Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Blaðsíða 14
i 14 rir 15 árum LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 Aldís Arnardóttir vann vaxtarræktarmót á Keflavíkurflugvelli fyrir 15 árum: Mikid spurð út í sportið „Hermennirnir á Keflavíkurflug- velli höföu lítiö aö gera í stœlta ís- lendinga í vaxtarrœktarkeppni, body building, sem fram fór í Andrews Theatre á Keflavíkurflugvelli síöast- liöinn laugardag. íslendingar sigr- uöu í öllum flokkum. í kvennaflokki vorufimm þátttak- endur í einum þyngdarflokki. ís- lensku stúlkurnar báru af þeim bandarísku og röðuöu sér í þrjú efstu sœtin. Hlutskörpust þeirra varö Aldís Arnardóttir. Hlutverk dómaranna var ekki auövelt. Oft þurftu þeir aö kalla keppendur aukalega upp, láta þá stilla sér saman og spenna vöövana til aö hœgt vœri aö bera þá saman. “ Þannig hljómaði frásögn DV af vaxtarræktarmótinu á Keflavíkur- flugvelli. Nú fimmtán árum síðar hafði Helgarblað DV samband við Aldísi Arnardóttur. Hún starfar sem meinatæknir á Landspítalan- um en er nú í barnsburðarleyfi. Skyldi Aldís enn vera í vaxtar- rækt? „Ekki í þessari mynd en þetta loð- ir auðvitað við mann alla ævi, við- víkjandi hreyfmgu og líkamsá- standi. Maður vill ekki fara úr formi hafi maður verið í formi.“ Aldís var 23 ára þegar hún tók þátt i mótinu og hafði verið í vaxt- arrækt í tvö ár fyrir alvöra en þá voru árdagar íslenskrar vaxtar- ræktar. „Ég horfði á fyrsta mótið og ákvað að demba mér í slaginn." Áður hafði Aldís verið mjög mikið á skíðum, handbolta og sundi. Hún hefur haldið sig við íþróttimar síðan. Eins og áður sagði er Aldís meinatæknir á Landspítalanum en hún sagði ekki upp. „Ég eiginlega sveikst undan merkjum. Ég sagði ekki upp vegna þess að ég var ófrísk en svo dreif sá stutti sig í heiminn í miöjum uppsögnum. Hann fæddist nokkru fyrir tímann þannig að ég hef ver- ið á vökudeild." Snáðinn dafnar vel þrátt fyrir að hafa drifið sig of snemma í heiminn. Aldís er enn í fínu formi. „Þetta loðir auðvitað við mann alla ævi, viðvíkjandi hreyfingu og líkamsástandi. Maður vill ekki fara úr formi hafi maður verið í formi.“ DV-mynd Pjetur Líkamsr»ktariieppni á Kefiavikurf lugvelli: STÆLTIR ÍSLENDINGAR HIRTU ÖLL VERÐLAUNIN fimm breytingar „Við bíðum bara eftir því að fá hann heim.“ Aldís á eina stúlku fyrir og er hún 21 árs. Man Aldís eftir keppnisdeginum? „Já, ég man ágætlega eftir þess- um degi. Þetta var ágætisdagur og búið að stefna að þessu i langan tíma. Þetta er alltaf heilmikið stúss, það þurfti að skera sig niður og slíkt. En maður lifði í þessu.“ Er þetta ekki óhollt? „Eg held að það hljóti að fara eftir því hvemig það er gert. Ég held að ég hafi ekki farið þannig að að nokkur heilsu- skaði hlytist af. Ég tek ekki þátt í þessum öfgum sem eru erlendis. Kvenleikinn verður að haldast í þessu og ég er mjög á móti því að konur verði karlakonur.“ Aldís varð íslandsmeistari 1985. „Ég hætti ekki fyrr en ég náði því. Þá fór ég að dala eftir það við- víkjandi keppni. Ég hef snúið mér meira að því að lyfta mér til ánægju og svo fer ég alltaf í eróbikk. í nú- tímanum finnst mér það eiga ágæt- lega við. Maður tekur á öllum lík- amanum og er tiltölulega stuttan tima. Það hentar ágætlega í nútíma- þjóðfélaginu." Stæltar konur hafa stundum talað um það að vera litnar hornauga af karlmönnum. Hvernig var það hjá Aldísi? „Ég var mikið innan um karla sem vora inni í þessu þannig að þeim leist mjög vel á þetta. Mað- urinn minn var líka á fuflu í þessu. Þetta var íjölskyldulif- erni á þess- um tíma. Við voram bara í þessu og með vaxtarræktarfólki. Ég var orðin svolítið þreytt á því að fólk talaði ekki um annað við okkur en vaxtarræktina. Við voram alltaf komin inn á þetta þó að við vildum það ekki. Það var alltaf ver- ið að spyrja okkur út í ræktina og það vildu aflir vita eitthvað um hana.“ -sm Myndimar tvær viröast viö fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós aö á mynd- inni til hægri hefur fimm atriö- um verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja viö þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liönum birtum viö nöfn sigurvegaranna. 1. verölaun: Akai-útvarpstæki með segulbandi og vekjara frá Sjónvarpsmiöstööinni, Siðumúla 2, að verömæti kr. 3,990. 2. verölaun: Tvær Úrvalsbækur að verömæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir veröa sendlr helm. Merkiö umslagiö með lausninnl: Finnur þú fimm breytingar? 490 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 490 Stefónl Því mlður flokkast þetta ekkl undlr nýsköpun og þróun. Nafn: Heimlli:. Vinningshafar fyrir getraun númer 487 eru: l.verðlaun: 2. verðlaun: Jóhanna Ágústsdóttlr, Rfusunl 12, 530 Hvammstanga. Marla Helena Sarabia, Neshaga 9, 107 Reykjavík. METSOLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Terry Pratchett: Jingo. 2. Dlck Francls: lOLb Penalty. 3. Louls de Bernléres: Captains Corelll’s Mandolin. 4. John Grlsham: The Street Lawyer. 5. Kathy Relchs: Déjá Dead. 6. Andy McNab: Remote Control. 7. Danlelle Steel: Ghost. 8. lan McEwan: Enduring Love. 9. Helen Fleldlng: Bridget Jones’s Diary. 10. Arundhati Roy: The God of Small Things. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Frank Mccourt: Angela’s Ashes. 2. Bill Bryson: A Walk in the Woods. 3. Paul Wilson: The Llttle Book of Calm. 4. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 6. Dlckle Blrd: My Autobiography. 5. Frank Muir: A Kentish Lad. 7. Lillan Too: The Little Book of Feng Shul. 8. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 9. Dava Sorbel: Longitude. 10. Adellne Yen Mah: Falling Leaves. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Terry Pratchett: Carpe Jugulum. 2. lan McEwan: Amsterdam. 3. Tom Clancy: Rainbow Six. 4. Richard Curtls o.fl.: The Blackadder Chronides. 5. Maeve Blnchy: Tara Road. 6. Sebastlan Faulks: Charlotte Gray. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Blll Bryson: Notes from a Big Country. 2. David Attenborough: The Life of Birds. 3. Rlchard Branson: Losing My Virginity. 4. Ted Hughes: Birthday Letters. 5. Francls Gay: The Friendship Book 1999. 6. Tony Adams & lan Ridley: Addicted. (Byggt á The Sunday Times) BANDARIKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Chrls Bohjalln: Midwives. 2. Jonathan Kellerman: Survival of the Fittest. 3. James Patterson: Cat and Mouse. 4. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 5. Tom Clancy & Martln Greenberg: Tom Clancy’s Power Plays: Ruthless.com. 6. Davld Baldaccl: The Winner. 7. Danlelle Steel. The Ghost. 8. Nora Roberts: The MacGregor Grooms. 9. Charles Frazier: Cold Mountain. 10. W.E.B. Grlffln: The Investigators. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Robert C. Atklns: Dr. Atkins’ New Diet Revolution. 2. Jack Canfleld o.fl.: Chicken Soup for the Teenage Soul II. 3. Gary Zukav: The Seat of the Soul. 4. Rlchard Carlson: Don’t Sweat the Small Stuff... 5. Mlchael R. & Mary Dan Eaden: Protein Power. 6. Carollne Myss: Anatomy of the Spirit. 7. Carollne Myss: Why People Don’t Heal and How They Can. 8. Browne 8i May: Adventures of a Psychlc. 9. Sebastlan Junger: The Perfect Storm. 10. lyanla Vanzant: One Day My Soul Just Opened. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. James Patterson: When the Wind Blows. 2. Anne Rlce: The Vamplre Armand. 3. Barbara Klngsolver: The Polsonwood Blble. 4. Anne Rlce: The Vamplre Armand. 5. Danlelle Steel: Mlrror Image. 6. Robert Jordan: Path of Daggers. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Mlchaol Jordnn: For the Love of the Game: My Story. 2. Mltch Albom: Tuesdays wlth Morrle. 3. Sarah Ban Broathnach: Something More. 4. Suze Orman: The Nlne Steps to Financial Freedom. B. Cherle Carter-Scott: If Llfe Is a Game, These Are the Rules. 6. lyanla Vanzant: In the Meantlme. (Byggt 6 The Washlngton Post).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.