Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 10
10 wnnmg MIÐVIKUDAGUR 13. JANUAR 1999 „Vín, Vín þú aðeins ein j j ■ Frægt fölk velur myndir Að dilla sér dáldið í takt við Vínartónlist í upphafi nýársins er siður viða um lönd. Kannski ekki skrýtið að fólk þurfi á léttleika og hreyfihvata að halda eftir veglega maga- fyllina dag eftir dag yfir jólatímann. Nýárs- konsertinn frá Vín er því miður horfinn úr sjónvarpinu, en myndarlegir Vínartónleikar með íslensku listafólki bæta það upp og einir slíkir voru haldnir í íþróttaskemmunni á Ak- ureyri um helgina. Og tilefnið var æmara en venjulega því í ár er öld liðin frá því að valsa- jöfurinn Johann Strauss yngri kvaddi þenn- an heim og ein og hálf liðin frá því að pabbi hans, valsa-galsarinn Johann eldri, gerði það sama. Karlakór Akureyrar-Geysir stóð fyrir tónleikunum og fékk til liðs við sig flokk hljóðfæraleikara sem kallast Hljómsveit Ak- ureyrar ásamt Richard Simm pianóleikara og ungan sópran, Guðrúnu Ingimarsdóttur. Roar Kvam, hörkuduglegur og reyndur jaxl í akureyrsku tónlistarlífi, stjórnaði öllu batter- íinu. Tónleikarnir hófust á léttu kórlagi, „Lát oss syngja" eftir Johann Schrammel, en hann var þekktur lagahöfundur og fiðluleikari frá Vín og starfaði lengi í vinsælum kvartett, Schrammelkvartettinum, ásamt bróður sín- um m.a. Lagið var þokkalega flutt af kór og hljómsveit. Guðrún kom síðan og söng „Spiel ich die Unschuld vom Lande“ úr Leðurblök- unni eftir Johann Strauss yngri. Guðrún fór mjög vel með þennan söng, hún hefur fallega rödd og skýrt tóntak og skemmtilega lifandi framkomu. Tritsch-Tratsch polkinn eftir Jo- hann yngri kom næst, útsettur fyrir kór og hljómsveit. Polkinn er mjög hraður og stund- um var eins og kórinn næði ekki að fylgja hraðanum eftir og draga fram þann léttleika sem lagið býr yfir. Guðrún kom svo og söng lagið eilífa „Vín, borg drauma minna“. Sem fyrr var söngm Guðrúnar fallegur og oft hrífandi en hún er ekki raddmikil og lægri tón- arnir voru stundum ofurliði bornir af kómum og hljóm- sveitinni. Fangakórinn úr Ne- búkadnesari eftir Verdi kom næst, dável fluttur af kór og hljómsveit. Siðasta númerið fyrir hlé var sá frægi Keisara- vals Jóhanns yngra, útsettur fyrir kór, sópran og hljóm- sveit. Hér stóðu allir flytjend- urnir vel fyrir sínu en sem fyrr var kórinn og hljómsveitin stundum of sterk á móti sópran- inum. Valsinn endar á allnokkru flúri og fim- leikum fyrir söngkonuna sem Guðrún fór glæsilega með. Víbrató og trillur hljómuðu mjög snoturlega. Tónlist Ivar Aðalsteinsson Guðrún Ingimarsdóttir - fór glæsilega með flúrið hans Jóhanns Strauss yngra. DV-mynd Hilmar Þór Eftir hlé voru á efniskránni „Liebe du Himmel auf Erden“ úr óperettunni Paganini eftir Lehar og Vilju-ljóðið eftir sama höfund. Bæði hljómuðu flott og styrkjafnvægi ein- söngvarans og hinna flytjendanna í góðu lagi. Ennfremur fluttu kórinn og hljómsveitin Inn- göngumars úr Sígaunabaróninum eftir Jó- hann Strauss yngri, Kampavínskviðu eftir Danann H.C. Lumbye og Gleðisöng og Dónár- valsinn ódauðlega eftir Jóhann yngri. Þau voru nokkuð reffilega flutt en þó var stund- um eins og vantaði meiri skærleika í ten- órraddirnar og blásararnir voru af og til full- sterkir á móti fáliðaðri fiðlusveitinni. í Kampavínskviðunni hófu nokkrir kórlimir að súpa á kampavíni en drykkjuskapurinn hefði átt að vera meiri og almennari og nýársshvellimir, sem lagið endaði á, kraft- meiri. Útsetning Roars á Gleðisöngnum hljómaði mjög smekklega. I heild voru þetta ágætir tónleikar en áheyrendm hefðu mátt vera aðeins líflegri og gefa tónlistarfólkinu betri svörun við vel fluttri músík. Spennandi ættarsaga Engin spor eftir Viktor Arnar Ingólfs- son er að mörgu leyti óvenjuleg glæpa- saga. Hún hefur enga skýrt afmarkaða aðalpersónu sem fylgt er alla söguna, hún er uppfull af fróðleik, og stappar nærri því að vera söguleg skáldsaga um fyrri hluta aldarinnar á köflum. Auk þessa leyfir hún sér ýmis tilbrigði og flækjur í frásagnaraðferð í stað þess að rekja snurðulítinn þráð frá gátu til lausnar. Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson Glæpimir sem allt snýst um eru tveir, og tæp þrjátíu ár líða á milli þeirra. Feðgarnir Jacob Kieler yngri og eldri finnast með skotsár á brjósti einbýlishúsi fjölskyldunn- ar, íburðarmiklu skraut- hýsi, sem sá eldri reisir fjölskyldu sinni en sá yngri viðheldur sem safni um minningu foreldra sinna og lif betri borgara í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar. Sagan er öðrum þræði ættarsaga um ris og hnig borgaralegrar fjöl- skyldu frá fyrstu kynslóð til þeirr- ar þriðju. Frásögnin er reglulega fleyguð af dagbókum föðurins frá því hann heldur til Kaupmannahafnar til verkfræðináms árið 1910 og nærri því til dauða hans 1945. Skemmst er frá því að segja að þessi blanda glæpasögu, ættarsögu og fróðleiks lukkast stórvel að flestu leyti. Sagan er spennandi og saga Kielerættarinnar verður ljóslifandi um leið og hún rennur saman við ís- landssöguna á skemmtilegan hátt vegna eldlegs áhuga Jacobs eldri á járnbrautar- lagningu hér á landi. Helsti veikleiki sögunnar liggur i frá- sögninni af rannsókn glæpamálsins. Lögregluliðið er ansi fjölmennt og sjón- arhornin mörg, þannig að fæstar persón- urnar gera meira en að vekja forvitni manns. Engin þeirra nær að lifna við á viðlíka hátt og persónur ættarsögunnar. Þetta er að sjálfsögðu afleiðing þess að sagan er sögð í brotum sem raðað er saman og persónum hennar fylgt nokkuð til skiptis. En það hefði mátt gera persónur þeirra lög- reglumanna sem mest koma við sögu skýrari og gefa þeim meira kjöt á beinin án þess að fórna að ferðinni. Óvenjugóð uppskera var af spennusögum fyrir þessi jól og kannski er von til þess að íslendingar fari loks að taka þessa grein bókmennt- anna alvarlega. Engin spor sómir sér vel í flokki þessara bóka, og vinnur þar að auki skemmtilega úr blöndun glæpa- söguformsins við önnur form. Viktor Arnar Ingólfsson: Engin spor. Höfundur gefur út, 1998. Gerðuberg missti mikið þegar Jónas Ingi- mundarson flutti orku sína til Kópavogs en samkvæmt nýjum bæklingi er staðurinn að ná sér og bryddar upp á ýmsum nýjungum. Sjónþing myndlistarmanna hafa vakið at- hygli og öfund bókmenntamanna sem í ár fá að búa til hliðstæðuna „ritþing“. Þar á að veita persónulega innsýn í feril þekktra rit- höfunda og skoða framlag þeirra til bók- menntanna. Rithöfundurinn segir sjálfur frá með aðstoð tveggja spyrla auk stjórnanda, eins og myndlistarmaðurinn á sjónþingun- um, og dagskráin verður krydduð með upp- lestri úr verkum hans. Fyrsta ritþingið verður 27. mars og fyrsti rithöfundurinn er Guðbergur Bergsson. Enn þá meiri athygli á ef- laust eftir að vekja nýbreytni sem Gerðubergsmenn kalla „Þetta vil ég sjá“. Það eru sýn- ingar sem áhugamenn um myndlist velja myndir á eftir eigin höfði, og sá sem fyrstur fær að búa til sína eigin „upp- áhaldssýningu“ er engimi annar en Kári Stefánsson, for- stjóri íslenskrar erfðagrein- ingar. Honum til aðstoðar verður Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og sýningin verður opnuð 6. febrúar. Sjónþingin falla samt ekki niður. Þau verða tvö í ár, með listamönnunum Þorvaldi Þorsteinssyni og Eiríki Smith. Og meiri myndlist: Nú er nýhafin myndlistarsýning Alans James sem stendur til 31. janúar, en 6. mars verður opnuð sýningin Næfistar meö myndum eftir Svövu Skúladóttur, Hjört Guð- mundsson, Þórð G. Valdimarsson og fleiri. Líka fyrir börnin Listsmiðjur barna í Gerðubergi hafa verið vinsælar og í sumar verða þær starfræktar alla þrjá sumarmánuðina. Geta böm valið á milli sérhæfðra vikusmiðja í tónlist, leiklist eða myndlist og þriggja vikna smiðja þar sem allar listgreinamar koma við sögu. Öll- um smiðjum lýkur að venju með sýningu á því sem 'börnin hafa skapað. Strax í febrúar koma tveir danskir lista- menn, Pia Gredal og Lars Holmsted frá Gadesjakket leikhúsinu i Óðinsvéum, með sýningu á Þumalínu. Þetta er ævintýraleg brúðuleiksýning, byggð á ævintýri H.C. And- ersens, fyndin, spennandi og gersamlega heillandi, og á eftir fá börnin að spreyta sig á brúðugerð. Pia og Lars halda líka nám- skeið í leikrænni tjáningu, ryþmaleikjum og afrískum dönsum 22.-26. febrúar fyrir fólk sem vinnur með börnum. Tónlistin úr Pétri Pan Nú flýgur Pétur Pan um íslenskt leiksvið í fyrsta skipti þó að hann sé að verða aldar- gamall. En ekki er ellimörk á honum að sjá, og eitt af því sem gerir sýninguna í Borgarleik- húsinu nútímalega og aðlað- andi fyrir börn er tónlistin. Hún er eftir Kjartan Ólafs- son tónskáld - sem líka er í sviðsljósinu á Myrkum músíkdögum, meðal annars frumflytur Sinfóniuhljómsveit Islands' verk eftir hann á föstudagskvöldið. Tónlistin úr Pétri Pan er komin út á hljómdiski svo nú geta krakkarnir tekið af nautn undir með sjóræningjunum þegar þeir syngja um „fána kúpu og beina“. Útgefandi er Erkitónlist en Japis dreifir. Heimsins besta amma Heimsins besta amma kom út fyrir jólin hjá Skjaldborg í þýðingu Jóns Daníelssonar. Því miður eru engin íslensk börn með í kverinu, en tilfinningarnar eru alþjóðlegar: „Amma mín er eins og sólin á skýjuðum himni. Þegar amma kemur birtir yfir öllu,“ segir einn 10 ára. Og kímnigáfan samsvarar aldrinum: „Mér þykir vænt um hana. Hún getur látiö sæl- gæti birtast úr úr eyranu á manni. Það finnst mér gaman. Fölsku tenn- urnar hennar eru líka skemmtileg- ar.“ Falskar tennur? Já: „Ömmur eru alltaf mjög gamlar, að minnsta kosti 100 ára,“ fullyrðir ein 11 ára. Og eftirlátar: „Amma min neyðir mig ekki til að borða grænmetið. Þegar pabbi og mamma eru farin fram, borðar hún hvítkál- ið fyrir mig.“ Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.