Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Qupperneq 31
UV LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 bókarkafli» Mál og menning gefur út Svipþing Sveins Skorra Höskuldssonar. í bókinni segir Sveinn Skorri frá minningum sínum úr Skorradal. Aldrei fyrr hafði ég hætt mér upp þennan stiga. Hann var í Pakkhúsinu, en svo nefndist dálít- il skemma, gerð af timbri og stóð frítt ein sér rétt sunnan og austan við bæjarhúsin nær hlíðar- brekkunni sem lá upp að Botns- heiði. Þetta var eina timburhúsið í Vatnshorni á þessum dögum og merkilegt í mínum augum. Undir vesturstafni þess var viðbyggður hjallur með skúrþaki. Milli borð- anna í veggjum hans voru á að giska einnar tommu bil svo að þar léku vindar en regn barst ekki inn. Þar var þvottur hengdur til þerris á snúrur og reipi héngu á uglum. Þar var stundum harðfisk- ur í sekk og saltfiskbaggar. Ég sé enn fyrir mér þessa stóru, hvítu, flöttu þorska, skraufþurra og ilm- andi af salti. Þeir minna mig á svanavængi. Enn hef ég ekkert lostæti smakkað í sælkerasölum sem sé betra en þessi saltfiskur með nýjum kartöflum og gulróf- um, seyddu pottbrauði og höms- um. Það væri þá helst harðfiskur- inn. Þessir stóru dolpungar, lengri en ég var sjálfur, voru barðir með gamalli sleggju á sérstökum vatns- núnum steini, Fiskasteinn hét hann, og hvílíkt hnossgæti voru smáflísar flskholdsins sem flugu undan höggunum. Allur þessi fisk- ur kom verkaður úr höndum Jóns á Bræðraparti, en það býli lá neð- arlega á Skipaskaga. Hann var frændi móðurafa míns og þeim var vel til vina, höfðu vöruskipti á sjófangi og sveitarafurðum. Mér var sagt það seinna að þeir hefðu stundum tæmt pela og pela meðan þeir voru að búa harðfiskbaggana upp á lest afa míns. Ég held helst að enginn maður hafi kunnað að verka fisk síðan Jón á Bræðra- parti leið. Á hjallgólfinu stóðu lika saltketstunnur og á veturna var staflað þar reiðingum. Það var gengið inn í hjallinn um norður- hlið og síðan inn í Pakkhúsið um vesturgaflinn. Fyrir hurðinni þar var voldug skrá meö stórum og þungum lykli. Hægt var að læsa henni bæði að utan og innan. Þetta var eina læsingin á bænum. Fyrir bæjardyrunum var klinka og á öðrum hurðum snerlar og lóð svo að þær féllu að stöfum. Undir fjalagólfi Pakkhússins var kjallari hlaðinn úr grjóti. Niður í hann lá stigi og yfir stigaopinu hleri á hjörum. Hann var þyngri en svo að ég megnaði að lyfta hon- um, enda hafði ég beyg af þessum kjallara. Á honum var enginn gluggi og þar niðri svarta myrkur. Þarna voru geymdar kartöflur. Á haustin var hann fullur og síðan tæmdist hann smátt og smátt. Þarna hlýtur að hafa verið merki- lega hæfilegt hitastig því að ég man aldrei eftir spíruðum kartöfl- um og entist þó uppskera fyrra árs ævinlega til þess er nýjar kartöfl- ur fóru að vera á borðum í ágúst. Girnilegur fróðleikur Á jarðhæð Pakkhússins var ým- islegt sem mér þótti girnilegt til fróðleiks. Næst dyrunum undir norðurhliðinni var dálítið smíða- borð sem faðir minn hafði gert sér. Á borðröndinni var skrúfstykki boltað fast og þar voru ýmis tól og tengur, sporjárn og heflar sem mig fýsti að geta notað. Á loftbitunum héngu byssur hans, riffillinn og haglabyssan, en skotin í þessi vopn geymdi hann aldrei í sama húsi, heldur í læstu kofforti sínu inni í bæ. Innst í norðausturhorn- inu var kornbyrðan, geysistór kassi úr þykkum, breiðum borðum. Ofan í hana var allstórt op og hleri yflr. Þar niður um var rúgmélinu sturtað. Ég man eftir þessum stóru, eitt hundrað kílóa rúgmélspokum úr grófum striga. Á þræðinum sem saumaður var fyrir opið var inn- sigli úr blýi. Hvílík dýrindi þóttu mér ekki þessi kringlóttu djásn sem ég fékk að eiga þegar pokinn hafði verið tæmdur i byrðuna. Var ekki líka á þræðinum pappaspjald með framandi lesmáli þar sem stóð stórum stöfum K0BEN- HAVN, eða var þetta borgarheiti stimplað á strigann? Niðri við gólf á kornbyrðunni var lítið op með rennispjaldi fyrir. Þegar það var dregið frá streymdi rúgurinn í skál eða vaskafat til hæfilegrar notkunar hverju sinni. Þarna voru líka þrjár stórar kistur, allar harð- læstar. Það var ekki fyrr en þær höfðu verið fluttar upp á loft í nýja íbúðarhúsinu, sem reist var 1937, að ég komst að því að ein þeirra var full af bókum og tímaritum í eigu móðurafa míns. Þar var Ið- unn þeirra Björns Jónssonar, Jóns Ólafssonar og Steingríms Thor- steinssonar, Draupnir Torfhildar og allar íslendinga sögur Sigurðar Kristjánssonar. Að ógleymdu því töfrandi áróðursriti Verkin tala, sem Jónas Jónsson stóð fyrir út- gáfu á, um afrek ríkisstjórnar Tryggva Þórhallssonar. Bláar bækur Reykjavíkuríhaldsins eru eins og hverjir aðrir pésar Votta Jehóva samanborið við þessa bibl- íu Hriflu-Jónasar sem afl minn trúði á. Seinna bættist í þessa kistu annað yndislegt málgagn, Mjölnir, blað þjóðernissinnaðra stúdenta, sem Knútur Arngríms- son sendi frænda sínum föður mínum og ég gleypti í mig með haus og hala. Ljósast stendur mér þó fyrir hug- skotssjónum fallegasta kistan. Hún var með kúptu loki og á henni blá- grænt rósaflúr i bekkjum. Innan í laufakransi var málað í rauðbrún- um lit ártalið 1853. Þetta var kista móður minnar. Hún hafði erft hana eftir nöfnu sína, langömmu mína Sólveigu Björnsdóttur frá Þingvöll- um. í annað horn kistunnar undir lokinu að framan hafði verið sagað skarð sem síðan hefur staðið opið og ófyllt. Til þess lá saga. Þegar móðir mín fluttist ung heimasæta úr Vatnshorni norður í Þingeyjar- sýslu til að ganga að eiga fóður minn var þetta fatakista hennar. Þegar þau fluttust suður vorið 1933 með mig þriggja ára og systur mína mánaðargamla var leirtau þeirra og spari-kaffistell vafið i föt og lagt í kistuna. Efst undir lokið var svo sett haglabyssa föður míns, Husqu- ama, nr. 16. Hún var lengri en svo að komast þar fyrir og þá var þetta skarð sagað fyrir hlaupið. Ég man enn þegar kistan kom aftur heim á hlaðið í Vatnshorni. Út um skarðið sköguðu um það bil tíu sentímetrar af hlaupinu. Ég horfði inn í svart auga þess og var rekinn frá höstug- lega. Ekki vissi ég þá að ég hafði horfst í augu við dauðann og þegar ég leit þetta skarð nýlega eftir margra áratuga aðskilnað skynjaði ég það tóm, sem dauðinn skilur eft- ir og svart auga hans nísti mig and- artak. Þú ert yndið mitt yngsta og besta Þarna voru líka tvö rúmstæði, annað tvíbreitt undir norðurhlið- inni, hitt einbreitt undir suður- hliðinni. Það var árviss afleiðing af gangi himintunglanna að hvert sinn um það bil er sól reis hæst klæddist Sigríður amma mín fin- asta stássi sínu, lét söðla Molda sinn og reið út að Stóra-Lambhaga til Sólveigar systur sinnar sem þar bjó. Þaðan fór hún til Reykjavíkur og réð heimilinu hina sumarvissu kaupakonu. Ég man Tótu 1935 og Tobbu árið eftir. Þær voru báðar taldar duglegar. Svo kom Lára æv- intýrasumarið 1937. Hún þótti ekki jafnrösk, en hún var yngst og fallegust, nítján ára með þetta mikla, hrokkna ljósa hár og söng við mig: -Þú ert yndið mitt yngsta og besta. Þá var gaman að vera til og sefi minn sorglaus. Þegar amma kom svo heim eftir viku eða tíu daga með kaupakonuna bjó hún um hana í einbreiða rúminu en fluttist sjálf úr gömlu baðstof- unni og reiddi sér hvílu í tvíbreiða rúminu. Þar sagði hún okkur systkinunum sögur á daginn með- an hitt fólkið lagði sig eftir matinn og fluttist ekki aftur inn i bæinn fyrr en hauströkkur fól hlíðar og bjarkir Skorradals. Yfir lofti þessa herbergis var geymsla undir súð Pakkhússins og í suðvesturhorninu lá þangað brattur stigi og yfir opi hans hleri á hjörum sem opnaðist upp. Þetta var alvörustigi með þrepum úr þykkum borðum, en án handriðs. Ég hafði aldrei komið þar upp, en nú var hlerinn frá og ég fikraði mig upp stigann. Einkennileg, sterk lykt mætti vitum mínum, svo beisk að ég deplaði augunum. Þarna blöstu við haugar af svar- brúnum, tjörguðum netjum og leif- ar af þéttriðnum síldarnótum. Svo voru stórir strigapokar troðnir með ull. Þetta litla geymsluloft var nærri fullt upp í þak af þessum varningi. Á vesturstafninum miðj- um var lítill gluggi og inn um hann féllu geislar sólar sem var að síga til viðar yfir mynni dalsins. Ég skreið inn eftir loftinu yfir netjadyngjurnar og alveg að aust- urstafninum. Þar var skammbiti þvert yfir og á honum léku geislar sólarinnar á þvílíkri dýrð lita sem ég hafði aldrei áður slíka séð. Þarna stóðu tómar flöskur með alls konar vaxtarlagi. Stuttar og gildar með langa, mjóa hálsa. Flat- vaxnar flöskur, kuggslegar um herðar og hálsstuttar. Sumar voru þvengmjóar og axlalausar. En á þeim öllum voru þessir dásamlegu skrautmiðar sem glóðu við sólar- geislunum í litadýrð sinni. Purp- uri og gull, silfur og himinblámi. Þá voru flöskurnar sjálfar ekki síðri, bláar og brúnar, grænar og glærar. Og á þessum miðum var eitthvert lesmál, sem ég bar ekki skyn á, sumt með upphleyptum flúruðum stöfum. Ég undi lengi við þessa dásamlegu sýn í sólar- geislum hverfandi dags. Svo laum- aðist ég niður af loftinu og sagði engum hvar ég hafði verið. Ég gekk inn í gamla torfbæinn og upp í baðstofuna. í austurhluta hennar í skugga undir súðinni að sunnan- verðu lá afi minn í rúmi sínu og skjannahvítur skalli hans skar af við rökkrið. Hann kúgaðist í römmu hóstakasti astmaveiks manns, sviptur gleði lífsins. Ára- tugum síðar stóð ég í sænskri brennivínsbúð í langri biðröð og hafði áform um að gera sjálfum mér og gestum mínum glaðan dag. Sólin skein á langar raðir af viskípelum, koníaksflöskum, svensku bankói og bitterum. Þá vitraðist mér skyndilega að á Pakkhúsloftinu forðum hafði ég í sólskini vorkvöldsins séð minnis- varða um fáeinar gleðistundir í lífi afa míns, Bjarna Bjarnarsonar bónda í Vatnshorni. I nöp við afa Mér var í nöp við þennan afa minn og hafði beyg af honum. Mér fannst hann ljótur þar sem hann hvíldi í sæng sinni með marga stóra kodda undir herðunum svo að hann hálfsat uppi. Hann hélt löngum við rúmið, fársjúkur mað- ur af astma og þreyttur af erfiði lífsins. Á hillu ofan við rúmið hans stóðu sex meðalaglös frá hómópata. Þau voru með kork- tappa og ofan i tappana skornar rómversku tölurnar I-VI. Ég man þegar hómópatinn heimsótti hann og skildi þessi glös eftir. Á hill- unni var líka astmaduftið hans í bauk, dálítill blikkbakki og eld- spýtustokkur. Þegar andþrengslin voru að kæfa hann settist hann framan á stokkinn í hvítum vað- málsbrókum, hellti svolitlum hrauk af duftinu á bakkann og kveikti í því. Duftið brann með snarki og upp af því lagði ramm- an, gulgráan reyk sem afi andaði að sér. Þá hélt ég stundum að hann ætlaði að deyja. Þessi föl- hviti maður blánaði og sortnaði, æðarnar á enninu þrútnuðu eins og þær ætluðu að springa, sviti rann niður andlitið og hann hóstaði og kúgaðist í sífellu og hrækti án afláts í koppinn sinn. Eftir þessa aðgerð var honum létt- ara og hann hallaði sér magnþrota upp að koddunum. Rúm ömmu stóð gegnt honum við austurstafninn undir norður- súðinni. Hún annaðist bónda sinn af ástúð og kostgæfni. Ég held að það hafi verið sannmæli að hún elskaði hann oj virti. Eftirminni- legast er mér hvernig hún varði rúm hans fyrir húsleka. Bærinn var orðinn gamall. Á honum var torfþak og sums staðar var kom- inn fúi í skarsúð baðstofunnar. í miklum haustrigningum tók þekj- an að leka og hvað mest yfir rúmi afa. Þá tók hún hörð, hvít gæru- skinn og breiddi þau yfir rúmið svo að regnvatnið rann fram á gólfið þar sem við því tóku kopp- ar og kirnur. Ég heyri enn smelli lekadropanna á hörðu skinninu í haustmyrkrinu. Slík var sveita- rómantík kreppuáranna og gaf ekkert eftir þeim vatnsaga sem orðið getur í flnum búngalóum með flötum þökum á okkar dög- um. Ávallt þegar ég les söguna um trúfesti Sigynjar, sem sat við hlið bónda sins Loka í böndum og varnaði því að eitur ormsins læki í andlit honum, kemur mér í hug amma mín í haustrigningum Skorradals. Ein rótin að andúð minni á þessum afa mínum á þessum árum í gömlu baðstofunni hygg ég hafi verið sú að hann tók stundum í lurginn á mér og sagði mér til syndanna. Ég átti systur sem var þremur árum yngri en ég og þeg- ar hún tók að trítla um baðstofu- pallinn beitti ég hana oftar en ekki svínslegri kúgun ungrar karlrembu. Ég átti dálítinn dóta- kassa þar sem ég geyrndi ýmsar gersemar. Þegar ég var úti að skemmta mér og kom síðan inn bar það ekki sjaldan við að sú stutta var komin í kassann til að skoða þau djásn sem þar voru. Rak ég þá jafnan upp sama stríðsöskrið: - Arh og hugðist heldur betur jafna um hana. Þá smó hún alltaf upp fyrir afa okkar í rúmi hans og hann varnaði mér að lúskra á henni. Svo lengi stóð þetta stríðsástand með fábreyttu orðalagi að hún tók að nefna mig eftir öskri mínu og kallaði mig A sinn. Aðeins einu sinni minnist ég þess að hann tæki í öxlina á mér og hristi mig dálítið til, en líklega hefur hann kynnt mér þá nafn- frægu frú Grýlu og reynt að gera mér ljóst hvar pörupiltar ættu vísa heimvon. Að minnsta kosti rámar mig í að hafa trúað því að þetta kvendi byggi í dálitlum skúta í kletti suður og uppi í hlíð- inni og hét sá bústaður Skúta- klettur. Fljótlega hef ég þó látið af þeirri hjátrú og hef undir höndum bréf sem faðir minn skrifaði for- eldrum sínum, þegar ég var fimm ára, þar sem hann hermir þeim með sýnilegri velþóknun eftirfar- andi orðræðu sonar síns: - Mikið getur hann Bjarni hérna verið vit- laus. Hann trúir á Grýlu. Líklega hefur hann orðið svona af því að búa í Reykjavík. Af þessu þykist ég sjá tvennt. Mér hefur verið svo kalt til þessa gamla manns að ég vildi ekki kalla hann afa minn og búið hefur verið að innræta mér þá skoðun sveitamanna að Reykjavík væri uppspretta last- anna. (Millifyrirsagnir eru blaðsins).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.