Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 Fijálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjðrnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVfK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efní blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Áfall Samfylkingarinnar Niöurstaða skoðanakönnunar DV á fylgi stjómmála- flokkanna, sem birt var hér í blaðinu í gær, er áfall fyrir kosningabandalag A-flokkanna og Kvennalista. Enn sem komið er hefur Samfylkingunni ekki tekist að sannfæra kjósendur um eigið ágæti, þrátt fyrir minni öldugang en áður í framboðsmálum í tveimur stærstu kprdæmunum. Staða stjómarflokkanna er hins vegar sterk. Fram- sóknarflokkurinn er í sókn og Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta, ef gengið yrði til kosninga nú. En sjálfstæðismenn ættu ekki að ganga til komandi kosninga sigurvissir. Reynslan sýnir að fylgi flokksins er fremur ofmetið en vanmetið í skoðanakönnunum, enda virðist flokkurinn ekki ná eyrum þeirra sem em óákveðnir. Það er heldur ekki sérstaklega eftirsóknarvert að Sjálfstæðis- flokkurinn eða nokkur annar stj ómmálaflokkur nái naumum meirihluta á Alþingi. Þá kunna sérhagsmunir einstakra þingmanna að ná almannaheill í gíslingu. Vandi Samfylkingarinnar virðist fyrst og fremst fólg- inn í tvennu. í fyrsta lagi liggur stefna hinna sameinuðu, en þó sundmðu vinstri manna, ekki fyrir. Erfitt er að átta sig á fyrir hvað kosningabandalagið stendur og það sem komið hefur frá forystumönnum þess hefur ekki verið traustvekjandi, nema síður sé. Flatneskjan er í fyrirrúmi, skýr stefnumið fá ef nokkur, eins og berlega hefur komið í ljós síðustu daga við umræður á Alþingi um breytingar á lögum um stjóm fiskveiða. Verra er að ekki sést vottur að nýrri hugsun, hvað þá frumlegheitum í málflutningi sameiningarsinna. í öðru lagi er vandi Samfylk- ingarinnar fólginn í foringjaleysi. Enn koma talsmenn flokkanna fram á sviðið, hver í sínu lagi. í hugum kjósenda verður því ekki til heildstæð mynd af sam- einuðu pólitísku afli. Samfylkingin á langt í land. Nái hún ekki a.m.k. þriðj- ungi atkvæða í komandi kosningum, hefur hún beðið pólitískt afhroð. Standi hún eftir kosningar ekki jafnfætis Sjálfstæðisflokknum að þingstyrk, hefur Samfylkingin ekki náð markmiði sínu. En sóknarfæri kosningabandalagsins eru vissulega til staðar, það sýnir fjöldi óákveðinna í könnun DV. Hvem- ig tekst að nýta þessi færi er undir því komið að henni auðnist að setja saman trúverðuga stefnu og nái að koma fram sem heild, en ekki sjálfstæð flokksbrot. Takist próf- kjör Samfylkingarinnar í Reykjavík og á Reykjanesi vel skapast nýir möguleikar. Þannig getur það skipt miklu hvort það verður Jóhanna Sigurðardóttir eða Össur Skarphéðinsson er leiða Samfylkinguna í höfuðborginni. Steingrímur J. Sigfússon og félagar geta verið sáttir. Grænt framboð sósíalista virðist vera að ná fótfestu, kannski ekki síst vegna þess að hugmyndafræðin er, þrátt fyrir allt, skýrari en hjá fyrrum samherjum í Sam- fylkingunni, enda gamalt vín á nýjum belgjum. En sé könnun DV áfall fyrir Samfylkinguna er hún skipbrot fýrir Sverri Hermannsson og sérlundaða fýlgis- menn hans. Fyrir nokkrum vikum fór Sverrir mikinn í fjölmiðlum og meðreiðarsveinar hans yoru kokhraustir. Allur vindur er úr seglunum og aðeins kraftaverk getur bjargað þessum fyrrum bankastjóra og ráðherra. Sömu sögu er að segja af Frjálslynda lýðræðisflokknum, sem enginn kannast lengur við. Könnun DV sýnir að línumar eru famar að skýrast. Að óbreyttu munu ríkisstjórnarflokkamir halda vefli og vel það. Samfylkingin á hins vegar við vanda að glíma og tíminn einn leiðir í ljós hvemig og hvort hann verður leystur. Óli Bjöm Kárason Fjallið Keilir skiptir máli vegna þess að það er ekki aðeins tákn fyrir kjördæmið og sést víða að heldur sýnir það einnig sjálfstæði svæðisins gagnvart hinum volduga nábúa. Reykjanes á toppinn Reyknesinga og fjall- ið verði áfram í þeirra eigu. Margir munu segja. Hvaða máli skiptir Qallið? Fjallið Keilir skiptir máli vegna þess að það er ekki aðeins tákn fyrir kjördæmið og sést víða að held- ur sýnir það einnig sjálfstæði svæðisins gagnvart hinum volduga nábúa. Yfirgangur Reykvíkinga Yfirgangur Reykvík- inga birtist með ýmsu móti. Orkufyr- „Reykjaneskjördæmi er í bland landsbyggö og þéttbýli. Lang■ flestir sem flytja búferlum hér■ lendis flytja í Kópavog. Reyknes■ ingar hafa ekki hreykt sér yfír aðra og brýnt er að tengja sam- an Suðurnes og Suðurland sem skapar enn betra mótvægi við höfuðborgarsvæðið. “ Kjallarinn Ágúst Einarsson alþingismaður Yfirgangur Reykja- víkur gagnvart ná- grönnum sínum hefur aukist undanfarin misseri en keyrði um þverbak þegar Reykja- vík keypti tákn Reyknesinga, fjallið Keili í Vatnsleysu- strandarhreppi. Það var gert i tengslum við jarðhitakaup Hitaveitu Reykjavíkur. Keyptu tákn Reyknesinga í Reykjavfk búa um 110 þúsund manns. í Reykjaneskjördæmi búa yfir 70 þúsund manns, þ.e. rúmlega 55 þúsund í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, á Seltjam- amesi og Álftanesi og um 15 þúsund á Suður- nesjum. Reykjavík ber höfuð og herðar yfir önnur sveitarfélög hér- lendis og þar er einnig öll stjómsýslan. Þegar bent var á að það væri ósmekklegt að falast eftir Keib, tákni Reyknesinga, þá hlógu fomstumenn Reykja- víkur og höfðu gaman af en víst er að Reyknesingum fannst þetta ekk- ert fyndið. Vonandi ganga Vatns- leysustrandarhreppur, Hitaveita Suðurnesja og aðrir aðilar inn í kaupin þannig að orkusvæði irtæki Reykjavíkur, rafmagns-, hita- og vatnsveita hafa lengi selt Reyknesingum þjónustu og þeir hafa greitt fullt verð fyrir. Nú er tekið fé út úr þessum fyrirtækjum til að hressa upp á fjárhag Reykja- vikur þótt Seltirningar, Mosfell- ingar, Kópavogsbúar og Hafnfirð- ingar hafi lagt sitt til að skapa fjár- hagslega sterka stöðu orkufyrir- tækja Reykjavíkur. Hitaveita Suðurnesja beið ámm saman eftir að fá að virkja á sínu svæði og selja orkuna á Suðumesj- um en var til skamms tíma stöðv- uð af Landsvirkjun þar sem Reyk- víkingar fara með tögl og hagldir. Snúum vörn í sókn Reykjaneskjördæmi er í bland landsbyggð og þéttbýli. Langflestir sem flytja búferlum hérlendis flytja í Kópavog. Reyknesingar hafa ekki hreykt sér yfir aðra og brýnt er að tengja saman Suður- nes og Suðurland sem skapar enn betra mótvægi við höfuðborg- arsvæðið. Reykjavík er að verða stór- borg með kostum og göllum. Það á að ríkja jafnræði í sam- skiptum og Reyknesingar verða að snúa bökum saman gegn veldi Reykvikinga. Það er ástæðulaust að sitja undir því en til þess að mæta því þarf sterka pólitíska forastu í kjördæmið. Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn hafa mikið fylgi í Reykjaneskjördæmi en fara illa með traust fólks. Af tíu ráðherrum eru fjórir þing- menn Reykvíkinga en enginn þingmaður Reyknesinga. Það er kominn tími til að gefa öðram tækifæri til forustu fyrir hags- muni kjördæmisins. Ágúst Einarsson Skoðanir annarra Unglingamenning og vinnuáþján foreldra „Um hartnær þriggja áratuga skeið hafa íslensk ungmenni alist upp við vinnuáþján beggja foreldra, sundurslitinn skóladag og skort á almennri umönn- un drjúgan hluta sólarhringsins. Á það vafalítið gild- an þátt í því hvernig verri hliðar hérlendrar ung- lingamenningar hafa þróast með ört vaxandi fíkni- efnaneyslu, ofbeldi og einelti svo dæmi séu nefnd ...Vitanlega ber fullorðnu fólki að höfða til ábyrgðar- tilfmningar og siðferðisstyrks ungmenna, en gleym- um ekki okkar eigin ábyrgð.“ Ólína Þorvarðardóttir í Mbl. 12. jan. Greiðslumat íbúöalánasjóös „Greiðslumat Ibúðalánasjóðs er svo gallað að mað- ur hefði ekki trúað því að svona fáránleiki sæist. Við í verkalýðshreyfingunni höfum ekki fengið að sjá hvað lagt er til grundvallar í greiöslumatinu, heldur höfum við verið að sjá blaðafregnir hér og þar. Út frá þeim höfum við raðað brotum saman. Út frá þessu mati fór ég að reikna sjálfan mig og komst að því að ég þyrfti að lifa fyrir neðan öll fátæktar- og hungur- mörk sem þekkt eru og það væri gaman ef höfundar matsins gætu útskýrt það fyrir okkur. En annars spyr ég; á ég að hlæja eða gráta yfir þessari vitleysu?" Kristján Gunnarsson, form. Verkalýðs- og sjómanna- fél. Keflavíkur, í Degi 12. jan. Lúxemborg kvödd „Mér finnst þetta hálfskrýtið sem gömlum Loft- leiðamanni að fara nú í síðasta sinn til Lúxemborg- ar. Þetta var okkar annað heimili á áram áður og hér vora stundum áhafnahvíldir þannig að við kynntumst borginni vel. Þar fyrir utan bjó ég hér i tvö ár þegar ég starfaði fyrir Cargolux. Það er eftir- sjá að Lúxemborg því hér var mikið um að vera og stundum fjórar og fimm vélar frá íslandi á vellinum í einu. Þeir hljóta að hafa ástæður fyrir þessari ákvörðun, en mér finnst samt undarlegt að ekki skuli þá hafa verið dregið úr ferðatíðni fyrst og reynt að halda þessum áfangastað inni í stað þess að sleppa honum alveg.“ Skúll Magnússon flugstjóri í Mbl. 12. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.