Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 13 Fréttir Þúsundir manna seldu kennitölur sínar fyrir jól. Lokun rækjuveiðisvæðis út af Norðausturlandi: Frekari lokanir til skoöunar DV, Akureyri: Hafrannsóknastofnun hefur látið loka þekktum rækjuveiðisvæðum út af Norðausturlandi og tók lokúnin gildi sl. sunnudag. Um nokkuð stórt svæði er að ræða og m.a. lokast Langaneskanturinn svokallaði sem hefur verið eitt af öflugustu veiði- svæðunum út af Norður- og Austur- landi. Unnur Skúladóttir, fiskifræðing- ur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að frekari lokanir hafi ekki verið ákveðnar en það hafi vissulega ver- ið í athugun þótt niðurstaða liggi ekki fyrir. Viðmiðunarreglur sem stofhunin vinnur eftir hafi verið hertar á síðasta ári og það hafi leitt til lokana, t.d. í Héraðsflóa. -gk Unnur Skúladóttir fiskifræðingur. ísknattleikur nýtur vaxandi vinsælda hér á landi. Hér bregður fólk á leik á ísnum á Tjörninni en eins gott er að varast að fara á ótraustan ís. Grammy verðlaun: „Bachelorette" mynd- band Bjarkar tilnefnt Madonna sex. Madonna hefur aðeins einu sinni fengið Grammy-verðlaunin og myndband hennar, „Ray Of Light“„ keppir við myndband Bjarkar Guðmundsdóttir, „Bachelorette", um besta stuttmyndband ársins. Auk mynd- bands Bjarkar og Madonnu eru tilnefnd myndbönd Aerosmith, „Pink“, Oasis, „All around the World“ og Pearl Jam, „Do the Evolution". -DVÓ DV, Akranesi: Þann 24. febrúar verða hin árlegu Grammy-verðlaun af- hent í 41. skipti í The Shrine Auditorium í Los Angeles í Banda- ríkjunum og hefur ver- ið tilkynnt um þá sem hafa verið tilnefndir til verðlauna en alls er keppt um 95 verðlaun. Madonna og Celine Dion eru tilnefndar til fjölda verðlauna, Celine er tilnefnd til þrennra verðlauna en Björk Guðmundsdóttir. Greiðslur dragast eftir kennitölufylliríið: Viö erum aö drukkna í pappír - segir framkvæmdastjóri Handsals „Við erum að drukkna í pappír," sagði Hjálmar Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Handsals, við DV. Óá- nægju hefur gætt meðal fólks sem seldi fyrirtækinu kennitölu sína í tengslum við hlutafjárútboð Búnað- arbankans. Fólkinu var sagt að það fengi greitt fyrir áramót en margir virðast enn vera að bíða eftir pen- ingunum sínum. Hjálmar sagði ástæðuna fyrir þessum drætti á greiðslum til fólks þá að Handsal væri ekki með nema 14 starfsmenn en hefði fengið skrán- ingar fyrir hlutum í Búnaðarbank- anum fyrir tæplega 2000 manns. „Vinnan við þetta er gífurleg og það tók allan desembermánuð að útbúa bókhaldsgögn, keyra nótur og skrá tilboðin á rétta einstaklinga. Hand- sal hóf greiðslur 29. desember og hefur síðan greitt fólki jafnt og þétt eftir því sem unnt hefur reynst að ganga frá gögnum. Við erum rúm- lega hálfnuð núna og ætlum að vera búin að borga öllum fyrir næsta fóstudag." Að sögn Hjálmars var afrakstur þeirra sem seldu kennitöluna sína á bilinu 12-1500 krónur. Fyrirtækið hefði ekki tekið gjöld af þeim sem skráðu sig, þannig að það væri í rauninni að fá aðeins helming þeirra tekna, sem vanalega kæmu inn fyrir svona útboð. Það dygði hvergi nærri fyrir kostnaði. -JSS Auglýsing um fasteignagjöld í Reykjavík áriö 1999 Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík árið 1999 verða sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna og umsóknareyðublaði vegna greiðslu gjalda með boðgreiðslum á greiðslukortum. Gjöldin eru innheimt af Tollstjóranum í Reykjavík en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta sparisjóði, banka eða á pósthúsi. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, sorphirðugjald, vatnsgjald og holræsagjald. Tekjulágir elh- og örorkulífeyrisþegar sem fengu lækkun á fasteignaskatti og holræsagjaldi á hðnu ári fá einnig að óbreyttu lækkun þeirra hða fyrir árið 1999, að teknu tilliti til tekjuviðmiðunar. Fraintalsnefnd mun yfirfara framtöl lífeyrisþega þegar þau hggja fyrir, væntanlega í mars- eða aprílmánuði. Urskurðar hún endanlega um breytingar á fasteignaskatti og holræsagjaldi hjá þeim er eiga rétt á henni samkvæmt þeim reglum sem borgarstjórn setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga ásamt 87. gr. vatnalaga nr. 15/1923 með áorðnum breytingum.Verður viðkomandi tilkynnt um breytingar ef þær verða. Tekjuviðmiðun vegna fasteignaskatts og holræsagjalds fyrir árið 1999 er eftirfarandi samkvæmt samþykkt borgarráðs frá 15. desember 1998: 100% lækkun: Einstaklingar með (peninga)-tekjur allt að kr. 860.000 Iljón “ kr. 1.205.000 80% lækkun: Einstaklingar með (peninga)-tekjur frá kr. 860.000 til kr. 950.000 Hjón “ kr. 1.205.000 til kr. 1.310.000 50% lækkun: Einstaklingar með (peninga)-tekjur frá kr. 950.000 til kr. 1.045.000 Hjón “ kr. 1.310.000 tilkr. 1.475.000 Til að flýta fyrir afgreiðslu geta þeir sem ekki fengu lækkun á sl. ári sent framtalsnefnd umsókn um lækkun ásamt afriti af skattaframtah 1999. Framtalsnefnd er til viðtals alla miðvikudaga kl. 16.00 til 17.00 á II. hæð Aðalstrætis 6, frá 13. janúar til 28. apríl nk. Á sama tímabih verða upplýsingar veittar í síma 552-8050 alla þriðjudaga, kl. 13.00 til 15.00. • Gatnamálastjóri, Skúlatúni 2, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í síma 567-9600 og í bréfsíma 567-9605. • Vatnsveita Reykjavíkur, Eirliöíða 11, veitir þær upplýsingar sem snerta álagningu og breytingar vegna vatnsgjalds í síma 569-7000 og í bréfsíma 567-2119. • Fjármáladeild, Ráðhúsi Reykjavíkur, gefur upplýsingar um álagningu annarra fasteignagjalda og breytingar á þeim í síma 563-2062 og í bréfsíma 563-2033. Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 5.000 fyrir árið 1999 eru: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Gjalddagi gjalda undir kr. 5.000 er 1. maí. Borgarstiórinn í Reykiavík, 11. janúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.