Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 íþróttir unglinga Fjölnir stóð sig vel í 4. flokki en þrátt fyrir góða baráttu og fjögur góð mörk varð hann að sætta sig við annað sætið. Fjölnir vann ekki til titils á mótinu en átti það þó skilið því þessi flokkur og 5. flokkur kvenna stóðu sig afar vel. KR-liðið sem vann Val í úrslitaleik 3. flokks kvenna og tryggði sér þar með Reykjavíkurmeistaratitilinn. Þróttur Reykjavíkurmeistari í 4. flokki karla: Sigurlið Þróttara í 4. fiokki karla. í liðinu eru Sindri Jónsson, Gauti Kristjánsson, Sveinn Sveinsson, Brynjar Óli Guðmundsson, Hjálmar Þórarinsson, Sindri Helgason, Hrafnkell Sighvatsson, Víkingur Víkingsson, Eymundur Leifsson og Finnur Magnússon. Þróttur átti í fyrsta sinn tvö lið í úrslitaleikjum Reykjavíkurmótsins. Sóknarbolti til sigurs Framtíðarmarkapar Þróttara. Þeir Brynjar Óli Guðmundsson fyrirliði og Hjálmar Þórarinsson voru sókndjarfir í úrslitaleiknum. Brynjar gerði tvö mörk og lagði upp eitt en Hjálmar gerði eitt mark og lagði upp þrjú, þar af bæði mörkin hans Brynjars. - vann Fjölni í níu marka skemmtilegum úrslitaleik Menn eiga örugglega ekki í miklum vandræðum með að velja skemmtilegasta úrslitaleikinn á Reykjavíkurmótinu innanhúss sem fram fór á dögunum. Leikur Þróttar og Fjölnis í 4. flokki var sannkallaður markaleikur þar sem sóknarboltinn var settur á oddinn og liðin spiluðu góðan fótbolta. Þróttarar byrjuðu betur og komust í 3-0 en Fjölnir gafst ekki upp og úr varð spennuleikur sem endaði 5-4 fyrir Þrótt. Mörk Þróttar gerðu þeir Brynjar Óli Guðmundsson fyrirliði, 2, Gauti Kristjánsson, Sindri Helgason og Hjálmar Þórarinsson, sem auk þess lagði upp þrjú af mörkunum fimm. Þeir Brynjar óli og Hjálmar náðu sérstaklega vel saman enda hafa þeir æft saman í 6 til 7 „Við erum meistarar" Uskaro.Jonsson ar. Þeir segja að um 30 til 40 strákar séu að æfa og að mikill áhugi sé í félaginu. Brynjar og Hjálmar eru ekki opinberir Köttarar en mæður beggja eru það hins vegar, skemmtileg tilviljun, eða þó, kannski ekki, eða hvað? Brynjar Oli Guðmundsson gerði tvö falleg mörk í úrslitaleiknum gegn Fjölni og tók síðan sigureifur við bikarnum í leikslok. Sigurmark i blalokin KR vann Val, 2-1, í úrslitaleik 3. flokks kvenna. Það var fyrirliði KR-stúlkna, Sólveig Þórarinsdóttir, sem tryggði sínu liði sigurinn með því að skora sigurmarkið í lokin en Dóra M. Lárusdóttir hafði komið Val í 1-0. Sólveig hafði jafnað leikinn eftir sendingu frá Tinnu Hauksdóttir sem lagði einnig upp sigurmarkið. Einhver efi var þó um að fyrra markið gæti hafa verið sjálfsmark. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.