Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 L^V fréttir Valdimar Jóhannesson vann sigur á kvótakerfinu: Keypti geirfugl á einbýlishússverði Valdimar Jóhannesson, 57 ára, blaðamaður og atha&amaður á ýmsum sviðum, var maður dagsins í gær. Þá voru flestir að átta sig á að dómur Hæstaréttar, þar sem dómar- amir fimm dæmdu allir Valdimari í hag, en ríkisvaldinu í óhag, mun hafa miklar og enn ófyrirsjáanlegar afleiðingar í þjóðfélaginu. Valdimar var umsetinn í gær en DV tókst að króa hann af og spyrja hann eilítið út i lífshlaupið. Valdimar er ein- stæður fimm bama faðir, sem býr ásamt tveim ungum dætrum sínum af síðara hjónabandi í Mosfellsbæ. Hann segist vera sáttur við lífið, bíður þess að verða afi í fyrsta sinn - og það em þrjú bamaböm á leið- inni! Valdimar lýsir sjálfum sér sem afar skapgóðum manni, hann hafi keppnisskap og réttlætiskennd í rík- um mæli. Síðasti geirfuglinn Valdimar hefúr lagt gjörva hönd á margt allt frá því að hann gerðist ungur blaðamaður og síðar rit- stjómarfulltrúi þess góða eftirmið- dagsblaðs, Vísis. Þar starfaði hann í 9 ár. Hann stundaði jafhframt sjón- varpsmennsku og réðst þá stundum á það sem honum fannst ámælisvert í þjóðfelaginu og sparaði sig ekkert þegar þjóðmálaskörangar mættu til spjalls hjá honum. En hvað var Valdimar að sletti- rekast út í stórmál eins og fiskveiði- stjómimina? „Allt frá 1990, þegar ég fór að hugsa af alvöra út í þessi mál, hefur þetta verið hjartans mál hjá mér. Ég man að við Halldór Blöndal rifúmst svo heiftarlega um þetta vestur á Ránargötu í húsi skógræktarinnar að menn héldu að við færum að slást og komu hlaupandi af næstu skrifstofúm. Ég hélt lengi vel að Al- þingi mundi taka á þessum málum. En Alþingi varð sér til skammar flrrir hallærislegt viðmót sem það hefur sýnt þessu máli,“ sagði Valdi- mar í gær. „Þetta endaði með því að ég vildi kanna hvort ég hefði leyfi til að róa til fiskjar eins og forfeður mínir, langafi og afi á Álftanesi. Því fór ég út í það að sækja um leyfi til fisk- veiða hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Ferlið þaðan í frá þekkja líklega flestir. Því lauk fyrir Hæstarétti i gær og er ég stoltur af að íslending- ar eiga svo góða stofnun.“ Bjargaðist á mjólkurbrúsa Valdimar Jóhannesson - litríkt líf. erfiður tími og langur, og margar hugsanir flugu í gegnum heilann á þeirri stund.“ -Líklega varðstu frægastur fyrir að stjórna söfnun meðal almennings á íslandi til að kaupa uppstoppaðan geirfugl, síðasta geirfuglinn? „Ég fékk þessa brjálæðislegu hug- mynd þegar það vitnaðist að það átti að selja geirfugl á uppboði í Sot- heby’s í London. Enginn treysti sér til að kaupa hann til íslands. Söfn- unin hjá blaðinu gekk vel og við Finnur Guðmundsson fuglafræðing- ur fóram utan og tókst að fá fuglinn sleginn okkur fyrir 10 þúsund pund. Það var ígildi ágætis einbýlishúss á þessum tíma.“ Tískukóngurinn og bjór- bruggarinn Eftir 9 ára störf við Vísi hélt sundi, breyta því í veitingahús og blandaði þar svokallað bjórlíki á tímum bjórleysis, sem frægt varð. „Ég uppgötvaði fljótlega að þetta var með þvi ógeðfelldara sem ég hafði kynnst. Þessi rekstur stóð að- eins í tvo eða þrjá mánuði áður en ég skilaði þessu af mér. Eftir það tók við hjá mér að reka Alþýðublað- ið og Alprent, sá rekstur gekk prýði- lega í 4 ár og skilaði 20 milljóna króna hagnaði, allt þar til flokkur- inn ákvað að nú væri lag að fara að tapa á rekstrinum. Þá fór ég yfir Ár- múlann og settist í sæti fram- kvæmdastjóra Helgarpóstsins. Það tók mig tvo daga að sjá að hjá þessu æsifféttablaði var allt í óreiðu og blaðið gjaldþrota upp á ótrúlegar upphæðir," sagði Valdimar. Hann lagði Helgarpóstinn niður og 50 miOjóna gjaldþrot blasti við hinum siðavöndu blaðarekendum. Unglingadrykkja og upp- græðsla iandsins En talandi um áfengi. Valdimar söðlaði heldur betur um eftir bjórlík- ið og stofnaði og rak Stöðvum ung- lingadrykku 1994 og 1995, sem náði þeim árangri að útvistarreglur sem vora einskis virði era virtar í dag, landadrykkja fór niður í ekkert en er því miður aftur á uppleið. Valdimar er í stjóm Vímulausrar æsku og fræðslumiðstöðvar í vimuefnamál- imi. Þama eru mikil störf að vinna. Valdimar vildi líka rækta fleira en manngildið. Hann hafði og hefur mikinn áhuga á að græða landið og vann mikið að þeim málum. Fyrst fyrir Landgræösluskóga, sem var fólgið í gifurlegri herferð sem leiddi af sér 76 nýja skóga í landinu. Valdi- mar gekkst líka fyrir því að stofna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs sem eru öflug samtök. Valdimar seg- ir að samstarfið þar hafi verið erfitt og hann horfið þaðan. Hans brenn- andi áhugamál er að sjá landið gróðri vaxið. Fleiri samtök hefur Valdimar stofnað, fyrir rúmu ári urðu tO Samtök um þjóðareign, ffamhald af málaferlum Valdimars gegn sjávarútvegsráðuneytinu fyrir hönd íslenska ríkisins. Framhald af því var stofnun stjómmálaflokks um síðustu helgi, Frjálslynda lýðræðis- flokksins. „Ég er ánægður í dag. Kvótakerfið er sjúkdómur sem fer um aOan þjóð- arlikamann. Ég vona að þessi dómur Hæstaréttar leiði það af sér að á ís- landi verði jafnréttið meira í heiðri haft en verið hefur. Ummæli ráða- manna þjóðarinnar fannst mér Ola grunduð sum hver fyrst eftir dóm- inn,“ sagði Valdimar í gær. -JBP -Þú hefur stundað sjó, Valdimar, og kannt jafnvel hrakningasögur? „Það er rétt, ég var tO sjós á unga aldri fjög ur sumur og var á síld um borð í Leifi Eiríkssyni. Báturinn fórst úti á miðunum norðiu- af Langa- nesi í brjáluðu veðri. Mér tókst að hanga á tómum mjólkurbrúsa þang- að til björgin barst, en það var Valdimar á vit tískuvörabrans- ans. Hann og Fanný Jón- % mundsdóttir, kona hans, ráku vinsælar verslanir, Baazar og Fanny, auk þess sem Valdimar var inn- flytjandi og heOdsafi, ’annkaOaður tísku- cóngur þess tíma. Eitt af því sem Valdi- nar tók sér fyrir hendur síðar var að kaupa saltfiskhús Duus í Fischers- 44 heilsugæslulæknar skrifa þingmönnum: Engar upplýsingar um sjúklinga nema þeir leyfi Rúmlega þriðjungur heOsugæslu- lækna landsins hefur tjáð þing- mönnum að þeir muni ekki senda upplýsingar um sjúklinga sína í væntanlegan miðlægan gagna- grunn nema til komi skrifleg ósk þeirra. Sigurbjöm Sveinsson, heOsugæslulæknir í Mjódd, sagði í gær að læknamir 44 væra ekki þar með að hvetja nokkum mann tO lögbrota. Sigurbjöm segist álíta að meirihluti heOsugæslulækna hafi andúð á málinu eins og það blasir við í framvarpi sem rætt er á Al- þingi. „Við erum að nýta okkur það sem lög leyfa okkur og hugsanlega íslenski Qársjóðurinn: 1,1% hækkun I grafi á bls. 19 i DV á fimmtu- I dag mátti lesa að gengi hluta- bréfa íslenska fjársjóðsins hefði lækkað um 8% á síðustu 30 dög- um. Það er rangt. Hið rétta er að I gengi bréfa íslenska fjársjóðsins hækkuðu um 1,1% á þessu tíma- bOi. Hlutaðeigandi era beðnir velvirðingar á mistökunum. -hlh dómstólar, það er neftiilega nokkuð öraggt að það verða málaferli út af þessum lögmn. Við erum að lýsa andúð okkar á þessu máli öOu á eins sterkan hátt og við getum með því að halda uppi því sem við vOj- um kaOa borgaralegt og lýðræðis- legt andóf,“ sagði Sigurbjöm og vís- ar í orð fyrrverandi landlæknis sem segir að það séu læknar en ekki stjómendur stofnana sem geta af- hent upplýsingar úr sjúkraskrám. „Með þessu frumvarpi er verið að ganga gegn öOum lögum sem um þetta hafa gOt fram að þessu, bæði lögum um meðferð einkamála og réttindi sjúklinga og svo framveg- is,“ sagði Sigurbjöm Sveinsson. Læknamir unnu fimm saman á mánudaginn var og gáfu sér sólar- hring tO að vinna að málinu. Útkom- an var að 44 læknar samþykktu áskorun tO þingmanna um að sam- þykkja ekki frumvarpið um miðlæg- an gagnagrunn á heObrigðissviði, sem stangist á við siðareglur auk þess að vera hættulegt þar sem eng- in lög i landinu séu tO um vemd ein- staklinga fyrir misnotkun á erfða- fræðOegum upplýsingum. Þá sé það skaðlegt vísindunum og gæti spOlt fyrir ýmsum rannsóknum. -JBP Borgarstarfsmaður festir hér Ijósaseríu á jólatréð við Austurvöll. Kveikt verður á trénu, sem er gjöf frá Óslóarbúum, á morgun, sunnudag. DV-mynd E.ÓI. Klúðri bjargað Það biðu margir spenntir eftir fundi þeirra Áma Johnsens og Páls Óskars í lok fréttatíma Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Ámi hefur verið vændm- um hommahatur og að hafa slegið tO vinar Páls á þjóðhátíð í Eyjum. PáO er ekki vanur að læðast með veggjum og því var búist við hörðum skoðana- skiptum. Vonbrigðm urðu hins E^-’-gar mikil þar sem Róberti irshall tókst ekki að koma gest- um tO. Hinn vasklegi Pétur Pétursson, sem hlaut faglegt upp- cldi á DV, tók þá tO sinna ráða og eiti Pál og Áma í búningsklefann með myndatökumanni. Þar gerði Páll harða hrið að Áma meðan farðinn var skafinn af honum. Atið var sýnt í kvöldfféttatíman- gg þar fengu áhorfendur loks að fyrir sinn snúð. Að sögn hasarinn áfram frammi á . Væri ekki ráð að færa þessa gsemegu og oft Iinu umræðuþætti alfarið inn í búningsklefana eða fram á gangana..? Björtu hliðarnar Það mæðir töluvert á Áma Johnsen þar sem hann hefúr sett stefnuna á fyrsta sæti á Usta sjálf- Stæðismanna á Suðurlandi. Hann fyrir fundaher- i kjördæminu en mæting var Bvona upp og niður, aðaOega niður. Uppákoman vegna Páls Óskars kann jjað verða Áma fjöt- ! jur um fót en spek- úlantar um prófkjör og fylgi flokka hafa ákveðið að lita á björtu hliðamar á málinu. Benda íjþeir á mikið fylgi sem sækja má lir heittrúarsöfnuðum í Eyjum, þar sem hommar eiga ekki upp á pallborðið. Að sögn kunnugra eru þar ekki færri en 1200 atkvæði. Það munar um minna ... Kjartan nefndur Meira af listauppröðun sjálfstæð- ismanna á Suðurlandi. Nafn Kjartans Ólafssonar, garðyrkju- " ónda og ráðunauts í Ölfusi, er æ oftar nefnt í tengslum við þriðja sætið. Hann þekkir nánast hvem kjaft i sveitun- um vegna starfa sinna sem garð- yrkjuráðunautur og hefur vakið athygli vegna baráttu fyrir því að garðyrkjan verði viðurkennd sem græn stóriðja, þ.e. að garð- yrkjubændur fái raflýsingu á stór- ‘ iðjuverði. Þá spOlir ekki fyrir að Kjartan hefur lengi starfað í Sjálf- stæðisflokknum og er af Hlaðaætt sem teygir anga sína um aOt Suð- urlandið og þó víðar væri leitaö ... Bíða spenntir Heyrst hefur að Birgir Björn Sigurjónsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Bandalags háskóla- nanna og aðalmaðurinn í kjara- lingastappinu ■ á bæ, hafi hug á stöðu starfsmanna- tjóra Reykjavíkur- þorgar. Verði hann ráðinn, sem ekki ger óhugsandi vegna þekkingar ___ hans á innviðum kjaramála, flyst hann yfir borðið. Slíkt hefur : jsosum gerst áður. Er skemmst að minnast þess þegar Ásmundur Stefánsson, fyrrum forseti ASÍ, gerðist framkvæmdastjóri hjá ís- landsbanka. Hann gaf öllu starfs- fólkinu hundraðþúsundkall á dög- unum. Borgarstarfsmenn bíða þvi spenntir ... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.