Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Page 16
16 Wta! LAUGARDAGUR 21. NOVEMBER 1998 Mér er ekkert listrænt óviðkomandi - segir Bjarni Jónsson listmálari Bjarni Jónsson listmálari. Hann vinnur nú að myndaröð af íslensku áraskipunum en mikilvægt þykir að þekkingin sem hann hefur sankað að sér um þau fari ekki í glatkistuna. DV-myndir Pjetur. Bjarni segist hafa málað alveg frá því að hann man eftir sér. Og hann man langt aftur. Fyrst tók hann þátt í samsýningu þegar hann var tíu ára gamall, var þá með þrjú olíumálverk á sýningu frí- stundamálara. Hann segist líka hafa þvælst mikið á vinnustofum þekktra málara, svo sem Ásgríms Jónssonar og Jóhannesar Kjarvals. En hvernig var að sjá þá vinna? „Það var gaman,“ segir Bjarni, „þeir voru mjög ólíkir persónuleikar. Ásgrímur var miklu alvarlegri í öllum háttum en sagði mikið af skemmtilegum sögum: ævin- týrum og þjóðsögum. Jóhannes Kjar- val gat átt það til að hlaupa úr einu í annað en yfirleitt var hann mjög ró- legur ef þeir voru tveir saman. Þá sagði hann frá sínum æskuárum og því þegar hann var ungur maður á skútu. Hann sagði mér margar sögur frá þeim árum.“ Komst á svarta listann Bjarni fór síðan í Handíðaskólann við Grundarstig þar sem hann fékk undanþágu til að sitja frá ellefu ára aldri og fylgjast með. „Fyrst um sinn var ég natúralisti, og þá sérstaklega í teikningum, en þróunin varð sú að ég kynntist tveimur abstraktmálurum þegar þeir voru að koma heim frá Frakklandi og Bandaríkjunum. Ég varð snemma mjög hrifmn af þvi sem þeir voru að gera og fór að mála abstrakt sjálfur. Ég hélt mig við það í fjölda ára að mála eingöngu abstrakt. Á því tímabili seldi ég svo grimmt að ég á varla nokkra mynd eftir í þessum stíl. Abstraktmálunin var þá efst á baugi um allan heim og það var svo spennandi að fylgjast með því sem var að gerast á sýningum erlendis í lista- tímaritunum.“ En Bjarni hefur ekki einungis feng- ist við abstraktlist í gegnum tíðina heldur ýmislegt íleira og segir að ekk- ert sé honum óviðkomandi þegar list- in er annars vegar. Hann hefur málað í öUum stiltegimdum: „Ég er sennilega sá maður sem yngstur hefur verið tekinn inn í Félag íslenskra myndlistarmanna, 17 ára gamaU. Ég málaði bara abstrakt tU að byrja með og fékk mjög góða dóma en þegar ég fór að mála natúralistískt komst ég á svarta listann. Það varð þannig að ég og Sverrir Haraldsson og nokkrir aðrir fengum ekki einu sinni að vita þegar stóðu fyrir dyrum sýn- ingar. Eitt sinn ætlaði ég að vera með á samsýningu Félags íslenskra mynd- listarmanna en fékk að vita að mínar teikningar „pössuðu ekki inn í upp- henginguna“.“ Ansi blóðug einokun Bjami segir að aUt sýningarhús- næði í Reykjavík sé komið undir stjórn ákveðinna manna sem hafi einokunaðstöðu. „Ég var beðinn að halda sýningu í Hafnarhúsinu í tUefni af ári hafs- ins og ég hef verið að undirbúa hana í aUt sumar. Fyrir stuttu fékk ég svo að vita að ekkert yrði af neinu vegna þess að Listasafn Reykja- víkur hefði yfir- tekið aðstöðuna," segir Bjarni og honum er sýnilega ekki skemmt. „Klíkuskapurinn í sambandi við sýn- ingarhúsnæði er orðinn svakalegur. „Listsagnfræðingarnir", sem ég kaUa svo, stjórna því alfariö hverjir fá að sýna og hverjir ekki og sú menningar- elíta hefur sennUega eyðUagt mikiu meira en hún hefur gert gagn fyrir ís- lenska myndlist." Bjarni segir það ansi blóðugt að sömu myndlistarmönnunum skuli aUtaf vera hampað og segist vita um fólk sem áður hafði gaman af þvi að fara á stærri sýningar en geri það ekki lengur vegna þess að aUa Qöl- breytni skorti. „Það er mikið af góðu íslensku myndlistarfólki sem kemst hvergi á framfæri og sem dæmi tek ég ágætan kunningja minn, mjög skemmtUegan myndlistarmann, sem hefur málað í áratugi og hefur mörg- um sinnum sótt um að fá að sýna á Kjarvalsstöðum. í fyrstu fékk hann ekki einu sinni svar en loks þegar það kom var það á þá leið að hann þætti ekki hæfur. Hann passaði ekki inn í. Sem betur fer hef ég þó ekkert þurft á þvi að halda i gegnum tíðina að eltast við skottið á þessum pótintátum, ég hef haft nóg að gera.“ Kostnaður vefstfyrir póli- tíkusunum En hvað um verkefnið sem Bjarni vinnur að um þessar mundir. Hvern- ig datt honum í hug að fara að mála gömlu íslensku áraskipin? „Verkefnið er bæði nýtt og gamalt," segir Bjarni. „Á sínum tíma vann ég mikið með Lúðvík Kristjánssyni sagn- fræðingi þegar hann var að taka sam- an ritið íslenskir sjávarhættir. Ég var í 27 ár með það verkefni sem þýddi að ég varð að sökkva mér niður í allt sem viðkom bátum og sjósókn fyrri tíma. Ekkert var til af rituðum heimildum um þetta þegar Lúðvík fór út í verk- efnið og við leituðum því fanga í munnlegum frásögnum eldri sjó- manna sem margir höfðu verið til sjós talsvert fyrir aldamótin. Ég teiknaði svo eftir lýsingum þeirra fleiri þús- und teikningar i þau flmm bindi sem gefin voru út.“ Þegar Ólafur G. Einarsson var menntamálaráðherra var Bjarni hvattur til þess að mála myndir af gömlu áraskipunum svo að þekkingin færi ekki í glatkistuna þegar hann félli frá. I Sjávarháttunum er meira af lýsingum í orðum og skýringarteikn- ingum sem ekki eru eins ítarlegar og máluð mynd. „Þegar Ólafur bað mig um þetta voru til nægir peningar í ráðuneytinu tii þess að ráðast í verkefnið. En þeg- ar ég hafði málað nokkrar myndir og falaðist eftir því að fá borgað inn á verkið voru allir peningar búnir. Þetta hefur síðan eitthvað vafist fyrir pólitíkusunum hvernig á að dekka kostnaðinn en þeir vUja þó alls ekki að ég hætti við. Ólafur Ragnar Gríms- son hefur komið hingað og tjáð mér áhuga sinn á því að ég klári verkið og láti vera að selja myndimar. Sjávarút- vegsnefnd Alþingis sömuleiðis." Bjarni segir að myndaröðin verði sennUega um sextiu myndir og tU standi að verkin verði á væntanlegu sjóminjasafni sem enn hefur ekki ver- ið byggt. „Útlendingar skilja ekki hversu miklir druUusokkar íslending- ar eru að eiga ekki almennUegt sjó- minjasafn - ein mesta fiskveiðiþjóð í heimi sem byggir aUa sína afkomu á sjófangi. íslenska þjóðin hefur þó und- ir niðri áhuga á sinni menningu og aUir sem sjá myndirnar eru yfir sig hrifnir, þó að aUt of lítiU áhugi sé hjá þeim sem ráða fjármagninu að bjarga þessari þekkingu." Að eiga fyrir salti í grautinn En hvernig dregur listmálari á ís- landi fram lífið? „Ég hef aUtaf yfirdrifið nóg að gera. Nú hef ég nýlokið við minnisvarða um drukknaða sjómenn sem er á Hnjóti í Örlygshöfn, þar sem byggða- safnið er, og þar er einnig besta sjó- minjasafnið á íslandi. Minnismerkið er táknrænt, hafaldan umlykur skipið og upp úr stefni þess er kross sem er tákn trúarinnar og vonarinnar um björgun. Mig langar náttúrlega heU- mikið að snúa mér að eigin hugðar- efnum en maður þarf að eiga fyrir salti í grautinn og því hef ég tekið að mér að mála portrettmyndir fyrir fólk, myndir af æskuheimUum og fleira sem fólk viU ekki að gleymist. En það eru myndir sem ekki eru í minni vörslu eftir að ég hef lokið við þær.“ En hvað myndi Bjarni gera ef hann þyrfti ekki að taka tiUit til neins nema sjálfs sín? „Það er erfitt að segja en ég hef mjög gaman af því að mála fantasíur og abstraktmyndir. Myndir sem ég kaUa dulrænar eru líka í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Það er ýmislegt að brjótast um í manni sem þarf tíma tU þess að koma frá sér,“ segir Bjarni að lokum. -þhs Engeyjarlag. Sjóferðabænin. Landafundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.