Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 11 „Ég sá þrjú stjömuhröp í gær- kvöldi,“ sagði sonur minn þá er við hittumst austur í sveit um síðustu helgi. Hann lýsti fegurð himinsins og þessum einstöku náttúrufyrirbrigðum auk norð- urljósa sem dönsuðu um himin- inn. Veður um liðna helgi var einstakt til skoðunar himin- tungla. Það þarf þó að fara út úr birtu borgarljósanna til þess að njóta fegurðar vetrarhiminsins. í höfuðborginni og nágranna- bæjum hennar lýsir Alfreð veituformaður og starfsbræður hans svo skært að stjömur sjást vart og norðurljós naumlega. Það er helst að karlinn í tungl- inu sjáist glotta á næturhimni. Alfreð er enn ekki kominn með kastara sem ræður við þann ljósameistara. Nóttin lituð græn Ég bað strákinn að lýsa stjörnuhrapinu enda hafði ég aldrei séð slíkt. Þetta var áður en fréttir bárust af því að jörðin færi í gegnum loftsteinamergð síðar í vikunni. Slíkt ku gerast á 33 ára fresti og er þá mikið sjón- arspil. Þótt ég vissi ekki, þennan helgardag, að jörðin stefndi í fyrrnefnt loftsteinabelti beið ég kvöldsins spenntur. Veður var tært og himininn klár líkt og gerist á fögmm nóttum á mótum hausts og vetrar. Loftfimleikarn- ir létu heldur ekki á sér standa. Norðurljósin lituðu nóttina græna. Störnur skinu í öllum lit- um, sumar daufar, aðrar skærar og skiptu litum. Stjörnuhrap Eg er því miður ekki nógu fróður um stjömur himinsins og veit því ekki hvað þær heita. Þótt Tómas segi okkur að lands- lag sé lítils virði heiti það ekki neitt taldi ég það ekki eiga við um stjörnurnar. Það er hægt að njóta þeirra án þess að vita mik- ið um þær. Ég tók mig því til þegar aldimmt var orðið og góndi upp í himinhvolfið. Ég Allir stiörnur með sínum nætti Það eru allir stjörnur í Hollywood, sagði Ólafur Laufdal í frægum frasa þá er hann rak þann skemmtistað með miklum blóma. Það er rétt hjá veitinga- manninum að allir eru stömur með sínum hætti. Ein mesta stjarnan á okkar heimili er yngsta bamið. Það telja eldri systkini þessarar 9 ára gömlu stúlku að minnsta kosti. Það er ekki víst að barnið sjálft átti sig á stjörnuglampanum en þau hin eldri telja foreldrana sjá til þess ekki megi orði á hana halla, vemdi hana óeðlilega og að auki fái hún allar óskir uppfylltar að hætti stórstjarna. Hún sé sem sagt spillt af eftirlæti. Foreldrarnir telja það að vísu ofsagt og benda á að þessi kenn- ing um eftirlætið komi einkum upp þegar hinum eldri er gert að ganga frá eftir sig og jafnvel aðra. Minnsta barnið hefur ekki miklar áhyggjur af þessu og spá- ir ekki mikið í stjömur, hvorki á himinhvelfingunni né í Hollywood. Stúlkan sú hefur hins vegar meiri áhuga á öðru himinfyrirbrigði, nefnilega karl- inum í tunglinu. Sá skrýtni karl kemur stundum fyrir í barna- sögum og ævintýrum og hann er þeirrar náttúru að sjást horfi maður nógu lengi á tunglið. Ýmsar teikningar eru til af karlinum í tunglinu, nýjar jafnt sem gamlar. Þessi karl, sem kík- ir á okkur um nætur, býr yfir leyndardómi og hefur gert um aldir. Hulunni var ekki einu sinni svipt af leyndardómi hans þegar mannskepnan sté á tunglið fyrir nærfellt þremur áratugum. Karlinn er enn jafn spennandi í augum barna sem fyrr. Karlinn og mannkertin Við feðginin horfum stundum á mánann, ýmist þegar hann er fullur eða hálfur og skoðum karlinn. Við sjáum hann bæði og hún þó betur. Hún getur meira að segja lýst því í hvernig Karlinn í tunulinu horfði á aragrúa stjama sem nutu sín ekki sist vegna þess að karl- inn í tunglinu var í því skapinu að hann sýndi sig ekki. Það eru nefnilega fleiri en Alfreð veitufor- maður í Reykjavík sem verða að víkja vilji karlinn sá láta ljós sitt skína. Við það búa helstu stjömur á hvelfingunni sem verða daufar í samanburði við karlinn. Alfreð formaður er því ekki í vondum fé- lagsskap allra hinna stjarnanna. Fyrst strákurinn hafði séð þrjú stjömuhröp kvöldið áður taldi ég ekki útilokað að ég sæi slíkt. Veðrið var kjöriö til stjörnuskoð- unar og það eina sem þurfti var þolinmæði. Biðin borgaði sig því skyndilega þaut eldrák eftir himn- inum. Ég hrópaði upp og kallaði á konu og böm. Þau rétt náðu í skottið á eldlínunni en nóg til þess að votta þá sýn sem fór svo hraitt hjá. Ég hafði séð stjörnu- hrap í fyrsta sinn og aðrir urðu vitni að því um leið. Ég var því hvorki talinn stjörnuglópur né ímyndunarveikur. Jörðin sáð utan frá Ekki veit ég hvort jarðarkúlan var farin að nálgast loftsteina- mergðina um síðustu helgi og þessar ljósrákir hluti þeirra. Þennan leysigeisla náttúrunnar var þó gaman að sjá og hann ýtti jafnt við bömum sem fullorðnum, ímyndunarafli og væntingum. Börn okkar hjóna létu til dæmis þá skoðun í ljósi að gaman væri að gerast geimfari. Þau töldu það óþarfa að senda gamlingja eins og John Glenn í annað sinn út í geiminn. Betra væri að senda þá sem ekki hefðu fengið að fara áður svo fleiri mættu njóta. Þau töldu sig hiklaust í þeim hópi og vitnuðu til þess að Bjarni Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri Tryggvason heföi skroppið út í geim nýlega. Hann væri ekki síð- ur íslenskur en Leifur heppni þótt hann hefði búið í Kanada bróður- part ævi sinnar. Það sem krakkamir töldu helst fengið með geimferð væri það að geta horft á jörðina utan frá. Við höfum öll séð slíkar myndir og víst er jörðin ægifögur séð utan úr geimnum, blá og hvít eins og risavaxin kristalskúla. Unga kyn- slóðin er þetta lengra komin í þankagangi sínum en ég. Það hef- ur aldrei freistað mín að fara út í geiminn. Ég er jarðbundinn í bók- staflegri merkingu. Konu minni finnst stundum nóg um og segir mig bundinn við polla þá er hún leggur til ferðalög til annarra landa. Hún hefur þó aldrei gengið svo langt að minnast á geimferðir. Þar eru heldur engin „moll“ sem svo heita upp á útlensku. skapi hann er í það og það skipt- ið. Það fer nokkuð eftir skýjafari og birtu. Ekki dró úr áhuga hennar á karlinum þegar kennarinn lét þau bekkjarsystkinin læra ljóð Jó- hannesar úr Kötlum um þann ágæta tunglbúa og álit hans á mannkertunum á jörðinni. Hún las það fyrir föður sinn þar til hún kunni það utanbókar. Síðan höfum við horft á karlinn með gleraugum skáldsins og ekki síð- ur á mannkertin allt í kringum okkur. Tunglskinsnótt Efég væri karlinn í tunglinu mundi ég gretta mig framan í bísperrt mannkertin niðri á jörðinni og kalla byrstur til þeirra strax í nótt: hugsió þiö um ykkur sjálf og látió mig í friði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.