Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999
Fréttir
B^tinn sem biður réttarhalda vegna innflutnings á rúmum 2 þúsund e-töflum:
Arás á fanga kærð
Bretinn sem hefur verið ákærður
fyrir innflutning á rúmum 2 þúsund
e-töflum hefur verið kærður fyrir
líkamsárás á fanga á Litla-Hrauni.
Maðurinn hefur setið þar í gæslu-
varðhaldi frá því í september.
Meint árás átti sér stað við úti-
vistarsvæði fangelsisins. Fanga-
verðir urðu vitni að henni. DV
hefur ekki fengið upplýst hver til-
drög hennar voru, þau munu vera
óljós. Kæran gengur út á að Bret-
inn hafi ráðist skyndilega að ís-
lenskum fanga og skallað hann
harkalega i andlit þannig að við-
komandi vankaðist og lá á eftir.
Hann hlaut skurð á enni.
slenskur samfangi Bretans á
myndinni hefur kært hann fyrir að
skalla sig þannig að tennur
losnuðu. DV-mynd ÞÖK
Málið er í rannsókn hjá lögregl-
unni á Selfossi og hafa yfirheyrsl-
ur staðið yfir að undanfórnu. At-
burðurinn átti sér stað þann 1.
desember en kæran var lögð fram
tíu dögum síðar. Sá sem fyrir
árásinni varð hefur einnig lagt
fram kvartanir vegna hótana Bret-
ans í fangelsinu, þó ekki til lög-
reglu.
Eins og fram hefur komið í DV
hafa fangelsisyfirvöld og lögregla
talið ástæðu til að hafa stranga
gæslu með Bretanum þegar hann
hefur verið fluttur á milli staða,
t.a.m. frá Litla-Hrauni i Héraðs-
dóm Reykjavíkur. Við eitt slíkt
tækifæri, þegar verið var að fara
fram á framlenginu gæsluvarð-
halds, jós maðurinn svívirðingum
yfir fulltrúa ákæruvaldsins í dóm-
sal. Fjórir gæslumenn hafa jafnan
fylgt Bretanum á milli staða.
Ef efni þykja til að gefa út
ákæru á hendur manninum fyrir
líkamsárásina heimila lög að það
mál verði tekið fyrir samhliða
málarekstri ríkissaksóknara gegn
sakborningnum í fíkniefnamálinu.
Svokölluð aðalmeðferð í réttar-
höldum þess máls hefst 20. janúar.
Ekki er talið útilokað að rannsókn
lögreglu verði fulllokið fyrir þann
tíma. -Ótt
V
Dæluskúr Olís sem þakið fauk af í
vonskuveðri í gær. DV-mynd Arnheiður.
Vonskuveður
DV, Suðurnesjum.
í Sandgerði fuku jámplötur af
dæluskúr Olis sem stendur við höfn-
ina, á móts við gömlu hafnarvogina.
Sveinn Einarsson, starfsmaður Sand-
gerðishafnar átti leið um svæðið á bíl
sínum um tíuleytið í gærmorgun.
„Ég hefði ekki mátt vera sekúndu
seinna, þá hefði getað farið verr því
plötumar komu fljúgandi á móti mér.
Manni bregður náttúrlega við svona
en ég lagði bara bílnum og beið af mér
versta veðrið," sagði Sveinn. -AG
Ökumaður kastaðist út úr bíl sínum á tólfta tímanum í gær þegar hann var á ferð rétt fyrir utan bæjarmörkin við
Hólmsá. Maðurinn var ekki í belti og var bfll hans dreginn í burtu með kranabíl. Hann gekkst undir aðgerð á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur í gær. DV-mynd Hilmar Þór
Kokkur úr Landsbankanum slær í gegn á Litla-Hrauni:
Fangarnir hættir að strjúka
Á síðustu tveim árum hefur eng-
inn fangi gert tilraun til að strjúka af
Litla-Hrauni. Er það stökkbreyting
frá þvi sem áður var þegar fangar
léku lausum hala víða um suðvestur-
hornið. Fangaverðir þakka hertu ör-
yggi og betri aðbúnaði þessa já-
kvæðu þróun í fangelsinu.
Árið 1991 var metár i stroki fanga
þegar 20 fangar struku eða reyndu
strok úr fangelsinu. Tveimur árum
síðar voru strokufangarnir 13 og síð-
an hefur þeim farið jafnt og þétt
fækkandi. Starfsmenn á Litla-Hrauni
telja starfs- og viðveraanda sjaldan
eða aldrei hafa verið betri í fangels-
inu en einmitt nú. Nóg er að starfa
en fangar vinna við steypurörafram-
leiðslu, trésmíðar, jámsmíðar, línu-
uppstokkun, þvotta og þrif auk þess
sem 10-20 fangar stunda að jafnaði
nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Fyrir vinnu sína og nám þiggja fang-
arnir að meðaltali um 20 þúsund
krónur í mánaðarlaun.
Einnig er almenn ánægja ríkj-
andi með fæðið á Litla-Hrauni en
þar starfar kokkur sem áður eldaði
í mötuneyti Landsbankans í Reykja-
vik. I gær bauð hann upp á lauk-
súpu og kjötbollur með káli. Er
kokkurinn mjög vel látinn af fóng-
unum. -EIR
Fjölmiðlar í óveðri á Hellisheiði:
Stöð 2 bjargaði Mogganum - og björgunarsveit báðum
Hjálparsveit skáta í Hveragerði
hafði í nógu að snúast á Hellisheiði í
gær við að bjarga fólki úr fóstum bíl-
um. Hún þurfti líka að bjarga frétta-
mönnum Stöðvar 2 og Morgunblað-
ins sem vom í vettvangsferð rétt við
Skíðaskálann í Hveradölum til að
mynda björgunarsveitirnar aðstoða
fólk. Þór Jónsson, fréttamaður á Stöð
2, var fastur á heiðinni: „Það var
blint og brjálað á heiðinni og við
festum bílinn okkar,“ sagði Þór.
Fréttamenn Morgunblaðsins höfðu
fest sinn jeppa og því komu kollegar
þeirra hjá Stöð 2 þeim til bjargar.
„Þeir fengu far með okkur en svo
festum við jeppann okkar. Þá þurft-
um við að hringja á Hjálparsveit
skáta í Hveragerði sem var þarna
rétt hjá og hún kom og bjargaði okk-
ur út úr þessu,“ sagði Þór í samtali
við DV. Hellisheiðin var lokuð allri
umferð í gærdag og Þrengslin einnig
um tíma. -hb
Stuttar fréttir dv
Samfylkingin
Kvennalista-
konurnar Þór-
rnm Sveinbjam-
ardóttir blaða-
maður og Bima
Sigurjónsdóttir
aðstoðarskóla-
stjóri hafa til-
kynnt um þátt-
töku í prófkjöri samfylkingarinnar í
Reykjanesi. Lúðvík Geirsson, fyrr-
verandi formaður Blaðamannafélags
íslands og bæjarfulltrúi í Hafnar-
firði, hefur gefið kost á sér í próf-
kjörið á vegum Alþýðubandalagsins.
RÚV greindi frá.
Meiri skuldir
í fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafn-
arfjarðar kemur fram að skuldir
bæjarsjóðs aukast um 880 milljónir á
árinu. 500 milljónir fara til skóla-
mála, 190 milljónir í íþróttamiðstöð
aö Ásvöllum, 142 milijónir til gatna-
gerðar og 100 milljónir til byggingar
áhaldahúss. Samið hefúr verið við
breskt ráðgjafarfyrirtæki um að
gera skipulagsáætlanir um m.a. mið-
bæjarkjamann og hafharsvæöið.
Nefnd um gagnagrunn
Nefnd um gerð og starfrækslu
miðlægs gagnagrunns á heilbrigðis-
sviði verður innan skamms skipuð.
1 henni verða einn heilbrigðisstarfs-
maður með sérþekkingu á faralds-
fræði, annar sérfróður á sviði upp-
lýsinga- eða tölvunarfræði og sá
þriðji lögfræðingur.
Meiri einföldun
Gunnlaugur M. Sigmundsson hef-
ur lagt fram þingsályktunartillögu
um að skipuð verði nefnd sem geri til-
lögur um að einfalda tekjukerfi ríkis-
ins með því að sameina skatta og
fækka þeim og fækka jafhffamt end-
urgreiðsluliðum í tekjuskattskerfmu.
Þrir vilja þriöja sætið
Einar K. Guð-
finnsson alþingis-
maður mun leiða
lista sjálfstæðis-
manna á Vest-
íjörðum og Einar
Oddm- Kristjáns-
son skipa annáð
sætið. Þrir sækj-
ast eftir þriðja sætinu. Þeir em Ólaf-
ur Hannibalsson varaþingmaður,
Þórólfur Halldórsson, sýslumaður
Barðstrendinga, og Guðjón Amar
Kristjánsson, formaður FFSl.
Meiri aga
Þingmennimir Hjálmar Ámason,
Guðni Ágústsson og Ólafúr Öm Har-
aldsson hafa lagt ffarn þingsályktun-
artillögu um skipan nefndar til að
auka aga í skólum landsins. Þeir
benda á að nauðsynlegt sé að auka
aga í skólum og raunar í þjóðfélag-
inu öllu. Þjóðin sé óöguð.
Kvótafrumvarpið að lögum
Síðdegis í gær lauk 2. umræðu
um kvótadómsffumvarp ríkisstjóm-
arinnar. Þriðja umræða verður í dag
og Frumvarpið var samþykkt og þvi
vísað tft 3. umræðu. Stjómarand-
stæðingar ýmist sátu hjá eða
greiddu atkvæði á móti. Frumvarpið
verður væntanlega að lögum í dag.
Níðst á fiskverkafólki
Aðalsteinn
Baldursson, for-
maður verkalýðs-
félaga á Húsavík,
segir skýringuna
á fækkun ís-
lenskra fiskfar-
andverkamanna
vera m.a. þá að at-
vinnurekendur hafi oft tekið erlent
starfsfólk ffam fyrir íslendinga. Dæmi
era um að logið hafi verið í útlending-
ana um réttindi þeirra.
Einsetning sein
Einsetning grunnskóla í Hafnarfiröi
er á eftir áætlun og sömuleiðis ýmis
fjárffek en lögbundin verkefiii. Þetta
kemur fram í fiárhagsáætlun bæjarins.
Eitur innan múranna
Kerfisbundnar mælingar á fíkni-
efhaneyslu hafa verið gerðar frá
1994 i Hegningarhúsinu og 1996 á
Litla Hrauni. Af 920 þvagsýnum á
árinu var fjórðungur jákvæður, en
af þeim var helmingm-inn úr þeim
sem vora að koma til afþlánunar og
neyttu eftianna áður. -SÁ