Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Blaðsíða 31
3VEMBER 1998 Fyrirliði á fyrsta ári Pétur varð fyrirliði hjá Hammarby á fyrsta ári sínu. Hann segist hafa unnið að þvi markvisst að byggja upp sjáifstraustið og þá hafi ekki sak- að að konan var sálfræðingur. Unnur segir að það hafi engu skipt en hins vegar hafi Pétur tekist ákveðinn á við verkefnið og leyst það. „Og þó alltaf með bros á vör,“ bæt- ir Pétur við. „Ég fékk aftur trúna á sjálfan mig og aðrir fengu trú á mér,“ segir Pét- ur. Hann var eini útlendingurinn í Hammarby þegar hann byrjaði í jan- úar 1996 og þurfti að sanna sig. Til þess notaði hann m.a. kæstan hákarl. íslendingar í Stokkhólmi héldu þorrablót og Pétur fékk afganga af hákarli í poka. Svo lék Hammarby æfingaleik og Pétur veðjaði við félaga sína: Ef Hammarby vinnur verður liðið að gangast í gegnum íslenska þolraun. Þessu var tekið. Hákarlinn var ráðið „Við unnum,“ segir Pétur. „Ég hafði hákarlinn með mér í íþrótta- töskunni og taldi að það dygði að pakka öllu inn í nokkra plastpoka og daghlöð. Þegar við komum inn í búningsklefann eftir leikinn angaði allt af þessari líka stæku hákarls- lykt. Þá leist mönnum ekki á blik- una en ég lét strákana stilla sér upp og gekk svo á röðina með hákarls- pokann og allir fengu einn hita. Sumir kúguðust, aðrir kyngdu þessu og tveir eða þrír sögðu að bragðið væri „áhugavert" en engum þótti skammturinn góður. En eftir þetta var ég einn af hópnum." Þau Pétur og Unnur hafa kunnað vel við sig í Hammarby og það geng- ur ekki vandræðalaust að komast þaðan. Stuðningsmenn liðsins eru sárir og þeir hafa m.a. sent nýja lið- inu hótunarbréf. Og Pétur hefur fundið að ákvörðun hans mælist illa fyrir. Hann hefur verið fyrirliði í tvö ár, valinn besti maður liðsins og er besti varnarmaðurinn í sænsku knattspyrnunni. Sárindi meðal stuðn- ingsmannanna „Stjórnin og þjálfarinn hafa ekki látið mig finna að það séu svik að yfirgefa liðið,“ segir Pétur. Annað mál er með stuðningsmennina. Pét- ur segir að hann muni sakna Hammarby en samt standi hann við ákvörðun sína. Hann ætlar sér lengra í fótboltanum en að spila bara á Norðurlöndunum. Eitt skref er að fara frá Sviþjóð til Noregs. í Noregi eru liðin ríkari og stjór- arnir hjá stóru liðunum í Evrópu fylgjast betur með því sem gerist í Noregi en í Svíþjóð. Þama veldur miklu að norska landsliðið hefur á síðustu ámm skilað betri árangri en það sænska. Pétur ætlar sér að komast að hjá liðum á Ítalíu eða Englandi. Það er draumurinn. Pétur segir að hann eigi minnst tíu ár eftir af ferli sínum ef hann sleppur við alvarleg meiðsli. Eftir það hefur hann helst áhuga á að gera eitthvað allt annað. Þjáifun kemur að vísu til greina. En samt; margt annað er meira spennandi og svo er nógur timi til að ákveða sig. Ég er Marteinn Geirs- son! „Fótboltinn hefur alltaf verið aðal- áhugamálið frá því ég man fyrst eftir mér,“ segir Pétur. Ástæðan fyrir því er ekki síst sú að faðir hans heitir Marteinn Geirsson. Pétur segir frá því þegar hann og leikfélagamir léku stórstjömur í fótboltanum heima í Breiðholtinu. Sumir vildu vera Pele og aðrir Maradona. Einn sagði: „Ég er Marteinn Geirsson!" „Mér þótti þetta skrýtið. Þetta er pabbi minn! En um leið þótti mér ótrúlega vænt um að heyra þetta," segir Pétur. Fyrstu kynni Péturs af atvinnu- mennsku í fótbolta eru frá Belgíu. Hann var þar frá tveggja til fimm ára aldurs þegar faðir hans lék með Royal Union í Brassel. Hann man að vísu það helst að úti á götuhorni þar sem fjölskyldan bjó var sjoppa og þar seldi sígaunakona Kinder-páskaegg - %lk 3. Unnur, Offi og Pétur. DV-myndir Gísli Kristjánsson Hann býr sjálfur „söder om söder" með konu sinni, Unni Valdimarsdóttur sálfræðingi, og kann vel við sig í hverfi bóhema og vafasamra náunga. og svo að pabbi hans spilaði alltaf Bítlana. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að verða fótboltamaður," segir Pétur. Beint í æfingar Þegar fyrir jól hefjast æfíngar fyr- ir næsta leiktímabil í Noregi. Pétur segir að Norðmenn æfi meira en al- mennt gerist í heiminum. Það er aldrei stoppað árið um kring og núna fær Pétur bara 20 daga frí frá lokum tímabilsins í Svíþjóð til þess að æfíngar hefjast í Noregi. Ekkert frí allt árið ef frá er talin ein vika í sumar og svo vonandi skottúr heim til íslands um jólin. í Noregi er algengt að liðin æfi tíu sinnum í viku. Það er mikið álag og hreinlega vandamál að geta borðað nógu mikið til að halda þetta út. Leikmenn verða að taka fæðubótar- efni af því að maginn nær ekki að melta venjulegan mat nógu ört. Það er spurning hvort það sé þess virði að leggja þetta á sig. „Ég hef aldrei séö eftir að hafa sleppt skólavistinni í Berkeley þótt ég hafl oft hugsað um hvað hefði gerst ef ég hefði valið þann kost- inn,“ segir Pétur. „Þá hefði lífið orð- ið allt öðruvísi en það þýðir ekkert að spyrja sig alltaf: „Hvaö ef?“ Ég valdi fótboltann og sé ekki eftir þvi.“ Gísli Kristjánsson Neftcí^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR ELDHÚS INNRÉTTINGAR BAÐ INNRÉTTINGAR FATASKÁPAR VÖNDUÐ VARA - HAGSTÆTT VERÐ Frí teiknivinna og tilboðsgerð N@tt&liu& - fyrsta flokks frá /Fúnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.