Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Side 58
■' ■ tilkynningar LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 I>‘\T Kveikt á jólatré á Austurvelli Sunnudaginn 6. des kl. 16 verða ljósin á jólatrénu á Austurvelli tendruð. Tréð er að venju gjöf Ósló- arborgar til Reykvíkinga. Athöfnin á Austurvelli hefst kl. 15.30 með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur. Kl. 16 af- hendir forseti borgarstjómar Ósló- arborgar, Fritz Huitfeldt, tréð fyrir hönd Óslóarborgar og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri veitir trénu viðtöku. Á eftir syngur Dóm- kórinn jólasálma og jólasveinar koma í heimsókn. Stutt helgistund UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, sem hér segir á eft- _______irfarandi eignum:______ Hlíðartröð 9 í landi Svarfhóls í Svínadal, þingl. eig. Benedikt G. Kristþórsson, gerðarbciðandi Tollstjóraskrifstofa, fimmtudaginn 10. desember 1998 kl. 10.00.________________________ Litla-Berg, Reykholtsdalshreppi, þingl. eig. Ólafur Guðmundsson, gerðarbeið- andi Reykholtsdalshreppur, fimmtudag- inn 10. desember 1998 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN f BORGARNESI UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- _____um sem hér seglr:________ Miðvangur 41, 0402, Hafnarfirði, þingl. eig. Garðar Finnbogason, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður sjómanna, fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 13.30._ Aukauppboð Álfaskeið 92, 0302, Hafnarfirði, þingl. eig. Samúel Guðmundur Sigurjónsson, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins, fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 14.00. UPPBOÐA SKIPI Framhald uppboðs á Mb. Rúnu Hf-160, skipaskrámúmer 6584, þingl. eign ís- trausts ehf., verður háð á skrifstofu sýslu- mannsins í Hafnarfirði að Bæjarhrauni 18, 2. hæð, Hafnarfirði, fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 11.00. Gerðar- beiðendur eru fangelsið á Kvíabryggju og Þróunarsjóður sjávarútvegsins. SÝSLUMAÐURINN f HAFNARFIRÐI með helgileik og söngvum verður í Dómkirkjunni kl. 15. Kveikt á jólatránu í Kópavogi Kveikt verður á jólatrénu í Hamraborg, gjöf vinabæjar Kópa- vogs í Sviþjóð, Norrköping, ld. 5. des. kl. 15. Þar mun Skjólahljóm- sveit Kópavogs spila, Kársneskór- inn syngja, sendiherra Svíþjóðar flytja ávarp svo og forseti bæjar- stjórnar, Kór Menntaskólans í Kópavogi syngur og síðast en ekki síst koma jólasveinar í heimsókn. Verslanir í Hamraborg verða opnar. Kveikt á jólatré á Seltjarnarnesi Kiwanisklúbburin Nesodden við Óslóarfjörö, sem er vinaklúbbur Kiwanisklúbbsins Ness á Seltjam- arnesi, hefur undanfarin 27 ár sent Nesklúbbnum jólatré að gjöf. Sunnudaginn 6. des. kl. 16 verður tréð afhent Seltjamarnesbæ og ljós- in tendmð á því fyrir fram íþrótta- miðstöðina á Seltjamamesi. Skóla- lúðrasveit tónlistarskólans leikur nokkur lög. Sölusýning Stórkostleg sölusýningarhelgi. 5. og 6. des. verðum við með frábæra leirmuni og aðra listmuni á góðu verði. Tilvalið í jólapakkann. Opið verður frá kl. 13-18 báða dagana svo og allar helgar til jóla. Hlökkum til að sjá ykkur Ný Vidd listagallerí Strandgötu 18, Sandgerði. Ball fyrir fatlaða Ball fyrir fatlaða verður haldið í Árseli laugardagskvöldið 5. des. kl. 20-23. Hin frábæra hljómsveit Leyn- isþjónustan leikur fyrir dansi. Hér verður jólastuð og stemning. Sjá- umst hress. Útsala - útsala Á Sundalager - smávörulager Olís, Sundagörðum 8, 5.-6. des.kl. 10-16.30. Komið og gerið ótrúleg kaup á hinum ýmsu vörum félags- ins þessa helgi, rýmum fyrir nýjum birgðum og allt á að seljast á þessari síðustu útsölu þessa árs. Söngfélag Skaftfellinga Aðventustund Söngfélags Skaft- fellinga verður haldin sunnudaginn 6. des. kl. 16 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Tískusýning í Everest Laugardaginn 5. des. verður kynning á útivistarvörum og útbún- aði í versluninni Everest, Skeifunni 6, Reykjavík. Tískusýningarnar verða kl. 14 og 16 í versluninni. Kristniboðsfélag kvenna Kristniboðsfélag kvenna í Reykja- vík heldur basar í Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58, ld. 5. des. kl. 14. Félag íslenskra bókaútgefenda Dregið var úr happdrætti bókatíð- inda og númer fyrir 4. des. er 67.029. Jólakaffi Hringsins Sunnudaginn 6. des. heldur Hringurinn sitt árlega jólakafíí að Hótel íslandi og verður húsið opnað kl. 13.30. Eins og alþjóð veit hefur Hringurinn styrkt Bamaspítalann um áratuga skeið. Jólakafííð er einn liður í fjáröflun fyrir Barnaspítal- ann. Þar er boið upp á glæsileg kafíihlaðborð og gestir fá að njóta ljúfrar tónlistar auk skemmtiaðriða. Ekki má gleyma happdrættinu. All- ur ágóði rennur i Bamaspítalasjóð Hringsins. Aðventustund í Grindavíkurkirkju og kveikt á jólatré Sunnudaginn 6. des. verður að- ventustund í kirkjunni kl. 16. Strax á eftir verður gengið út á svæðið fyrir framan Landsbankann en þar verður kveikt á jólatré sem er gjöf frá Hirtshals í Danmörku sem er vinabær Grindavíkur. Hefst athöfn- in kl. 17. Allir bæjarbúar em hvatt- ir til að taka þátt í þessum samveru- stundum. Vísindafélag íslendinga Vísindafélag íslendinga var stofn- að 1. desember fyrir 80 árum. í til- efni afmælisins efnir félagið til fjög- urra opinberra fyrirlestra um vís- indi 20. aldar sem haldnir verða í Norræna húsinu ld. 5. desember kl. 14. Fyrirlestramir taka um hálftíma hver. Fyrirlestrarnir em ókeypis og öflum opnir. UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- ________farandi eignum:_________ Álakvísl 39, 3ja herb. íbúð, þingl. eig. Þorgerður Jónsdóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður verkamanna og Tollstjóraskrifstofa, fimmtudag- inn 10. desember 1998, kl. 10.00. Fálkagata 4, nýbygging og 1/2 lóð, merkt 0101, þingl. eig. María Helena Haraldsdóttir og Bjartmar A. Guð- laugsson, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður ríkisins, fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 10.00. Kárastígur 12, þingl. eig. Sigurður Ingi Tómasson, gerðarbeiðandi Gla- verbel S.A., fimmtudaginn 10. des- ember 1998, kl. 10.00.__________ Krummahólar 5, þingl. eig. Ásdís Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður verkamanna, fimmtudag- inn 10. desember 1998, kl. 10.00. Leifsgata 8, efsta hæðin m.m., merkt 0301, þingl. eig. Einar Guðjónsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 10.00.__________________________ Logafold 154, þingl. eig. Anna María Hansen og Ástvaldur Eydal Guð- bergsson, gerðarbeiðendur Bygging- arsjóður ríkisins, fslandsbanki hf., útibú 526, íslandsbanki hf., útibú 546, og Lífeyrissjóður verslunar- manna, fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 10.00.________________ Sléttuvegur 13, 2ja herb. íbúð á 5. hæð, merkt 0503, þingl. eig. Helga Finnbogadóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hafnarfjarðar, fimmtu- daginn 10. desember 1998, kl. 10.00. Sundlaugavegur 12, 1. hæð, þingl. eig. db. Ólafs Guðmundssonar, gerð- arbeiðandi Lífeyrissjóður verslunar- manna, fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 10.00.____________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- _______um sem hér segir:__________ Álfheimar 74, verslun í NV-homi 1. hæð- ar, 104 fm m.m., þingl. eig. Handafi ehf., Broddaneshreppi, gerðarbeiðandi sýslu- maðurinn á Hólmavík, miðvikudaginn 9. desember 1998, kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 46, 50% ehl. í 4ra herb. íbúð á 3. hæð t.h., þingl. eig. Björgúlfur Egilsson, gerðarbeiðendur fslandsbanki hf., höfuðst. 500, og Tollstjóraskrifstofa, fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 18.00. Bragagata 22, verslunarpláss á neðri hæð og neðri kjallari m.m., merkt 0101, þingl. eig. Smári Guðmundsson, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins og Líf- eyrissjóðurinn Framsýn, miðvikudaginn 9. desember 1998, kl. 17.00. Grensásvegur 5, 1/2 1. hæð, þ.e. A-hluti, þingl. eig. Grensásvegur 7 ehf., gerðar- beiðandi Birgir Páll Jónsson, fimmtudag- inn 10. desember 1998, kl. 17.00. Grensásvegur 7, 226,6 fm veitingahús á 2. hæð t.v. m.m., þingl. eig. Grensásveg- ur 7 ehf., gerðarbeiðandi Birgir Páll Jóns- son, fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 17.30. Hólmgarður 45, 3ja herb. íbúð á neðri hæð, þingl. eig. Svanborg O. Karlsdóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, B-deild, og Tollstjóra- skrifstofa, miðvikudaginn 9. desember 1998, kl. 14.30. Laufrimi 8, íbúð á 1. hæð, önnur frá hægri m.m., þingl. eig. Annþór Kristján Karlsson, gerðarbeiðendur Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar og Laufrimi 8, húsfé- lag, fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 14.00._______________________________ Laugavegur 58, 50% ehl. í íbúð á 3. hæð, þakrými og stigagangur bakatil m.m., þingl. eig. Þórdís Amadóttir, gerðarbeið- endur Félagsstofnun stúdenta og Þóra C. Óskarsdóttir, miðvikudaginn 9. desember 1998, kl. 16.00._____________________ Leifsgata 22, 3ja herb. íbúð á 1. hæð og bílskúr, merkt 0101, þingl. eig. Hannes Valgarður Ólafsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Landsbanki fs- lands hf., lögfræðideild, og Tollsljóra- skrifstofa, miðvikudaginn 9. desember 1998, kl. 15.00._____________________ Lyngrimi 14, þingl. eig. Eva Björg Torfa- dóttir og Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, gerðarbeiðendur Bifreiðastillingin ehf., Eyjólfur Björgmundsson, Húsasmiðjan hf., Landsbanki íslands hf„ lögfræði- deild, Tollstjóraskrifstofa og Vilhjálmur Aðalsteinsson, fimmtudaginn 10. desem- ber 1998, kl. 13.30._________________ Nesvegur 80, þingl. eig. Ásdís Hildur Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóð- ur Vesturlands og Sparisjóður vélstjóra, fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 16.30._______________________________ Skeiðarvogur 35, 2ja herb. kjallaraíbúð, þingl. eig. Guðríður Svavarsdóttir, gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífcyrissjóður Flugvirkjafélags fslands, miðvikudaginn 9. desember 1998, kl. 18.00._______________________________ Skeljagrandi 1, íbúð merkt 0301, þingl. eig. Thelma Theódórsdóttir, gerðarbeið- andi Húsnæðisnefnd Reykjavíkur, mið- vikudaginn 9. desember 1998, kl. 16.30. Vesturgata 7, íbúð nr. 210 á 2. hæð, merkt 0203, þingl. eig. Ólafur Siguijónsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, miðvikudaginn 9. desem- ber 1998, kl. 14,00,_________________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Húnvetningafélagið Félagsvist í Húnabúð, Skeifunni 11, sunnudag kl. 14. Parakeppni. Síðasta skipti fyrir jól. Allir vel- komnir. Ferðafélag íslands Sunnudagsferð 6. des. k. 13. Kald- ársel-Undirhliðar-Vatnsskarð. Gengið um hluta gömlu þjóðleiðar- innar til Krísuvíkur. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Einnig stansað við kirkjug. Hafnar- flrði. Miðvikudaginn 9. des. kl. 20.30. Kvöldvaka tileinkuð Færey- ingasögu. Ögmundur Helgason fjall- ar um söguna. Óvænt uppákoma í lokin. Minnum á áramótaferðina í Þórsmörk. Gerðubergskórinn og kaffisala í Breiðholtskirkju Á morgun, sud., fáum við góða heimsókn í Breiðholtskirkju í Mjódd. Þá kemur Gerðubergskórinn og syngur við messu kl. 14. Að messu lokinni verður síðan kaffi- sala stúlknakórs Breiðholtskirkju en kórinn er nú að undirbúa þátt- töku í norrænu bamakóramóti í Finnlandi næsta vor. Stúlknakórinn er með basar og flóamarkað í dag, laugardag, í safnaðarheimili kirkj- unnar. Kökusala Hin árlega kökusala til styrktar safnaðarstarfi Áskirkju verður sud. 6. des. kl. 15 í safnaðarheimili kirkunnar við Vesturbrún. Möttaka á kökum verðr frá kl. 11 sama dag. Slysavamadeild kvenna í Reykjavík Slysavarnakonur í Reykjavík verða með jólabasar í Höllubúð, húsi deildarinnar, kl. 14 að Sóltúni 20 sunnudaginn 6. des. Margir góðir munir og kökur verða til sölu. Kaffi og heitar vöfílur verða á boðstóln- um. Tekið verður á móti munum í Höflubúð Id. og sud. kl. 11-14. Síðasta sýning í Leikbrúðulandi Síðasta sýning á jólaleikriti Leik- brúðulands „Jólasveinar einn og átta“ verður sunnudaginn 6. des. að Fríkirkjuvegi 11 kl. 15. Sala að- göngumiða hefst kl. 13 og síminn er 562-2920. Félag eidri borgara í Reykjavík og nágrenni Dagskrá Félags eldri borgara í Ásgarði: Félagsvist kl. 13.30 sunnu- dag, allir velkomnir. Dansað kl. 20- 23.30, Kaprí-tríó leikur. Mánudag, bridge kl. 13 og söngvaka kl. 20.30. Jólavaka 9. des., matur, hugvekja söngur. Þorlákskirkja Aðventustund kl. 17 sunnudag. Helstu, bestu og ljúfustu mússík- flytjendur Þorlákshafnar laða íram jólastemningu, Sigurlaug Stefáns- dóttir les ljóð og sóknarprestur flyt- ur hugleiðingu. Tónlistarguðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju Tónlistarguðsþjónusta verðu í Hafnarfjarðarkirkju sud. 6. des. kl. 17. Að þessu sinni leika þrir nem- endur tónlistarskóla Hafnarfjarðar einleik á fiðlu og flytur hvert og eitt þeirra verk eftir Bach. Kór Hafnar- fjarðarkirkju leiðir almennan söng og sungnir verða sálmar tengdir að- ventunni. Þórhaflur Heimisson flyt- ur hugleiðingu. Kvöldmessa í Hallgrímskirkju Sunnudaginn 6. des. verður kvöldmessa i Hallgrimskirkju kl. 20.30. Lögð verður áhersla á bæn og íhugun. Efhi kvöldins verður „Vak- ið og biðjið". Sr. Örn Bárður Jóns- son, fræðslustjóri kirkjunnar, mun hafa hugvekju og þjóna í messunni ásamt sr. Jóni Dalbp Hróbjartssyni. í lok messunnar verður kirkjugest- um afhent bænaspjal sem þeir geta tekið með sér heim og notað á að- ventu. Aðventuhátíð í Bústaðakirkju Kór Átthagafélags Strandamanna heldur aðventuhátíð í Bústaða- kirkju sud. 6. des. kl. 16.30. Þar mun kórinn ásamt bamakór flytja jólalög við píanóundirleik Laufeyjar Krist- insdóttur. Einsöngvari Örn Arnar- son. Flutning jólahugvekju annast Björn Jónsson. Að dagskrá lokinni verður heföbundið kaffihlaðborð í safnaðarheimili. Fríkirkjan í Reykjavík Aðventukvöld 6. des. kl. 21. Ræðu- maður kvöldsins verður Össur Skarphéðinsson alþingismaður. í boði verður fjölbreytt tónlistardag- skrá í umsjón Guðmundar Sigurðs- sonar. Hjálmar P. Pétursson og Elma Atladóttir syngja einsöng, kór Fríkirkjunnar i Reykjavík kemur fram og Hallfríður Ölafsdóttir leik- ur á flautu. Fjölskyldan og jólaundirbúningurinn Sr. Anna S. Pálsdóttir í Grafar- vogi og starfsmaður hjá fjölskyldu- þjónustu kirkjunnar er gestur í hjónastarfi Neskirkju sud. 6. des. kl. 20.30. Þar fjallar Ánna um efnið: „Jólaundirbúningurinn - álag eða ánægja fyrir fjölskylduna?" Fundur- inn er haldinn í Safnaðarheimili Neskirkju. Aðventan í Akureyrarkirkju Sunnudagskvöldið 6. des. verður aðventukvöld. Þar verður að venju fjölbreytt dagskrá, t.d. söngur Bama- og unglingakórs Akureyrar- kirkju og Kórs Menntaskólans á Ak- ureyri. Ræðumaður verður Guð- mundur Andri Thorsson rithöfund- ur. Jólasveifla í Keflavíkurkirkju Sunnudagskvöldið 6. des. verður að venju jólasveifla. Söngvarar verða Birta Rós Sigurjónsdóttir, Ólöf Einarsdóttir, Einar Júlíusson og Rúnar Júlíusson. Unglingar flytja leikþátt og kór Keflavíkur- kirkju syngur nokkur lög. Popp- band Keflavíkurkirkju leikur undir. Aðventusamkoma Brautarholtssókn: Aðventusam- koma verður haldin í Fólkvangi sud. 6. des. kl. 17. Á dagskrá verður almennur söngur, aðventuhugvekja í umsjá sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur, jólasaga sem sr. Hreinn S. Hákonarson flytur og Karlakór Kjalamess mun taka lag- ið. Dr. Gunnar Kristjánsson mun flytja myndahugvekju og bamakór Klébergsskóla syngur. Aðventukvöld Reynivallasókn: Aðventukvöld verður haldið í Félagsgarði sud. 6. des. kl. 20.30. Dagskráin er marg- breytileg: Böm úr Ásgarðsskóla syngja, sr. Kristín Þómnn Tómas- dóttir flytur hugvekju og Veronica Österhamer syngur einsöng. Þá mun Dr. Gunnar Kristjánsson flytja myndahugleiðingu og Dóra Ruf lesa jólasögu. Böm flytja helgileik og al- mennur söngur verður mikill. Tapað fundið Stórt svart tölvuúr, G.shock, tap- aðist í Elko fimmtudaginn 3. desem- ber. Finnandi vinsamlegast hringi i síma 698-7222. Fundarlaun. Kvenfélagið Seltjörn Kvenfélagið Seltjörn stendur fyrir handverksmarkaði á Eiðistorgi, Sel- tjamamesi, í dag, ld., kl. 10-17. Handverksfólk viðs vegar af land- inu selur fjölbreytt úrval af handunnum vömm. Heitt á könn- unni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.