Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Page 41
DV LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 •»í myndmótunin nægir honum ekki og hann er farinn að hugsa til steinhöggs af einhverju tagi. Það er trúa mín að löngun Sigurjóns til steinhöggs hafi fyrst kviknað veturinn 1931-32, þegar hann dvaldi i Róm, þar sem hægt er að sjá ævintýralegt úrval högg- mynda. Mér þykir einnig líklegt að glíma Sigurjóns við stórbrotin formin í Saltfiskstöfluninni, 1934-35, hafi kynt undir þessari löngun; en í mínum augum hefur þetta verk á sér yfirbragð högg- innar lágmyndar fremur en mót- aðrar myndar. Fyrsta frístandandi höggmynd hans, Maður með kind (1935), sem nú er því miður týnd, kallast á við Saltfiskstöflunina í formum og skörpum línum. í henni renna einnig saman tvær hugmyndir sem Sigurjón þróar enn frekar í síðari verkum, hugmyndin um skjólstæði - kindin er á ábyrgð mannsins, og hugmyndin um tvi- eðli mannsins. Maður og dýr verða eitt. Það er ekki að sjá af þessari mynd að Sigurjón sé byrj- andi í steinhöggi, og enn síður í myndunum sem hann heggur í framhaldinu. í kalksteinsmynd- inni Móðir og barn, 1936, spilar hann á áferð af mikilli leikni, smáheggur allt yfirborð móður- flgúrunnar utan andlit hennar og hendur, sem eru fmslípaðar, eins og barnið í fangi hennar. Hér er hugmyndin um skjólstæðið sér- staklega tengd sambandi móður og barns, og ekki að ófyrirsynju, þvi Sigurjón og Tove kona hans eignuðust dóttur, Gunnu, þetta sama ár. Enn fremur hnykkir Sig- urjón á þessari hugmynd með því að vekja sérstaka athygli á stór- um verndarhöndum móðurinnar. Verndarhöndin er í aðalhlutverki í marmaramynd sem Sigurjón gerði árið 1938 þar sem barns- hönd hvílir í risastórum lófa. Og verndarhendinni bregður einnig fyrir i öðrum verkum Sigurjóns frá þessum árum, hún er notuð til að tengja saman móður og bam í eikarmynd frá því um 1941 og hún styður varfærnislega við hnakk- ann á ungum syni Sigurjóns, Ólafi, í granítmynd frá 1955. Frumstæð kynngi Engin steinmynda Sigurjóns frá 4. áratugnum er þó eins sláandi róttæk og Konumyndin sem hann klappaði úr sandsteini árið 1939. Móðurímyndin breytist i frum- stæða táknmynd þar sem tæpt á hvoru tveggja, erótísku aðdráttar- afli konunnar og háskalegu valdi hennar yfir manninum - en hún gerir sig líklega til að sloka i sig þá sem láta heillast af henni. í einni svipan virtist Sigurjón hrista af sér vestræna högg- myndahefð og leita sér innblást- urs í kynngimagnaðri og „upp- runalegri" myndlist fjarlægra þjóða. Þótt þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskur myndhöggvari leit- ar fanga í svokallaðri „frum- stæðri list“ - sem er langt í frá frumstæð - var löng hefð fyrir slíku i vestrænni höggmyndalist. í list náttúruþjóða þóttust menn skynja ómenguð lífsgildi og hug- myndalega kjölfestu sem nútím- inn hefði kastað á glæ. Með ört vaxandi iðnvæöingu og meðfylgj- andi firringu varð ásókn lista- manna í hið upprunalega, „sanna“ og „magíska" síðan hluti af baráttu frjálslyndra manna og róttækra fyrir þjóðfélagi sem tæki tillit til frumþarfa mannsins. í því lá aðdráttarafl þessarar listar sennilega fyrir Sigurjón, sem var sannfærður íélagshyggjumaður, auk þess sem hún færði honum upp i hendur nýstárlegt og kröft- ugt myndmál. Prímitífisminn er án efa einn hornsteinn þeirrar myndsýnar sem birtist í steinmyndum Sigur- jóns hér heima á íslandi. Annar hornsteinn, sem kannski er á við marga slíka steina, er verkefnið sem hann vann fyrir Vejlebæ á árunum 1941-44. Þessar stór- brotnu táknmyndir eru að mörgu leyti hápunkturinn á steinhöggi Sigurjóns. Með vísan bæði til gamalla rómanskra höggmynda, sem þá mátti sjá á ýmsum stöðum í Danmörku, og kúbískrar ein- földunar formanna skapar Sigur- jón kraftalegar - og tímalausar - ímyndir vinnuseminnar. Um leið heldur hann til haga ýmsu sem njörvar myndirnar niður í tíma og gefur steinfólki sinu mann- eskjulega vidd, sjá neglur á fmgr- um og tám, fellingar á kjólum, axlabönd. Og alls staðar sjáum við gildar hendur, vinnandi hend- ur, verndarhendur, sáttarhendur. Það gleymist stundum að Sigur- jón var fyrsti eiginlegi mynd- höggvari okkar Islendinga. Einar Jónsson mótaði myndir allt sitt líf og hið sama má í rauninni segja um Ásmund Sveinsson, sem þó lærði bæði að tálga í tré og höggva í stein. Þegar Sigurjón sneri heim og settist að í Laugar- nesi árið 1945 voru margir sem héldu að staðinn hefði hann valið vegna grjótsins í fjörunni þar. Það var hins vegar ekki ástæðan, miklu fremur nálægðin við sjó- inn, flatlendið og útsýnið sem minnti á æskuslóðir listamanns- ins á Eyrarbakka. Grjótið í fjör- unni reyndist heldur ekki mjög heppilegt til höggs. í því voru iðu- lega gallar, auk þess sem það var hreinlega ekki nógu stórt. Magn- ús G. Guðnason steinsmiður út- vegaði Sigurjóni hentugt grágrýti úr námu við Sjómannaskólann og ef mikið lá við fékk listamaðurinn blágrýti austan úr Hrepphólum. Úr þessu grjóti hjó Sigurjón flest- ar myndir sínar næstu árin. Knútur R. Magnússon, sonur Magnúsar, fylgdist gjörla með vinnubrögðum Sigurjóns: „ Viö (sem vorum á verkstœóinu) vissum alveg upp á hár hvaö viö œtluöum aö gera vió hvern stein. Því gátum viö gengiö hreint til verks og höggviö af fullum krafti alveg frá byrjun - Sigurjón var aldrei stórhögginn heldur þreifaöi hann fyrir sér með hvern stein og kannaöi form hans meö nettum, leitandi höggum uns hann tók á sig þaö útlit sem samrœmdist hug- myndum hans. “ Það á við steinmyndir Sigur- jóns frá eftirstríðsárunum, eins og aðrar myndir hans, að þær þróast ekki með reglubundnum hætti. Sérhver steinn kallaði á ný vinnubrögð, nýja úrlausn. Þó liggja margir þræðir þeirra í mill- um. Myndefnið er aðallega af tvennum toga: af fólki og dýrum þar sem birtist æ ofan i æ sú tví- hyggja Sigurjóns sem fyrst örlar á i myndinni af manninum og kind- inni hér áðan. Granítmynd hans af Grímunni, 1947^8, er kannski skilmerkilegasta myndgerving þessarar tvihyggju. Þar sjáum við ferfætta mann-skepnu sem burð- ast með sitt mikla höfuð - vits- munina - sem knýja hana til að dylja „dýrslegt" eðli sitt undir grímu siðmenningar. í rauninni var Sigurjón ekki bölsýnn að eðlisfari en heims- styrjöldin virtist hafa sannfært hann um það að í hverri mann- eskju byggi „dýrslegt eðli“ sem brotist gæti út af minnsta tilefni. Kona með kött, 1946, er tiltölu- lega mildilegt afsprengi þessarar tvíhyggju, en þar er hið „dýrs- lega“, kötturinn sem konan held- ur á í fanginu, fremur tákn eró- tískra kennda - sem út af fyrir sig geta verið stjórnlausar - en tor- tímandi afla. Við uppbyggingu myndarinnar tekur Sigurjón sér fyrirmyndar granítmyndir Az- teka af útafliggjandi guðaverum en þær höfðu aðrir myndhöggvar- ar, t.d. Henry Moore, einnig notað til að skerpa á verkum sínum. Það er hins vegar í „mann-dýr- um“ sínum sem Sigurjón tjáir tvi- hyggju sína í verulega stórbrotn- um og margræðum skáldskap. í verkinu Maðurinn og dýrið frá 1950-51 er skepnan með manns- andlit sitt hvorum megin á höfð- inu í eyrna stað. Hér er því eins og tveir meginþættir mannlegs eðlis, hið líkamlega og hið and- lega, séu bornir uppi af þriðja þættinum, hinu dýrslega. Þar með hefur hið dýrslega skilið sig frá hinu líkamlega - eða náttúru- lega - og ummyndast í „ónáttúru- legt“ afl, „dýrslegt" í verstu merk- ingu, ef til vill kapítalismann sem Sigurjón taldi stefna mannkyni í bráða hættu. Hetjur og andhetjur Tvíhyggjan - togstreita hins mannlega og dýrslega, „góðra“ afla og vondra - er einnig - og ekki síst - fyrir hendi í „hetju- myndum" Sigurjóns. í rauninni var Sigurjón enginn venjulegur hetjudýrkandi, hans hetjur voru verkamenn og sjómenn, eða þá al- þýðukonurnar sem voru í augum hans eins konar framlenging á náttúrukröftunum, sterkar, kyn- þokkafullar og frjósamar. Sigur- jón hafði hins vegar áhuga á hetjuhugsjóninni og kraftbirtingu hennar í samtímanum. Dauði Grettis, 1947, er hlutgerving fom- hetjunnar, vígamannsins í samfé- lagi blóðhefndar, sem vegur af skyldurækni og er þar með rétt- dræpur sjálfur. Þessi sjálfseyðing er hið eiginlega inntak þessa verks. Sá sem grandar lífi vinnur um leið óbætanlegt tjón á eigin sál. Því eru Grettir og banamaður hans einn og sami maðurinn, sameinaðir í hatursfullri innbyrð- is baráttu fram i rauðan dauðann. Sé Dauði Grettis öðrum þræði hugleiðing um eðli hefndarinnar, eins og hún birtist í íslenskum fornsögum, er Víkingurinn, 1951, hrein og klár skrumskæling víga- mennskunnar. Þetta sést best með því að bera hann saman við snyrtilega víkinga Einars Jóns- sonar og mynd Stirlings Calders af Leifi heppna. Sigurjón leggur hins vegar upp með þá víkingai- mynd sem birtist í fornum dönsk- um og sænskum steinmyndum þar sem birtist „grenjandi, inni- byggð illska og blóðlosti", svo vitnað sé í orð Björns Th. Bjöms- sonar. Ekki var nema von að menn setti hljóða þegar þessi mynd var sýnd, bæði hér á ís- landi og í Danmörku, enda skynj- uðu þeir að hér var vikið allmik- ið frá viðtekinni imynd norrænu fornhetjunnar og ímynd þeirrar menningar sem hún var sprottin úr. Hvar var nú feðranna frægö? Þeir voru færri sem skynjuðu aíT styttan var allt eins ádeila á drápsfýsn nútímamannsins sem stuttu áður hafði blossað upp á nýjan leik austur i Kóreu. Steintímabilinu í myndlist Sig- urjóns lauk nokkuð snögglega, eða veturinn 1957-58. Frá því um miðjan áratuginn hafði hann fundið fyrir óþægindum í öndun- arfærum; þar hafði tekið sig upp á nýtt gamalt berklasmit og ekki hjálpaði steinrykið sem hann and- aði að sér upp á hvem dag. Árið 1958 lögðu læknar hans blátt bann _ við áframhaldandi steinhöggi. Nauðugur viljugur varð Sigurjón að heija nýtt líf í myndlistinni. Aðalsteinn Ingólfsson (Stytt útgáfa á erindi sem haldið var í Hafnarborg 15.11.1998)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.