Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Side 45
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 viðtal Það er stórkostlegt að koma til lands sem á þessum tímum byggir lífsaf- komu sína að mestu leyti á fiski án þess að vera frumstætt," segir Mark Kur- lansky, höfundur bókarinnar Ævisaga þorsksins. DV-mynd E.Ói. Ævisaga þorsksins eftir Mark Kurlansky: Dýrkun Ijóta fisksins Fyrr í vikunni var staddur hér á landi Mark Kurlansky, höfundur hók- arinnar Ævisaga þorsksins, sem kom út fyrir skömmu í þýöingu Ólafs Hannibalssonar. Hans Kristján Árna- son gaf bókina út. Mark er fæddur og uppalinn á Nýja- Englandi þar sem flestir unnu fyrir skólagöngu sinni með því að vinna í verksmiðjum en honum þótti mun fýsi- legra að fara á sjóinn. Hann var á tog- urum og humarbátum. Þá gekk hann milli staða og bauð fram vinnu sina og fékk en í dag segir hann að það sé nær ómögulegt fyrir unga krakka að fá pláss á skipi. Mark er leikhúsmenntaður. „Ég var leikritahöfundur i New York í fjögur ár og nokkur verk eftir mig voru sett upp. Síðan fór ég út í blaðamennsku. Þegar ég var í skóla togaðist það mjög á í mér hvort ég ætti að verða blaðamaður eða rithöfundur. Ég ákvað að verða leikritahöfundur en ég varð mjög fyrir vonbrigðum með leikhúsheiminn i New York en þá var hann á hraðri siglingu til þess sem hann er núna; lítt skapandi fyrirbæri sem leikarar nota til að komast í kvik- myndir. Nú er þetta meira skemmtun fyrir ferðamenn. Ég hugsaði mig því um aftur og fór í blaðamennskuna." Hann sér alls ekki eftir þeirri ákvörðun. Hann hefur þó ekki hætt skáldskapnum því að á næsta ári kem- ur út skáldsaga eftir hann. Fiskur og furðulegheit íslendingi gæti flogið í hug eina ör- skotsstund að gaman væri að rita bók um þorskinn en það myndi líklega líða fljótt hjá. Ævisaga væri þó líklega ekki heiti bókarinnar heldur Saga þorsks- ins eða eitthvað slíkt. Kannski íslend- ingar séu of nærri þorskinum til að gera sér grein fyrir mikilvægi hans í heimssögunni. Það verður þó að spyrja hvemig Mark hafi fengið þessa hug- mynd. „Ég hafði skrifað mikið um þorsk á mismunandi hátt á mismunandi stöð- um. Ég áttaði mig á því hve frábær saga hans væri. Ég kem frá Nýja- Englandi þar sem þorskurinn skipti jafnmiklu máli og hér en bara miklu fyrr. íslendingar þekkja mikilvægi hans því betur núna. Þorskurinn er þrátt fyrir allt menn- ingarlegt fyrirbæri. Nýja-England er dálítið skrýtið og það sama má segja um fólkið. Þorskurinn er hluti af þess- um furðulegheitum. Það hangir þorsk- ur fyrir ofan þinghúsið. Það kom mér því á óvart hve mikil hlutdýrkun er á þessum ljóta fiski víða um heim. Það er hægt að skilja að margar þjóðir dá- ist að páfuglinum og ljóninu en ekki þessum stóra og ljóta flski. Þetta fmnst mér mjög áhugavert. Það er stórkostlegt að koma til lands sem á þessum tímum byggir lífsaf- komu sina að mestu leyti á fiski án þess að vera frumstætt. Þjóðfélagið er mjög nútímavætt og fiskveiðar eru stór hluti afkomunnar. Ég veit ekki um neina þjóð sem er í sömu sporum. Þetta er næstum eins og að taka gaml- an hlut og gera hann upp. Fiskveiðar eru islendingum jafnmikilvægar nú og þær voru íbúum Nýja-Englands fyrir rúmum þremur öldum.“ Rotnuð þorskbein í matinn Mark er heUlaður af mat og lítur á sig sem eins konar matarmannfræð- ing. Hann segir að sambandið milli matar, peninga og þar af leiðandi lífs- skUyrða sé mjög áhugavert. Þorskur- inn skipaði tU að mynda aldrei þann sess sem hann skipar vegna mat- reiðslueiginleika sinna heldur vegna þess að hann er, líkt og olian, söluvara. „Ég er heUlaður af því hvað matar- æði fólks getur sagt um samfélagið. Ég lít á mat sem stóran þátt í sögunni og líkt og hægt er að skoða söguna út frá hagfræðUegum sjónarmiðum er hægt að skoða hana út frá mat.“ í bókinni er auk skemmtUegrar frá- sagnar að flnna uppskriftir að þorsk- réttum. „Það eru uppskriftir að mat í bók- inni sem ég myndi ekki vUja borða. Ég valdi ekki uppskriftir eftir lostæti heldur hversu mikið þær gætu sagt okkur sagnfræðUega. ísland er mjög heUlandi sé litið á matarsöguna og þá byltingu sem hefur átt sér stað þar. Það er uppskrift að rotnuðum þorsk- beinum og það vitnar um mjög erfitt líf.“ -sm Falleg húsgögn Vandaöir sófar Sérstök gjafavara Gamlar glæöur Skólavörðustíg 12 - Sími 561 9988 Opið til kl. 16 laugard. 5$ qéé kaup! \ símBiBndi UNITED KP. 5.490 U0M6720 Mjög fullkominn sími með númerabirti. 0 o & 199 fr f» © « <b KP. 1.490 U0M4700 Léttur og handhægur veggsími borðsími. KP. 10.900 ú Þráðla Hleös tali c KP. 2.490 U0IYI8710 Einfaldur°s glæsilegur > . borðsími U0M8745 Þráðlaus sími með skjá. Hleðsla endist 5 klst. í tali og 40 klst. í bið. / KP. 2.490 U0M6775 Vandaöui rúmerabirtir - ómissandi við símann. liðstöðin SÍÐUMÚLA 2 SÍMI 568 9090 www.sm.is Umboðsmenn um land allt: HEYKJAVlt Ueimskráilaa bintanuLVESIURLAID: Hljómsýn. Akranesi. Kauplélag Borglirðinga. Borgarnesi. Blómslurvellir. Heiiissanili. Guðni Hallgrinsm Gnindarfiröi.VESTFIRBIR: Rallnii Jánasar Þnrs. Palrekslirði. Póllinn Isalirði. NOROURLAND: II Steingrimsl]arðar. Kólmavik. KFV-Húnvetninga. Hvammstanga. Kí Húnvetnlnga, Blönduósi.Skagfirðingabúð. Sauðárkróki. KEA Dalvík. Fiósgiafinn. Akureyri. Ki Þingeyinga, Húsavík. Urð. RaularhðlnAUSIUfiLAND: Kf Héraðsbúa. Egilsstuðum.Verslunin VÍk. Neskaupsstað. Kauptún. Vopnafirði. KF Vopnfirðinga. Vopnafirði. KF Héraðsbúa. Seyðisfirði. Tumbræður. Seyðisfirði.KF Fáskrúðsijarðar, Fáskrúðsfirði. KASK. Djúpavogl. KASK. Hótn Homalirði. SUBURLAND: Rafmagnsverkstæði KR. Hvalsvelli. Mnslell. Hellu. Heimstækni. Selfossi. KÁ. Selfossi. Rás. Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Rafbotg. Grindavík. Raflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar. Garöi. Rafmætti. Hatnarliröi. Tónborg. Kópavngi. Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV oW milfi hj^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.