Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1998, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 Jón Aðalsteinn Jónsson segir öryggiskerfi einföld í notkun og veita öryggi: Förum róleg út úr húsi Þaö er sáraeinfalt aö nota þetta ör- yggiskerfi og það veitir okkur mikið öryggi. Auðvitað kostar þetta pen- inga en það er ekkert þegar hugsað er út í fjárhagslegt og ekki síst til- finningalegt tjón sem fólk verður fyr- ir eftir innbrot þegar óvandað fólk hefur rofið friðhelgi heimilisins, stolið og eyðilagt," segir Jón Aðal- steinn Jónsson orðabókarritstjóri, viö DV. Jón Aðalsteinn býr ásamt eigin- konu sinni í einbýlishúsi í austur- hluta borgarinnar. Sifelldar fréttir af innbrotum og miklu tjóni sem fólk varð fyrir, jafnvel um hábjartan dag, urðu til þess að Jón Aðalsteinn fór fyrir nokkrum árum að huga að ör- yggismálum heimilisins. Reyndar höfðu nágrannarnir fylgst með hús- um hver annars og óeðlilegum mannaferðum en nú hindrar gróður útsýni i næstu garða og því erfitt að vera á verði. Jón Aðalsteinn ákvað að leigja ör- yggiskerfi af Öryggismiðstöð íslands. Hann greiðir fyrir hana mánaðarlegt gjald, um 4 þúsund krónur. Fleiri aö- ilar leigja stöðvar sem þessar, þ.á.m. Securitas og Vari, og sjá starfsmenn um að setja upp kerfin og stilla þau. Einnig má kaupa svona kerfi. Þá er ráðlegt að leita tilboða áður. Vandalaust Það sem i fyrstu virtist flókið og erfitt að umgangast reyndist nær vandalaust í allri umgengni. Stjómstöð öryggiskerfisins er í búrinu. Á vegg í forstofunni er stjómbúnaður með hnöppum, talna- borði og skjá. Hreyfiskynjarar eru staðsettir víða í íbúðinni og kjailar- anum. Þegar Jón fer að heiman þarf hann ekki annað en ýta á hnapp sem merktur er „Away“, sem hann vill eðlilega kalla „fjarvera“. Þá píp- ir kerfið örskamma stund og rautt ljós kviknar á stjómtækinu. Kerfið hefúr verið ræst. Þegar Jón Aðalsteinn kemur heim aftur slær hann leyninúmer inn á talnaborðið frammi á gangi. Þá slökknar á kerfinu. Einfaldara getur þetta varla verið. Skipulag húsa er misjafnt hjá fólki en yfirleitt er hægt að gera einn eða fleiri hreyfiskynjara óvirka meðan fólk er heima. Þannig kemst það á salerni án þess að kerf- iö fari í gang en er engu að síður varið gegn innbrotum. Fari óboðinn gestur inn í húsið meðan enginn er heima eða að nóttu til fer öryggiskerfið í gang með gríðarlegu sírenuvæli og við- vörun berst stjómstöð Öryggismið- stöðvarinnar. Þaðan er þá hringt heim til Jóns Aðalsteins. Ef enginn svarar er lögreglu gert viðvart og farið á staðinn. Óboðinn gestur getur ekki svarað í símann og reynt að villa á sér heimildir, þóst vera Jón Aðalsteinn eða kona hans. Gefa þarf upp leyni- númer þegar talað er við stjómstöð Öryggismiðstöðvarinnar. Ræst í hvert skipti „Það hefur komið fyrir að við höf- um hent innkaupapokum inn í skál- ann áður en við slökktum á kerfinu. Þá hefur allt farið í gang með grið- arlátum og við þurft að hringja, gefa upp leyninúmer og segja að allt sé í lagi. Þetta gerist afar sjaldan en maður getur þó gleymt sér. Þetta sýnir manni þó að kerfið er í lagi,“ segir Jón Aðalsteinn. Jón Aðalsteinn er með grunn- kerfi, gegn innbrotum. Einnig má fá kerfi með sem varar við eldsvoða og vatnsflóði. „Ég sé ekki eftir að hafa fengið ör- yggiskerfi heim. Við venjum okkur á að ræsa kerfið í hvert skipti sem við fórum að heiman, jaínvel þótt við skreppum smástund í búðir. Við erum miklu öraggari og fórum róleg út úr húsi,“ segir Jón Aðalsteinn Jónsson. -hlh Lán reiknuð út með reiknivélum á Netinu: Hjálpar við gerð raunhæfra áætlana Með tilkomu Netsins og almennr- ar tölvueignar hafa ýmsar upplýs- ingar færst mun nær neytendum en áður. Á augabragði getur neytand- inn nálgast upplýsingar um vöru- tegundir, verð, vexti, gengi á hluta- bréfum og fleira. Netið býður einnig upp á gagnvirkni sem gerir fólki kleift að kaupa vörar með hjálp heimilistölvunnar. Gagnvirkir möguleikar Netsins koma einnig fram í reiknivélum sem bankar og fiármögnunarfyrirtæki hafa komið sér upp á vefsíðum sínum. Með hjálp þessara reiknivéla má á auga- bragði fá útreikning á láni, t.d. vegna bílakaupa. Neytandinn getur því fengið nokkuð örugga mynd af greiðslubyrði sinni og velt henni fyrir sér í ró og næði áður en hann fer á bílasöluna. Reiknivélamar eru allar með reit- um þar sem hægt er að setja inn lánsupphæð, lánstíma og jafnvel verðbólguspá. Sumar þeirra gefa kost á að gefa upp lántökudag og fyrsta afborgunardag. Loks er hnappur, „Reikna“, sem setur Utreikningur láns á Netinu Lánsupphæö: 500.000 Fjöldi greiðslna:| 36 Vextiráári: 11 1% GREIDSLUBYRÐI LÁNA Nafnvextir 11,00 Lántökugjald 8200 Stimpilgjald 6150 Kostnaður 1200 Fyrsti vaxtardagur: 24.11.1998 Fyrsti gjalddagi: 24.12.1998 Mán. milli gjaldd.: 1 Verðbólga: o j % reiknivélina í gang. Til að fá greiösluyfirlit þarf stundum að smella í sérstakt box. Tryggingafé- lögin gefa þeim sem keypt hafa tryggingapakka, t.d F+ eða Stofn, færi á að merkja við og breytast þá forsendur útreikninganna. Sem dæmi má nefna útreikning á 500.000 króna bílaláni hjá trygg- ingafélagi. Lánstíminn er 36 mánuðir og verðbólguspáin 2%. Neytandinn fær þá uppgef- ið að vextimir era 10,7% og ár- legt hlutfall kostnaðar 15,06%. Fyrsta afborgunin er 19.032 kr., meðalafborgun er á lánstíman- um 17.015 kr., lokaafborgunin 14.751 kr. og heildargreiðslur með öllum kostnaði 610.140. Að auki er lántökugjald 2,5%. Fyrir neðan þessar upplýsingar koma síðan allar afborganim- ar, 36 að tölu, og þær sundurlið- aðar með gjalddaga, afborgun, vöxtum, kostnaði, verðbótum (ef það á við) og samtals greiðslu. Á þennan hátt má sjá nokkuð nákvæmlega hver greiðslu- byrðin mun vera hvern mánuð allan lánstímann og auðveldara að gera raunhæfar áætlanir. Reiknivélar eins og þær sem hér er lýst er m.a. að finna á vefsíðun- um www.spar.is,www.vis.is og www.sjal.is -hlh Hreyfiskynjarar Hreyfiskynjarar með öryggiskerfum eins og lýst er hér til hliðar eru innrauðir hreyfiskynjarar, skynja hitamassa á hreyfingu. Mikilvægt er að þeir „sjái“ mikilvægustu staðina en ekki þá sem minna máli skipta. því er mikilvægt að þeir séu á réttum stöðum. Sérhæfðir skynjarar Vilji fólk að öryggiskerfið vakti einig reyk og vatn þarf ekki annað en bæta þar til gerðum skynjurum við. Nái öryggiskerfið yfir fleiri staði, t.d. bílskúr, má ræsa skynjara þar sérstaklega með talnaborði eða stjórntöflu inni í íbúðinni. Öryggishnappar Öryggishnappar sem tengdir eru stjómstöð öryggisfyrirtækja og ætlaðir eru eldra fólki verða æ algengari. í mörgum tilfellum niðurgreiðir Tryggingastofnun ríkisins þessa hnappa og þjónustuna við þá þannig aö notandinn greiðir í kringum 1300 krónur á mánuði fyrir. Verðbréfaupplýs- ingar með SMS í verðbréfaviðskiptum skiptir hratt og öruggt upplýsingaflæði miklu. Með nýjustu fiarskiptatækni í formi SMS skilaboðasendinga geta viðskiptavinir Símans feng- ið nýjustu upplýsingar um hækkun eöa lækkun verðbréfa sendar umsvifalaust í GSM-sím- ann sinn um leið og breytingar eiga sér stað. SMS viðskiptavaktin er í boði Kauphallar Landsbréfa og er því viðskiptavinum Símans að kostnaðarlausu. Haldið um hluta- bréfaeign Safnið heitir forrit sem aðstoð- ar fólk að halda utan um hluta- bréfaeign sína. Það sækir upplýs- ingar um nýjasta gengi bréfa á Fjármálatorgið á www.fiarmal.is en þannig er unnt að fylgjast með þróun hlutabréfaeignar. Safnið má nálgast endurgjaldslaust á vef Búnaðarbankans á slóðinni www.bi.is þar sem leiðbeiningar um uppsetningu fylgja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.