Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Síða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1998, Síða 72
 *m MJiák I >7 Æíi lm§ fryrlr klzviao Ci lcm^ara FRETTASKOTI0 | SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 Umdeilt uppboð í dag: Jólaverslun rústuð Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis efnir til útsölu í dag á raf- tækjum af lager þrotabús Radíóbúð- arinnar. Mikill urgur er í röðum raftækjasala í borginni vegna þess- arar útsölu, sem þeir telja með öllu ólöglega. Samkeppnisstofnun og Neytendasamtökunum var heldur ekki skemmt í gær þegar vitnaðist um útsöluna. Ástæðan er ekki sú að þama geta menn fengið sér sjón- varpstæki fyrir 30 þúsund sem kost- ar 100 þúsund á Akureyri. Heldur er ástæðan sú að kaupendur tækjanna eru látnir skrifa undir yfirlýsingu þar sem seljandi firrir sig allri ábyrgð á hlutnum. Þetta telur Sam- keppnisstofnun ekki halda gagnvart neinum lögum. íslandsbanki seldi sinn hluta af góssinu á uppboði nýlega til raf- tækjasala sem selja með fullri ábyrgð. Kaupmenn sögðu í gær að nú væri „Miklagarðsleiðin" farin - og jólamarkaður fjölmargra búða rústaður. -JBP Ráðherra og ráðuneytisstjóri vildu ekki hitta þá Valdimar Jóhannesson, lengst tii hægri, og lögmann hans, Lúðvík Kaaber, þegar þeir komu í ráðuneytið klukkan 10 í gærmorgun. Lilja Tryggvadóttir, ritari Þorsteins, tók við nýrri umsókn um veiðileyfi úr hendi lögmannsins. DV-mynd E.Ól. Veörið á morgun: Hlýnandi veður A morgun, sunnudSg, verður sunnan- og suðaustanátt með hlýnandi veðri. Rigning eða súld verður sunnan og vestan til en úrkomulaust að mestu um landið norðaustanvert. Veöriö á mánudag: Urkoma um allt land nuaag verður sunnanstrekkmgur og rigning eðaslyaaa i Á mánuaag verðúr sunnanstrekkingúr ögnghihg < allt land, þó mest um landið sunnanvert. Fremur hlýtt verður í veðri. um mest- Veöriö í dag er á bls. 73. 19 dagar til jóla Spurning um lögmæti kvóta á ýmsar tegundir Kvótadómurinn gegn íslenska ríkinu veldur lækkun hlutabréfa: - segir Guðjón A. Kristjánsson. Hugrekki Hæstaréttar, segir lagaprófessor Gjafavörur í miklu úrvali Símar 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikfbng og gjafavörur ALLIR í BÁTANA1 Hæstaréttardómurinn í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ís- lenska ríkinu varð til þess að á Verðbréfaþingi íslands urðu sjávar- útvegsfyrirtæki fyrir verulegum lækkunum hlutabréfa. Meðal helstu lögmanna landsins og ekki síst pró- fessora við lagadeild Háskólans var dómurinn umræðuefnið. Prófessor- ar virtust sammála um að hér væri um að ræða merkasta dóm réttarins um áratugaskeið. Samkvæmt upplýsingum frá Verðbréfaþingi var lækkunin á hlutabréfum i gær ekki meiri en svo að það megi allt eins túlka sem svo að búið sé að verðmeta óviss- una. Úrvalsvísitalan lækkaði um tæplega 2,5% sem var með meira móti. Menn voru sammála um að alls ekkert hrun væri á bréfum. Sjávarútvegsfyrirtæki lækkuðu mest eða um allt að 6,5%. Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands, sagði í samtali við DV i gær að dómurinn vekti upp spurningar um það hvort kvótasetning ríkisins á stofna sem ekki væru vannýttir væri ólögleg. Þannig gætu tegundir, svo sem steinbítur, sild og margar fleiri sem ekki hefur veiðst upp í, ekki verið undir kvótakerfi vegna friðunarsjónarmiða. „Ég fæ ekki séð að hægt sé að leggja höft á atvinnufrelsi manna þar sem um slíkt er að ræða. Sam- kvæmt dómnum var allar götur óheimilt að setja undir kvóta þær tegundir sem ekki þurftu vemdun. Það er spurning hvort ekki hefur verið óheimilt að setja undir kvóta- kerfið stofna sem ekki voru ofveidd- ir,“ segir Guðjón. Jónatan Þórmundsson, lagapró- fessor við Háskóla íslands, sagði í gær að hér væri merkur dómur kveðinn upp. Stjórnmálamenn ættu að varast að gera lítið út þeim dómi eins og sér virtist þeir gera, hann mundi eflaust hafa víðtæk áhrif. „Menn velta fyrir sér hvaða munur er á veiðileyfum og kvóta og hvort dómurinn hafi tekið tillit til hinna ýmsu atriða. Sumir segja kvótakerf- ið hrunið, aðrir telja að svo sé ekki. Ég er sannfærður um að það verður látið reyna á ýmislegt í kjölfar dómsins," sagði Jónatan Þórmunds- son í gær. „Mér finnst Hæstiréttur sýna mikið hugrekki. Dómstólar eru að gera sig meira gildandi í þjóðfélags- þróuninni. Ekki era allir sammála því og telja að þeir eigi að vera held- ur til baka, hlédrægir. En þetta er farið að nálgast þróunina í Banda- ríkjunum," sagði Jónatan. -JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.