Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1998, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1998 5 Fréttir Stjórnarkreppu á Austur-Héraði aflétt Bæjarfulltrúar B- og D-lista hafa myndað meirihluta í bæjar- stjórn Austur-Héraðs en samstarfi B-lista og F-lista var slitið 3. nóv- ember, m.a. vegna málefnalegs ágreinings í umhverfismálum. Flokkamir kynntu fréttamönnum helstu atriði í nýjum málefna- samningi 13. nóv. Undirritun samnings hafði þó ekki farið fram þar sem ekki þótt rétt að hefja samstarfið á þrettánda degi mán- aðar og þess heldur á fostudegi. Hin nýja bæjarstjórn er skipuð fjómm fuiltrúum Framsóknar og tveimur fulltrúum frá Sjálfstæðis- flokki og verður Broddi B. Bjarna- son, oddamaður B-lista, forseti bæjarstjómar og Soffla Lárusdótt- ir, fulltrúi D-lista, formaður bæjar- ráðs. Bjöm Hafþór Guðmundsson, sem tók við starfi bæjarstjóra í sumar, verður áfram í starfi. í málefnasamningi sínum lýsa bæjarfulltrúar yfir stuðningi við virkjanir norðan Vatnajökuls, verði orkan nýtt til uppbyggingar atvinnulífs á Austurlandi og tekið verði fyllsta tillit til náttúruvernd- arsjónarmiða. Einnig var kynnt bókun sem samþykkt var á síðasta bæjarstjómarfundi þar sem lagt er til að leitað verði til Landsvirkjun- ar um að koma á fót aðstöðu á Eg- ilsstöðum þar sem almenningi gef- ist kostur á að fá upplýsingar um virkjanakosti og umhverfisáhrif þeirra. Hyggst bæjarstjóm í fram- haldi af því skipa undirbúnings- hóp til að gera tiilögu að fyrir- komulagi ráðstefnu þar sem m.a. yrði fjallað um virkjcmir og stór- iðju í stærra samhengi, með fram- tíðarsýn svæðisins í huga. Áfram verður unnið ötullega að umhverfisverkefni sem hófst á fyrra kjörtímabili og mörkuð verð- ur skólastefna sem tekur til allra skólastiga. Stefnt er að því að ljúka byggingu íþróttahúss í síð- asta lagi árið 2000 og unnið mark- visst að undirbúningi næsta lands- móts UMFÍ sem samþykkt hefur verið að halda á Egilsstöðum. Enn fremur eru í samningum ákvæði um að lokið verði við aðalskipulag fyrir sveitarfélagið á kjörtimabil- inu og leitað verði nýrra atvinnu- tækifæra. -A.Þv. Geirmundur með nýja hljómsveit DV, Sauðárkróki: Hljómsveit Geirmimdar Val- týssonar á sér langa sögu en segja má að frægðarsólin hafi risið fyrst fyrir alvöru á árinu 1972 þegar lagið „Bíddu við“ sló í gegn og barðist þá við ekki óþekktari smell en „Mary Had a Little Lamb“, lag Paul McCartn- ey, um fyrsta sæti vinsældalista „Laga unga fólksins" á gömlu gufunni. En þá voru þeir báðir bændur, Geirmundur og Bítill- inn fyrrverandi, Geirmimdur í Sæmundarhlíðinni en Paul á bú- garði sínum skammt frá Liver- pool. Þeir eru orðnir margir hljóm- sveitarmennirnir sem spilað hafa með Geirmundi á löngum ferli. Litlar breytingar höfðu f> * % Hljómsveit Geirmundar Valtýsson- ar eftir hinar miklu breytingar á sveitinni að undanförnu: Frá vinstri: Ingvar Grétarsson, gítar- leikari og söngvari, höfuðpaurinn Geirmundur, hljómborðsieikari og söngvari, Björn Sigurðsson bassaleikari og í forgrunni Krist- ján Kristjánsson trommuleikari. DV-mynd Þórhallur orðið á sveitinni síðustu 10 árin, þar til á dögunum að algjör upp- stokkun átti sér stað. Það var aðeins höfuðpaurinn sjálfur, Geirmundur, sem hélt áfram og fékk til liðs við sig nýjan mann- skap. Þeir Eiríkur Hilmisson, Kristján Baldvinsson og Steinar Gunnarsson hættu af ýmsum ástæðum, vegna náms og vinnu, en í sveitina í þeirra stað komu þeir Kristján Kristjánsson sem áður lék með Herramönnum, Ingvar Grétarsson sem hefur verið eitt helsta númer Akureyr- inga í poppbransanum um árin og Bjöm Sigurðsson sem leikið hefur með ýmsum hljómsveit- um, m.a. með Karma á árum áður. -ÞÁ Hin nýja sveitarstjórn Austur-Héraðs. F.v.: Sigrún Harðardóttir, D, Katrín As- grímsdóttir, B, Halldór Sigurðsson, B, Eyþór Elísson, B, varamaður Vigdísar Sveinbjörnsdóttur, Soffía Lárusdóttir, formaður bæjarráðs, Ágústa Björns- dóttir, varamaður D-lista, og Broddi B. Bjarnason, forseti bæjarstjórnar. Daihatsu Rocky ELII 2000 '91, 5 g., 3 <±, rauður, ek. 106 þús. km. Verð 990.000 Chevrolet Corsica 2200 '91, ssk., 4 d., grár, ek. 117 þús. km. Verð 560.000 Renault 19 RT1800 '94, ssk., 4 d., rauður, ek. 86 þús. km. Verð 890.000 Daihatsu Applause 1600 90, ssk., 4 d., grár, ek. 70 þús. km. Verð 590.000 RMW 318iA 1800 '92. Renault Lagune RT 2000 ‘95, Toyota Celica GT 2000 '95, Toyota Corolla XL 1300 '96, , arænn, ek. 82 þus. k • 5 g., 5 d., grænn, ek. 73 þús. 5 g., 2 d., rauður, ek. 110 þús. 5 g., 3 d., grár, ek. 46 þús. km ssk., 4 ° 'y - ., .390.000 km. Verð 1.280.000 km. Verð 2.490.000 Verð 990.000 Lada station 1700 '97, 5 g., 5 d., hvítur, ek. 25 þús. km. Verð 560.000 Renault Clio RN 1200'91, 5 g., 5 d., rauður, ek. 100 þús km. Verð 460.000 Range Rover 3500 ‘87, ssk., 5 d., grár. Hyundai Pony LS 1300 '93, 5 g., 4 d., hvítur, ek. 122 þús. km. Verð 390.000 Hyundai H-1 Starex dísil 2500 '98, 5 g., 4 d., blár, ek. 14 þús. km. Verð 2.050.000 Renault 19 RN 1400 '96, 5 g., 4 d., grænn, ek. 59 þús. km. Verð 890.000 Jeep Grand Cherokee 5200 '95, ssk., 5 d., grænn, ek. 107 þús. km. Verð 3.380.000 Hyundai Accent GLSi 1500 '98, 5 g., 5 d., hvítur, ek. 36 þús. km. Verð 1.080.000 Ford Transit 2500 '98, 5 g., 6 d., rauður, ek. 54 þús. km. Verð 1.950.000 BMW 520ÍA 2000 '95, ssk., 4 d., svartur, ek. 80 þús. km. Verð 2.250.000 Bílalán til allt að 60 mánaða Visa-/Euro-raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. Renauit Nevada 4x4 2200 '93, 5 g., 5 d., grár, ek. 127 þús. km. Verð 980.000 Nissan Patrol GR 4200 '92, ssk., 5 d., rauður, ek. 67 þús km. Verð 2.800.000 Hyundai Sonata 2000 '97, 5 g 4 d., græar, ek. 44 þús. km. Verð 1.330.000 Hyundai Atos 1000 98, 5 g., 5 d., grár, ek. 15 þús. km. Verð 870.000 VISA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.