Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Side 44
-452 kamál LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 TIV Hvarfið við Ayers Rock Ástralla er víðáttumikil, viss svæði þar lítt könnuð og því sem næst ósnortin og það hrífur marga, bæði Ástrali og erlenda ferðamenn. Eitt náttúruundranna er Ayers Rock, mikil klettamynd- un sem talin er vera fimm hund- ruð milljón ára gömul. Þangað koma ár hvert margir, en kletta- borgin, sem er ekki langt frá Alice Springs, er í margra hugum minn- ismerki um landmyndunina, reist af sjálfri náttúrunni. Frumbyggjar hafa um árþús- undir talið Ayers Rock og næsta umhverfi helgan stað en það eru ekki aðeins ferðamenn sem ganga þar um, því þarna eru heimkynni villta ástralska hundsins, dingóhundsins svonefnda. En það er fleira sem hefur vakið athygli á svæðinu síðustu tvo áratugina því aðfaranótt 17. ágúst 1980 hvarf þar ungbarn og síðan hefur verið um það deilt hvort það hafi verið myrt eða önnur skýring sé til. Svo um- « talað og umdeilt hefur mál þetta orðið að það hefur verið nefnt sakamálagáta aldarinnar í Ástral- íu. Neyðaróp Þessa nótt voru i tjöldum nærri Ayers Rock Lindy Chamberlain, þrjátíu og tveggja ára, maður hennar Michael, sem var þrem árum eldri, og börn þeirra en eitt var aðeins hálfs annars mánaðar gamalt. Það var stúlkubarn, Az- •^ aria, sem svaf í litlu tjaldi við hlið- ina á bíl fjölskyldunnar. Er nokkuð var liðið á kvöld gekk Lindy frá varðeldi sem kveiktur haföi verið skammt frá. Hún var með matarleifar í hönd- unum en þá segist hún skyndilega hafa séð dingóhund hlaupa frá tjaldinu með Azariu í kjaftinum. Lindy segist hafa rekið upp óp en þá hafði villihundurinn gelt að henni en síðan horfið út í myrkrið. Enginn vati leikur á að Lindy rak upp óp. Michael, maður henn- ar, og aðrir sem höfðust við í tjöld- um þarna komu hlaupandi. „Dingóhundurinn tók barnið r mitt!“ hrópaði Lindy hvað eftir annað. Nærstaddir horfðu á hana, undrandi og skelfdir. Enn er deilt Óp Lindy marka upphafsstund þessarar mjög svo umtöluðu saka- málagátu. Um það er enn deilt, nær tveimur áratugum síðar, hvort sannleikurinn hafi verið _ leiddur í ljós. Þrátt fyrir itarlegar "‘'jtögreglurannsóknir, réttarhöld, Lindy og Michael meðan allt lék í lyndi. dóm og þrjár áfrýjanir til hæsta- réttar liggur enn ekki fyrir niður- staða sem allir eru sammála um. Lindy hrópaði hvað eftir annað að dingóhundur hefði tekið barn hennar. Áður en hún hætti höfðu maður hennar og nokkrir aðrir ferðamenn hlaup- ið inn í runnana með kyndla til þess að leita barnsins, sem var í samfestingi og prjónapeysu. Ekkert fannst þessa nótt. Hvorki nærri Ayers Rock né við bæli dingóhunda þar um slóðir. En viku síðar fannst sam- festingurinn við suðausturhorn klettaborgarinnar. Margir blóðblettir voru við hálsmál- ið. Skýringin var talin sú að villi- hundurinn hefði dregið barnið með sér, rifið utan af því fötin og síðan étið það, enda hefði það þá verið látið. En það leið ekki á löngu þar til efasemdir gerðu vart við sig því svar þótti vanta við nokkrum mikilvægum spurningum. Spurning eftir spurningu Meðal annars var spurt að því hvort dingóhundur gæti dregið ungbarn sautján kílómetra leið, en það var fjarlægðin frá tjaldstæð- inu að suðausturhorni klettaborg- arinnar, án þess að nokkur merki fyndust á jörðinni um að það hefði verið dregið? Einnig var að því spurt hvort villihundurinn hefði ekki misst barnið þegar hann sneri sér að Lindy og gelti eftir að hún byrjaði að æpa. Og hvers vegna voru blóð- blettir milli framsætanna í fjöl- skyldubílnum? Að auki þóttu göt á samfestingnum líkari því að beitt hefði verið hvössu vopni frekar en að þau væru eftir hundstennur. Flestir blóðblettirnir á samfest- ingnum voru við hálsmálið, ekki ólíkt því sem bamið hefði verið skorið á hjáls en ekki bitið af hundi. Þá fundust hvorki slefblett- ir né hundshár á samfestingnum. Prjónapeysan var horfm og fannst hvergi. Ráttarhöld Lögreglan hélt því fram að Lindy segði ósatt. Af óskýrðri ástæðu hefði hún skorið Azariu á háls í bílnum. Blóðblettir sem fundust í stórri myndavélatösku Michaels þóttu benda til þess að líkið hefði verið geymt í henni þar til tækifæri hefði gefíst til að grafa það, væntanlega að frumrannsókn lokinni. Eftir endurtekna lögreglurann- sókn var Lindy ákærð fyrir morð- ið á dóttur sinni og Michael var gefið að sök að hafa aðstoðað hana við að leyna verknaðinum. 13. september 1982 kom málið fyrir hæstarétt í Darwin. Saksókn- arinn, Ian Barker, lét þá þau orð falla að þótt ekki hefði tekist að finna neina ástæðu til morðs væri talið víst að Lindy hefði myrt barn sitt og síöan búið til söguna um dingóhundinn. Telja yrði að líkið hefði fyrst verið grafið til bráðabirgða. Sand- ur á samfestingnum benti til þess. Síðan hefði það verið grafið upp á ný og lagt í aðra gröf á óþekktum stað. Dómurinn „Ef trúa á Chamberlains-hjón- um,“ sagði Barker, og það gætti nokkurrar kaldhæðni í röddinni, „hefur villihundurinn verið mjög leikinn og hreinlegur af slíku dýri að vera. Fyrst á hann að hafa bor- ið líkið sautján kílómetra leið, en síðan afklætt það varlega. Þá á hann að hafa étið það eða grafið á öðrum stað, því engin merki eru um að líkið hafi verið við dingóhundsbæli nærri staðnum þar sem samfestingurinn fannst." Föstudaginn 19. október 1982 var Lindy Chamberlain fundin sek um morðið á litlu dóttur sinni og dæmd í ævilangt fangelsi þar sem hún skyldi inna af hendi þrælkun- arvinnu. Eiginmaður hennar, Prjónapeysan. Michael, var dæmdur í hálfs ann- ars árs fangelsi fyrir að hafa að- stoðað við yfirhylmingu glæpsins. Eftir tvær árangurslausar til- raunir til að skjóta málinu til al- ríkisréttar og hæstaréttar, 1983 og 1984, varð Lindy að sætta sig við fangelsisvist án vonar um að geta komið málinu fyrir áfrýjunarrétt. Beiðnum um það var hafnað af því að ný sönnunargögn voru ekki tal- in liggja fyrir. En svo gerðist atburður sem átti eftir að varpa nýju ljósi á málið. Prjónapeysan finnst 26. janúar 1986 ákvað þrjátíu og eins árs gamall enskur ferðamað- ur, David Brett, að ganga fyrir suðausturhom Ayers Rock, langt frá þeim stað þar sem samfesting- ur Azariu hafði fundist. David sneri aldrei aftur til Alice Springs, þar sem hann hafði búið. Ekki vakti hvarfið þó miklar áhyggjur því talið var að hann hefði haldið áfram ferðalagi sínu. 2. febrúar gerðist það svo að annar ferðamaður gekk fram á sundurlimað lík Bretts við rætur Ayers Rock. Þótti greinilegt að hann hefði fallið úr klettunum fyr- ir ofan og beðið bana. Villihundar hefðu síðan ráðist á lík hans. Leit var hafin aö þeim hlutum líksins sem vantaði, sem og fötum Lindy, með hvítan hatt, á staðnum þar sem samfestingurinn fannst. sem Brett hafði verið í og bak- poka. Þá kom í leitirnar prjóna- peysa við bæli dingóhunds. Peysufundurinn vakti mikla at- hygli þegar í ljós kom að um peysu Azariu litlu var að ræða. Þótti nú sem mikill vafi léki á því að dóm- urinn yfir Chamberlains-hjónum hefði verið réttmætur. Og enn jókst gagnrýnin þegar ekki reynd- ist unnt að sýna með nýtilkomn- um DNA-rannsóknum að blóðið i bíl íjölskyldunnar væri úr Azariu. Endurupptaka fæst Efasemdirnar, sem urðu nú fréttaefni í Ástralíu, urðu til þess að fram komu háværar kröfur um að mál Lindy urði tekið upp svo fara mætti yfir öll gögnin á ný. Lindy var látin laus en í opinber- um skjölum má sjá þetta um lausnina: „Látin laus án þess að hafa sannað sakleysi sitt.“ Nú reynir Chamberlains-fjöl- skyldan að ná taki á lífi sínu. Hún er mormónatrúar og er sögð leita styrks í henni við að koma sér fyr- ir á eölilegan hátt í þjóðfélaginu. Þau hjón hafa eignast litla dóttur. Margir eru þeim þó andsnúnir og telja vafa leika á að sú niðurstaða sem fengist hafi sé hafin yfir allan vafa. Ef til vill fæst aldrei sú niður- staða í þessu máli sem allir geta sætt sig við. Þau hjón eru enn í varnar- stöðu og Lindy hefur meðal annars látið þessi orð eftir sér hafa: „Ég er viss um að þetta á eftir að gerast aftur. Dingóhund- arnir ráfa enn um nærri Alice Springs og sjást þar jafnvel í út- hverfunum. Einn daginn á einhver þeirra eftir að hrifsa barn úr rúmi eða tjaldi nærri Ayers Rock. Það er aðeins spurning um hvenær það gerist. En þegar að því kemur verður ein- hver annar sakaður um morð sem hann eða hún hefur ekki framið, rétt eins og ég var sökuð um það.“ Þetta sakamál varð efni í kvik- mynd árið 1988 en þar fóru þau Meryl Streep og San Neill með hlutverk hjónanna. Sam Neill og Meryl Streep í kvikmyndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.