Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Page 18
LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 JL>V X "T i8 heygarðshornjð Að biarga jörðinni Það var áhrifamikið að koma í Háskólabíó fyrir nákvæmlega viku og skynja stemninguna hjá fólkinu sem streymdi þar inn og fyllti stóra salinn til að mótmæla áform- um stjómvalda um virkjanir á há- lendi íslands og álverksmiðju á Reyðarfirði. Það var magnað að upplifa þegar gjörvallur þingheim- ur reis úr sætum og hyllti Guð- mund Pál Ólafsson sem á réttu augnabliki hafði þor til að rísa upp gegn veldi Landsvirkjunar, þessar- ar vercddlegu þjóðkirkju, og mót- mæla starfl hennar af þvílíku afli að enn vita menn þar á bæ ekki sitt rjúkandi ráð. Þetta var áhrifamikið, þetta var viðburður, seinna á maður eftir að segja:- manstu, um einmitt þennan fund. ****** Ég horfði á fréttirnar í sjónvarp- inu um kvöldið. Ég beið þolinmóð- ur á meðan Ólcifur Sigurðsson sagði í löngu máli frá jólagjöfmni í ár í Bandaríkjunum og reyndi í leiðinni að hvetja konur til þess að ganga í pelsum; ég horfði á langa frásögn af körfuboltaleik þar sem hundrað manns horfðu á íslend- inga tapa fyrir Eistum; ég horfði á hverja uppfyllingarfréttina af annarri og aldrei kom frásögnin af fundinum í Háskólabíói þar sem á annað þúsund manns höfðu komið saman og samþykkt harðorða ályktun um hálendismál. Var það ekki frétt? Hafði það ekki gerst? Það var ekki fyrr en daginn eftir að það kom í ljós að fréttastofa sjónvarpsins hafði ekki treyst sér til að segja frá þessum fundi fyrr en blaðafulltrúi Landsvirkjunar væri búinn að undirbúa sig. Sá undirbúningur hafði skilað sér í því að Þorsteinn Hilmarsson var að bauka eitthvað með spil sem ekki var gott að fá botn í; Þor- steinn hafði líka fundið fréttaflöt- inn fyrir sjónvarpsmenn því aðal- fréttin um fundinn virtist vera sú að Landsvirkjun hefði ekki átt kost á því að ávarpa fundinn. Glúmur Baldvinsson fréttamaður vitnaði líka í Einar Ben. eins og guðspjallamann og spurði Guð- mund Pál hvort Einari hefði virki- lega skjátlast, rétt eins og ekki sé komið nóg af því nú í lok tuttug- ustu aldar að við séum að reyna að lifa samkvæmt forskriftum og hug- sjónum 19. aldar manna sem vissu ekki einu sinni að til væri ósonlag. Við gætum allt eins aðhyllst hugmyndir Einars Ben um reyk- ingar: á hans dögum vissu menn ekkert um skaðsemi tóbaks enda brældi hann vindla af miklu kappi. Nú vitum við hins vegar betur. Meira að segja maður eins og ég er til þess bærari að taka afstöðu til stóriðju á íslandi en Einar Bene- diktsson. ****** Rök segja þeir - ekki tilfinning- ar. Hvað eiga þeir eiginlega við? Eru þetta andstæður? Eru til ein- hver rök sem lausar eru við til- finningar? Er verið að reyna að segja okkur að Einar Ben hafi í virkjanaljóðum sínum ekki haft í frammi tilfinningaþrunginn mál- flutning? Er sú hugsun að álverk- smiðja á Reyðarfirði verði til þess að veita flölda manns atvinnu og stuðla þannig að traustri byggð á Austflörðum ekki í rauninni byggð á tiifinningum? Sú hugsun að Austfirðir eigi að vera í byggð - eru ekki tilfinn- ingaleg sjónar- mið öðrum frem- ur þar á bak við? Er þetta sæmandi málflutningur að setja umræðuna svona upp: það sem okkur finnst, það eru rök, en það sem ykkur finnst, það eru tilfinningar. Eru það rök en ekki tilfinningar að hundsa ein- faldlega það sem náttúrufræðing- ar hafa til mál- anna að leggja en einblína á mannvirkjavit verk- fræðinganna? Er það tilfinninga- semi en ekki rökvísi að hvetja til varfærni í umgengni við náttúr- una og hennar flóknu ferli sem við botnum enn ósköp lítið í? Þetta er heimskulegur málflutn- ingur og hættulegur og til þess fall- inn að rugla fólk i rlminu. Annars mega þeir kalla þetta það sem þeim sýnist. Það má einu gilda hvort við köllum það rök eða tilfinningar að finnast váleg til- hugsun að íslendingar verði ein vestrænna þjóða til að koma sér undan alþjóðasamþykktum um að draga úr losun efna sem eyða óson- laginu. Því það er þetta sem málið snýst um. Við erum einfaldlega fallin á tíma. Það er því miður of seint fyrir íslendinga að fara i stór- fellda uppbyggingu á stóriðju. Slík stefna er óá- byrg í heimin- um; og þótt við höfum til þessa litið á okkur sem laumufar- þega í velferð- arhraðlestinni, þá erum við nú hérna samt; við erum ekki huldufólk. ****** Fundurinn var magnaður. Ræður voru allar sérlega vel samdar og sköruglega fluttar, dansat- riðin voru spaugileg, Súkkatmenn frábærir að vanda, og Diddi fiðla gerði mikið fyrir stemninguna. Aðeins eitt sem er að brjótast um í mér: þjóðernis- hyggjan var kannski fullsterk á köflum, þvi að ef umhverfismálin snúast um eitthvað þá er það alveg áreiðanlega ekki um skýlausan svokallaðan sjálfsákvörðunarrétt þjóða eða svokallað fullveldi - heldur hitt að brjóta niður alla bjánalega múra þjóða í milli og vinna saman að því markmiði að bjarga jörðinni undan rökspeking- um. dagur i hfi Dagur í lífi Hjálmars H. Ragnarssonar tónskálds: Með hnút í maganum Dagurinn er helgaður fundinum í Háskólabíói. Mikill undirbúningur að baki og stór hópur fólks hefur lagt hönd á plóg. Yfirskriftin er skýr: „Með hálendinu - gegn náttúruspjöllum." Venjulega vakna ég við rás- merkið í vekjaraklukkunni en nú er það eftirvæntingin sem leysir svefninn. Ég er glaðvaknaður þeg- ar klukkan glymur og í huganum margsinnis búinn að sviðsetja at- burðarás dagsins. Það er margt sem getur farið úrskeiðis og ekki laust við að ég sé með hnút í mag- anum þegar ég stíg fram úr. Ég skrepp í bakaríið eftir brauði og við Ása eigum notalega stund við morgunverðinn. Hvað er eiginlega að gerast? Mogginn eins og venjulega: er- lendar fréttir og innlendar, minn- ingargreinar og bókakrítík. Litla auglýsingin okkar fyrir fundinn hefur lent aftast í blaðinu, við því er lítið að gera, en það er hins veg- ar Landsvirkjun sem tekur sviðið. Heilsíðuauglýsing í miðju blaði, í lit og með myndum, og skilaboðin þau að þeir sem andæfi áformum fyrirtækisins kunni ekki að greina tilfinningar frá rökum! Ekki laust við að mér bregði - hvað er eigin- lega að gerast? Er auglýsingunni stefnt gegn fundinum okkar, og ætlar fyrirtækið í krafti valds síns að spilla lýðræðislegri umræðu um þetta mikilvæga mál? Það er margt sem rennur í gegnum huga minn þessa örskotsstund sem aug- lýsingin er fyrir framan mig en ég má ekki vera að þvi að hanga yfir þessu því klukkan tólf ætlum við að hittast niðri í bíói til að sam- tengja dagskrána. Það er Kolbrún Halldórs sem þar stýrir verki og eins gott að koma ekki of seint. Þegar ég hringi á leigubíl situr auglýsing Landsvirkjunar þó enn í mér og ég velti því fyrir mér hvemig fyrirtækið ætli eiginlega að réttlæta það að það ausi flár- munum úr vösum almennings í áróðursherferð gegn sjónarmiðum sem stór hluti þjóðarinnar er fylgj- andi. Leigubílstjórinn veit allt um fundinn og heldur yfir mér kjarn- yrta ræðu um stefnuna í stóriðju- málum: „Þessir kallar sjá ekkert annað en túrbínur og verksmiðju- strompa og halda að framtíðin liggi í iðnaði sem ekkert nútíma- vætt iðnríki vill lengur líta við. Þeim hefði verið nær að eyða þess- um þrjú þúsund milljónum í að bæta samgöngurnar þarna fyrir austan og byggja upp skólana." Ekki reyni ég að mótmæla þessu en spyr hvort hann ætli ekki að koma á fundinn. „Því ekki það, maður getur víst ekki alltaf setið hjá og látið aðra hafa vit fyrir sér.“ Söguleg stund í stóra sal Háskólabíós er allt á fleygiferð. Ljósamenn og hljóð- menn á þönum, listafólkið að tín- ast inn og ræðumennimir í start- holunum fyrir hljóðprufur. Nokkrir hafa verið á fótum alla nóttina til þess að koma upp ljós- um og öðrum tæknibúnaði svo ekki er skrýtið þótt þreyta sjáist á sumum andlitum. Fram í and- dyri er stór hópur fólks að undir- búa plakatasöluna og er ljóst að grimmt verður gengið fram í því að ná aurum í kassann til þess að endar nái saman. Fyrstu gestirnir ganga í salinn og tryggja sér bestu sætin. Ása kemur með Ninu og Snorra og þau veifa til mín þvert yfir alla bekkina. Það er stöðugur straum- ur en þó er salurinn aðeins rúm- lega hálfsetinn klukkan tvö þeg- ar ætlað er að fundurinn byfji. Höfum við misreiknað okkur? Doktor Hilmar fer fram til að kanna málin betur og kemur að vörmu spori aftur, mikið glaðari en hann var þegar hann fór: „Anddyrið er troðfullt af fólki (allir að kaupa plaköt) og biðröð- in nær langleiðina út að Hótel Sögu! „ Þvilíkur léttir! Ég sé glampann í augunum á Birgi Sig. og skynja með sjálfum mér að söguleg stund er runnin upp. Þegar kórinn er búinn að syngja „Land míns föður“ og ég set fundinn þá er setið í hverju sæti og fólk meira að segja byrj- að að raða sér eftir göngunum. Stemningin er gífurleg og eftir fyrstu ræðuna ætlar klappinu aldrei að linna og mannfiöldinn ris úr sætum. Hvert atriðið rek- ur annað í mjúku tempói. Lista- fólkið slær töfrasprotum til allra átta og ræðumennirnir fylgja máli sínu eftir með rökum og krafti. Ályktun fundarins er sam- þykkt með dúndurlófaklappi og í lokin sameinast menn í öflugum söng. Um kvöldið hittumst við á veit- ingastað. Maturinn er reyndar bæði vondur og dýr en það spill- ir ekki gleði okkar yfir því hversu vel hefur tekist. Líflegar umræður, enda fólk af ólíkum sviðum og menn strengja þess heit að halda baráttunni áfram. Þegar heim er komið nær þreyt- an völdum, spennufall, og ákveð- inn tómleiki. Viðburðaríkur dag- ur er á enda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.