Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Síða 18
18 ^ygarðshornið LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 Þau eru skömmuð Um langan aldur hefur það ver- ið viðurkennd aðferð hér á landi við að sameina vinstri menn að stofna nýja flokka. Sem er ætlað að sameina vinstri menn á einhverj- um alveg nýjum forsendum. Við þetta hafa menn búið frá því ein- hvern tímann fyrir Krist og von að mörgum bregði í brún þegar allt i einu kemur fram ný og alveg óreynd aðferð við að sameina vinstri menn: sem sé sú að sam- eina þá. Nú er mikill siður að skamma þau Margréti Frímannsdóttur og Sighvat Björgvinsson og gjörvallan Kvennalistann. Þau eru skömmuð fyrir að draga lappirnar í samein- ingarferlinu. Þau eru skömmuð fyrir að flýta sér um of í samein- ingarferlinu. Þau eru skömmuð fyrir stífni fyrir hönd sinna flokka. Þau eru skömmuð fyrir að ofurselja dýr- ustu hugsjónir sinna flokka. Þau eru skömm- uð. Vissulega má ekki gera of mik- ið úr þætti for- ystumanna og foringja á sögu- legum stund- um, en það má heldur ekki vanmeta hann. Því þau eru fólkið sem hrökk ekki heldur stökk. Þau eygðu sögulegt tækifæri til sátta á vinstri væng, sem talin hef- ur verið hugsjón - þau trúðu því að eitthvað væri á bak við þessa hugsjón annað en von um að koma höggi á andstæðinginn (það er hann sem stendur í vegi fyrir sam- einingu, ekki ég); þau tóku þetta tal á orðinu: „nú úr því að það er þetta sem fólkið vill þá skulum við bara drifa í þessu.“ Og eru skömmuð. Samt hefði þeim báðum verið í lófa lagið að halda uppteknum hætti við að rækta af natni sérstöðu sinna flokka; slíkt hefur um árabil verið stundað á vinstrivæng; og er bein- línis orðið að fágaðri listgrein að útbúa stórfelldan ágreining af litlu efni. Það hefði verið þeim Margréti og Sighvati leikur einn sem nýkjörnum for- mönnum að láta líta út fyrir sam- vinnuvilja sinn sem einungis þver- girðingsháttur hinna kæmi í veg fyrir að fengi að njóta sín. „Það er svo bágt að standa í stað,“ orti Jónas og er stundum vitnað til - en ætli hann hafi verið þarna við alþýðuskap frekar en venjulega. Flestu fólki finnst fínt að standa í stað. Einkum fólki sem er í skemmtilegum félagsskap inn- an um aðra af svipuðu sauðahúsi og finnur að þess litla lóð. skiptir líka máli. Flokkamir samanstanda af fólki sem sótt hefur pólitíska sjálfsmynd sína í það að vera ekki eins og „hinir“ heldur eins og „við“, það vill gjarnan vera hluti af tilteknu stakmengi. Að sam- eina Alþýðuflokk og Alþýðu- bandalag er svolítið eins og að sameina Oddfellowa og Lions- menn. Það hlýtur að hafa kost- að nokkurt átak og töluveröa fortöluhæfileika að sannfæra innsta kjarna flokkanna um nauðsyn breytinga; það er ekkert skrýtið eða óeðli- legt við það að flokkshest- arnir séu tortryggnir og smeykir við allt það rask og umrót sem nýbreytni í flokkaskipan veldur. Það hefði með öðrum orðum orðið miklu þægilegra fyrir liðsodda flokkanna að lúta bara að sínu, og vonast eftir því að Davíð hleypti þeim að kannski næst, eða þar næst. Alþýðuflokkur, Alþýðu- bandalag og Kvennalisti eru í raun feiknarlega ólíkir flokkar, þótt all- ir séu af sömu rót runnir, og hinir almennu stuðningsmenn þeirra og kjósendur eigi samleið í grundvall- arlífsskoðunum og sýn á æskilega skipan samfélags- ins. Karakter flokkanna virðist hins vegar vera býsna ólikur, og í rauninni ekkert annað en afrek að ná að tosa flokksjálkana í hverjum flokkin- um þó þetta langt sem komið er. Og það er býsna langt: að fara að hætta núna er eins og að ætla sér að hætta við í miðju stökki yflr gljúfur. Þetta fólk á sem sagt heiður skilinn fyrir sitt starf. Og þegar _______________ allt verður um garð gengið höfum við heilbrigð- ara flokkakerfl sem endurspeglar miklu betur vilja kjósenda en það sem nú er í andarslitrunum. sýnt þykir að kjósendur ætla ekki að fylgja gömlu ráðherrasósíalist- unum sem streymt hafa úr flokkn- um, að minnsta kosti þrír. Eftir að kynningarendemin áttu sér stað þar sem einna helst var að skilja að endurreisn samtaka her- stöðvaandstæð- inga stæði fyr- ir dyrum hefði verið ágætt að fá eitthvert út- spil sem reyndi ekki eins á þol- rif velunnara þessara flokka. En því hefur þó ekki verið aö heilsa. Þannig hefur reiptog flokk- anna í vikunni verið hálfhvim- leitt að horfa upp á og bend- ir til þess að ekki átti sig all- ir á því að hér er ný hreyfing í burðarliðn- Þegar lét hafa Guðmundur Andri Thorsson Er ég að verða eins og góði fréttamaðurinn á Spaugstofunni? Það dugir ekki. Upp á síðkastið er eins og þessum forystumönnum sé ögn að fatast flugið, enda pressan verið gríðarleg, einkum á formann Alþýðubandalags sem ætti þó að geta fariö að anda léttar nú þegar um. Margrét Frímannsdóttir eftir sér að Alþýðubandalagið „ætti“ fyrsta sætið í Reykjavík hlýtur hún að hafa um stund rugl- ast í ríminu, vegna þess að enginn flokkanna „á“ neitt þingsæti. Það erum við sem eigum fyrsta sætið í Reykjavík - við kjósendur. Og prófkjör er ekki einungis lág- markskurteisi við okkur heldur sanna dæmin að það.getur orðið stórkostleg lyftistöng fyrir sameig- inlega framboðið. dagur í lífi Dagur í lífi Margrátar Frímannsdóttur á Kúbu: r I landi Kastros Það er mjög sérstök upplifun að heimsækja land eins og Kúbu. Fyrstu dögum heimsóknarinnar eyddum við á Varadero, sól- skinsparadís þar sem margir ís- lendingar hafa dvalið undanfarin haust eftir að Samvinnuferðir- Landsýn hófu skipulegar ferðir þangað. Við komum til Varadero á laugardegi en formleg heimsókn hófst ekki fyrr en á þriðjudag. En á mánudeginum kynntum við okk- ur reyndar starfsemi kvennahúss og listasmiðju í Varadero. Á þriðjudag var svo haldið til Havana. Alþýðuráðið heimsótt Miðvikudagurinn veröur minnisstæðasti dagur þessarar heimsóknar. Það er ekki hægt að rekja hann allan i stuttum pistli sem þessum og læt ég því nægja að greina frá morgni þess dags. Við byrjuðum daginn á heimsókn í svokallað alþýðuráð. Það er „stofn- un“ sem heldur utan um starfsemi í einum hluta Havana þar sem búa um 200 þúsund manns. Á skrifstofu alþýðuráðsins var okkur greint frá því hvernig stað- ið er að heilbrigðismálum og skólamálum á svæðinu. Við höfð- um óskað sérstaklega eftir því aö fá að kynna okkur þessa þætti stjómsýslunnar. Við fengum upp- lýsingar um fjölda heilsugæslu- stöðva, skóla og öldrunarheimila á svæðinu. En þessi starfsemi skip- ar mjög háan sess þegar kemur að því að skipta mjög takmörkuðum flármunum sem þjóðin hefur úr að moða. Að loknum fundinum var farið í skoðunarferð. Fyrst heimsóttum við heilsugæslustöð sem þjónar um 900 manns. í heilsugæslunni leggja Kúbverjar mesta áherslu á forvarnir. Þama kom berlega í ljós hvað efnaleysið er algert. Heilsu- gæslustöðin var mjög fátæklega búin tækjum. Ég er hrædd um að kröfur okkar íslendinga til aðbún- aðar á heilsugæslustöðvum séu af- skaplega ólíkar kröfum Kúbverja. Starfsfólkið var engu að síður stolt af starfseminni og sagði öfl- ugt forvamastarf skila góðum ár- angri. Hreinlætið var líka mikið eins og reyndar í öllum híbýlum sem ég hef komið í á Kúbu þótt hvergi beri á nokkrum munaði. Fátæktin blasir við Eftir heimsóknina á heilsu- gæslustöðina heimsóttum við barnaskóla þar sem tekið var á móti okkur með söng og ljóða- lestri. Skólinn var jafn illa búinn tækjum og heilsugæslustöðin. Engu að síður ríkti starfs- og leik- gleði í skólanum og bömin voru öll klædd í fallega skólabúninga. Ég spurði hvort ástæða væri til að allir væm í skólabúnirigum. Einn starfsmanna skólans sagði alla Kúbverja búa við fátækt en hún væri engu að síður mismikil. Það hefði því verið ákveðið að allir nemendur klæddust skólabúning- um til að koma í veg fyrir að börn þeirra efnaminnstu yrðu fyrir ein- elti. Frá bamaskólanum héldum við á heimili fyrir mikið líkamlega og andlega fatlaða einstaklinga, nokk- urs konar kúbverska Sólheima en stærri í sniðum. Heimilis- fólkið ræktar allt sitt grænmeti sjálft og framleiðir ýmsa muni úr leir, tré og fleiri efn- um. Fólkið fær kennslu í listgreinum og hópur heimilisfólks sýndi okk- ur dans. Mikil áhersla er lögö á samvinnu við flöl- skyldur heimilisfólks- ins, m.a með regluleg- um samverustundum vikulega. Þarna eins og annars staðar blasir fátæktin við. En gleðin skein úr hveiju andliti og um- hverfi heimilisins var einstaklega fallegt. Ég hefði vilj- að eyða lengri tíma á þessum þremur stöðum en dagskrá heimsóknarinnar leyfði það ekki vegna þess að við þurftum að drífa okkur á fund með ráð- herra erlendra flárfestinga. Það sem stendur upp úr eftir þessa heimsókn er aö á bak við frétt irnar sem okkur berast er ósköp venjulegt fólk sem á sér vonir og drauma alveg eins og við, þó að mikill munur sé á auð- legð og stjórnarfari þessara tveggja þjóða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.