ná líkunum upp - svo að bera mætti kennsl á þau og jarða með viöteknum hætti. í könnum um málið þar sem spurt var hvort fólk teldi þetta eðlilegt svöruðu 2/3 játandi en 1/3 svaraði neitandi. Ég spyr sjálfa mig; hvernig heldur fólkið að líkin líti út í dag? Ber einhver kennsl á þau lengur? Er ekki best að hin vota gröf geymi hina látnu, jafnvel þótt um ástvini sé að ræða? Seinkum öllu um 1 klukkustund Örvar skrifar: Ég er að lesa frétt um að annar hver nemandi í skólum sé meira og minna vansvefta. Ekki endUega vegna heimUisaðstæðna heldur bara vegna eðlUegrar hormóna- starfsemi sem tengist tímaklukku hjá börnum og unglingum. En ég er ekki hissa þótt börnin séu vansvefta, það eru hinir fuUorðnu líka. Að hefla vinnu hér á landi í kolniðamyrkri kl. 8 að morgni er hrein og klár deUa. Engin starf- semi ætti að heflast hér fyrr en kl. 9, í fyrsta lagi, jafnvel kl. 10, mán- uðina nóvember - mars. Víðast hvar eru heldur engin vinnubrögð hjá fólki svona snemma morguns. Ég tek sem dæmi verkamenn sem eru við útivinnu, þar er hreinlega lítiö unnið af viti fyrr en með birt- ingu af eðlilegum ástæðum. Og á skrifstofu er ástandið ekkert skárra. Að ekki sé talað um skóla og aðrar slikar stofnanir. Seink- um aUri starfsemi um eina klukkustund í háskammdeginu, það er þjóðhagslega hagkvæmt, sannið tU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.