Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Side 12
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 JLlV 12 9ðtal Eitruð Gerður „Ef maður ætlar að verða rithöf- undur þá er fyrsta skrefið að líta á sig sem slíkan. Það þýðir ekki að bíða eftir því að aðrir líti mann þeim augum,“ segir Gerður Kristný, rit- höfundur og ritstjóri tímaritsins Mannlífs. Hún hefur nú sent frá sér smásagnasafnið Eitruð epli sem kom út hjá Máli og menningu í síðustu viku. „Frá upphafi leit ég á mig sem skáld, enda hef ég skrifað frá því að ég man eftir mér. Ég var ákveðin í því alveg frá því að ég var lítil að ég ætlaði að verða rithöfundur." Þig hefur þá ekki langað til þess að verða skáld eftir uppskriftinni, vera götustúlka að yrkja um mann- lífið, eða eitthvað allt annað en rit- stjóri glanstímarits? „Nei, ég kem ekki úr þannig um- hverfi. Pabbi sagði við mig þegar ég var yngri að ég yrði að verða mér úti um menntun þvi án hennar fengju konur ekki almennileg laun. Ég tók samt heimspekideildina fram yfir tannlæknadeildina og lærði frönsku og bókmenntafræði. Síðar ákvað ég að verða blaðamaður og byrjaði fer- ilinn á Tímanum. Ég get ekki séð að ég skrifi betri bækur þótt ég leigi herbergi uppi á hanabjálka og betli mér fyrir pitsu. Aumingjadýrkunin sem hefur viðgengist í íslenskum bókmenntaheimi hefur heldur ekk- ert með bókmenntirnar sjálfar að gera. Mér finnst mun virðingarverð- ara þegar fólk skapar sér góðar aðstæður til að geta sinnt list sinni. Auk þess verður maður ekki síður fyrir innblæstri af því að tipla á marmaranum í Kringl- unni en því að finna fyrir Austur- stræti í gegnum götin á skósólun- um.“ Sumar þeirra kvenna sem þú skrifar um hafa mjög miklar áhyggj- ur af þvi að maskarinn þeirra leki niður á kinn og eitthvað ámóta. Er þetta þín mynd af kvenleika? „Kvenleiki eða ekki kvenleiki? Hvaða manneskja notar ekki ein- hverjar snyrtivörur, þótt ekki væri nema sápu eða handáburð? Rétt eins og margar aðrar konur hef ég gaman af snyrtivörum og reyndar heitir fyrsta smásagan í bókinni eftir ilm- vatnstegund, Escape fyrir karla. Kannski kemur þetta td af því að ég les mikið af glanstímaritum eins og Elle, Jane og Cosmopolitan starfs míns vegna. Ég er þó þokkalega með- vituð um að innihaldið verður að vera eitthvað." Skrifar ekki bara um konur sem ritstýra glanstímaritum Þú fjallar mikið um konur sem eru í allt annarri stöðu en þú sjálf. Eru snyrtifræðingar og húsmæður, svo dæmi séu tekin. Eiga allar kon- ur að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í bókinni? „Ég er aðallega aö skrifa fyrir sjálfa mig,“ segir Gerður. „Sögurnar mínar yrðu ansi einhæfar ef ég væri bara að skrifa um konur sem rit- stýra tímaritum, þó að nú sé það einmitt gegnumgangandi i breskum stelpubókmenntum. Þar fjalla marg- ar bækur um konur sem vinna á auglýsingastofu, hjá kynningarfyr- irtækjum eða eru í blaðamennsku vegna þess að þaö er það eina sem höfundamir þekkja. Mér þykir það of einhæft því sannleikurinn er sá að fæstar íslenskar konur eru í vinnu þar sem tekur því að hafa naglalakk. Sumar eru einfaldlega riddarar hringormsins hjá Granda. Nokkrar þeirra kvenna sem ég skrifa um eru þó í stöðu sem ég hef verið í, eins og sú sem stendur uppi með BA-próf í grein sem ekki færir henni starf á silfurfati og veit ekki hvað hún á aö gera. Einn yfirlesar- inn sagði svo við mig að persónurn- ar sem ég skrifa um væru allar ung- ar konur og alls staðar skini ég í gegn. Þá bætti ég við færeyskri konu á áttræðisaldri.“ En þér dettur aldrei í hug að skrifa um karlmenn? „Það er nóg af karlmönnum í því að skrifa um karlmenn. Hins vegar á mikið eftir að segja um konur, það er brannur sem endalaust er hægt að sækja í. Auk þess eru konur mun leyndardómsfyllri og meira spenn- andi en karlmenn. Spurningin er samt lýsandi fyrir það sem hefur verið búið til í kringum konur sem rithöfunda. Þegar konur skrifa um konur er alltaf tekið fram að þær laginu. Ummæli mín voru léttvæg detta eitt- miðað við það sem karlmenn gera hvað nýtt í konum. Konur hafa lægri laun en hug væri þeir, þeim er mismunað í störfum hún búin og síðan þarf að reka hér kvennaat- að nota hvarf. Scgir þaö ekki það sem segja það. Eins þarf?“ og hvað? í skáldverki sem út kom fyrir spurði áratug kemst sögumaður að þeirri Svava niðurstöðu að karlmaður gæti ekki hissa. T.d. ort ljóð um begóníur. Það sé eitt- sauma- hvað sem konur einar sjá ástæðu til klúbba, þess að skrifa um. Gerður er því svaraði ég. spurð hvort karlmaður gæti skrifað Þá sagði „Minn femínismi felst f því að stilla upp og skjóta," segir rithöfundur- inn Gerður Kristný. vera að leika sér að eplunum, því þau vaxi ekki á trjánum. Kannski eru sögurnar eitruð epli sem fólki á eftir að svelgjast á.“ Hvernig hefurðu tíma til þess að skrifa þegar þú ert einnig í krefjandi starfi sem ritstjóri? Þú gerir greini- lega ekki mikið af því að liggja í leti. „Jú, ég geri heilmikið af því. Auk þess spara ég mikinn tíma með því að gera margt í einu. Ég horfi til dæmis á MTV á meðan ég skrifa. Eft- ir að ég varð ritstjóri hef ég líka mun meiri tíma en áður þegar ég skrifaði fyrir fleiri tímarit. Þegar ég skrifaði skáldsöguna mína, Regnboga í póst- inum, var ég í mjög mikilli vinnu öll kvöld og allar helgar og miðað við það bý ég nú við mikinn lúxus. En skriftir eru vinna eins og flest annað sem maður tekur sér fyrir hendur og ef manni finnst eitthvað skemmtilegt og gefandi, þá finnur maður tíma fyrir það.“ / T|- / Held partí 75 ára séu að skrifa kvennabókmenntir eða um reynsluheim kvenna . Þegar karlar skrifa um karla eru þeir hins vegar að skrifa um það hvernig er aö vera manneskja. Sá er munur- inn. Konur eru helmingur mann- kynsins þótt það gleymist stundum. Hvar voru t.d. allar konumar í Mósaikþættinum 11. nóvember sl.? Á það ekki að vera menningarþátt- ur fyrir bæði kyn? Eina konan sem þar birtist var Úlfhildur Dagsdóttir en annars fengum við karla að tala um leikhús, karla að tala um drauga, karl að tala um latneska þýðingu og karla að tala um annan karl sem sat berrassaður með hár- kollu og þóttist vera kerling!" Kvennabarátta Gerðar Á dögunum var Gerður gagnrýnd í Degi fyrir kvenrembu. Hún hafði víst sagt í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur að karlmennimir í bókinni væru eins og allir góðir karlmenn ættu að vera, ýmist dauð- ir eða brottflúnir. Enda væri fátt eins kynþokkafullt og karlmaður sem er á leiðinni burt. „Minn femínismi felst í því að stilla upp og skjóta," segir Gerður þegar hún er spurð út í þetta. „Mér leiðast einhver vettlingatök í þeim málum. Að ég skuli hafa sagt eitt- hvað um dauða og brottflúna karla í einhverju helgarblaði skiptir ekki máli, enda hef ég litil völd í þjóðfé- „Aumingjadýrkunin sem hefur við- gengist í íslenskum bókmennta- heimi hefur ekkert með bókmennt- irnar sjálfar að gera. Mér finnst mun virðingarverðara þegar fólk skapar sér góðar aðstæður til að geta sinnt list sinni. Auk þess verður maður ekki síður fyrir innblæstri af því að tipla á marmaranum í Kringlunni en þvf að finna fyrir Austurstræti í gegnum götin á skósólunum." DV-myndir Teitur um saumaklúbba, eins og hún gerir í bókinni sinni. „Ég er ekki í saumaklúbbi og hef aldrei verið en samt skrifa ég sögur um saumaklúbba. Af hverju ætti þá karlmaður ekki alveg eins að geta skrifað um þá? Maðurinn minn sér um plönturækt á heimili okkar og af því leiðir að hann væri mun líklegri til þess að skrifa um begóníur en ég,“ bætir hún við. Síðsumars tók Gerður viðtal við Svövu Jakobsdóttur fyrir Tímarit Máls og menningar en hún sendir henni einmitt kveðju í einni sauma- klúbbssögunni með því að láta sög- una heita Kona með stól og vísar þar með í sögu Svövu, Kona með spegil. „Svava spurði mig hvernig væri að vera ungur höfundur. Ég svaraði því til að það væri svolítið erfitt því alltaf þegar mér fyndist mér vera að Svava mér að hún hefði aldrei verið í saumaklúbbi, hefði aldrei verið góð í handavinnu og ég mætti bara eiga þá. Þar hafði ég það,“ segir Gerður. Að vekja viðbrögð í sögunni Mengele var misskilinn húmoristi, fjallarðu um samband mæðgna, sem getur, eins og við vit- um allar, orðið bæði grimmt og yfir- þyrmandi. Er þetta byggt á eigin reynslu? „Ég viðurkenni að mamma mín prjónar eins og mamman í sögunni, en hún hefur aldrei séð ástæðu til þess að skaða mig með prjónunum, ekki enn þá,“ segir Gerður og hlær. „Nei, mér þykir bara gaman að taka eitthvað sem á að vera saklaust og gott, eins og til dæmis samband mæðgna eða samband móður við lít- ið barn, og gera það að einhverju ægilega ljótu og hneykslanlegu. Það kallar á viðbrögð.“ Tengist þá titill bókarinnar þessu, eru eitruðu eplin úr sögunni um Mjallhvíti og vondu stjúpuna? Og hvar eru þá dvergarnir sjö? „Ætli þeir séu ekki annaðhvort dauðir eða brottflúnir. Auk þess eru þeir óttalegir dvergar miðað við hvað Mjallhvít er frábær. Jú, þetta er vísun í vondu stjúpuna og synda- fallssöguna og öll þessi forboðnu epli. Epli koma hins vegar ekkert við sögu, nema einu sinni, þegar móðir segir við barn sitt að það skuli ekki Hvernig list þér svo á vertíðina fram undan? „Því hefur verið spáð að þetta verði erfið jól fyrir unga höfunda vegna þess að svo mörg stór nöfn séu að gefa út en ég er bara bjartsýn. Ég vona að ég fái góða dóma og vegna þess að ég er í annarri vinnu þarf ég ekki að vera dauðstressuð yfir sölu. Ég þarf ekki að koma á kortersfresti inn í bókabúðir og spyrja hvernig bókin mín seljist eins og sumir höf- undar gera á Þorláksmessu." Er samkeppni meðal ykkar ungu höfundanna? „Ég held að það sé varla hægt þar sem við erum að gera svo ólíka hluti. Mér finnst alltaf gaman að komast í góðar bækur og þá er mér alveg sama hvort höfundamir eru undir þritugu eða ekki.“ En framtíðin? „Þegar ég er orðin 75 ára ætla ég að líta yfir farinn veg og íhuga hvort mér hafi tekist það sem ég ákvað þegar ég var lítil, þ.e.a.s. að verða góður rithöfundur sem seldi bæk- urnar sínar þokkalega vel og hlaut þá viðurkenningu sem hann átti skil- ið. Ef svarið verður já held ég partí. Ef svarið verður hins vegar nei, vona ég að það verði vegna þess að ég stóð mig ekki nógu vel en ekki af því að strákarnir ritstýrðu öllum bókmenntatímaritunum og menn- ingarþáttunum og sátu í dómnefnd- um fyrir bæði bókmenntaviðurkenn- ingum og ritlaunum. Og þó - kannski held ég samt partí - en ég býð þeim ekki.“ -þhs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.