Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Side 26
26 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 mik Frí frá skepnuskapnum Kristín Ómarsdóttir skáld. Hún hefur nýlega gefið út Ijóðabókina Lokaðu augunum og hugsaðu um mig. Kristín segir bókina fjalla að stórum hluta um kyn- líf og mat. DV-mynd PÖK „Skrifar fólk ekki vegna þess að það er eitthvert tóm sem þarf að fylla? Og talar og gerir ýmislegt skuggalegt. Vegna tómsins sem myndast?" segir Kristín Ómarsdótt- ir skáld þegar hún er innt eftir upp- sprettu ljóðabókarinnar Lokaðu augunum og hugsaðu um mig. Hver þörfin hafi verið. Giskað er á að það sé ástarþörf þar sem mikil ást sé í bókinni. Kristín segist ekkert vita hvað hún eigi að segja þegar svona lagað er borið upp á hana. En þarftu á því að halda að yrkja? Hefurðu til dæmis reynt að hætta því? „Ég hef reynt að hætta, en ég held að þvi meira sem maður gerir af einhverju einu því minni möguleika hafi maður til þess að gera eitthvað annað. Maður gleymir öllu sem maður hefur lært og hefði jafnvel einhvern tíma getað gert að lifi- brauði sínu. Ég er þó ekki að segja að ég hafi enga aðra möguleika en það liggur við að það fari að verða þannig. Ég hef unnið svo lengi við skáldskap að ég er farin að fjarlægj- ast allt annað.“ En hvað hefurðu gert annað en að skálda? „Skáldskapurinn er mitt starf og mér finnst ég ekki geta tjáð mig um það. Þar sem ég er svo hagsýn þá tók ég snemma þá ákvörðun að verða skáld.“ Er það hagsýni að vera ljóðskáld? Ekki verðurðu rík af því? „Ég hef að minnsta kosti engar áhyggjur af því að ég verði fátæk. Ég vinn fyrir utan skáldskaparstörf- in, fylli upp í ákveðin tímabil með launavinnu, en ég vil ekki segja hvað ég geri. Mér þykir leiðinlegt að fólk viti allt um það hvað ég er að bjástra." Þetta er dularfullt í meira lagi. „Já, fólk sem hefur tekið eftir því að ég lifi ágætislífi leggur ýmislegt á sig til þess að komast að þessu leyndarmáli mínu. Ég á til dæmis nýtt rúm sem er algjörlega amerískt og ég er að fara að kaupa mér þvottavél. Þetta vekur furðu manna. Ég borga mínar skuldir og stundum minn skatt. Hvemig ég fer að því kemur engum við. Það eina sem ég vil segja er að það er ekki ólöglegt." En þú skrifar af þörf, segirðu? „Auðvitað hafa komið þannig timar að ég var farin að búa mig undir að pakka saman og hætta að skrifa. Ekki í neinni dramatík, ég bara bjóst við að þetta væri oröið fint. En annað kom á daginn." Finnurðu fyrir viðbrögðum fólks við ljóðunum þínum, til dæmis þeg- ar þú ert að lesa upp? „Já, það kemur fyrir. Viðbrögðin eru ýmist hlátur eða grátur. Ég var að lesa upp um daginn, verk eftir Vigdísi Gríms, og mér þótti skemmtilegt hvað ég heyrði mikið sogið upp í nefið. Þegar ég var lítil þá fannst mér svo gaman að segja systur minni sögur sem grættu hana. Þetta er auðvitað bara skepnuskapur." Þú viöurkennir það kinnroða- laust? „Já, það geri ég. Maður er að reyna að koma tilfmningum, sem maður vill losa sig við, yfir á annað fólk. Láta því líða illa og láta það finna til. Það heitir að vekja við- brögð.“ Myndir þú þá ekki vera sammála því að ástin væri áberandi í bók- inni? „Mér þykir slíkt vera of persónu- legt. í bókinni er ég frekar að lýsa þörf fólks til þess að baða líkama sinn upp úr ýmsu. Ást, sápuvatni og mat, svo að dæmi séu tekin. Bókin fjallar mikið um þörf fólks fyrir að láta líkama sínum líða vel. Það er hægt að gera það með öðrum meðul- um, en þessi bók fjallar að stórum hluta um kynlíf og mat. Það er líka hægt að fara í pils þegar gott er veð- ur og ganga um í blíðunni." Þú ert sem sagt ekki að græta fólk með þessari bók. Er illmennskan á undanhaldi? „Nei, ég held að bókin sé bara frí frá skepnuskapnum, nema þær frí- mínútur séu komnar til þess að vera og ég því orðin góðmenni. Ég veit það ekki.“ En hvernig tengjast teikningarn- ar þínar ljóðunum? „Mig dreymir um að gera teikni- myndasögur. Vegna þess draums er kápa bókarinnar svona útlítandi. Teikningar tengjast líka alltaf á ein- hvern hátt því sem ég skrifa. Þegar ég teikna stelpur þá er ég að yrkja um stelpur og þegar ég teikna stráka þá er ég að yrkja um stráka. Hluti myndanna er frá svipuðu skeiði og ljóðin." Áttu mikið af ljóðum í handrað- anum; gætirðu gefið út eina eða tvær ljóðabækur á ári ef þú kærðir þig um? „Nei, fyrstu ljóðin í bókinni urðu til sumarið 95, þegar ég var í útlönd- um. Þar byrjuðu ljóðin og síðan lauk ég við þau í sumar. Allt sem ég skrifa gerist frá vori og fram á haust. Ég er svo afskaplega jarð- bundin manneskja. Vegna þess að ég er alltaf á rithöfundarlaunum á sumrin þá verða ljóðin að sumar- ljóðum. Ég verð að fara að bæta úr því og fara að vera á launum á vet- urna til þess að það sé vetur í því sem ég skrifa. Ekki alltaf vor, sum- ar eða haust.“ Það eru samt jólatré í tveimur ljóðanna. Hvemig stendur á því? „Já, það er eitt dáið jólatré í bók- inni en það er bara vegna þess að ég hafði ekki enn tekið það niöur um vorið. Ég var í ástarsorg og maður tekur ekki niður jólatréð þegar maður er í ástarsorg. En í öðru ljóð- inu segir „Gott að horfa þangað sem jólatréð stóð“ og það þýðir að jóla- tréð er farið og vetrarins saknað." Heldurðu að þú bjargir fólki með ljóðunum? „Ég á algjörlega von á að það sé hægt. Ég skrifa fyrir fólk svo það geti tekið sér bók í hönd og liðið vel með hana eða fundið til. Von mín er sú að það geti upplifað ýmsar kenndir sem það er að upplifa í fyrsta sinn, eða endumpplifi kennd- ir sem það hafði fyrir löngu gleymt." -þhs f(4. „sjúkrarúm með nuddi“ 5 Qæðarúm á góðu verði á RB-rúmi Ragnar Björasson Dalshrauni 6, Hafnarfirði • Sími 555 0397 „Skáldskapurinn er mitt starf og mér finnst ég ekki geta tjáð mig um það. Þar sem ég er svo hagsýn þá tók ég snemma þá ákvörðun að verða skáld."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.