Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 11
H>"Vr LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 11 Kvóti í föðurhúsum Alkunna er að heima er best. Þetta veit ungdómurinn og dvel- ur því lengi í föðurtúnum eða öllu heldur á svokölluðu „hótel mamma“. Þá er hægt að hafa sína hentisemi langt fram eftir þrítugsaldri, koma þegar maður er svangur, fara þegar manni hentar, sofa út, fá hreint og straujað, sem sagt alla hugsan- lega þjónustu. Þetta er almennt og nái strákur sér í stelpu eða öf- ugt eru þau ekkert að flýta sér að heíja búskap. Ungviðið nýtur lífsins og frestar bústofnun að minnsta kosti um hálfan áratug ef ekki meira miðað við næstu kynslóð á undan. Sú kaus að hefja sitt basl sem fyrst á kvisti eða í kjallara. Flestir sýndu þá á sér fararsnið öðrum hvorum megin við tvítugt. Stórfjölskyldan lifi Slíkar breytingar verða á stuttum tíma og þykja ekki til- tökumál. Rýmra er yfirleitt um fólk en áður. Því er allt eins lík- legt að foreldramir sjálfir haldi lengur í afkvæmi sín en fyrr. Að því kemur þó að ungarnir yfir- gefa hreiðrið, stoltir af því að standa á eigin fótum. Þetta hefur allt til þessa verið talinn eðlileg- ur gangur lífsins. Þó hafa runnið á menn tvær grímur undanfarna daga. Spurn- ingin er sú, með breyttum þjóð- félagsháttum, hvort ekki sé æskilegra að halda saman stór- fjölskyldunni og græða á öllu saman. Skítt með fæðiskostnað, þvott, símanotkun og annað sem fylgir. Nú má nefnilega stór- græða á börnunum, ungum sem gömlum, bara ef maður notar kennitölu þeirra rétt. Gott ef þeir útsjónarsömu geta ekki hætt að vinna hefðbundna vinnu og þess í stað séð fyrir sér með spekúlasjónum einum með kennitölur. Mismunandi fjármálavit Þetta byrjaði allt með sölunni á hlutabréfum Landsbankans. Konan mín hefur meira fjár- málavit en ég. Hún lagði því til að við keyptum bréf í þjóðbank- anum. í fyrsta lagi, sagði hún, er þetta góður fjárfestingarkostur og í öðru lagi njótum við skatta- afsláttar vegna kaupanna. Ég féllst á þetta snjallræði konunn- ar þótt ég vilji síður að Geir Haarde verði af miklum upp- hæðum. Ekki veitir honum af í rekstri þjóðarbúsins. Við eigum því okkar hlut í Landsbankan- um, tæplega þó nógu stóran til þess að ráða þar miklu. Gengi bréfanna sýnir hins vegar að við gerðum góð kaup. Konan vildi leika sama leik- inn þegar Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins falbauð sig. Ég dró heldur úr því og sagði spekings- lega við hana að ekki væri víst að hagnaðurinn væri jafnsjálf- gefinn og í Landsbankanum. Auk þess værum við búin að ná okkur í skattaafsláttinn með Landsbankabréfunum. Við lét- um því kyrrt liggja. Það kom auðvitað í ljós að konan hafði miklu meira fjármálavit en ég. Það hefði verið stórsnjallt að kaupa bréf í þessum atvinnulífs- banka. Það var meira að segja hægt að skrá sig á bréfin og losna við þau áður en kom að gjalddaga. Hirða bara gróðann án þess að leggja út krónu. Konan tók mildilega á þessari yfirsjón minni af þvi að hún veit að ég bý ekki yfir nægilegu fjár- málaviti. Hún viðurkenndi eig- inlega að þetta væri sér að kenna. Hún hefði aldrei átt að hlusta á ruglið í mér. Konan sannfærðist enn frekar þegar í ljós kom að ýmsir höfðu keypt Laugardaflspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri margfaldan hlut. Þeir lögðu ein- faldlega fram fjölda kennitalna og margfölduðu um leið hagnað- inn. Kaupa mikið Það er vegna þess að staða á heimilum er gerbreytt. Nú borg- ar sig ekki lengur að ýta ungun- um úr hreiðrinu þótt þeir verði 25 ára eða jafnvel þrítugir. Betra er að sjá fyrir þeim fram eftir öllum aldri en fá í staðinn að nýta sér kennitölur þeirra í margháttuðu hlutabréfabraski. Það er hinn nýi veruleiki. Við náðum Landsbankabréf- unum, þökk sé konu minni, en misstum af atvinnubankabréfun- um vegna kjarkleysis míns. Það þýðir þó ekkert að súta það því nú er Búnaðarbankinn næstur á markaðinn. Þá verður að kaupa og kaupa mikið. Ekki nægir að kaupa á nöfn okkar hjóna. Nú verðum við að framvísa kenni- tölum barnanna. Eldri sonur okkar hefur að visu stofnað sitt eigið heimili en við verðum með einhverjum ráðum að ná honum til baka sem og tengdadóttur okkar. Þá getum við nýtt kenni- tölu þeirra beggja í braskinu. Við sáum útreikninga þess efnis að vísitölufjölskyldan, hjón með tvö börn, hefði geta hagnast um hálfa milljón með því einu að kaupa leyfilegan hlut í Lands- bankanum, Fjárfestingabanka atvinnulífsins, Skýrsluvélum og Búnaðarbankanum. Með því að kalla alla til baka á bernskuheimilið eigum við að ná dágóðri upphæð, þótt við misstum af atvinnubankabréfun- um. Þá má ekki gleyma því að ballið er rétt að byrja. Það á eft- ir að selja Landsímann, Raf- magnsveitur ríkisins og önnur stórfyrirtæki þess að ógleymd- um helstu skrautfjöðrum borgar- innar. Það verður til dæmis ekk- ert slor að braska með bréf í Hitaveitu Reykjavíkur og raf- magnsveitu sömu borgar. Þar eru milljarðatugir til skiptanna. Kvótagróði inn um lúguna Best af öllu er þó að Valdimar Jóhannesson lagði Golíat að velli í fyrradag, sjálft kvótakerf- ið upp á sitt eindæmi. Stjórnar- herrar vita ekki sitt rjúkandi ráð en einstaklingar eru þegar komnir með reiknivélarnar upp á borðið. Eftir hæstaréttardóm- inn gerir hver og einn íbúi þessa lands tilkall til síns hluta kvót- ans, til frumburðarréttar síns sem svo er kallaður. Án þess að nákvæmar tölur liggi fyrir um verðmætið var áætlað í gær að eign hvers og eins í óveiddum fiski í sjónum næmi ríflega milljón krónum. Kvótinn er því orðinn heimilisfastur á stækk- andi heimili okkar í Kópavogin- um. Þar koma blessuð börnin nefnilega aftur til sögunnar og helst sem flest. Því riður á að halda þeim sem lengst í föður- garði til þess að njóta arðsins þegar við förum að selja eða leigja kvótann. Séu þau farin að heiman verður með einhverjum ráðum að ná þeim aftur. Betra er sennilega, til framtíðar, að leigja kvótann en selja. Búast má við að leigutekjur á hvem einstak- ling gætu numið um 200 þúsund krónum á ári. Náum við hjón öll- um í hús, börnum og tengda- barni, erum við alls sjö. Þá næð- um við, samkvæmt þessum gefnu forsendum, 1400 þúsund krónum í leigutekjur af kvótan- um á ári. Það sem upp á vantar til framfærslu stórfjölskyldunn- ar næst síðan með bréfabrask- inu. Fjárhagurinn verður svo gull- tryggður þegar tengdabörnum fjölgar og ekki síst með tilkomu barnabarna. Þá gleymast fyrri fortölur um getnaðarvarnir og fjölskylduáætlanir. Þröngt mega sáttir sitja. Lengi lifi einkavæðingin og einkakvótinn. Lifi Valdimar. Hér eftir þarf enginn að gera neitt nema spekúlera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.