Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Page 67

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Page 67
IjV LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 Alan Parker ásamt leikurum við tökur á The Commitments. Bugsy Malone, söngleik sem gerði grín að bannáraglæponamyndum og hafði börn í öllum hlutverkum. Myndin þótti afar frumleg og sér- stök og vakti allmikla athygli á leik- stjóranum, sem kom sér síðan í fremstu röð meðal ungra leikstjóra með næstu mynd sinni, Midnight Express (1978), sem var jafn óvægin og dramatísk og Bugsy Malone var léttúðug. Myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir bestu leik- stjóm og bestu mynd, og Oliver Sto- ne fékk óskar fyrir handrit sitt að myndinni. Enn sneri Alan Parker við blað- inu og gerði næst sölumynd fyrir Hollywood, Fame (1980), sem náði miklum vinsældum og varð kveikj- an að sjónvarpsþáttunum frægu sem voru einmitt sýndir hér í sjón- varpinu við góðan orðstír. Næst gerði hann raunsæislegt skilnaðar- drama, Shoot the Moon (1982) og síð- an kvikmyndaútgáfuna af rokkplötu Pink Floyd, The Wall (1982). Birdy (1985) er eitt af meistaraverkum hans og vann m.a. til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes, en Angel Heart (1987) fékk misjafnar viðtökur, m.a. vegna rysjótts hand- rits. Kynþáttadramað Mississippi Burning (1988) aflaði honum ann- arrar óskarsverðlaunatilnefningar sem besti leikstjóri. Come See the Paradise (1990) féll fljótt i gleymsku, en tónlistarmyndin The Commit- ments (1991) um irskt soul-band sló í gegn um allan heim. The Road to Wellville (1994) um heilsuræktar- kónginn Kellogg þótti lítið merkileg, en söngvamyndin Evita (1996) vakti heilmikið umtal sem átti mestan þátt í að söngleikurinn var settur upp hér á landi. Fjölhæfur leikstjóri Eins og sjá má af upptalningunni hér að ofan er Alan Parker ekki mikið fyrir að hjakka í sama farinu og sú mynd sem hann er að gera í hvert skiptið er allt öðruvísi en sú sem hann gerði síðast. Áherslan á sjónræna þáttinn, og hugvitsamleg notkun hans til að koma dramatík- inni í sögunni til skila, er þó höf- undareinkenni sem sjá má á öllum mynda hans, og hann er auðvitað þekktur fyrir tónlistarást sína. Fimm af tólf myndum hans (Bugsy Malone, Fame, Pihk Floyd The Wall, The Commitments og Evita) byggja að miklu leyti á tónlist á einn eða annan hátt, en jafnvel þær myndir eru mjög ólíkar hver annarri. For- vitnilegt verður að sjá hvernig mynd það verður sem hann ætlar að gera næst en sú mun heita Angela’s Ashes, og í aðalhlutverkum verða Robert Carlyle og Emily Watson. -PJ fjjgyndbönd ** Myndband vikunnar The Man Who Knew too Little SÆTI FYRRI VIKA J |VIKUR fl LISTA) j J i 2 i TITILL ! ÚTGEF. RJHHHHI J TEG. j 1 j, 1 U.S. Marshals J WamerMyndir ! Spenna 2 i J 3 J í 2 : j j Wild Things j j Skífan , LVV j j Spenna j 3 2 1 3 J i 3 J Armageddon SamMyndbönd J Spenna 4 i Ný j j J 1 ! J J For Richer Or Poorer j J CICMyndbönd J J Gaman j 5 j j 5 J . ! j 4 j Martha, MáÉgKynna.... j Háskólabíó j Gaman 6 i 7 1 ” * i 5 i | J U-Tum Skrfan J MSSBM 1 Spenna J 7 I 4 í Ný ) j 7 J The Wedding Singer J Myndfoim j J Gaman 4 _ • „ 8 J J J 1 1 j * j j j Midnight In The Garden.. J WamerMyndir j Spenna J 9 i 9 : 3 : The Newton Boys J Skffan j Spenna 10 J Ný : i : j j Breast Men i j Skrfan ) J ) Gaman 11 1 6 J 5 J j 3 j Deep Impact ! CIC Myndbönd Spenna 12 1 ^ j j J 3 J j J Blues Brothers 2000 i j CIC Myndbönd j 1 Gaman t 13 j Ný J i J j 1 J Nightwatch i Skffan J j Spenna 14 i « i i i Stargate SG-1 . j WamerMyndir J j - Spenna l 15 u ! 4 i Mimic J Skffan J Spenna 16 i i 10 1 6 1 j 6 J J J Sphere j WamerMyndir l •J‘ J Spenna j 17 1 12 : 4 : The Patriot Myndform ! Spenna 18 i Ný i i : J J TheOppositeOfSex j J Skffan J Vil ! J Gaman j . . 19 i 14 J C J j b j OutToSea i Skífan i Gaman 20 ! 17 j j J 9 J Hard Rain i ! Skífan J Spenna Vikan 24. - 30. nóvember Nokkrar rnyndir Alan Parker Bugsy Malone (1976) ★★★ Krakkar leika gangstera með byssur sem skjóta rjómakök- um. Skemmtilegt byrjendaverk og klassísk mynd fyrir alla aldurs- hópa. Þeir yngri geta lifað sig inn í persónurnar og þeir eldri ættu að kunna að meta háðið. Pink Floyd the Wall (1982) ★★★★ Tónlist og kvikmynd hafa aldrei verið spunnin jafti vel sam- an. Besta dæmi sem til er um notkun mynd- máls til að leggja áherslu á tónlist. Breytist í teikni- mynd þegar þannig liggur á leikstjóranum. Virkar eins og langt tónlistar- myndband en heldur þó saman sögunni og slepp- ir aldrei athygli áhorfandans. Birdy (1984) ★★★★ Frábært drama um strák með fúglaáráttu sem flýr inn í eig- in heim þegar hann ræður ekki við þann ytri. Matthew Modine og Nicolas Cage frábærir í aðalhlut- verkunum. Angel Heart (1987) ★★★★ Oft ansi groddaleg mynd og fræg fyrir blóðugt samfaraat- riði með Lisa Bonet úr Fyrir- myndarfóður-þáttunum. Bill Cosby bar aldrei sitt barr eftir og Lisa Bonet losnaði aldrei við óþekku- stelpu-stimpilinn. Mögnuð, leynd- ardómsfull og grípandi. Missisippi Burning (1988) ★★★ Háalvarlegt drama um kyn- þátta- erjur á sjö- unda ára- tugn- um. Vakti mikla lukku en mér fannst hún þó heldur lang- dregin. Evita (1996) ★ Langdregin og leiðinleg skraut- sýning. Mér hefur aldrei hugnast þetta klassíska söngleikjaform og enn síður eftir þessa hörmung. Fallegur jólapakki, en gleymdist að setja gjöfina inn í hann. -PJ The Commitments. Bill Murray í stuði Kaninn Wallace Ritchie (Bill Murray) ákveður að heimsækja bróður sinn, James (Peter Gallagher), til London í tilefhi afmælis síns. Kvöldið sem hann kemur er James aftur á móti með mjög mikilvægt kvöldverðarboð fyrir þýska við- skiptamenn. Og þar sem honum er fullljós galgopa- háttur bróður sins og húmorsleysi Þjóðverja, tekur hann þá „skynsam- legu“ ákvörðun að bjóða honum upp á það nýjasta í leik- listarlífi þeirra Breta. Þar er um að ræða ákveðna tegund leikhúss þar sem Wallace verður þátttak- andi í dramatískri glæp- astarfsemi. Fyrir ótrú- lega tilviljun hefst leik- ritið í sama símaklefa og útsendari spilltra emb- ættismanna á að nálgast skilaboð yfirboðara sinna. Ritchie fær síðan að sjálfsögðu skilaboð útsendarans og er því óafvitandi orðinn þátttakandi í útsmognu sam- særi. Líkt og gefur að skilja lendir Ritchie i ævintýralega svæsnum að- stæðum, en úr þeim leysir hann með bros á vör að hætti góðra leik- Bill Murray leikur Amerfkanann Wallace Ritchie sem lendir í óvæntum ævintýrum í London. rHE ara. Þótt The Man Who Knew too Little vísi vítt og breitt í vel kunnar kvikmyndir (sbr. titil- inn), er vart hægt að flokka hana með mynd- um á borð við Hot Shots og Spy Hard sem ganga einungis út á afbökun þekktra atriða. Það er einnig forvitnilegt að leikstjórinn, Jon Amiel, hefur unnið mjög markvisst með hefðina í myndinni Copycat (sbr. titilinn), sem er þó allt annars konar kvik- mynd. Hér er það gamanið sem ræð- ur ríkjum og er Bill Murray kjörinn í hlutverk „spæjarans" Ritchie. Og reyndar er hægt að einfalda hlutina æði mikið og segja hreinlega að að- dáendur leikarans muni hafa gam- an af myndinni en aðrir ekki. Það mætti vissulega eyða orðum í aðra leikara, kvikmyndatöku, lýsingu o.s.frv. En þótt það sé ljótt að segja það skipta þessir þættir takmörk-' uðu máli. „Fílarðu" Bill Murray eða „filarðu" Bill Murray ekki, það er spurningin. Útgefandi: Warner-myndir. Leik- stjóri: Jon Amiel. Aöalhlutverk: Bill Murray, Peter Gallagher og Joanne Whalley. Bandarísk, 1997. Lengd: 94 mín. Öllum leyfð. Björn Æ. Noröfjörö-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.