Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Side 62
70 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 I iV afmæli Til hamincjju með afmælið 5. desember 85 ára Sabína Sigurðardóttir, Dvergholti 7, Mosfellsbæ. 80 ára Pálmey Kristjánsdóttir, Reynihvammi 5, Kópavogi. Þorgils Þorgilsson, Efri-Hrísum, Ólafsvík. Sumarrós Sigurðardóttir, Lindasiðu 2, Akureyri. 75 ára Axel Wilhelm Einarsson, Rauðalæk 14, Reykjavik. Ketill Ingimarsson, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. 70 ára Guðrún Gréta Runólfsdóttir, Lönguhlíð 11, Reykjavík. Hallbjörn P. Benjamínsson, Skólabraut 10, Seltjarnamesi. 60 ára Gunnar Ingimundarson, Klapparstíg 3, Reykjavík. Einar Hjaltested, Frostaskjóli 25, Reykjavík. Ragna M. Þorsteins, Hagamel 10, Reykjavik. Birgir Jóhannsson, Vesturbergi 72, Reykjavík. Guðmundur H. Gunnarsson, Hjallabraut 9, Hafnarfirði. Agnes Sæmundsdóttir, Heiðarhrauni 6, Grindavík. 50 ára Guðrún Karlsdóttir, Vesturbergi 87, Reykjavík. Þór Pálmi Magnússon, Vatnsholti 9d, Keflavík. 40 ára Kristján Sigurjónsson, Laufrima 41, Reykjavík. Hrönn Sævarsdóttir, Smárarima 46, Kópavogi. Edda J. Einarsdóttir, Eyktarhæð 2, Garöabæ. Anna Sigrún Hreinsdóttir, Suðurgötu 76, Hafnarfirði. Tómas Kristinn Sigurðsson, Suðurgötu 31, Keflavík. Katrín Kristjánsdóttir, Eyjaholti 16, Garði. Guðbjörg Lára Wathne, Garðabyggð 12, Blönduósi. Gróa Margrét Lárusdóttir, Brúsastöðum, Blönduósi. Marfa Kristín Guðjónsdóttir, Hnjúki, Blönduósi. Yngvi Þór Kjartansson, Björgum 2, Akureyri. Jón Gauti Böðvarsson, Hraunbæ, Húsavík. Hannes Guðlaugsson, Áshamri 76, Vestmannaeyjum. Jórunn Viöar, tónskáld og píanó- leikari, Laufásvegi 35, Reykjavík, verður áttræð á mánudaginn, 7.12. Starfsferill Jórunn fæddist í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1937, nam píanóleik, fyrst hjá móður sinni og Páli ísólfssyni og síðar Árna Krist- jánssyni, lauk prófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavik sautján ára, stundaði nám í fiðluleik hjá Þórarni Guðmundssyni, stundaði nám í pí- anóleik við Tónlistarháskólann í Berlín 1937-39, við Juilliard tónlist- arháskólann í New York meö áherslu á tónsmíðar 1943-45 og var síðar í framhaldsnámi í píanóleik í Vínarborg í tvo vetur. Jórunn hefur verið afkastamikið tónskáld og oft komið fram sem ein- leikari. Hún hefur starfað við Söng- skólann í Reykjavík sl. tuttugu ár. Tónverk Jórunnar eru m.a. hljóm- sveitarverk, kammerverk, kórverk, einsöngslög, verk fyrir ballett, leik- hús og kvikmynd. Hún hefur útsett mörg þjóðlög en útsetningar hennar á þulum eru brautryðjandaverk. Ballettinn Eldur mun vera fyrsta ís- lenska ballettverkið, flutt 1950, á opnunarári Þjóðleikhússins. Þá samdi Jórunn hljómsveitarmúsík við kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum. Hún annaðist tónlistar- þætti í ríkisútvarpinu fyrir böm með Þuríði Pálsdóttur söngkonu og var lengi prófdómari i píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Jór- unn nýtur heiðurslauna Alþmgis og hefur verið sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar. Fjölskylda Jórann giftist 7.7. 1940 Lárusi Fjeldsted, f. 30.8. 1918, d. 9.3. 1985, forstjóra Optima. Foreldrar hans voru Lárus Fjeldsted Andrésson, Þórey Sverrisdóttir húsmóðir, Ás- braut 9, Kópavogi, varð níutíu og fimm ára í gær, 4.12.. Starfsferill Þórey fæddist i Hraunbæ í Álfta- veri og ólst þar upp. í kjölfar Kötlu- gossins flutti Þórey með foreldrum sínum frá Hraunbæ að Kerlingardal í Mýrdal. Þórey var nokkuð víða sem vinnukona, á sínum yngri árum, m.a. í Vestmannaeyjum. Er Þórey gifti sig hófu þau hjónin búskap í Vík í Mýrdal en 1931 fluttu þau í Hjörleifshöfða, ásamt mæðr- Jórunn Viðar hrl. og b. á Hvitárvöll- um, og Lovísa Ágústs- dóttir frá Raufarhöfn. Börn Jórunnar og Lárusar eru Lárus, f. 14.1. 1942, forstjóri Optima, kvæntur Báru Halldórsdóttur, var áður kvæntur Soffiu Jóns- dóttur en þau skildu og eru börn þeirra Jórunn og Lárus; Katrín, f. 6.11. 1946, læknir, fyrrv. borg- arfulltrúi og nú vþm., gift Valgarði Egilssyni, lækni og rithöfundi, og eru þeirra böm Jórunn Viðar, Einar Vésteinn, látinn, Vésteinn og Einar Steinn; Lovísa, f. 20.8.1951, sellóleik- ari í Sinfóníuhljómsveit íslands, var gift Magnúsi Böðvarssyni lækni en þau skildu og eru böm þeirra Viðar, Lárus, Ágústa, og Helga Lilja. Systir Jórunnar var Drífa Viðar, f. 5.3. 1920, d. 19.5. 1971, rithöfundur og listmálari, var gift Skúla Thoroddsen augnlækni sem er lát- inn og eru börn þeirra Einar lækn- ir, Theodóra meinatæknir, Guð- mundur listmálari sem er látinn og Jón teiknikennari. Foreldrar Jórunnar vora Einar Viðar Indriðason, f. 15.8. 1887, d. 28.5. 1923, söngvari og bankaritari í Reykjavík, og Katrín Viðar, f, Norð- mann 1.9. 1895, d. 27.4. 1989. Síðar giftist Katrín Jóni Sigurðssyni, f. 15.5. 1895, d. 16.1. 1979, skólastjóra Laugamesskóla. Ætt Systkini Einars: Gunnar Viðar bankastjóri; Guðrún Indriðadóttir leikkona, móðir Hersteins Pálssonar ritstjóra; Eufemía Waage, móðir Indriða Waage leikara; Ingibjörg Thors, gift Ólafi forsætisráðherra, amma Guðrúnar Pétursdóttur lekt- ors; Lára, píanóleikari í Kaup- mannahöfh; Marta leik- kona, móðir Hildar Kalman leikkonu. Einar var sonur Ind- riða, leikritaskálds og hagfræðings, bróður Gísla, pr. í Stafholti, afa Ólafs Sverrissonar kaupfélagsstjóra í Borg- arnesi. Annar bróðir Indriða var Halldór, b. á ípishóli, langafi Vil- hjálms Egilssonar alþm. og Álftagerðis- bræðra. Indriði var sonur Einars, b. á Húsabakka í Skagafirði, Magnús- sonar, pr. í Glaumbæ. Móðir Einars á Húsabakka var Sigríður Halldórs- dóttir Vídalín, systir Reynisstaða- bræðra. Móðir Indriða var Eufemía, systir Konráðs Fiölnismanns, Gísla- dóttir, fræðimanns Konráðssonar. Móðir Einars Viðar var Marta, systir Kristjönu, móður Jóns, söng- stjóra Fóstbræðra og Péturs borgar- stjóra Halldórssonar, fóður Halldórs teiknara. Önnur systir Mörtu var Anna, móðir Emils Thoroddsen tón- skálds og Kristínar, móður Þorvalds Steingrímssonar fiðluleikara. Þriðja systir Mörtu var Kirsten, móðir Guðrúnar Lárusdóttur alþm. Marta var dóttir Péturs, dómorganista og ættfóður Guðjohnsenættar, og Guð- rúnar Sigríðar Knudsen, systur Kirstine, móður Sveinbjörns Svein- björnssonar tónskálds. Önnur systir Guðrúnar Sigríðar var Ane Margrethe, formóðir Leifs Þórarins- sonar tónskálds og Þorbjargar, konu Jóns Leifs. Guðrún Sigríður var dóttur Lauritz, kaupmanns í Landa- koti í Reykjavík, ættföður Knudsenættar, og Margrétar Hölter. Systkini Katrínar voru Jón Norð- mann píanóleikari, lést ungur; Kristín Norðmann, briddskennari, kona Páls ísólfssonar og móðir Ein- ars Pálssonar, leikstjóra og fræði- manns, og Þuríðar söngkonu, móður Guðmundar Páls Arnarsonar briddsmeistara; Ásta Norðmann list- dansari, móðir Árna Egilssonar, bassaleikara og tónskálds í Los Ang- eles; Jórunn Norðmann píanóleik- ari; Óskar Norðmann, söngvari og stórkaupmaður. Faðir Katrínar var Jón Steindór Norðmann, kaupmaður og útgerðar- maður á Akureyri, Jónssonar Norð- mann, pr. og fræðimanns á Barði, Jónssonar, b. á Krakavöllum, bróð- ur Vatnsenda-Rósu. Móðir séra Jóns var Margrét, dóttir Jóns, pr. og skálds á Bægisá, Þorlákssonar. Móð- ir Jóns Steindórs var Katrín, systir Margrétar, móður Jóns Þorláksson- ar forsætisráðherra. Önnur systir Katrínar var Guðrún, amma Sigurð- ar Nordal, foður Jóns tónskálds. Katrín var dóttir Jóns, pr. á Undir- felli, Eirikssonar. Móðir Katrínar var Björg, systir Ragnheiðar, ömmu Einars Benediktssonar skálds. Björg var dóttir Benedikts Vídalín, bróður Reynisstaðabræðra. Móðir Katrinar var Jórunn Norð- mann, systir Páls borgarstjóra, foð- ur Einars Baldvins prófessors, fóður Sigríðar pianóleikara og Páls, jarð- eðlisfræðings og sellóleikara. Annar sonur Páls var Ólafur, faðir Kjart- ans tónskálds og Unnar veðurfræð- ings. Dóttir Páls var Kristín, amma Helgu Þórarinsdóttur lágfiðluleik- ara og Eddu leikkonu. Jórunn var dóttir Einars, alþm. og hreppstjóra á Hraunum í Fljótum, Guðmundsson- ar, hákarlaformanns á Hraunum, bróður Baldvins Einarssonar þjóð- frelsismanns. Móðir Jórunnar var Kristín Pálsdóttir, sálmaskálds í Viðvík. Jórunn fagnar afmælinu með út- gáfutónleikum í íslensku óperunni á morgun kl. 17.00 í tilefni af útgáfu geisladisks með sönglögum hennar. Jórunn Viðar. Þórey Sverrisdóttir um beggja og tveimur unglingum. Þau voru síðan aftur búsett í Vík en stunduðu búskap á Höfðabrekku- hálsi. Sl. þrjá áratugi hefur Þórey búið í Kópavogi og starfaði hún þá um árabil í niðursuðuverksmiðj- unni ORA. Fjölskylda Þórey giftist 26.11. 1927 Bárði Jóns- syni, f. 28.3. 1895, nú látinn. Hann var sonur Jóns Ámasonar og Valgerðar Bárðardóttur, bænda í Kárhólma í Hvamshreppi í Mýrdal. Börn Þóreyjar og Bárðar eru Sigrún Sesselja, f. 3.3. 1928, en maður hennar er Einar Pétursson og eiga þau fjórar dætur og níu bamaböm; Jón Þóarinn, f. 10.5.1930, en kona hans var Sigurleif Sigurjóns- dóttir en þau skildu og eiga þau einn son; Oddný Jóna, f. 6.10.1931, en mað- ur hennar er Gísli Gunn- ar Magnússon og eiga þau firnm börn og þrettán barnaböm; Ágúst, f. 12.4. Þórey sverrisdóttir. 1934, d. s.á. Þórey á fjögur börn, tiu ömmubörn ir, f. 12.10. og tuttugu og tvö langömmubörn eða sam- tals þrjátíu og sex afkom- endur. Systkini Þóreyjar em nú öll látin. Þau voru Oddur, f. 1891; Bjami, f. 1894; Sigurður, f. 1895; Guðjónina, f. 1897; Guðný, f. 1900; óskirður, f. 1902. Foreldrar Þóreyjar voru Sverrir Bjarnason, f. 23.11. 1860, d. 16.6. 1931 bóndi í Hraubæ í Álfta veri, og Oddný Jónsdótt 1863, d. 26.1.1938, húsmóöir Kristján Jóhannesson Kristján Jóhannes- son, skólastjóri og sjúkranuddari, Dalseli 18, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Kristján fæddist á Akranesi en ólst upp í Ytri-Njarðvík. Hann stundaði nám við Iðn- skólann í Keflavík, lauk sveinsprófi í húsasmíði 1969, öðlaðist meistara- réttindi 1973, lauk námi í svæðameðferð og almennu nuddi 1977, lauk kennaraprófi frá KHÍ 1983, hefur leyfisbréf sem sjúkra- nuddari frá 1987, stundaði nám við Sjúkraþjálfunarskóla Kaupmanna- hafnar 1982 og 1983 og hefur diplomu frá The Icelandic Cyriax Institute of Ortopoedic Medicin frá 1995. Kristján stundaði húsasmíðar á árunum 1968-71, var fram- kvæmdastjóri bygging- arfyrirtækisins HKJ hf. í Keflavík 1971-74, jafn- framt kennari við Barnaskóla Njarðvíkur 1970-74, var húsasmið- ur við Sigölduvirkjun 1974-75, var starfsþjálfi með þroskaheftum í Bjarkarási 1975-76, kennari við Þjálfunar- skóla ríkisins 1976-80, skólastjóri þar 1980-91, jafnframt kennari við Nuddskóla íslands 1984 og 1985-87, jafnframt skólastjóri þar 1985-87, stundaði kennslu í svæða- meðferð 1979-87 og hefur verið skólastjóri Nuddskólans í Reykjavík frá 1994, er stundakennari við hjúkrunardeild Háskólans á Akur- eyri frá 1994 og kennari og skóla- stjóri Svæða- og viðbragðsmeðferða- skóla Islands frá 1997. Þá hefur hann verið sjúkranuddari við Sjúkranudd Reykjavíkur og for- stjóri Nuddstofu Reykjavíkur frá 1994. Kristján hefur verið formaður Fé- lags um svæðameðferð og Félags ís- lenskra nuddara og er nú formaður Félags íslenskra sjúkranuddara. Fjölskylda Fyrri kona Kristjáns var Guðrún Ragna Jónsdóttir. Dóttir Kristjáns og Guðrúnar er Inga Sif Kristjánsdóttir, f. 1972, gjaldkeri í íslandsbanka, búsett í Kópvogi en sambýlismaður hennar er Almar Öm Hilmarsson. Fósturdóttir Kristjáns er Anna Helga Bjarnadóttir, f. 1968, húsmóð- ir í Vestmannaeyjum en maður hennar er Wilhelm Andersen. Seinni kona Kristjáns var Selma Sigrún Gunnarsdóttir. Börn Kristjáns og Selmu Sigrún- ar eru Eva Guðrún Kristjánsdóttir, f. 1982; Kristján Freyr Kristjánsson, f. 1985. Fósturdóttir Kristjáns er Sigur- laug Rósa Guðjónsdóttir, f. 1979. Alsystkini Kristjáns eru Oddný Sigrún, f. 1954, þroskaþjálfi, búsett í Hafnarfirði; Jón Már, f. 1962, raf- virki i Reykjavík. Hálfsystkini Kristjáns, samfeðra, eru Berghildur, f. 1943, ritari í Reykjavík; Einar, f. 1985. Foreldrar Kristjáns: Jóhannes Björnsson, f. 1925, fyrrv. innkaupa- stjóri á Keflavíkurflugvelli, og Ingi- leif Aðalheiður Kristjánsdóttir, f. 1925, d. 1989, húsmóðir. Ingileif var frá Einarslóni á Snæ- fellsnesi en Jóhannes frá Goðdölum í Skagafirði. Kristján Jóhannesson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.