Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Qupperneq 45
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 viðtal Það er stórkostlegt að koma til lands sem á þessum tímum byggir lífsaf- komu sína að mestu leyti á fiski án þess að vera frumstætt," segir Mark Kur- lansky, höfundur bókarinnar Ævisaga þorsksins. DV-mynd E.Ói. Ævisaga þorsksins eftir Mark Kurlansky: Dýrkun Ijóta fisksins Fyrr í vikunni var staddur hér á landi Mark Kurlansky, höfundur hók- arinnar Ævisaga þorsksins, sem kom út fyrir skömmu í þýöingu Ólafs Hannibalssonar. Hans Kristján Árna- son gaf bókina út. Mark er fæddur og uppalinn á Nýja- Englandi þar sem flestir unnu fyrir skólagöngu sinni með því að vinna í verksmiðjum en honum þótti mun fýsi- legra að fara á sjóinn. Hann var á tog- urum og humarbátum. Þá gekk hann milli staða og bauð fram vinnu sina og fékk en í dag segir hann að það sé nær ómögulegt fyrir unga krakka að fá pláss á skipi. Mark er leikhúsmenntaður. „Ég var leikritahöfundur i New York í fjögur ár og nokkur verk eftir mig voru sett upp. Síðan fór ég út í blaðamennsku. Þegar ég var í skóla togaðist það mjög á í mér hvort ég ætti að verða blaðamaður eða rithöfundur. Ég ákvað að verða leikritahöfundur en ég varð mjög fyrir vonbrigðum með leikhúsheiminn i New York en þá var hann á hraðri siglingu til þess sem hann er núna; lítt skapandi fyrirbæri sem leikarar nota til að komast í kvik- myndir. Nú er þetta meira skemmtun fyrir ferðamenn. Ég hugsaði mig því um aftur og fór í blaðamennskuna." Hann sér alls ekki eftir þeirri ákvörðun. Hann hefur þó ekki hætt skáldskapnum því að á næsta ári kem- ur út skáldsaga eftir hann. Fiskur og furðulegheit íslendingi gæti flogið í hug eina ör- skotsstund að gaman væri að rita bók um þorskinn en það myndi líklega líða fljótt hjá. Ævisaga væri þó líklega ekki heiti bókarinnar heldur Saga þorsks- ins eða eitthvað slíkt. Kannski íslend- ingar séu of nærri þorskinum til að gera sér grein fyrir mikilvægi hans í heimssögunni. Það verður þó að spyrja hvemig Mark hafi fengið þessa hug- mynd. „Ég hafði skrifað mikið um þorsk á mismunandi hátt á mismunandi stöð- um. Ég áttaði mig á því hve frábær saga hans væri. Ég kem frá Nýja- Englandi þar sem þorskurinn skipti jafnmiklu máli og hér en bara miklu fyrr. íslendingar þekkja mikilvægi hans því betur núna. Þorskurinn er þrátt fyrir allt menn- ingarlegt fyrirbæri. Nýja-England er dálítið skrýtið og það sama má segja um fólkið. Þorskurinn er hluti af þess- um furðulegheitum. Það hangir þorsk- ur fyrir ofan þinghúsið. Það kom mér því á óvart hve mikil hlutdýrkun er á þessum ljóta fiski víða um heim. Það er hægt að skilja að margar þjóðir dá- ist að páfuglinum og ljóninu en ekki þessum stóra og ljóta flski. Þetta fmnst mér mjög áhugavert. Það er stórkostlegt að koma til lands sem á þessum tímum byggir lífsaf- komu sina að mestu leyti á fiski án þess að vera frumstætt. Þjóðfélagið er mjög nútímavætt og fiskveiðar eru stór hluti afkomunnar. Ég veit ekki um neina þjóð sem er í sömu sporum. Þetta er næstum eins og að taka gaml- an hlut og gera hann upp. Fiskveiðar eru islendingum jafnmikilvægar nú og þær voru íbúum Nýja-Englands fyrir rúmum þremur öldum.“ Rotnuð þorskbein í matinn Mark er heUlaður af mat og lítur á sig sem eins konar matarmannfræð- ing. Hann segir að sambandið milli matar, peninga og þar af leiðandi lífs- skUyrða sé mjög áhugavert. Þorskur- inn skipaði tU að mynda aldrei þann sess sem hann skipar vegna mat- reiðslueiginleika sinna heldur vegna þess að hann er, líkt og olian, söluvara. „Ég er heUlaður af því hvað matar- æði fólks getur sagt um samfélagið. Ég lít á mat sem stóran þátt í sögunni og líkt og hægt er að skoða söguna út frá hagfræðUegum sjónarmiðum er hægt að skoða hana út frá mat.“ í bókinni er auk skemmtUegrar frá- sagnar að flnna uppskriftir að þorsk- réttum. „Það eru uppskriftir að mat í bók- inni sem ég myndi ekki vUja borða. Ég valdi ekki uppskriftir eftir lostæti heldur hversu mikið þær gætu sagt okkur sagnfræðUega. ísland er mjög heUlandi sé litið á matarsöguna og þá byltingu sem hefur átt sér stað þar. Það er uppskrift að rotnuðum þorsk- beinum og það vitnar um mjög erfitt líf.“ -sm Falleg húsgögn Vandaöir sófar Sérstök gjafavara Gamlar glæöur Skólavörðustíg 12 - Sími 561 9988 Opið til kl. 16 laugard. 5$ qéé kaup! \ símBiBndi UNITED KP. 5.490 U0M6720 Mjög fullkominn sími með númerabirti. 0 o & 199 fr f» © « <b KP. 1.490 U0M4700 Léttur og handhægur veggsími borðsími. KP. 10.900 ú Þráðla Hleös tali c KP. 2.490 U0IYI8710 Einfaldur°s glæsilegur > . borðsími U0M8745 Þráðlaus sími með skjá. Hleðsla endist 5 klst. í tali og 40 klst. í bið. / KP. 2.490 U0M6775 Vandaöui rúmerabirtir - ómissandi við símann. liðstöðin SÍÐUMÚLA 2 SÍMI 568 9090 www.sm.is Umboðsmenn um land allt: HEYKJAVlt Ueimskráilaa bintanuLVESIURLAID: Hljómsýn. Akranesi. Kauplélag Borglirðinga. Borgarnesi. Blómslurvellir. Heiiissanili. Guðni Hallgrinsm Gnindarfiröi.VESTFIRBIR: Rallnii Jánasar Þnrs. Palrekslirði. Póllinn Isalirði. NOROURLAND: II Steingrimsl]arðar. Kólmavik. KFV-Húnvetninga. Hvammstanga. Kí Húnvetnlnga, Blönduósi.Skagfirðingabúð. Sauðárkróki. KEA Dalvík. Fiósgiafinn. Akureyri. Ki Þingeyinga, Húsavík. Urð. RaularhðlnAUSIUfiLAND: Kf Héraðsbúa. Egilsstuðum.Verslunin VÍk. Neskaupsstað. Kauptún. Vopnafirði. KF Vopnfirðinga. Vopnafirði. KF Héraðsbúa. Seyðisfirði. Tumbræður. Seyðisfirði.KF Fáskrúðsijarðar, Fáskrúðsfirði. KASK. Djúpavogl. KASK. Hótn Homalirði. SUBURLAND: Rafmagnsverkstæði KR. Hvalsvelli. Mnslell. Hellu. Heimstækni. Selfossi. KÁ. Selfossi. Rás. Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Rafbotg. Grindavík. Raflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar. Garöi. Rafmætti. Hatnarliröi. Tónborg. Kópavngi. Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum DV oW milfi hj^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.