Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1998, Side 6
6 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1998 DV útlönd ísraelar skila landi á Vesturbakkanum: Sól frelsisins loksins risin - segja Palestínumenn og fagna merkum áfanga stuttar fréttir Konur taka áhættu Breskar konur í sumarleyfi í útlöndum taka meiri áhættu í kynlífi en karlar. Þær eiga oftar samfarir án þess að nota smokka en karlarnir landar þeirra. Karl skammar blaö Karl Bretaprins sendi hvassyrtar ákúrur til dagblaðs- ins Daily Mirror fyrir forsíðu- frétt um að Harrý, yngri son- ur ríkisarfans, hefði meitt sig í skólanum. Karl sakaði blaðið um að æsa upp atvik sem væri nánast daglegt brauð viö íþróttaiökun. Blaðið sló því upp að bannað væri að segja frá meiðslunum. Tayeb í barnaklámi Sænska lögreglan hefur fengið upplýsingar um að alnæmis- smitaði kvennaflagarinn Mehdi Tayeb hafi leitað eftir kynmök- um með börnum og tekið barnaklám upp á myndband. Hætta viöskiptum Kínversk stjómvöld tilkynntu í gær að her landsins, dómstólar og lögregla myndu leggja niður umfangsmikla kaupsýslu sína um áramótin. Það er liður í bar- áttunni gegn spillingu. Kúgaðir karlar fá hjálp í Afríkuríkinu Svasílandi hafa verið stofnuð samtök til hjálpar karlmönnum sem eru kúgaöir heima fyrir. Frestur útrunninn Talebanar í Afganistan sögðu í gær að fresturinn sem þjóðir heims hefðu fengið til að sanna eitthvað misjafnt á meinta hryðjuverkamanninn Osama bin Laden væri útrunninn. Geimstöö á loft Nýir tíma í könnun geimsins runnu upp í gær þegar Rússar sendu á loft fyrsta hluta nýrrar alþjóölegrar geimstöðvar. Rauöi Danni raskar ró Daniel Cohn-Bendit, leiðtogi franskra stúdenta í umrótinu í maí 1968, hefur verið mikiö í fréttum i Frakk- landi síðustu daga eftir að hann skoraði á Lionel Jospin forsætisráðherra að taka upp frjálslyndari stefnu gagnvart innflytjendum. Cohn-Bendit, sem er þýskur borgari, leiðir franska græn- ingja í kosningunum til Evrópu- þingsins á næsta ári. Ráðherrar ánægöir Forsætisráðherra írlands og leiðtogi mótmælenda á Norður- írlandi lýstu í gær yfir ánægju með friðarviðræðurnar sínar. Milljónir starfa velta á viöskipt- um við Evrópu Ný könnun vestur í Bandaríkjun- um hefúr leitt í ljós að sex milijónir starfa þar i landi eru til komnar vegna fjárfestinga evrópskra fyrir- tækja. Þetta kemur fram í breska blaðinu Financial Times. Þá hefur hálf önnur milljón manna til viðbót- ar vinnu sem má tengja beint út- flutningi bandarískra fyrirtækja til Evrópu. Könnunin var gerö á veg- um evrópsk-bandaríska verslunar- skiptaráðsins. í þeim samtökum eru fjölþjóöafyrirtæki frá bæði Evrópu og Bandaríkjunum. Áhrif fjárfest- inga og viöskipta Evrópumanna eru meiri á bandarískt atvinnulíf nú en kom fram í skýrslu verslunarráös- ins fyrir ári. Bein fjárfesting ríkja ESB og EFTA í Bandaríkjunum hækkaði umtalsvert milli áranna 1996 og 1997, segir í skýrslunni. Fagnaðarlæti brutust út á Vestur- bakkanum í gær þegar Palestínu- menn uppskáru fyrstu ávexti friðar- samkomulagsins við ísraela sem gert var í Bandaríkjunum á dögun- um. ísraelar afhentu heimastjóm Palestínumanna spildu í norður- hluta Vesturbakkans. Palestínskir lögregluþjónar héldu inn í bæinn Qabatia og skutu úr byssum sínum upp í loftið. íbúar bæjarins þustu út á götur til að fagna fyrsta brottflutningi ísrael- skra hermanna frá hemumdu svæð- unum í nærri tvö ár. Tyrknesk stjómvöld lýstu yfir megnri óánægju sinni með þá ákvörðun ítalsks dómstóls í gær að hafna beiðni um alþjóðlega hand- tökuskipun á hendur Kúrdaleiðtog- anum Abdullah Öcalan. Tyrkir vilja hafa hendur í hári Öcalans þar sem þeir hafa ákært hann fyrir landráð í tengslum við baráttu kúrdískra að- skilnaðarsinna. „Við eigum erfitt með að skilja þessa ákvörðun, sérstaklega þar Fáni Palestínumanna blakti hvar- vetna við hún í Qabatia þar sem sextán þúsund manns búa. Það er einn 28 bæja og þorpa sem Palest- ínumenn fá full yfirráð yfir. „Sól frelsisins hefur loks risið,“ mátti sjá á einum borðanna sem hafðir vora á lofti. Þaö skyggði þó á gleði manna að meðal þeirra 250 fanga sem ísraelar létu lausa í gær vom 150 ótíndir glæpamenn. Palestínskir embættis- menn segja að með því hefðu ísrael- ar brotið gegn samningnum um að láta pólitíska fanga lausa úr haldi. sem hún var tekin undir áhrifum frá ítölsku ríkisstjóminni,“ haföi tyrkneska sjónvarpsstöðin NTV eft- ir Necati Utkan, talsmanni tyrk- neska utanríkisráðuneytisins. Öcalan var handtekinn í Róm í síðustu viku þegar hann reyndi að komast inn í landið á fölsku vega- bréfi. Síðan þá hafa deilur tyrk- neskra og ítalskra stjómvalda um hann magnast dag frá degi. ítölsk lög banna framsal manna til landa Landnemar gyðinga á Vestur- bakkanum em bitrir út í ísraelsk stjórnvöld vegna afhendingu lands- ins í gær. Palestínumenn fá nú um- ráð yfir landi mjög næmi fjölmörg- um landnemabyggðum á svæðinu. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, lýsti velþókn- un sinni á því í gær hvemig farið væri að friðarsamkomulaginu. Hún ræddi við ísraelska forsætisráðherr- ann, sagðist bjartsýn á að ísraelar mundu sleppa pólitísku föngunum sem Palestínumenn hefðu krafist að yrðu látnir lausir. þar sem dauðarefsing er í gildi, eins og er í Tyrklandi. Mesut Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, varaði ítali við því í gær að þeir ættu á hættu að kalla yfir sig „ævarandi fjandskap" tyrknesku þjóðarinnar vegna máls Öcalans. öcalan hvatti stuðningsmenn sina í gær til að virða lög og rétt og leikreglur lýðræðisins og grípa ekki til aðgerða sem vörpuðu rýrð á kúrdísku þjóðina. Friðrik Dana- prins á sleða um Grænland i Friðrik krónprins í Danmörku | verður með í för þegar fyrsti | leiðangurinn til norðurheim- skautsins á nýrri öld leggur upp í 3.500 kíló- metra sleðaferð um nyrstu hér- í uð Grænlands. Feröalagið hefst í febrúar árið 2000 og er [; það farið til aö | minnast þess að 50 ár em liðin í frá stofnun Síríus-sleðasveitar- i innar. Ekki veröur gripið til neinna sérstakra öryggisráðstaf- | ana þótt krónprinsinn veröi með I í för. Leiðangursmenn mega þola 5 50 gráða frost og þeir munu ferð- j ast um svæði þar sem úlfar og is- birnir hafast viö. 1 Eyðsla Færey- I inga setur strik j í reikninginn Tekjuafgangur færeyska ríkis- ; ins þarf að vera að minnsta kosti 1 sem svarar þremur milljörðum ! islenskra króna meiri en hann er nú ef áform frænda okkar um fullveldi og efnahagslegt sjálf- j stæði frá Dönum eiga aö verða 1 að veruleika. j Svo segir Janus Petersen, j bankastjóri Færeyjabanka. j Hann telur margt benda til þess j að Færeyingar geti ekki án beins fjárstuðnings danska ríkisins j verið, að minnsta kosti ekki mið- j að við núverandi aðstæður. Að- | stoðin nemur um tíu milljörðum 1 íslenskra króna. Þá segist Petersen, í viðtali j við færeyska blaðið Sosialurin, ; ekki sjá nein merki þess í núver- ; andi stjómarstefnu að vilji sé ! fyrir hendi til að auka tekjuaf- j gang ríkissjóðs. Fannfergi í Kosovo tefur hjálparstarfið Fyrsti alvörusnjór vetrarins | féll í Kosovo í Serbíu í gær og ' geröi eftirlitsmönnum og starfs- j mönnum erlendra hjálparstofn- | ana, sem reyna að koma tugum j þúsunda albanskra flóttamanna >j til aöstoðar, gífurlega erfitt fyrir. | Bílalestir með hjálpargögn j urðu fyrir miklum töfum af völd- j um fannfergisins eða þá að þær ? þurftu að taka á sig krók til að j komast leiðar sinnar. Þá fóru eft- irlitsmenn með vopnahléinu í í héraðinu seinna af stað. Hitastigiö í Kosovo fór vel nið- ?. ur fyrir frostmark í gær. Að- } stæður þeirra sem ekki eiga sér j þak yfir höfuöiö versnuöu. Clinton rýfur þögnina um | rannsóknina Bill Clinton Bandarikjaforseti j rauf í gær þögn sína um rann- 1 sókn fulltrúadeildar Bandaríkja- þings á hvort I víkja beri hon- | um úr embætti. I Hann sagði í | Tokyo að hann heíöi veriö of ; önnum kafinn ;, til að fylgjast al- * mennilega með | því sem hefði ; gerst í Washington. Clinton sagðist ekki hafa fylgst með vitnisburði saksókn- | arans Kenneths Starrs hjá j dómsmálanefnd fulltrúadeildar- j innar og að hann hefði aðeins j fengið stutta skýrslu þar um. Starr skýrði frá því í gær að j siöffæðiráðgjafi hans heföi sagt !■ af sér vegna ágreinings um j hvort Starr ætti að koma fyrir L nefndina eður ei. Ss"rt Yo *>. Kauphallir og vöruverð Ftank&r? 2000 BAX4O A S 0 N Senssn 95 c*.t 190 120 180 i:o | i60 150 | 120^^___________ s/t A S 0 N i SA A s Franska kynbomban og kvikmyndaleikkonan fyrrverandi Brigitte Bardot fór fyrir vaskri sveit dýravina sem geröi sér lítið fyrir og bjargaöi skoska hundinum Woofie frá lífláti. Woofie haföi þann leiöa ávana aö ráöast á bréfbera og var dæmdur til dauöa fyrir vikiö. Þegar dómari haföi aflétt dauöadóminum sagöist Bardot ætla aö kyssa hvutta. Handtökuskipun á Kúrdaleiötoga vísað frá: Tyrkir skilja ekki neitt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.