Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. JANUAR 1999 Spurningin Hvaða íþrótt heldur þú mest upp á? Anna Brynjarsdóttir húsmóðir: Skíði. Bergþór Reynisson nemi: Fót- bolta. Hjörtur Eysteinsson nemi: Fót- bolta. Oddur Kristjánsson nemi: Fót- bolta. Ámi Baldur Möller nemi: Fót- bolta. Jón Pétur Skúlason nemi: Boccia. Lesendur Islandsflug Luxair íslendingar ættu að þakka Luxair fyrir framtakið fremur en hitt, segir m.a. í bréfi Magnúsar. - Frá Findel-flugveili í Lúxemborg. Magnús Stefánsson skrifar frá Lúxemborg: Birgir Sigurðsson skrifar í DV 5/1 1999 um fyrirætlun LUXAIR að hefia flug til íslands á komandi sumri og ætli það bara að fljúga yfir sumar- mánuðina. Hann kvartar yfír slæm- um tímum en ég tel að hann ætti að kynna sér tímatöflu þess betur. Þá sæi hann að flugið í miðri viku fer frá Lúxemborg á þannig tima að það tengist eftirmiðdagsflugi Flugleiða frá íslandi. Sunnudagsflug Luxair leggur af stað kl.18.10 að íslenskum tíma frá Lúxemborg og er komið til Keflavíkur kl. 21.40. Ég held að íslendingar ættu að þakka Luxair fyrir þetta framtak fremm- en hitt. í Lúxemborg er litið á ákvörðun Flugleiða að hætta starf- semi í landinu sem hálfgerð svik sökum þess að í gegnum tíðina hafa lúxembúrgsk stjórnvöld stutt við bakið á Flugleiðmn, þar á meðal með niðurfellingu lendingargjalda og að- stöðugjalda. - Hvorki starfsmenn Flugleiða né almennir ferðamenn skilja neitt í þessari ákvörðun. Birgir nefnir að flug Luxair verði eftir höfði Flugleiða. Það er mikið rétt, en gerir hinn almenni borgari sér grein fyrir því að Flugleiðir eru með algjöra einokun á öllu sem heit- ir ferðamál og ferðamáti á íslandi? Velflestar stærri ferðaskrifstofm eru í eigu Flugleiða. Maður kemst t.d. ekki frá Keflavík til Reykjavikm nema með Kynnisferðum sem eru að stærstum hluta í eigu Flugleiða. Á þingi Lúxemborgara kom fyrir- spurn til samgöngumálaráðherra hvort henni væri ljóst að Flugleiðir væru að hætta flugi til Lúxemborg- ar? Svar ráðherra var á þann veg að hún læsi þetta bara í blöðunum eins og hinn almenni borgari. Mér er spurn: Var ekki almenn kurteisi við- höfð af Flugleiðum? Það er einnig al- kunna að Flugleiðir hafa ekki sinnt neinni allsherjar markaðssetningu á þessu stóra svæði í kringum Lúxem- borg í mörg ár. Stjórnarformaðm Luxair lýsir þessu sem tilraun til að sannreyna hvort þessi 6 til 8 milljóna manna markaður sé ekki nógu stór til að halda uppi fóstum ferðum og til að hjálpa íslendingum búsettum í Lúx- emborg og nágrenni til að komast til íslands án þess að þurfa að aka f rútu í 4 til 5 tíma til Frankfurt, Par- ísar eða Amsterdam. Ég er hræddm um að íslendingar væru ekki ýkja hrifnir af því að þurfa að aka til Ak- ureyrar áður en þeir færu utan. Ég vona svo að landar mínir í Lúxem- borg og nágrenni standi þétt við bak- ið á Luxair í þessari tilraun. Breki sækir „björg" í bú Faðir í Vestmannaeyjum hringdi: Það er ekki furða þótt skipstjór- anum á aflaskipinu okkar, Breka VE, hafi brugðið vegna fréttarinnar um að skip hans hafi verið útbíað í hassi - eins og ég vil orða það - við heimkomuna. Maðm bjóst ekki við að Breki, sem lengi hefm sótt björg í bú okkar, væri notaður til að koma með annars konar „björg“, nefnilega fyrir þá allra vesælustu í þjóðfélaginu. Og að um borð væru sökudólgar sem hygðust auka „afla- verðmæti" túrsins til Bremerhaven upp í allt að 12 milljónir króna, komið á götuna. Þetta er glæpur sem taka verðm fóstum tökum. Enginn segir manni að slíkt magn vímuefna sé til einkanota og því ekkert annað sem liggur fyrir en að þetta hass hafi átt að selja þeim sem illa eru farnir af vímu- efnaneyslu nú þegar og til að freista annarra til að ánetjast vímunni - unglingum eða börnum. „Burðar- dýr“ eða „burðardýr" ekki - nú stoðar ekki annað en að ná til þess eða þeirra sem hér vega að bæjarfé- laginu með aðsteðjandi voða fíkni- efnafaraldms. Börnin okkar og vímuefnaneysla Hanna Sig. skrifar: Það er stórt vandamál sem ógnar þjóðinni okkar, vandamál sem ekk- ert okkar má virða að vettugi, vandamál sem við öll getum hjálp- ast að við að leysa með því að taka á því saman. Eins og við öll vitum en viljum sum ekki sjá heldm líta í aðra átt er þróunin sú að auðveldma er fyrir börnin okkar að nálgast vímuefni nú en áður. Þegar ég tala um vímu- efni á ég við öll efni sem valda vímu, þar á meðal áfengi. Sum okk- ar hugsa sem svo: Barnið mitt drekkur bara og það lendir ekki í neinni annarri neyslu. Þeir sem flýja í vímuefni verða ekki settir í manngreinarálit því hver sem er getur villst af vegi. Við foreldrar elskum börnin okkar og viljum allt gera til þess að reyna að styðja þau og styrkja svo þau leiðist ekki af réttri braut. - Því miður er það svo að allt of margir krakkar hafa leiðst út í neyslu af einhverjum ástæðum 1LͧIMM1[S)Æ\ þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútau - eða hringið í síma TLg 550 5000 milli kl. 14 og 16 Sum okkar hugsa sem svo: Barnið mitt drekkur bara og það lendir ekki í neinni annarri neyslu, segir bréfritari m.a. - Sukkhátíð á Akureyri 1996. og þá spyrjum við okkur: Hvers vegna mitt bam? Vandamálið er félagslegt, líkam- legt og andlegt. Margir krakkar búa nánast á götunni því enginn treyst- ir sér til að hafa þá né getur það. Þegar unglingur er í mikilli neyslu þarf oft að taka fram fyrir hendurn- ar á honum til að stöðva neyslu hans svo hann skaði hvorki sjálfan sig né aðra. En hvað svo, hvert á að fara með hann og hvar getur hann fengið hjálp? Allt of margir ungling- ar frá ca 12 ára aldri og upp úr eru komnir í einhvers konar neyslu og enn aðrir í harðari efnin, eins og sprautuna. Ég vona að þeir sem hér eru við æðstu völd taki þetta mál til athugunar sem fyrst þvi boltinn er einnig þeirra megin. Tökum hönd- um saman, vandamálið er á ábyrgð okkar allra. I>V GSM-auglýsing Símans Ólafur Þ. Stephensen, forstöð- um. upplýsinga- og kynningar- mála Landssíma íslands, skrifar: Fyrir stuttu spurði „Karl“ í les- endabréfí hvernig auglýsingu Sím- ans GSM, „Brúðkaupinu" hefði reitt af í auglýsingasamkeppni í Svíþjóð. Hér skal upplýst að af rúmlega 650 auglýsingum, sem sendar voru í keppnina, komst brúðkaupsauglýsingin alla leið í úrslit, þótt ekki fengi hún verð- laun. Verður það að teljast viður- kenning fýrir markaðsstarf Lands- símans og fyrir íslenska auglýs- ingagerð. Auglýsingin var fram- leidd af íslensku auglýsingastof- unni í samstarfi við Saga film. Kjörkassa þarf að passa Sigrún skrifar: Ég er innilega sammála Am- þrúði Karlsdóttur sem nú býður sig fraru í Reykjavík fyrir Framsóknar- flokkinn þegar hún krefst þess að kjörkassa verði gætt vel þar til talning hefst eftir prófkjörið. Það er alls ekki nóg að kassarnir séu lok- aðir og þeim læst með lykli eða ein- hverju álíka. Kjörkassa - líka í prófkjöri - á að innsigla með lögleg- um innsiglum, annaðhvort fulltrúa sýslumanns, lögreglu eða annarra löggOtra aðila, og hafa vakt um kassana þar til þeir eru opnaðir. Þetta er ekki af vantrausti á neinn heldur einungis varúðarráðstöfun sem sjálfsagt er að uppfylla. Ekki síst ef frambjóðendur óska þess. Flugleyfi íslands- flugs Sigþór hringdi: Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum hefur íslandsflug nú fengið leyfi Bandarikjamanna til að fljúga þangað sem annað íslenska flugfé- lagið. Það er lítið gagn að því fyrir okkur íslendinga ef það leyfi gildir aðeins frá Guadaloupe-eyjum í Karíbahafi. Við þyrftum aö fá sam- keppni við Flugleiðir héðan frá ís- landi til Bandaríkjanna, það eitt er einhvers virði fyrir okkur til þess að eiga kost á lægri fargöldum. Rétt eins og þegar íslandsflug hóf sam- keppni og bauð lægri fargjöld hér innanlands, sem við njótum nú enn góðs af, þótt gjöldin hafi hækkað síðan. En samkeppni í flugi er það sem við bíðum sannarlega eftir. Kynferðisafbrota- menn úr umferð Salóme hringdi: Einkennileg frétt var á baksiðu DV sl. mánudag. Þar var sagt frá því að einn helsti kynferðisafbrota- maður landsins hefði verið með óspektir i Gunnarsholti og lög- regluaðstoðar því óskað. Allt eðli málsins samkvæmt. En svo kemur rúsínan í pylsuendanum að því er fféttina varðar. Lögreglan flutti manninn til Selfoss, sleppti honum þar og þaðan tók afbrotamaðurinn mesti leigubil til Reykjavíkur. Og þar er hann sennilega enn í góðu yfirlæti! Eða hvað? Mér finnst frétt DV vera tímabær og segja okkur hversu linlega er tekið á alls kyns afbrotamönnum í þjóðfélaginu. Rakettan, Ómar og bók Steingríms Stefán Ólafsson hringdi: Ég horfði á sjónvarpsfréttina um rakettuskotið að Fokkerflugvélinni sem auðvitað er fordæmanlegt. Fréttamaðurinn, Ómar Ragnars- son, greindi skilmerkilega frá at- burðinum og hversu ískyggilega þetta hefði litið út séð yfir Vatns- mýrina og úr Flugtuminum. En .svo, skyndilega og allt í einu, datt Ómari í hug að vitna í bók Stein- gríms Hermannssonar þar sem hann upplýsir að í sumum ríkjum Bandaríkjanna sé bannað að skjóta rakettum af öryggisástæðum. Hvar bók Steingríms kemur inn í málið skildi ég aldrei, og skil ekki enn ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.