Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Blaðsíða 66
* í ' v4 ★ Hfyndbönd LAUGARDAGUR 21. NOVEMBER 1998 B 'vme' Kundun: Enskumælandi Tíbetbúar ★★á Þessi ágæta mynd hins víðfræga leikstjóra Martins Scorseses fjallar um ævi Dalais Lama ffá bamsaldri þar til hann neyðist til að yfirgefa fóst- urjörðina. Hann er ekki nema rúmlega tveggja ára gamall þegar trúarleiðtogar Tíbets hafa uppi á hon- um og sannfærast um að hann sé Dalai Lama endurfæddur. (Hann er sá fjórtándi í röðinni en samkvæmt trúnni/myndinni fæðist Dalai Lama ávallt í nýjum líkama eftir dauða sinn). Myndin samþykkir endurholdg- unina að því er virðist án nokkurra athugasemda, sem og ýmsar aðrar launhelgar trúarinnar. Með því sýnir myndin búddatrúnni nokkra virð- ingu en mörgum áhorfendum kann að finnast þetta nokkuð óraunsæ framsetning. Þá segir aftan á kápu að myndin sé hin sanna saga Dalais Lama og þykir manni slíkar fullyrðingar óneitanlega æði borubrattar. Þótt ég viðurkenni fúslega takmarkaða þekkingu mina á sögu Tíbets má vera ljóst að sýn Scorseses er æði rómantísk og kannski full vilhöll guð- veldi hinnar fomu þjóðar. Engu að síður er hér einstakt tækifæri til að kynnast þessum stórmerka þjóðar-/trúarleiðtoga, sem og fjarlægri þjóð sem á þó svo margt skylt með okkur íslendingum. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Martin Scorsese. Aðalhlutverk: Tenzin Yeshi Paichang, Tulku Jamyang Kunga Fenzin, Gyurme Tethong, Tenzin Thuthob Tsarong. Lengd: 135 mín. Bönnuð innan 12. -bæn Carne Tremula: Almódóvar á kunnugum slóðum ★★Á Almódóvar er hrifinn af því að tengja saman persónur við hinar ólíklegustu aðstæðm- og flækja saman til- fmningum þeirra og samböndum þvers og kruss. Nýjasta mynd hans er engin undantekning. Unglingurinn Victor er hrifinn af Elenu og heimsækir hana þar sem hún er aö bíða eftir dópi. Fyrir misskilning mæta tveir lögreglumenn, David og Sancho, á staðinn og allt fer í háa- loft. David verður fyrir skoti, Victor er kennt um allt saman og má dúsa i fangelsi í nokkur ár meðan David kemst í fremstu röð meðal fatlaðra íþróttamanna og giftist Elenu. Þegar Victor sleppur úr fang- elsi hyggur hann á hefndir en við sögu kemur einnig óhamingjusöm eiginkona Sanchos sem verður ástfangin af Victor. Dramatíkin er svolítið yfirkeyrð eins og vanalega hjá Almódóvar en þó ekki eins groddalega og í sumum mynda hans (t.d. Kika). Almódóvar nær að beisla sjálfan sig aðeins og gerir Came Tremula á tiltölulega fág- aðan hátt. Hann er hins vegar svolítið fastur í eigin stíl og farinn að endurtaka sig mikið. Ég er búinn að sjá hér um bil allar myndir hans og Came Tremula bætir litlu við. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Pedro Almodóvar. Aðalhlutverk: Javier Bardem, Francesca Neri, Liberto Rabal, Angela Molina og Jose Sancho. Spænsk, 1997. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Wild Things: Setið á svikráðum ★★★ Þegar tveir nemendur saka vinsælan mennta- skólakennara sinn um nauðgim sínum fer af stað at- burðarás þar sem svik, lygar, morð, kynlíf, réttar- drama, rikt fólk og fátækt kemur við sögu. Að öðm leyti vil ég sem minnst segja um söguþráðinn því að Wildi Things er ein af þessum myndum sem reyna að koma áhorfandanum á óvart með óvæntum stefnubreytingum í söguflétfimni. Auglýsingar sem ég haföi séð eyðilögðu hluta úr myndinni með þvi að ljóstra of miklu upp um framvinduna þannig að fátt kom á óvart framan af en það var svosum nóg af óvæntum uppákomum eftir. Myndin fer reyndar aðeins yfir strikið í þessum umsnúningum á sögu- þræðinum í restina og kemur atburðarásin ekki alveg heim og saman við atburði fýrr í myndinni fyrir utan að vera orðin ansi ólíkindaleg. Það er hins vegar nokkuð vel breitt yfir þessa hnökra og auðvelt að gleyma þeim og hafa gaman af fléttunni. Matt Dillon í hlutverki kennar- ans er miðpunktur myndarinnar og bindur hana vel saman, enda fanta- góöur leikari. Minni spámenn eru í öðrum hlutverkum en það er vel val- ið í þau og leikaramir standa sig flestir vel. Skífan. Leikstjóri: John McNaughton. Aðahlutverk: Kevin Bacon, Matt Dillon, Neve Campbell og Denise Richards. Bandarísk, 1998. Lengd: 107 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ The Opposite of Sex: Margir með öllum en sumir með engum ■tf ★★ Sögumaður myndarinnar er miður geðsleg tán- ingsstúlka að nafiii Didi Truitt (Christina Ricci), sem heldur til hálfbróður síns, Bills (Martin Donovan), eftir fráfall sjúpfóður síns. Bill er efhaður kennari og býr með kærastan- um sinrnn í rúmgóðu og glæsilegu einbýlishúsi. Didi er þó ekki lengi að ræna kærastanum af honum og verður ólétt í þokkabót. Hún fær kærastann til að ræna Bill og saman leggja þau á flótta. Inn í þessa dramatík blandast síðan ófáar persónur og flækja málin svo um munar. Um leið og Didi er persónulegur sögumaður eigin sögu er hún einnig sjálfhverf rödd kvikmyndarinnar. Slik útfærsla getur virkað ágætlega en hér ýtir hún enn frekar undir ótrúverðugleika aðalpersónunnar. Aðr- ar persónur eru öfugt við Didi fullhefðbundnar og næsta litlausar, sbr. hlutverk Lyles Lovetts og Lisu Kudrows. Það er aftur á móti persóna og leikur/persónutöfrar Martins Donovans sem heldur saman annars nokkuð brotakenndri mynd. Þeim sem þekkja lítt til leikarans er bent á leikstjórann Hal Hartley en mögnuð samvinna þeirra tveggja hefur skil- að nokkrum af betri myndum seinni tíma. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Don Roos. Aðalhlutverk: Christina Ricci, Martin Donovan, Lisa Kudrow og Lyle Lovett. Bandarísk, 1998. Lengd: 97 mín. Bönnuð innan 12. -bæn Wamer-veldið 75 ára Forsagan Gyðingafjölskyldan Wamer flutt- ist frá Póllandi til Kanada árið 1883 og flakkaði víða um N-Ameríku áður en hún settist að í Ohio. Hjón- in eignuðust alls tólf börn er tóku virkan þátt i fjölbreyttu viðskipta- braski fjölskyldunnar, sem lagði allt undir er hún keypti kvikmyndahús árið 1903. Fjórir bræðranna, þeir Harry, Albert, Sam og Jack, skynj- uðu þá gríðarlegu möguleika er fólust í kvikmyndaheiminum og stofnuðu dreifingarfyrirtæki sem þeir neyddust að visu til að selja ekki löngu síðar. Þeir gáfust þó ekki upp og árið 1912 hófu þeir fram- leiðslu kvikmynda. Fyrstu mynd- imar vom lítt vinsælar stuttmyndir en árið 1917 sló mynd þeirra, My Four Years in Germany, í gegn. Fór vegur þeirra vaxandi og stofnuðu þeir fyrirtækið Warner Bros. árið 1923 ekki fjarri Hoflywood. Hraðuruppgangur Yngsti fjölskyldumeðlimurinn, Jack Wamer, fór fyrir bræðrum sínum í rekstri fyrirtækisins sem var strax tveimur árum eftir stofn- un farið að yfirtaka önnur fyrir- tæki. Árið 1927 breytti Warner Bros. gangi kvikmyndasögunnar er það frumsýndi The Jazz Singer, sem var fyrsta hljóðsetta kvikmyndin og bjó bæði yfir samræðum og söngatrið- um. Þessi tæknilega bylting kom fyrirtækinu, svo að segja á einni nóttu, í hóp stærstu kvikmynd- arisanna. Strax á þriðja áratugnum hafði fyrirtækið yfir að ráða fjölda stjama á borð við Humphrey Bog- art, James Cagney, Edward G. Robinson, Paul Muni, Errol Flynn og Bette Davis. Samband þeirra og Jacks Wamers var þó æði storma- samt því leikararnir fengu verr borgað þrátt fyrir að leika í fleiri myndum en stjörnur annarra kvik- myndafyrirtækja. Jack vissi þó hvað hann söng og óx fyrirtækið og dafnaði fram á miðjan 6. áratuginn, en þó lenti kvikmyndaiðnaðurinn allur í mikilli krísu með tilkomu sjónvarpsins. Þá seldu bræðumir mestan hlut sinn, að Jack undan- skildum sem stjórnaði fyrirtækinu allt til ársins 1967 er það var sam- einað Seven Arts. Samsteypa verður til Steven J. Ross tók við stjóm fyr- irtækisins árið 1969 og átti ekki ein- Þegar Warner-bræður sendu frá sér The Jazz Singer 1927 varð bylting í kvikmyndagerð. Klassísk myndbönd IVIidnight Cowboy **** Brostnir draumar Kvikmyndaeftirlitið í Bandarikjunum setti á sínum tima X-stimpilinn svokall- aða á Midnight Cowboy sem er eina slíka kvikmyndin sem hefur hlotið óskarsverð- laun sem besta myndin. Leikstjórinn John Schlesinger fékk einnig óskar fyrir bestu leikstjórn og Waldo Salt fyrir hand- ritið sem byggt er á skáldsögu James Leos Herlihys. Myndin þætti svosum ekkert groddaleg nú til dags en kæmist þó aldrei óklippt í sjónvarpið vestra. Þetta er ódýr mynd sem fjallar um brostna drauma og vináttu við ömurleg- ar aðstæöur í stórborginni New York og hún hlífir ekki áhorfandanum við harm- leiknum í sögunni og ógeðfelldari hliðum lifsbaráttimnar í stðrborginni. Mynd sem þessi yrði seint valin besta myndin á ósk- arsverðlaunahátíðum nútímans sem seg- ir sitthvað um þróun kvikmyndaiönaðar- ins sem núorðið er ofurseldur auglýs- ingamennsku. En hvað um það, Midnight Cowboy segir frá kúrekanum Joe Buck sem yfir- gefur heimabæ sinn í Texas og tekur rút- una til New York þar sem hann hyggst nýta kyntöfra sína til að þjónusta ríkar konur fyrir borgun. Hann fer ekki vel af stað og er fljótlega orðinn heimilislaus og Dustin Hoffman og Jon Voight í hlutverkum sínum í Midnight Cowboy. allslaus flækingur. Hann verður fyrir barðinu á berklasjúka svindlaranum „Ratso" Rizzo en i stað þess aö gera upp sakimar við Ratso vorkennir Joe Buck honum og vingast við hann. Ratso er ekki minni draumóramaður en Joe Buck og hvorugur þeirra er vel í stakk búinn til að takast á við kaldranalegt stórhorg- arlífið. Dustin Hofíman og Jon Voight, sem leika aðalhlutverkin i myndinni og voru háðir tilnefíidir til óskarsverðlauna, voru báðir ungir leikarar á uppleið þegar Midnight Cowboy var gerð. Dustin Hoffman hafði slegið í gegn i hlutverki unglings- ins sem lét eldri konu tæla sig í The Graduate en næsta mynd hans þar á eftir, MadiganYs Millions, reyndist mesta hörmung. Hoffman neitaði mörgum hlutverkmn á svipuðum nótum og hlutverki hans i The Graduate, þar sem hann vildi hlutverk sem gæfu honum tækifæri á að sanna sig sem leikari. Hann fann það í hlutverki Ratsos, harmrænnar persónu sem í með- fórum Hoffmans varð sérlega brjóstum- kennanlegur aumingi, dæmdur til illra örlaga. Persóna Jons Voights sem hafði leikið i þremur lítt merkilegum myndum fram að þessu og sló I gegn með Midnight Cowboy, er ekki eins vonlaus en tilburð- ir kúrekans í vændinu eru grátbroslegir. Fæst í Aðalvídeóleigunni. Leikstjóri: John Schlesinger. Aðalhlutverk: Dustin Hoffman og Jon Voight. Bandarísk, 1969. Lengd: 109 min. Pétur Jónasson //
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.