Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Síða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Síða 63
JO’V’ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 71 lil hammgju meö af- mælið 6. desember 90 ára Diðrik Diðriksson, Grænumörk 1, Selfossi. Þuríður Sigurðardóttir, Klausturhólum I, Klaustri. 85 ára Þórunn Eggertsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Gissur Sigurösson, Grundargerði 11, Reykjavík. Anna Eliasdóttir, Boðahlein 26, Garðabæ. Kristín Ásgeirsdóttir, Bakkahlíð 39, Akureyri. 80 ára Þuríður Eyjólfsdóttir, Kleppsvegi 4, Reykjavík. Gunnfríður Guðjónsdóttir, Höfða, Akranesi. 75 ára Árni Valdimarsson, Rauðalæk 25, Reykjavik. Þórunn Ingvarsdóttir, Rauðalæk 27, Reykjavik. Ragnar Guðjónsson, Bakkaseli 8, Reykjavík. 70 ára Jakobína Finnbogadóttir, Aragötu 4, Reykjavík. Vigdís Pétursdóttir, Hraunbæ 9, Reykjavík. Jóna Guðbjörg Steinsdóttir, Rauðhömrum 12, Reykjavík. Kristín Runólfsdóttir, Ásbrandsstöðum, Vopnafirði. Björgvin Jónsson, Mýrargötu 23, Neskaupstað. 60 ára Gísli Gíslason, Vesturstr. 15,Seltjarnarnesi. Agnes Ingvarsdóttir, Heiðartúni 4, Garði. Áslaug Hjartardóttir, Heiðarbraut 59, Akranesi. Lilja Steindórsdóttir, Varmalandi, Hvammstanga. Böðvar Sigurjónsson, Túngötu 63, Eyrarbakka. 50 ára Guðrún I. Gunnarsdóttir, Öldugötu 30a, Reykjavik. Halldór Ben Jónsson, Nökkvavogi 24, Reykjavík. Magnús Einarsson, Meðalholti 11, Reykjavík. Kristján Jóhannesson, Dalseli 18, Reykjavík. Guðný Gxmnarsdóttir, Stelkshólum 6, Reykjavík. Agnes Sigurgeirsdóttir, Frostafold 21, Reykjavík. Rúnar Benjamínsson, Túnbrekku 1, Ólafsvík. Linda Rós Kristjónsdóttir, Kjarrholti 3, ísafirði. Bjamey S. Hermundsdóttir Tunguseli, Þórshöfn. Þórarinn Hallsson, Rangá 2, Egilsstöðum. 40 ára Logi Úlfljótsson, Efstasundi 27, Reykjavík. Jón Örn Kristleifsson, Ægissíðu 68, Reykjavík. Auður Pétursdóttir, Austurstr. 8, Seltjarnarnesi. Áslaug Jónsdóttir, Melabraut 13, Seltjarnamesi. Þorsteinn Helgason, Ástúni 8, Kópavogi. Helgi Sigurðsson, Lyngmóum 8, Garðabæ. Hildur Guðrún Hákonardóttir Krossholti 8, Keflavík. HaUdór Karl Hermannsson, Báragötu 15, Akranesi. Friðgerður A. Þorsteinsdóttir Pólgötu 8, ísafirði. Sigurgeir Jóhannsson, Bleiksárhlíð 19, Eskifirði. Einar Guðni Þorsteinsson, Ytri-Sólheimum 2 871 Vik. Sigmundur Magnússon Sigmundur Óli Reykjalín Magn- ússon, vélfræðingur, fyrrv. um- dæmisstjóri hjá Vinnueftirliti rík- isins á Norðurlandi eystra, Furu- lundi 13 F, Akureyri, varð sjötíu og fimm ára í gær, 4.12. Sigmundur er fæddur á Syðri- Grenivík í Grímsey og ólst upp í Grímsey. Hann fór sextán ára að læra vélsmíði hjá Ólsen á Siglu- firði og seinna fór Sigmundur í þrjá vetur til náms í Vélskóla ís- lands í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1953. Sigmundur fór til sjós við Gríms- ey ásamt bræðrum sínum. Hann hóf störf 1947 hjá Kveldúlfi hf. á Hjalteyri við síldarverksmiðjuna og vann þar fram að námstímanum í Vélskólanum og svo aftur eftir að honum lauk og fram til 1967 og þá sem vélstjóri. Hann vann þar jafn- framt í öúum leyfum frá námi. Sigmundur fluttist til Akureyrar 1967 og varð umboðsmaður hjá 01- iufélaginu Skeljungi. Árið 1972 varð hann umdæmisstjóri hjá Ör- yggiseftirliti ríkisins á Norð- urlandi eystra sem siðar varð Vinnueftirlit ríkisins. Hann lét af störfum hjá Vinnueftirlitinu 1993. Sigmundur var stundakennari við Iðnskólann á Akureyri og Meistaraskólann. Um árabil var hann prófdómari við Vélskólann á Akureyri. Sigmundur er virkur félagi í Oddfellowreglunni á Akureyri. Fjölskylda Sigmundur kvæntist 2.9. 1950 Guðrúnu Önnu Kristjánsdóttur, f. 2.9. 1931, húsmóður. Foreldrar hennar voru Kristján Guðmundur Eggertsson, Jochumssonar, f. 1893, d. 1963, síðast útibússtjóri KEA í Grímsey, og Guðrún Þórný Jóhann- esdóttir, f. 1896, d. 1935, húsfreyja. Börn Sigmundar og Guðrúnar Önnu: Þórir Ottó, f. 12.12. 1950, d. 3.2. 1973, hann eignaðist einn son, Þóri Sigmund, íþróttakennara á Selfossi, í sambúð með Guðrúnu Gísladóttur, sonur hennar er Atli Jakob; Þórný Kristín, f. 11.5. 1954, skrifstofumaður, hún á tvö börn, Björn Þór og Örnu Rún; Stefanía Gerður, f. 9.6. 1958, háskólanemi, gift Helga Jóhannessyni verkfræð- ingi, þau eiga fjögur börn, Önnu Kristínu, Magnús Gunnar, Jónínu Björgu og Helgu Þóru; Sigrún Hulda, f. 4.3. 1963, ferðamálafræð- ingur, sambýlismaður hennar er Finnbogi Rútur Jóhannesson, iðn- rekstrarfræðingur, þau eiga þrjá syni, Einar Jóhannes, Þórir Frey og Finnboga Rút. Systkini Sigmundar: Ingibjörg Hulda, f. 1922, hún lést sextán ára gömul; Jóhannes Höskuldur, f. 20.5. 1925, útvegsbóndi í Grímsey, kvæntur Guðrúnu Sigfúsdóttur, þau eignuðust átta börn en tvö eru látin; Jón Stefán, f. 6.10. 1926, bíl- stjóri á Ólafsfirði, kvæntur Rögnu Karlsdóttur, þau eiga sex börn; Bjarni, f. 1927, hann dó nokkurra daga gamall; Bjarni Reykjalín, f. 30.6. 1930, hreppstjóri, rafstöðvar- stjóri og vitavörður I Grímsey, kvæntur Vilborgu Sigurðardóttur, símstöðvarstjóra og veðurathugun- armanni, þau eiga fimm börn; Jór- unn Þóra, f. 21.6. 1932, húsmóðir, gift Einari Þorgeirssyni, verkstjóra í Grímsey, þau eiga þrjú börn. Foreldrar Sigmundar: Magnús Stefán Símonarson, f. 8.10. 1899, d. 1.6. 1969, hreppstjóri í Grímsey, og k.h., Siggerður Bjarnadóttir, f. 1.9. 1900, d. 26.10. 1993, húsmóðir. Þau bjuggu í Sigtúni í Grímsey. Ætt Foreldrar Magnúsar Stefáns voru Símon Jóhannes Jónsson, b. á Sauðakoti á Upsaströnd, og kona hans, Jórunn, dóttir Magnúsar, b. í Sauðakoti, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. Magn- ús var sonur Jóns Sigurðssonar, útvegsb. á Böggvisstöðum, Jóns- sonar, og Sólveigar Benediktsdótt- ur. Símon var sonur Jóns Símonar- sonar, b. á Lækjarbakka, og konu hans, Ingiríðar Jónsdóttur. Foreldrar Siggerðar voru Bjarni Gunnarsson, sjómaður frá Hóli í Þorgilsfirði, og kona hans, Inga Jó- hannesdóttir, en hún varð tæpra hundrað og eins árs. Systir Ingu var Guðrún, kona Snorra skóla- stjóra á Akureyri og móðir Jóhann- esar flugstjóra. Foreldrar Ingu voru Jóhannes Jónsson, b. á Þönglabakka í Þorgeirsfirði, og Guðrún Hallgrímsdóttir úr Fjörð- um. Aslaug Hjartardóttir Áslaug Hjartardóttir, hárgreiðslu- meistari, Heiðarbraut 59, Akranesi, verður sextug á morgun. Starfsferill Áslaug fæddist á Stóru-Þúfu í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi og ólst upp á Snæfeflsnesinu og á Akranesi frá átta ára aldri. Hún gekk í barna- og gagnfræðaskóla á Akranesi, stundaði síðan nám við Iðnskólann í Reykjavík, lærði hár- greiðslu hjá Minnu Breiðfjörð í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1961 og öðlaðist meistararéttindi 1964. Áslaug vann við iðn sina í Reykjavík og síðan á Akranesi. Hún rak hárgreiðslustofu á Akranesi og vann einnig hjá Hárgreiðslustofu Fjólu. Frá 1985 hefur hún veitt for- stöðu hárgreiðslustofu Dvalarheim- ilisins Höfða á Akranesi. Áslaug var í prófnefnd sveins- prófa um áraraðir. Hún var í Sinawikklúbbi Akraness og Soroptimistaklúbbi Akraness og gegndi trúnaðarstörfum í báðum klúbbunum. Fjölskylda Áslaug giftist 31.12. 1961 Bjama Ó. Árnassyni, f 13.2. 1939, rafvirkja, syni Árna H. Árnasonar, vélstjóra og verslunarmanns, og Steinunnar Þórðardóttur húsmóður. Börn Áslaugar og Bjarna eru Sig- ríður Ása Bjarnadóttir, f. 14.11. 1964, leikskóla- starfsmaður á Akranesi en maður hennar er Einar B. Helgason og eiga þau þrjú börn; Steinunn Birna Bjarna- dóttir, f. 16.12.1966, leik- skólakennari í Gauta- borg, Svíþjóð en maður hennar er Hossein Ghaffari læknir og á hún einn son frá fyrra hjónabandi. Systkini Áslaugar eru Magnes Signý, f. 28.6. 1922, d. 24.10. 1970; Hannes, f. 8.6. 1924; Einar, f. 20.6. 1926; Þorsteinn, f. 1.9. 1928; Sig- ríður, f. 18.9. 1930; Þórey, f. 29.5. 1932, d. 10.10. 1996; Jón, f. 9.9. 1934. Foreldrar Áslaugar voru Hjörtur Líndal Hannesson, f. 18.4. 1899, d. 12.11. 1978, bóndi á Stóru-Þúfu í Mikla- holtshreppi, og verka- maður á Akranesi, og Sigríður Einarsdóttir, f. 21.7. 1896, d. 26.8. 1991, húsfreyja. Áslaug tekur á móti ættingjum og vinum i sal Fjölbraut- askóla Vesturlands, þann 6.12. kl. 16.00. Agnes Unnur Ingvarsdóttir Kohberger Agnes Unnur Ingv- arsdóttir Kohberger, Heiðartúni 4, Garði, verður sextug á morg- un, 6.12. Starfsferill Agnes fæddist í Garði og ólst þar upp. Hún flutti ung til Bandaríkj- anna og var þar búsett í þrjátíu og fjögur ár. Agnes lærði hár- Agnes U.l. Kohberger. greiðslu í Bandaríkjun- um, starfaði þar við flugvélaviðgerðir, ásamt manni sínum og var barþjónn um skeið. Hún hefur starfað við officeraklúbbinn á Keflavikurflugvelli undanfarin þrjú ár. Fjölskylda Agnes Unnur giftist 20.7. 1961 Thomas E. Kohberger flugvirkja sem lést 18.4. 1993. Dóttir Agnesar Unnar og Thomas er Kathleen Margret Depelisi, hús- móðir i Flórída, gift Glenn Depelisi og eru börn þeirra Christfer, Lauren og Glenn Thomas. Systkini Agnesar Unnar eru Guð- björn V. Ingvarsson, skipstjóri í Garði; Hafsteinn Ingvarsson, skrif- stofumaður í Keflavík; Sigurður Ingvarsson, oddviti og rafvirkja- meistari í Garði; Kristjana Ingvars- dóttir, smurbrauðsdama í Hafnar- firði; Helgi Ingvarsson, dó í barn- æsku; Matthildur Ingvarsdóttir, rit- ari í Garði; Ingvar Jón Óskarsson, verkstjóri í Garði. Foreldrar Agnesar Unnar voru Ingvar Júlíusson, f. 5.12. 1912, d. 11.3. 1992, verkamaður á Bjargi í Garði, og Halldóra Jóna Valdimars- dóttir, f. 2.7. 1913, d. 4.12. 1995, hús- móðir. Agnes tekur á móti ættingjum og vinum á heimili systur sinnar að Sunnubraut 1, Garði, frá kl. 17.00 á afmælisdaginn. ÁTVR í átaksverkefninu ísland án eyturlyfja: Vilja forða unglingum frá áfengi Sett hafa verið upp auglýsinga- skilti á öllum útsölustöðum ÁTVR með áskorun um að kaupa ekki áfengi fyrir unglinga. Verkefnis- stjórn áætlunarinnar ísland án eit- urlyfja, ÁTVR og Landssamtökin Heimili og skóli standa sameigin- lega að átakinu. “Stjórn ÁTVR hefur ákveðið að fyrirtækið verði sýnilegra í forvöm- um,“ sagði Hildur Petersen, formað- ur stjórnar ÁTVR. „Við ætlum að leggja áherslu á að afgreiðslufólk biðji um persónuskilríki ef einhver vafi leikur á um aldur þeirra sem era að versla. Við viljum að það verði jafn sjálfsagður hlutur að biðja um persónuskilríki eins og debetkort." Dögg Pálsdóttir, formaður ísland án eiturlyfja, sagði að áfengisneysla meðal unglinga væri talsvert mikil. Jóhann Hlíöar Haröarson, fram- kvæmdastjóri hjá Landssamtökun- um Heimili og skóli, Hildur Peter- sen, formaöur stjórnar ÁTVR, og Dögg Pálsdóttir, formaður ísland án eiturlyfa, meö auglýsingaskilti sem hanga nú í öllum útsölustööum ÁTVR. DV-mynd E.ÓI. „Við eram að reyna að hafa áhrif á það mikla umburðarlyndi sem hér ríkir gagnvart áfengisneyslu ung- linga undir lögaldri. Það er jafnvel algengt að unglingar yngri en 16 ára hafi orðið ölvaðir." Niðurstöður alþjóðlegrar saman- burðarkönnunar sýna að íslenskir unglingar lenda oftar í alvarlegum vanda vegna áfengisneyslu en jafn- aldrar þeirra í öðrum löndum Evr- ópu. íslensk ungmenni verða oftar fyrir ógætilegri kynlífsreynslu en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum. Þau eru í fjórða sæti þegar spurt er um aðild að slagsmálum vegna eigin áfengisneyslu og í efsta sæti þegar spurt er hvort stolið/ rænt hafi ver- ið frá þeim vegna eigin áfengis- neyslu. Þess má geta að kannanir sýna að því fyrr sem unglingar byrja að prófa áfengi því hættara er þeim við að prófa ólögleg vímuefni. Sam- kvæmt upplýsingum frá meðferðar- stofnunum er aukin vímuefnaneysla unglinga 16 til 20 ára m.a. afleiðing ótímabærrar áfengisneyslu nemenda á grunnskólaaldri. -SJ Vilborgarsjóður Starfsmannafélagsins Sóknar Hin árlega úthlutun úr Vilborgarsjóði hefst mánudaginn 7. desember nk. og stendur til föstudagsins 18. desember 1998. Upplýsingar um úthlutunarreglur og afgreiðslu fást á skrifstofu Sóknar, Skipholti 50a, sími 568 1150. Stjórn Starfsmannafélagsins Sóknar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.