Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 IjV Tvö sem sögðust vera „sukkfélagar“ dæmd í fangelsi: Hótelsvik og skilorðsrof Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Þóri Ómar Jakobsson, 29 ára Reykvíking, í 15 mánaða fangelsi fyr- ir fjársvik og skilorðsrof. Hallgerður Valsdóttir, sem segist vera öryrki, var dæmd í 3ja mánaða fangelsi fyr- ir hlutdeildarbrot og þar með einnig skilorðsrof. Fólkið var m.a. dæmt fyrir að hafa farið inn á Hótel Sögu og Hótel Loft- leiðir í þeim tilgangi að gista og njóta veitinga og drykkja án þess að það væri borgunarfólk fyrir reikn- ingnum. Þau höfðu fundið greiðslu- kortanótu, Visareikning, ákveðinnar konu. Þar sáu þau númer sem þau gátu notað til að svíkja sig inn á hót- elin. Þau voru í tvo daga á Sögu en tvo á Loftleiðum. Á þeim tíma náðu þau að eyða og svíkja út um 50 þús- und krónur. Þórir er einnig dæmdur fyrir ýmis svik með vöruúttektir. Þannig sveik hann 68 þúsund krónur út úr verslun KÁ í Þorlákshöfn. Hann lét færa and- virði varanna heimildarlaust á reikning útgerðar fiskiskipsins Kristrúnar RE 177. Hann falsaði síð- an tvær nótur þar sem hann kvittaði með nafninu „Jón Haldórs“. Maðurinn sveik einnig 96 þúsund krónur út úr Samkaupum í Hafnar- firði með því að láta færa andvirðið heimildarlaust á reikning Axarfells, útgerðar Krosseyjar. Þar falsaði hann líka nótur með nöfnunum „Haldór Jónsson og Jón Haldórs- son.“ Þórir var dæmdur fyrir fleiri fjár- svik. Fólkið kvaðst ekki hafa verið í sambúð á þessum tíma en „þau hafi verið sukkfélagar". Þau hafa bæði verið þekkt af neyslu fikniefna. -Ótt Ungmenni minntu á bind- indishelgi „Við erum að minna á bindindis- helgi fjölskyldunnar sem er einu sinni á ári. Við erum að reyna að vara fólk við þeirri hættu sem stafar af áfengisdrykkju. Fólk hefur tekið þessu ágætlega og vonandi náum við að koma þessum góða boðskap til leiðar þannig að fólk hætti við að drekka áfengi um helg- ina,“ segir Björg Þorkelsdóttir, nem- andi í Hamraskóla í Grafarvogi. Unglingar úr 8. og 9. bekk Hamra- skóla stóðu fyrir framan Ríkið í Austurstræti í gær og minntu fólk á bindindishelgi fjölskyldunnar sem er nú um helgina. Unglingamir vör- uðu fólk við áfengisdrykkju. -RR Nemendur í Hamraskóla stóðu fyrir utan Ríkið í Austurstræti í gær og minntu fólk á bindindishelgi fjölskyldunnar. DV-mynd S Kristinn Hugason biðst afsökunar: Stendur sem ég hef sagt - segir formaður Bændasamtakanna „Þaö stendur sem ég hef áður sagt, að það verð- ur að vera trúnað- ur miili hrossa- bænda og hrossa- ræktarráðunaut- ar,“ sagði Ari Teitsson formaður Bændasamtaka ís- lands, um afsökun- arbeiðni sem Hugason. Kristinn Hugason, hrossaræktar- ráðunautur Bændasamtakanna, sendi frá sér í gær. Kristinn baöst op- inberlega afsökunar á ummælum sem hann viðhafði um formann Fé- lags hrossabænda og hestamenn al- mennt. í yfirlýsingunni sem Kristinn sendi frá sér í gær segir: „Ég, undirritaður, harma þau orð sem ég lét falla i hita leiksins um ný- kjörinn formann Félags hrossa- bænda á aðal- fúndi félagsins 12. nóvember sl. og í framhaldi hans og lýsi því yfir að þau orð voru á allan hátt ómak- leg. Jafhframt er rétt að taka fram að formannskjör I Félagi hrossabænda kemur mér á engan hátt faglega við. Enn fremur lýsi ég því yfir að þau ummæli sem ég lét fálla í fjölmiölum í framhaldi aðalfúndarins um nýkjörinn formann og hestamenn almennt voru engan veginn viðeigandi og ails ekki sönn og biðst ég velvirðingar á hvoru tveggja. Að lokum vil ég taka fram, að ég ht Ari Teitsson. Forföll Boy George: Fáum engar skýringar - segir formaður Nemendaráðs MS „Við höfum ekki fengið neinar skýring- ar á því af hverju Boy George kom ekki til landsins. Við í nem- endaráðinu og eins umboðsmaðurinn hér heima höfum gert margar tilraunir til að ná í umboðsmenn söngvarans erlendis en ekkert gengið. Ég heyrði það samkvæmt óstaðfestum heimildum að hann hefði ekki komist þar sem hann hefði haft svo mikið að gera en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það,“ segir Funi Sigurðsson, for- maður Nemendafélags MS. Funi vildi ekkert tjá sig um hver kostnaðurinn vegna Boy George er en samkvæmt heimild- um DV nemur hann um 500 þúsund krónum. Funi sagði að nemenda- félagið ætti eftir að skoða kostnaðarhliðina. „Við vorum búnir að borga staðfestingargjald til umboðsmanns hans en viö erum búnir að fá staðfest að við fáum það borgað til baka. Það var búið að gera allt klárt fyrir komu hans og því er enn meira svekkjandi að hann skyldi ekki korna," segir Funi. Guðmundur Ingi Þórhallsson um- boðsmaður íhugar málsókn á hend- ur Boy George fyrir að koma ekki til íslands eins og frá hafði verið gengið. -RR Kári Stefánsson um ýkjur í útlöndum: Þetta eru alrangar fullyrðingar Athugasemd frá Kára Stefánssyni vegna fréttar á forsíðu og bls. 2 í DV fóstudaginn 20. nóvember: „Fyrirsögnin á forsíðu blaðsins var: Kári Stefánsson greinir frá „stór- merkilegri niðurstöðu" í erlendu fræðiriti. Tilefni fréttarinnar er aö blaðamaður að nafni John Hodgson kom til íslands í sumar og skrifaði síðan grein sem birtist í tímaritinu Nature Biotechnology sem fjallaði um íslenska erfðagreiningu og deiluna um gagnagrunnsfrumvarpið. í þeirri grein hafði blaðamaðurinn eftir mér að samkvæmt okkar athugun væri legslímhimnuflakk ríkjandi sjúkdóm- ur með mikla sýnd. í þessu sambandi vil ég taka fram: Það er alrangt sem sagt er á forsíðu DV að ég hafi greint frá „stórmerki- legri niðurstöðu" í erlendu fræðiriti. Sú niðurstaða sem var greint frá i umræddu fræðiriti var skrif- uð af blaðamanni Nature Biotechnology og birt án þess að hann sýndi mér það sem hann skrifaði. Það sem meira er að „stórmerkileg niður- staða" er ekki þýðing á neinu því sem blaðamaður Nature Biotechnology skrifaði heldur bein smíð blaðamanns DV sem hann setur innan gæsalappa og gefur þar með i skyn að um sé að ræða beina tilvitnun í mig. Þegar blaðamaður Nature Biot- echnology skrifar að ég hafi sagt að legslímuflakkið sé samkvæmt okkar rannsókn ríkjandi sjúkdómur með mikla sýnd þá hefur hann rangt eft- ir mér. Ég sagði við hann aö þegar við hefðum notað ættfræðigagna- grunn okkar til þess að rannsaka fjölskyldumynstur íslenskra sjúk- linga með legslímhimnu- flakk þá hafi hann komið út eins og ríkjandi sjúk- dómur með mikla sýnd. Á þessu tvennu er reginmun- ur og skiptir þá engu að báðar staðhæfingarnar eru réttar. Þau orð sem ég lét mér um mmm fara við John Hodgson um legslímhimnu- flakkið voru sögð til þess að lýsa eig- inleikum ættfræöigagnagrunns sem íslensk erfðagreining hefúr sett sam- an í samvinnu við Friðrik Skúlason. Ég var ekki að tala um legslím- himnuflakk til þess að lýsa því sem sjúkdómi, þótt ég geti staðið viö allt sem ég sagði um sjúkdóminn og það sem rangt var eftir mér haft um hann. Þegar Reynir Tómas Geirsson seg- ir að ég hafl tekið dýpra í árinni en efhi væru til þá er hann að öllum lik- indum að tjá sig um þau orð sem blaðamaðurinn skrifaði sem eru önnur en þau sem ég lét út úr mér. Þetta gerði Reynir án þess að hafa við mig samband til þess að kanna hvort ég hefði látið hin skráðu orð út úr mér. Að sögn Reynis, sem er með vönduðustu mönnum, gerði hann þetta vegna þess að hann reiknaði ekki með að það yrði haft eftir hon- um. Það er í sjálfú sér slæmt þegar vit- laust er haft eftir mönnum og þeir ranglega ásakaðir. Það er þó öllu verra þegar þetta er gert á þann hátt að maður hefur á tilfmningunni að það sé verið að reyna að hafa áhrif á efnislega umflöllun um mikilvægt mál eins og gagnagrunnsfrumvarp- ið.“ Kári Stefánsson. j stuttar fréttír Marín látin Marín Haf- steinsdóttir lést á bamadeild Landspítalans á þriðjudaginn. Hún var með | sjaldgæfan Iflartagalla og á { þeim þremur t árum sem hún lifði gekk hún í gegnum ellefu hjartaþræðingar. Árið 1995 var í gangi flársöfnun 1 um landið vegna veikinda hennar. Lögreglumaður bitinn I Maður beit lögreglumann í fót- { inn á Gauki á Stöng í fyrrakvöld. í Maðurinn hafði látið dólgslega og | réðst m.a. á annan gest skemmti- staðarins. Þegar lögreglumaður í ætlaði að handtaka hann snerist J maðurinn til vamar og beit lög- ; reglumanninn. Lögreglu tókst síð- í an að yfirbuga manninn og var I hann fluttur í fangageymslur. Lög- J reglumaðurinn var fluttur á slysa- { deild. Barnasprtali styrktur Sérstök styrktarsýning verður í { Kringlubíói í dag, kl. 15.00. Bama- i spítali Hringsins nýtur góðs af | hugrekki Mulan, kínverskrar f; stúlku sem er aðalsöguhetja sam- | nefhdrar kvikmyndar frá Disney. { Allar tekjur af sýningunni ganga í; tO byggingar Bamaspítala Hrings- Íins. Fyrir sýningu myndarinnar verður Tae Kwan Do-sýning. í boði verða veitingar og Mulan-leflrfong fyrir sýninguna. Ekki til söiu „Það barst eitthvert tilboð, sagan segir jú að það hafl ver- ið frá Jóni Ragnarssyni, en fyrirtækið er ekki til sölu,“ segir Ómar Benediktsson, einn eigenda og sfiómarformaöur Fosshótola- keðjunnar, um tilboð sem barst í hótelkeðjuna á dögunum. Lést í slysi íslenski sjómaðurinn sem lést í slysi um borð í norska togaranum Solkjer sl. miðvikudag hét Þórir Axelsson. Togarinn var staddur um 60 sjómílur út af Álasundi þeg- ar slysið varð. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni í Álasundi klemmdist Þórir bak við toghlera í skutrennunni. Þórir var ógiftur en lætur eftir sig uppkomna dótt- ur. ísal dæmt íslenska álfelagið var í gær- morgun dæmt til að greiða raf- virkja hjá félaginu 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna vinnu- slyss í álverinu árið 1993. Bylgjan greindi frá. Öryrkjar minna á sig Framsóknar- flokkurinn komst til valda með slagorðinu „Fólk í fyrir- rúmi“. í gær- morgun minnti átakshópur ör- yrkja þingfull- trúa á þessa staðreynd þegar þeir héldu til flokksþings á Hótel Sögu. í hópnum mátti sjá fyrrum mið- sfiómarmann í flokknum og lík- lega varamann á flokksþinginu án þess að hann ætli að sifia þar, Am- þór Helgason. Hann segir að á sama tima og lágmarkslaun fólks hafa hækkað um 50% hafl 8.000 ör- yrkjar í landinu aðeins fengið þriðjung þeirrar hækkunar. Kaup- máttur örorkulifeyris er ekki hinn sami og hann var 1988 þannig að öryrkjar hafa ekki notiö neins af góðæri síðustu ára. Nýr stjóri Gunnhildur Gunnarsdóttir, 33 ára gamall lögfræöingur hjá Hús- næðisstofhun, verður aðstoðar- framkvæmdastjóri nýja húsnæðis- lánasjóðsins. Gengið var frá ráðn- ingunni í gær. Bylgjan greindi frá. JBP/GK/RR/SJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.