Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Blaðsíða 54
7' 62 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 Súsanna Svavarsdóttir veldur alltaf titringi: Aumur er andskotalaus maður Súsanna Svavarsdóttir er sterk kona og hefur aldrei legiö á skoðunum sínum í einu eöa neinu. Fyrir þaö hefur hún hlotið aödáun margra en einnig mœtt andstööu og andúö. Blaðamennskan togar í Súsanna er ekki mikið fyrir fii Henni finnst það leiðinlegt og ekki ósvipað gömlum bónda reynir hún eft- ir fremsta megni að komast hjá þvi að eiga lausa stund. Ástæðan fyrir því er að vinnan er skemmtileg; blaða- mennskan gefúr henni þá lífeorku sem hún sækist eftir. Hún kynntist blaðamennskurmi fyrir fjórtán árum. „Ég var aö verða þrítug þegar ég fór í háskólanám. Eins og vel upp aldar stúlkur í Keflavik gifti ég mig og eign- aðist bam, var húsmóðir, fór í lækna- ritaraskóla og var pen. Ég kláraði stúdentspróf utanskóla eftir fyrsta skiinaðinn. Síðan fór ég í háskólann og byijaði að læra bókmenntir. Þá réö Ámi Bergmann mig sem bókmennta- gagnrýnanda á Þjóðviljanum og I kjöl- fanð blaðamann. Ólafúr Ragnar Grímsson varð rit- stjóri þegar ég hafði unnið á Þjóðviij- anum í nokkrar vikur. Við áttum ekki skap saman í blaðamennsku. Honum fannst að ég ætti að skrifa um sultu- tau og saft en það fannst mér ekki. Ég hætti, lauk háskólanáminu og sinnti ýmsum störfúm en einhvem veginn togaði blaðamermskan alltaf í mig og ég hóf störf á Morgunblaðinu í desem- ber 1986 og var þar í fóstu starfi í tæp níu ár.“ Þórhallur er ekki hræddur Súsanna var lengi þekktust fyrir að vera leiklistargagnrýnandi Morgun- blaðsins en hefúr á síðustu árum komið æ meira inn í ljósvakamiðlana. í vetur tók hún upp reglulegar heim- sóknir í sjónvörp landsmanna þar sem hún stýrir Titringi ásamt Þór- halli Grmnarssyni. Fyrr á þessu ári hringdi Sigurður Valgeirsson í Súsönnu og bar upp hugmyndina að þætti um karla og konur. Síðan dund- uðu þau sér við það í sumar að leita að karlmanni til að stjórna með Súsönnu. Eftir nokkra leit fundu þau leikarann Þórhall Gunnarsson. „Við gerðum þá kröfu að karlstjóm- andinn gæti tekið að sér hlutverk karlrembunnar í þættinum; hann gæti staðið meö karlmönnum og karl- mennskunni. Við þurftum að frnna mann sem gat staðið af sér reiði kvenna, jafhvel þegar þeim fyndist hann óþægilegur og pirrandi. Þegar við litum yfir fjölmiölavöllinn kom í ljós að of fáir karlmenn í fjölmiðlum uppfylltu þessi skilyrði. Þeir sem gera það, eru í mjög góðum stööum, vel launaðir og era ekki að fara eitt né neitt fyrir átta mánaða verkefni. Svo era sumir strákamir í blaöamanna- stétt óttalegar kerlingar og vilja bara fa að lifa ljúfu lifi, vera sniðugir og láta fólki líka vel við sig. Sem er í rauninni það síðasta sem blaðamaður ætti aö sækjast eftir. Amma mín sagði alltaf að aumur væri andskotalaus 1 kallkerfi. 300 m innanhúss og 600 m utanhúss. Rafhlaðan endist 30 klst. í biðstöðu eða 4 klst. í notkun. Hægt að nota fleiri símtól við móðurstöð. íslenskur leiðarvísir. (ion númerabirtir er i minm. Connev [ 3-490) stgr. /«ti stgr. sími með númerabirti Hátalari. Beinval. Tengi fyrir heyrnartól. 6.900 ]uniS iólal itiílœLjíi krónur dregnar út vikulega! Ef þú verslar fyrir 7.000 krónur eða meira í verslun okkar í Sætúni 8 fer nafn þitt í lukkupottinn. Heimilistæki hf SÆTVJN8 SÍMJ 568 1500 WWW.llt.i8 maður. Það á vissulega vel við í fjöl- miðlum. Ef menn eru andskotalausir blaðamenn, þá era þeir ekki að segja neitt. Eitt af hlutverkum blaðamanns- ins er að hreyfa við lesendum, hlust- endum eða áhorfendum, en það er því miður ekki mjög algengt hér á landi. Ejölmiðlar era flestir ffemur hlut- lausir. Þaö er helst að þeir reki stefnu sem byggir á því að það megi ekki særa hunda, ketti, böm og konur. En hvað með það, samstarf okkar Þór- halls hefur gengiö ágætlega og hann er ekki hræddur við mig. Ég geri mér alveg grein fyrir því að það era til menn sem koðna niður, verða jafnvel pirraðir þegar ég fer að hafa skoðanir. Því varð samstarfsmaður minn að vera maður sem þyrði að standa uppi í hárinu á mér ef því væri að skipta. En sem betur fer hefur lítið reynt á það. Við vinnum vel saman og okkur semur prýðilega." Ljót stríð Miklar umræður spunnust vegna umræðu um forsjárlausa feður í Titringi og fannst mörgum að ekki hefði allra sjónarmiöa verið gætt. „Fjölmiðlar hafa verið tregir til aö taka forsjármál fyrir. Þau era í raun og veru sárasta reynsla sem við stöndum andspænis í lífinu. Það er ekkert sárara en aö missa dagleg tengsl viö bamið sitt. Sársaukinn er það mikill aö fólk leiðist út í harðar aðgerðir; sýnir jafiivel af sér mjög ljóta ffamkomu. Það á jafnt við um karla og konur. Þetta verða óhemju ljót stríð oft á tíðum. En það bætir ekkert að tala ekki mn hlutina. Sem þjóö verðum viö að velta þeim fyrir okkur og spyrja hvort við séum á réttri leið og hvort hægt sé að hæta viðhorfin, hegðunina og lægja öldur valdabar- áttunnar sem þessi mál snúast upp L Fljótlega eftir að við Þórhallur fórum aö vinna saman varð þetta málefni aö sameiginlegu áhugamáli. Við höfum frá upphafi verið sam- mála um að baráttan milli foreldra sem nota bömin til að sýna vald sitt og hefnigirni sé óhugnanleg og geri ekkert annað en aö skemma börnin. Ég er í góðu sambandi við foður minna dætra og Þórhallur og hans kona í góðu sambandi við bams- móður hans. Hvaö okkar samvinnu áhrærir hefur verið mikill kostur hvað við höfum svipað gildismat að þessu leyti. Við höfðum bæöi vaiið vináttu við „hitt“ foreldrið vegna þess að við metum bömin okkar framar öllu öðru, elskum þau og finnst að þau eigi skilið alia þá ást og umhyggju sem báðir foreldrar geta veitt. Hér á landi eru stríðin hins vegar „normal“ ástand og það vill gleymast að þótt hjónaband gangi ekki upp, manni fmnist hinn aðilinn vonlaus maki, þá getur hann verið dásamlegt foreldri. Það er ein- faldlega allt annað hlutverk. Það er svo skrýtið að þetta litla samfélag okkar er með alls konar ályktanir og yfirlýsingar um trúar- bragða- og stjómmálastyrjaldir og við tilkynnum afetöðu okkar um all- an heim. En heima fyrir eigum við í blóðugu stríöi viö fyiTverandi maka út af bömunum okkar. Þau eiga þetta ekki skilið og það gleymist stundum að þessi böm eiga eftir að lifa heila mannsævi. Við erum að forrita þau, setja inn í þau hindran- ir, beiskju, sársauka, reiði og örygg- isleysi af því þau vita ekki með hvora þau eiga að standa. Þau elska báöa foreldra sína og lenda á milli. Við erum að skemma þau og það er glæpur gegn lífinu. Okkur er treyst fyrir þessum bömum og við eigum að sinna foreldrahlutverkinu á óeig- ingjaman hátt. Því meira sem böm- in okkar eru elskuð því betri verður heimurinn þeirra og minna ógn- andi. Vegna þessara sjónarmiða ákváð- um við að fjalla um þessi mál í Titr- ingi. Sé einhver pirraður þá verður aö hafa það. Það sem olli hvað mest- um pirringi var að við skyldum ekki gæta sjónarmiða allra aðila en það er bara ekki stefna þáttarins. Við tökum eitt málefni fyrir í einu og ræðum það. Við ákváöum að fleygja þessari einkennilegu íslensku sjón- varpsaöferð að safna 6-8 manns saman í sjónvarpssal í hálftímaþátt þar sem allir fá að segja sínar skoð- anir og síðan er þátturinn búinn. Það er bara gott að fólk sé pirrað yfír Titringi vegna þess að pirringur skapar umræðu í samfélaginu. Viö eram ekki aö finna upp hjólið held- ur að varpa fram spumingum inn þaö hvort við séum hreinlega í lagi sem þjóð. Mín skoðun er sú að við séum þaö ekki.“ Leið á kvennafasisma Konur hafa, margar hveijar, ver- ið óánægðar með hve karllægur þátturinn sé. Hefur Súsanna verið of lin við karlana? „Ég er ofboðslega leið á kvenna- fasisma. Það er alltaf talað rnn kon- ur og karla eins og allar konur séu eins og allir karlar eins. Ég er oft spurð hvemig ég sem kona geti tek- ið undir ákveðin sjónarmið. En konur era ekki allar eins. Ég þekki konur sem ég á enga samleið með. Svo þekki ég karla sem ég á sam- leið með og finnst fínar manneskj- ur. Ég er enginn merkisberi kvenna sem staðlaðs hóps. Mér hef- ur aldrei þótt konur fullkomnar, það er eitt og annað að okkur. Við erum einfaldlega mishæfir einstak- lingar, rétt eins og karlar. Ég held að best sé að við reynum að ein- beita okkur að því að vera mann- eskjur og hættrnn þessiun einfeldn- ingslegu flokkunum. Vissulega hafa konur farið hall- oka í samfélaginu en það er að breytast smám saman. Ég nota kjörorð Morgunblaðsins: Góðir hlutir gerast hægt. Ég er ekki viss um að það yrði til gæfú að skella á algeru jafiirétti hér og nú, með öll- um þeim kröfum sem því fylgja. Við þurfum aö taka tillit til þess að þaö em ekki allar konur búnar undir það. Mér finnst margt af því sem kvennafasistar bera á borð fyr- ir okkur og kröfurnar sem þær gera vera eitthvað sem ég vil ekki vera með í. Ég geri ekki þessar kröfur. Ég er í allt öðrum hópi. Ef þær eru pirraðar þá er það þeirra mál. Við getum ekki kennt karlmönn- um alfarið rnn hefðbundna verka- skiptingu og þær konur sem í dag em fremstar i kvennapólitík gera það ekki. Viö bemm helming ábyrgðarinnar á því hvemig hlut- verkaskiptingin hefur þróast. Sá sem þegir og gerir ekkert í málinu ber líka ábyrgð. Jafnrétti hefur ekki verið sérstaklega í brennidepli fyrr en á þessari öld; konur sam- þykktu stöðuna. Við erum engin fómarlömb. Ef ég á endilega að vera fómarlamb, sem ég hef aldrei séð að ég sé, þá veit ég ekki hvort mér þykir verra að vera fómar- lamb karla en kvenna. Þaö er til fullt af kvennafasistum sem ég vildi alls ekki lenda undir hælnum á né í þeirri flokkun sem þær gera. Sú kona sem segist vera fórnar- lamb er að lýsa því yfir að hún hafi enga stjóm á lífi sínu, hún sé vilja- laust verkfæri sem allir geti troðið á að vild. Það myndi ég aldrei sætta mig við.“ Súsanna undirstrikar aö þrátt fyrir þessar skoðanir sé hún femínisti, það vanti einfaldlega í hana öfgamar. „Við konur höfum heilmikiö að gefa þessu þjóðfelagi. Mér finnst mjög æskilegt að kynin vinni sam- an. En í samfélagi þar sem er mik- il upplausn í samskiptum þeirra er erfitt aö fmna flöt á slíku sam- starfi. Kynjrmum hefur verið of mikið stillt upp sem andstæðum - og það ósættanlegum. Tilfinninga- lega hefur myndast mjög djúp gjá milli karla og kvenna. Það era all- ir svo „kúl“ og þurfa ekki á neinum að halda. Það smitar allt samfélag- iö.“ Er þessi tilfinningalega gjá hluti „Amma mín sagði alltaf að aumur væri andskotalaus maður. Það á vissulega vel við í fjölmiðlum. Ef menn eru andskotalausir blaðamenn þá eru þeir ekki að segja neitt.“ DV-myndir E.ÓI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.