Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Page 4
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 4 {(fréttir____________________________________________________ Varaformannskjör veldur titringi á flokksþingi Framsóknar: Siv velgir Finni undir uggum Varaformannskjör setur mjög svip sinn á 25. flokksþing framsóknar- manna á Hótel Sögu nú um helgina. Þar takast á þau Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viöskiptaráðherra, og Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Reyknes- inga. Strax í gær mátti merkja tölu- verðan titring vegna kjörsins. Bæði vegna þess að nokkuð tvísýnt þótti þá um úrslitin og eins vegna þess að framsóknarmenn eiga ekki að venjast rimmu eins og þeirri sem verið hefur í uppsiglingu síðustu vikur. Rúss- neskar kosningar hafa oftar en ekki verið viðhafðar á þeim bæ. Þegar spáð var í stöðuna fyrir þing- ið og á þinginu þótti fleirum sem að Finnur Ingólfsson yrði ofan á í kjör- inu. Hins vegar vildu menn fara afar varlega í að fullyrða um slíkt. Siv hefði hrist duglega upp í flokksmask- ínunni með framboði sínu, stuðnings- menn hennar hefðu unnið heimavinn- una sína af kappi og það hefði skilað sér í fjölda stuðningsmanna. Frískleiki og kynferði Það sem mönnum hefur þótt mæla með kjöri Sivjar er að þar með öðlað- ist forysta flokksins frískleika sem margir hafa saknað. Um leið svaraði flokkurinn kröfum kvenna um konur í æðstu stöðum. Siv hefur orð á sér sem harðduglegur pólitíkus sem eigi framtíðina fyrir sér. Um leið og stuðn- ingsmenn hampa þeirri staðreynd segja varfæmari menn að hún sé ung og að hennar tími muni koma. Og það er einmitt varfæmin, íhaldssemin og margumtöluð foringjahollusta fram- sóknarmannsins sem talin er standa framgangi Sivjar fyrir þrifum í þessu kjöri. Tapi Finnur óttast auk þess margir að upp þyrlist ryk sem ekki nái að setjast í tæka tíð fyrir kosning- ar í vor. Siv þykir hafa tryggt sér stuðning mjög margra í hópi ungra framsókn- armanna, FUS-ara og kvenna sem margar vilja eiga fúlltrúa á valdatoppi flokksins. Þá er ótalinn stuðningur úr flokksfélögum í kjördæmi Sivjar, Reykjanesi. Um 800 manns hafa rétt til setu á þingi Framsóknar en svo margir mæta ekki. Eftir þvi var tekið að mætingin var misgóð úr kjördæm- unum úti á landi en rífandi mæting úr Reykjaneskjördæmi, þar sem Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, heilsar hér Siv Friðleifsdóttur sem sækir fast að verða kjörin varaformaður á flokksþinginu um helgina. DV-mynd Pjetur flokksfélögin eru mun fleiri en i Reykjavík. Ungir framsóknarmenn fjölmenna einnig á þingið. Falleinkunn hættuleg En Finnur og stuðningsmenn hans hafa heldur ekki setið auðum hönd- um dagana fyrir þingið. Finnur þykir ráða yflr afar öflugri og vel skipu- lagðri kosningamaskínu. Ráðherra- embættið eitt og sér þykir einnig veita Finni forskot. Hann þykir hafa öruggt fylgi úr þingflokknum og bless- un formannsins, Halldórs Ásgríms- sonar, að auki. Þar kemur íyrmefnd foringjahollusta til sögunnar. En það mælir á móti Finni að hann er afar óvinsæll sem ráðherra ef marka má skoðanakannanir og ekki bæta vandræði í bankamálum úr skák. Á móti hefur Finnur þurft að taka erfiðar ákvarðanir og staðið við þær. Færri sögum fer hins vegar af af- rekmn Sifjar í því sambandi. Að auki er bent á að ekki verði það flokknum til framdráttar í erfiðri kosningabar- áttu ef hann gefur ráðherra fallein- kunn í varaformannskjöri. Þótt Siv takist að rífa upp stemningu á flokks- þinginu og verði Finni skeinuhætt þorir enginn viömælandi DV að full- yrða að hún verði ofan á. -hlh Sala á Hagkaup@Visir.is gengur vel: Bók Steingríms seldist upp Hin nýja netverslun Vísis og Hagkaups fór geysilega vel af stað í gær og fyrradag. Sérstaklega var vel tekið í sérstök tilboð vefsins þar sem í boði eru einstakir titlar á verði sem er allt að eitt þúsund krónum undir markaðsverði. Til að mynda seldist ævisaga Stein- gríms Hermannssonar upp á fjór- um tímum á fimmtudaginn. Ný sending kom svo strax á fostudags- morgun. Á fyrstu dögum netverslunar- innar hefur sala verið mikil á bók- mn og geisladiskum en minna hef- ur selst af myndböndum. Á miðnætti í nótt var svo byrjaö að bjóða ný tilboð á sérstaklega góðu verði. Á tilboðsverði eru nú skáldsagan Norðurljós eftir Einar Kárason, nýjasta geislaplata hljóm- sveitarinnar Sóldaggar og Disney- teiknimyndin Anastasia. Þessi til- boð munu standa til boða alla helg- ina en ný tilboð leysa þau af að- faranótt mánudags. Dómsmálaráðherra: „Leirfinnsmálið" í vinnslu „Við erum að fara yfir þetta mál í fullri alvöru en niðurstaða liggur ekki fyrir enn,“ sagöi Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra aðspurður um beiðni Magnúsar Leópoldssonar mn að ráðherra beiti sér fýrir því að heimild verði veitt fyrir því að rann- sakað verði hvemig styttan af svoköll- uðum „Leirfmni" varð til. Styttan var sem kunnugt er gerð við rannsókn Geirfmnsmálsins. „Við emm að vinna í málinu nú og ég vona að það verði ekki langt í að niðurstaða fáist,“ sagði ráðherra. -JSS Þannig kaupir þú á HAGKAUP@VÍSÍr-ÍS www.visir.is Þú ferð Inn á www.visir.is á Internetinu og smellir á hagkaup@visir.is. Á forsíðu vefsins er bókartilboö dagins sem gildirí 48 tlma. Á síöum myndbanda og geisladiskavefjanna eru sambærileg tilboð. Allt efni DV um bækur, myndbönd og geisladiska er aö finna á vefnum tengt síöu um hvern og einn hlut. asssss.'~» Á síöum um einstakar bækur, geisladiska og myndbönd er almenn kynning um vöruna og á mörgum síöum er aö finna gagnrýni DV og Dags, viðtal viö höfundinn, gagnrýni notenda vefsins og upplestur höfundarins úr sinni eigin bók. Þú tínir vörurnar sem þú vilt kaupa ofan í körfu sem reiknar jafnóöum út hver upphæö viöskiptanna er. Þegar þú hefurb'nt allt ofan í körfuna sem þú vilt kaupa ýtir þú á hnappinn „Ijúka viöskiptunum“ og ferö þá á síðu þar sem beðiö er um upplýsingar um þig, hvert senda á vöruna og kreditkortanúmer. Færsla kortanúmersins er dulkóöuð meö 40 bita SSL lykli og eru korta- viöskiptin ekki síður örugg en kortaviöskipti eru almennt í Hagkaupi og öðrum smásölu- verslunum. Afgreiöslugjald á hverja pöntun, án tillits til stæröar hennar, er kr. 165. Bækurnar, geisladiskarnir og myndböndin sem þú kaupir eru send heim til þín eöa á vinnustaö af Póstinum innan tveggja virkra daga frá pöntun, sama hvar á landinu er. Jón klikkaði Framboðsraunir A-flokkanna í Reykjavík og á Reykjanesi virðast engan endi ætla að taka. Kratinn Össur Skarphéðins- son hefur verið í fylkingarbrjósti þeirra sem vilja prófkjör án girð- inga. Þetta hugnast allaböllum lítt og hafa þeir barist af hörku gegn þeim markmiðum. Nýlega spurðist út að innan kratanna væri ekki einhugur um að styðja próf- kjör og þau öfl sem standa gegn prófkjöri hefðu kallaö Jón Bald- vin Hannibalsson heim frá Was- hington til að snúa Össuri frá trú- arvillunni. Allaballar fögnuðu þessu mjög og biðu spenntir eftir komu leiðtogans frá útlöndum. Það gekk svo eftir að Jón Baldvin kom heim en heldur brá mönnum í brún þar sem hann hóf up raust sína og mælti fyrir prófkjöri og klikkaði þar með... ívar í golfið Svo sem sandkom greindu frá ný- lega hefur ívar Hauksson tekið sig upp með böm og bú og er fluttur til Spánar. Ekki mun ívar starfa sem út- kastari þar svo sem fyrstu fregnir greindu frá heldur stefnir hann ákveðið á að verða atvinnumaður í golfi. Eftir því sem næst verður komist ganga þau áform hans ágætlega og það mark- miö virðist ætla að takast... Engin lognmolla Það er engin lognmolla í kring- um Vilhjálm Inga Ámason, neyt- endafrömuð á Akureyri, frekar en fyrri daginn. Nú ber- ast fregnir af honum frá Kúbu þar sem hann fór í „heilagt stríð“ fyrir hönd ís- lenskra neytenda sem var gert að greiöa hærra verð fyrir veitingar á börum en innfæddum. Vilhjálmur Ingi kærði einn tiltekinn veitinga- stað fyrir athæfið og arkaði með það sjálfur í gegnum kerfið og skrifllnnskuna í fylgd tveggja óein- kennisklæddra lögregluþjóna. Þeir vora af veikara kyninu svokallaða, ægifagrar, og er haft eftir Vil- hjálmi Inga að hann hefði ekkert á móti því að arka með þeim fleiri ferðir. Og lyktir málsins, jú islend- ingar ku greiöa það sama fyrir drykkina og innfæddir á Kúbu þessa dagana... Brennivín til bjargar Einar Oddur Kristjánsson telur að sala á léttvíni og bjór í lands- byggöarverslunum komi til með að styrkja veika stöðu þeirrar verslunar og þar með stoðir dreifbýlisins. Kaup- mannasamtök ís- lands ræddu sölu- fyrirkomulag á bjór og léttu vini á morgunverðar- fundi á fimmtudagsmorguninn. Kaupmenn spyrja hvort ekki sé raunhæft að þessi vara verði komin í almennar verslanir innan fimm ára. Þar mættu auk Einars Odds, Þórarinn Tyrfmgsson frá SÁÁ, sem telur óhollt að auka aðgengi að vini, Óskar Magnússon frá Baugi, Þorsteinn Pálsson frá KÁ á Sel- fossi, Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarfulltrúi og ögmundur Jón- asson frá BSRB. Fulltrúi Neytenda- samtakanna, Jóhannes Gunnars- son, var beðinn aö koma til fundar- ins en hafhaði því. Samtökin hafa því væntanlega enga sérstaka skoð- un á dreifingu áfengis. Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.