Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Page 59

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Page 59
VORURMEÐ ÞESSU MERKI MENGA MINNA Norræna umhverflsmerklö hjálpar þér aö velja þær vörur sem skaða sföur umhverflö. Þannlg færum við verðmæti til komandl kynslóða. /////, UMHVERFISMERKISRÁÐ WÆ HOLLUSTUVERND RlKISINS Upplýsingar hjá Hollustuvemd rfkslns f sfma 568 8848, heimasíða: www.hollver.is LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 Heimahjúkrun langveikra barna og unglinga: Veikist barn veikist öll fjölskyldan Árið 1989 var gerður samningur milli Tryggingastofnunar ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og markar hann byrjun á sérhæfðri heimahjúkrun langveikra barna og unglinga. Nú sinna sex hjúkrunar- fræðingar heimahjúkrun 25 barna sem sjálfstætt starfandi verktakar. Þær starfa náið með Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og barnadeild- um sjúkrahúsanna en meirihluti þeirra barna sem þær sinna er út- skrifaður af þeim. Læknir eða hjúkr- unarfræðingur sendir Trygginga- stofnun beiðni um aðstoð og ef sú beiðni er samþykkt greiðir TR þjón- ustuna að fullu og aðstoðin berst strax. Þeir hjúkrunarfræðingar sem vinna við heimahjúkrun eru auk þess að hjúkra börnunum tengiliðir íjölskyldunnar við ýmsa stuðnings- aðila. Guðrún Ragnars hjúkrunar- fræðingur segir að veikindi skjól- stæðinga þeirra séu af ýmsum toga. „Við sinnum börnum og ungling- um sem eiga við langvinn veikindi eða fotlun að striða og má þar nefna fyrirbura, börn með krampa, böm með krabbamein, hjartveik börn, börn með næringarvandamál, melt- ingarsjúkdóma og hægðavandamál, börn með vöðvasjúkdóma og húðsýk- ingar. Einnig errun við með fjölfötl- uð böm sem þurfa mikla umönnun. Við sinnum líka flóknum lyfjagjöf- um. Stór liður í okkar þjónustu er að veita fjölskyldum stuðning og ráð- gjöf. Þegar barn veikist þá veikist öll fjölskyldan. Okkar hlutverk er að hlúa að fjölskyldunni og gefa henni andlegan og félagslegan stuðning. Það er mjög mismunandi eftir eðli sjúkdóms hversu lengi við sinnum hverju barni, allt frá nokkrum mán- uðum og í það að vera ótímabundið." Að mati Guðrúnar þyrfti heima- hjúkrun að komast betur inn í kerf- ið. „Ef við horfum til framtíðar vild- um við aö það yröi meira heildar- skipulag á aiiri þjónustu, bæði innan og utan sjúkrahúsanna. Stefhan í heilbrigðisþjónustu í dag miðar að því að stytta dvalartíma og þess vegna er mikilvægt að færa þjónust- una frá stofnunum inn á heimilin þannig að gæði þjónustunnar minnki ekki heldur færist til. Við Þær sinna heimahjúkrun langveikra barna og unglinga. Frá vinstri: Ingigerð- ur Jónsdóttir, Guðrún Ragnars, Fjóla Grímsdóttir, Kristín Vigfúsdóttir og Halldóra Kristjánsdóttir. Á myndina vantar Báru Sigurjónsdóttur. DV-mynd E.ÓI. viljum fá þjónustuna meira inn í kerfið og með nýjum barnaspítala yrðum við meira einn tengiliðurinn út í samfélagið. Við höfum fram að þessu verið einhvers staðar „úti í bæ“. Starfsfólk sjúkrahúsanna veit um okkur en almenningur veit lítið hvað við erum að tala um.“ Guðrún segir að heimahjúkrun sé í örri þróun og kostir samfélags- hjúkrunar séu miklir. „Heimahjúkrun gerir börnum kleift að eyða meiri tíma í sínu eðli- lega umhverfi, styttir oft sjúkra- húsinnlagnir og gerir fjölskyldunni kleift að vera saman. Við sinnum sí- fellt fleiri skjólstæðingum en við höf- um það að leiðarljósi að gefa hverj- um og einum persónulega hjúkrun sem flokkast undir gæðaþjónustu." -sm Nú er frost1 á fróni C-500, Multi Vit og Sólhattur Þrír öflugir máttarstólpar sem saman byggja upp varnir líkamans, auka þol og stuðla að hreysti. éh www.heilsa.is eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu, Akureyri www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.