Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 36
& Ltlff . ^Qvinna mifng. Br : " >rir kl. 17 á morgun D V 0 Á LU 2 o '3 < 5 ;Í v> O hLD 1 ■> 2 IX) FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 Fjölbrautaskólanemi: Sló tvær tennur úr 15 ára pilti Tvær tennur voru slegnar úr 15 ára nemanda Garðaskóla í hádegis- hléi í gær. Atburðurinn átti sér stað *%ð íþróttahúsið. 15 ára piltur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hafði komið á vettvang gagngert til að vinna hinum mein. Samkvæmt upplýsingum sjónvarvotta lét árás- armaðurinn bæði hnefahögg og spörk dynja á þolandanum. Skólastjóri Garöaskóla staðfesti í morgun að umrædd árás hefði átt sér stað. Sá sem missti tennumar fór í aðgerð hjá tannlækni í gær og stóð hún fram eftir degi. Ekki liggur fyrir hvort árásin verður kærð til lögreglu. -Ótt Mosfellsbær: Vinnuhópur í '' tillögurnar „Bæjarráð tók jákvætt í þessar hugmyndir og mér hefur verið falið aö undirbúa málið. Við munum gera það með því að mynda vinnu- hóp, sem mun skoða þetta og fara yfir tillögur Ármannsfells," sagði Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, við DV í morgun. Ármannsfell hf. hefur samið við eigendur Blikastaðalands í Mosfells- bæ um kauprétt á landinu. Þá hefur lyrirtækið óskað eftir samstarfi við Mosfellsbæ um skipulagningu þess fyrir íbúðabyggð og atvinnuhús- næði. Hugmyndimar hafa verið kynntar forsvarsmönnum bæjarins. Jóhann sagði að vinnuhópurinnn áætlaði að skila af sér um áramót, en það gæti þó orðið síðar þar sem málið væri afar umfangsmikið og margir þættir sem þyrfti að athuga. -JSS Falsaðir seðlar Lögreglan i Hafnarfirði greindi frá því að upp hefðu komið tvö til- vik þar sem afhentir vora falsaðir 5.000 króna seðlar. Atburðimir áttu £ér stað í sölutumum í Hafnarfirði *g Garðabæ. Erfitt getur verið að þekkja muninn á þeim og raunvera- legum seðlum. Miklar líkur era á að fleiri falsaðir seðlar séu í umferð og skorar lögreglan á fólk að skoða 5.000 króna seðla vel áður en það tekur við þeim. -SJ Ökumaður á sjúkrahús Hjá lögreglunni í Borgarnesi fengust þær upplýsingar að í nótt hefði bifreið runnið út af veginum í Stafholtstungum og lent á toppnum úti i skurði. Ökumaðurinn var einn í bílnum og var hann fluttur á ' ^júkrahúsið á Akranesi. -SJ Meinatæknar mættu til starta í gærdag eftir hálfan mánuð utan vinnustaðarins. Samningar tókust um helgina. En þegar ein stétt semur kemur önnur í stað- inn með kröfur sfnar. Röntgentæknar eru næstir og mæta á fund vegna kjaramála sinna á skrifstofu Ríkisspítalanna í dag. Hér má sjá meinatæknana við störf á Landspítalanum. DV-mynd E.ÓI Samfylkingarmál í fullkominni óvissu: Kvennalistinn upp við vegg Aðild Kvennalistans að kosninga- samfylkingu vinstra- og félagshyggju- fólks er í óvissu vegna þess að A- flokkarnir fallast ekki á kröfur Kvennalista um eitt af þremur efstu sætunum á lista i sérhverju kjör- dæmanna auk sérmeðhöndlunar við uppstillingu á listann í Reykjavík. Framákonur listans héldu fund í morgun um hvert framhaldið verður. Þá átti að verða fundur í samstarfs- nefnd sameiginlegs framboðs í Reykjavík í dag en honum var frestað að beiðni Kvennalistans. Ljóst var af viðræðum við fulltrúa A-flokkanna í morgun að viðhorfið í garð Kvenna- listans var ekki jákvætt og vist að kröfum þeirra um sæti á listum verð- ur hafnað. „Það er vissulega eftir einhverju að slægjast að hafa Kvennalistann með, en kröfur þeirra eru óbilgjamar og óbilgimi þeirra hefur valdið von- brigðum," sagði Össur Skarphéðins- son alþingismaður Alþýðuflokks í morgun. Guðný Guðbjörnsdóttir, alþingis- kona Kvennalista sem leitt hefur list- ann í viðræðunum um samfylkingu, sagði í morgun að það væri kjör- dæmanna sjálfra að taka ákvarðanir í framboðsmálum og á sunnudag hefði verið samþykkt í Kvennalistanum að láta framboðskröfúr hans vera úti í kjördæmunum næstu tvær vikurnar. „Okkur finnst það skjóta skökku við að forystan komi með einhliða ákvarðanir um framboðsmál á fundi þar sem Margrét Frímannsdóttir var t.d. ekki viðstödd," sagði Guðný fyrir fund Kvennalistans í morgun. Haukur Már Haraldsson, einn full- trúa Alþýðubandalagsins í samstarfs- nefnd um sameiginlegt framboð, sagði við DV í morgun að það lægi alveg ljóst fyrir að kröfu Kvennalista um ákveðin sæti á listum yrði hafnað. „Nefndin getur ekkert ábyrgst í þess- um efnum, aðeins lýst yfír vilja sín- um, þannig er nú lýðræðið einu sinni. Þetta á Kvennalistinn að vita og hún er óneitanlega þreytandi þessi kröfu- gerðarpólitík, ekki síst í Ijósi þess að þær hafa ekki kjörfylgi til að standa undir kröfum af þessu tagi. Málið er ekki flóknara en það,“ sagði Haukur Már Haraldsson. Haukur sagði engan vafa í sínum huga að Kvennalistinn myndi bæta nýja framboðið sem slíkt og ásýnd þess. Ef Kvennalistinn kýs að segja sig úr samstarfinu þá yrði vissulega eftirsjá að ýmsum þeirra kvenna á hans vegum sem þá hyrfi úr pólitík- inni. En hætti Kvennalistinn við, þá væri ljóst að ekki væri verið að sjá á bak neinu fjöldafylgi. -SÁ Veðrið á morgun: Skýjað um allt land Á morgun verður austanátt, allhvöss suðvestan til og austur með suðurströndinni en gola eða kaldi norðan og austan til. Skýj- að um allt land og dálítil rigning sunnan og vestan til. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig, mildast suð- vestanlands. Veðrið í dag er á bls. 37. Lindarmálið: Ríkislögreglan kannar gögnin Lindarmálið svokallaða er enn i rannsókn hjá ríkislögreglustjóra. Landsbanki íslands, eigandi Lindar undir lokin, óskaði eftir rannsókninni í maílok. Upphaflega var málinu vísað til ríkissaksóknara en þaðan til ríkis- lögreglustjóra. Viðamikilla gagna var aflað vegna málsins og eru þau nú í rannsókn hjá ríkislögreglustjóra. Jón Snorrason hjá ríkislögreglu- stjóra vinnur að rannsókn málsins ásamt nokkrum öðrum, ekki síst end- urskoðendum og öðrum talnaglöggum mönnum. Jón sagði í gær að rann- sóknin væri uppi á sinu borði, verið væri að kanna gögn sem aflað hefur verið og kunna að varpa ljósi á málið. Hann kvaðst ekki geta sagt um hvenær rannsókn lýkur. -JBP Oflugur blossi Öflugur blossi sást yfir ísafjaröar- djúpi þegar klukkan var sjö mínútur gengin í átta i morgun. Tiðindamaður DV á ísafirði var þá á leið til vinnu frá Hnífsdal er blár blossi lýsti skyndilega upp fjarðarkjaftinn í Skut- ulsfirði. Var engu líkara en himnafað- irinn hefði verið að taka mynd með öflugu flassi til að nota á jólakortið. Alskýjað var yfir ísafjarðardjúpi þeg- ar þetta gerðist og má því leiða líkum að því að loftsteinninn hafi verið kom- inn nærri jörðu. - HKr. ■8 Toblerone* ItPátindur ánazgjimnar SYLVANIA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.