Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999
íþróttir
- Alþjóða Ólympíunefndin gegnsósa af spillingu og siðleysi. Hórur, húsakaup og himinháar mútugreiðslur
Innan fárra vikna, hugsanlega
tveggja, mun maðurinn á myndinni
hér að ofan, Juan Antonio Samaranch,
forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar,
IOC, segja af sér ásamt mörgum fleiri
meðlimum nefndarinnar. Þetta er að
vísu háð þvi að mennirnir hafl snefil af
sómatiifinningu og siðferðisvitund
þeirra sé ekki algjörlega brostin.
Lykilmenn innan Alþjóða Ólympíu-
nefndarinnar, IOC, eru sokknir í for-
arpytt spillingar og siðleysis. Á borðinu
liggja sannanir um mútugreiðslur frá
undirbúningsnefndinni fyrir ÓL í Salt
Lake City, mönnum í fremstu röð sem
unnu að því að fá vetrarleikana til borg-
arinnar bandarísku árið 2002.
Daglega koma ný hneyksli fram í
dagsljósið. Fyrst voru það forláta byss-
ur sem Samaranch voru gefnar. í kjöl-
farið himinháar greiðslur til nefndar-
manna IOC, mútugjafir í ýmsu formi,
útvegun vændiskvenna, greiðsla fyrir
dýrt nám ættingja nefndarmanna og
margt fleira.
Byssurnar
Samaranch er með skítugan skjöld í
málinu. Hann hefur viðurkennt að hafa
þegið forláta byssur að gjöf frá Salt
Lake City. Um leið og blaðamenn ytra
komust að þessu lýsti Samaranch því
yfir að byssumar væri á sérstöku safni
IOC í Lausanne..
Þessi auma afsökun Spánverjans dug-
ar skammt. í reglum IOC stendur skýr-
um stöfum að hvorki nefndarmenn né
ættingjar þeirra megi þiggja dýrari gjaf-
ir en sem nemur 10 þúsund krónum frá
aðilum sem tengjast borg sem sótt hefur
um Ólympíuleika. Þessa reglu hefur for-
setinn þverbrotið.
Himinháar mútugreiðslur - líka
til ættingjanna
Tveir af æðstu mönnum undirbún-
ingsnefndarinnar í Salt Lake City,
Frank Joklik og Dave Johnson, hafa
þegar sagt af sér. Þeir hafa sagt að ýms-
ir meðlimir IOC hafi tekið við stærri
gjöfum en þeir höfðu leyfi til. Dæmi eru
um mútugreiðslur allt að 5 milljónum
króna. Þá viðurkenndi Johnson að ýms-
ir ættingjar nefndarmanna í IOC hefðu
tekið við mútugreiðslum.
Það dugði þeim bandarísku sem sagt
ekki að múta IOC-mönnum heldur
greiddu þeir ættingjum þeirra einnig
stórfé. Nefndarmenn í Salt Lake City
hafa viðurkennt opinberlega að samtals
hafi 28 milljónum króna verið varið til
mútugreiðslna til fjölda meðlima IOC og
ættingja þeirra.
Vændiskonurnar
Eitthvað virðist hafa skort á fuil-
nægjandi kynlíf meðlima IOC. Mútu-
meistaramir í Salt Lake City greiddu
fyrir afnot IOC-manna af vændiskonum
og notuðu til þess greiðslukort frá borg-
aryfirvöldum sem þeim hafði verið
treyst til aö nota til annarra hluta.
Þetta með vændiskonumar fullkomn-
ar líklega niðurlægingu IOC í mútumál-
inu þó af nógu sé að taka. Það er þekkt í
íþróttum að mönnum sé mútað með
reiðufé en að greiða þurfi fyrir vafasama
bólfélaga þeirra líka nálgast einsdæmi.
Dýrt nám ættingjanna
Eins og áður er sagt hafa ættingjar
snillinganna í IOC líka notið örlætis
Bandaríkjamannanna. Staðfest hefur
verið að dóttir eins meðlima IOC fékk
greiddar 700 þúsund krónur fyrir nám
dóttur sinnar. Sá hefur líklega greitt
Salt Lake City atkvæði í kosningunni
um staðarval fyrir ÓL 2002 og örugglega
ef hann hefur að auki notið ókeypis fé-
lagsskapar hóm ofan í kaupið.
Að auki hafa ættingjar herranna í
IOC fengið háar greiðslur fyrir ferðalög,
húsakaup og heilsugæslu svo eitthvað
sé nefnt. Staðfest hefur verið að einn
nefndarmanna í undirbúningsnefnd
leikanna í Salt Lake City aðstoðaði
nefndarmann IOC við að hagnast veru-
lega í fasteignaviðskiptum í Utah.
Leikarnir fluttir til Calgary?
Ekki er ólíklegt að vetrarleikarnir
verði teknir af Salt Lake City, enda
allur undirbúningur úr lagi genginn, og
þeir fari fram í Calgary sem sótt hefur
um leikana 2010. Vetrarleikarnir fóru
síðast fram í Calgary árið 1988 og þar er
allt tO staðar og menn klárir til verka.
Einn borgarfulltrúi í borgarstjórn
Salt Lake City hefur sagt að taka muni
mörg ár fyrir borgina að jafna sig eftir
þessi hneykslismál. Að vísu þurfi að
bíða úrslita rannsóknar sem sé í gangi
en nú þegar hafi margt verið staðfest
sem ekki sé í anda íþróttanna.
Rannsaka afglöp félaga sinna
Sérstök nefnd, skipuð af IOC, rann-
sakar nú allt þetta mál. Það þarf varla
að koma á óvart að IOC skuli ekki hafa
leitað út fyrir sínar raðir að mönnum
til að rannsaka spillinguna. Þar með er
niðurstaðan liklega tryggð. Niðurstaða
þessarar nefndar mun siðan endur-
spegla afstöðu helstu herranna í IOC
sem koma saman í Lausanne í Sviss
þann 24. janúar til að taka afstöðu til
niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar.
Þar munu forráðamenn IOC einnig yfir-
fara svör þeirra fjölmörgu meðlima
sinna sem bornir hafa verið þungum
sökum og fengið hafa bréf frá IÖC.
Spillingin innan IOC er algjör svo
ekki sé nú talað um sjúkt hugarfarið í
Salt Lake City. Forarpyttur spiilingar
og siðleysis hefur dýpkað stöðugt síð-
ustu árin og víst að mútumálin tengd
Salt Lake City eru einungis toppurinn á
ísjakanum.
Ljóst er að forseti IOC og þeir fjöl-
mörgu nefndarmenn sem þegið hafa
mútur og annað þaðan af verra eru
komnir á bólakaf í þennan pytt. Allir
þessir menn hljóta að segja af sér og
yrði það mikil landhreinsun fyrir
Ólympíuhreyfinguna.
í annan stað þarf að afnema reglur
sem heimila gjafir til meðlima IOC og
ættingja þeirra og eru ekki til neins
annars fallnar en bjóða heim spillingu
og viðbjóði eins og dæmin sanna. -SK
ENGLAND
Oyvind Leonhardsen vill yfirgefa
herbúðir Liverpool en þar hefur hann
ekki unnið sér fast sæti. Hann telur
þann kost vænstan að reyna fyrir sér
á öðrrnn slóðum. Liverpool greiddi
fyrir hann á sinum tima um 400 millj-
ónir króna en talið er að hann kosti
helmingi minna í dag.
Tony Adams er kominn á stjá eftir
að hafa verið frá
keppni síðan 25. nóv-
ember. Hann meidd-
ist í Evrópuleik gegn
franska liðinu Lens
og er taliö að innan
tíðar verði hann
kominn á fullt með
aöallliði Arsenal.
Adams lék meö varaliðinu í fyrra-
kvöld gegn Northampton.
Andy Goram, fyrrum markvörður
skoska landsliösins og Glasgow
Rangers, er genginn i raðir Mother-
well og mun verja mark félagsins
fram á vorið. Goram var á mála hjá
Sheffield United fram að þessu en
hann á að baki 17 ára feril sem mark-
vörður.
Viö lœknisskoöun í gcer kom i ljós
að lan Wright hjá West Ham þarf að
gangast undir uppskurð á hné. Allt
lítur þannig út fyrir að hann verði frá
keppni þangað til i mars og er það
mikið áfall fyrir Lundúnaliðið.
Trevor Sinclair hjá sama félagi fékk
að punga út tæpum 500 pundum í
gær. Á jólagleði West Ham fór kapp-
inn yfir strikið, missti stjórn á skapi
sínu og lét það bitna á bifreið í ná-
munda við jólagleðina. Dómstóll
ákvað sektina sem nemur um 60 þús-
und krónum.
Einn leikur fór fram í ensku bikar-
keppninni í gærkvöld. Cardiff, sem
leikur í D-deildinni, vann nauman
útisigur á Yeovil sem leikur utan
deilda, 1-2, eftir framlengdan leik.
Leikjum Notts County og Sheffield
United og Barnsley og Swindon var
frestað vegna veðurs. , Clr
1. deild kvenna í handbolta:
Haukar-Fram ...............20.00
Valur-Stjaman .............20.00
2. deild karla 1 handbolta:
Breiðablik-Fylkir .........20.00
Bikarkeppni karla í blaki:
ÍS-KA b....................19.30
■
Beðið
- eftir yfirlýsingu Jordans í dag
Körfuknattleikssnillingurinn Michael Jordan mun í dag svara þeirri
spumingu hvort hann sé endanlega hættur að leika körfuknattleik.
Jordan heldur blaðamannafund í dag þar sem hann tilkynnir ákvörðun
sina. Flestir era á þeirri skoðun að Jordan muni hætta en hinir
eru til sem telja að hann muni leika eitt tímabil enn með
Chicago Bulls. Þeirra á meðal er Larry Bird, þjálfari
Indiana Pacers og fyrrverandi stjarna með Boston
Celtics.
Michael Jordan er besti körfuknattleiksmaður
sem uppi hefur verið. Hann hefúr unnið sex meist-
aratitla með Bulls, leikið 10 stjörnuleiki og tvívegis
staðið á efsta þrepi verðlaunapalls á Ólympíuleik-
um. Hvar sem á körfuknattleikinn er litið hefur Jor-
dan vinninginn yfir aðra leikmenn. Hann á því ekki
eftir að sanna eitt né neitt fyrir sér eða öðrum. .
í einum bandarískum fiölmiðli í gær var því
haldið fram að öruggt væri að Jordan
myndi hætta. Ástæða númer eitt væri að
hann væri orðinn þreyttur á því steypi-
baði fiölmiðla sem yfir hann hefur m/m
dunið undanfarin 15 ár og hann vildi
loks fá frið. Ástæða númer tvö væri
sú, að hann hefði viljað sjá hvort
Chicago myndi mæta launakröf-
um Scottie Pippen eða ekki. Það
hefði Bulls ekki gert, Pippen
væri farinn. Það væri í raun og
veru ástæðan fyrir því að Jor-
dan hefði beðið með að til-
kynna ákvörðun sína þar til í
dag, nokkrum dögum eftir að
verkfalli leikmanna lauk.
Enginn leikmaður hefur
líklega haft önnur eins áhrif
og Jordan. Þegar hann hóf
að leika með Chicago var
meðalaðsókn á heimaleiki
liðsins 6.365 áhorfendur. Þeg-
ar Jordan var að hefia sitt
þriðja tímabil með BuÚs var
höllin orðin full, rúmlega 20
þúsund áhorfendur á leik, og
uppselt var á heimaleiki Bulls
í 542 leiki í röð upp frá því.
NBA-deildin hefur átt i vök að
verjast undanfarna mánuði í
kjölfar launadeilu leikmanna og
eigenda liðanna. Tilkynni Jordan að
hann sé hættur, er deildin í sárum
sem seint eða aldrei munu gróa.
Aldrei að segja aldrei en annar Jordan
er ekki í augsýn og mun varla líta dagsins
ljós í framtíðinni. -SK
Kristinn fékk veglegan styrk
Kristinn G. Bjarnason, sem er á leið tii Bandaríkjanna til að reyna fyrir sér sem at-
vinnumaður í golfi, eins og fram kom í DV í gær, fékk í gær veglegan styrk
til fararinnar. Hann skrifaði þá undir samning við Toyota sem styrkir
Kristin um hálfa milljón króna. Kristinn sagði við DV að
þessi styrkur gerði útslagið um að hann gæti ein-
beitt sér að golfinu næstu mánuði en hann ætl-
ar að freista þess að ná það langt ytra að
hann fái fjársterka bandaríska aðila til að
veðja á sig sem framtíðarkylfing. Á
myndinni handsala Kristinn (til
hægri) og Bogi Pálsson, forstjóri
Toyota, samninginn. -VS/DV-
Michael Jordan hefur leikið sér í golfi
og baðað sig á sólarströndum að
undanförnu og það telja menn ákveðnar
vísbendingar um að hann sé endanlega
hættur í körfuboitanum.
MIÐVIKUDAGUR 13. JANUAR 1999
17
íþróttir
Birgir hættur
- Rob Wilson tekur við þjálfun Snæfells í körfunni
Birgir Mikaelsson
þjálfa Snæfell.
hættur að
Birgir Mikaelsson er hættur að
þjálfa úrvalsdeildarlið Snæfells í
Stykkishólmi.
Birgir og stjórn körfuknattleiks-
deildar Snæfells komust að sam-
komulagi í gærkvöld um að Birgir
léti af störfum sem þjálfari „í fullri
vinsemd og góðri trú“, eins og
Sigurður Skúli Bárðarson,
formaður körfuknattleiksdeildar
orðaði það í samtali við DV.
Allar líkur eru á að Birgir leiki
áfram með liðinu en frá því hefur
ekki verið gengið endanlega.
Kanadamaðurinn Rob Wilson, sem
leikið hefur með Snæfelli í vetur,
tekur við af Birgi sem þjálfari liðs-
ins. -SK
Heimsbikarinn á skíðum:
Raich fór á taugum
- Hermann Maier sigraði með glæsibrag
Nýjasta stórstirnið í skíðaheimin-
um, Austurríkismaðurinn Benja-
min Raich, náði ekki að vinna sitt
þriðja heimsbikarmót í röð í gær en
þá fór fram stórsvig í svissneska
bænum Adelboden.
Eftir fyrri umferðinni að dæma
stefndi allt í sigur Austurríkis-
mannsins en hann var þá í fyrsta
sæti.
Það má enginn afskrifa múrarann
Hermann Maier en hann skíðaði
síðari umferðina af geysilegu öryggi
og kom í mark með langbesta tím-
ann. Maier fékk samanlagðan tíma
2:12,66 mínútur. Norðmaðurinn
Kjetil Andre Aamodt varð í öðru
sæti á 2:12,94 mínútum og Benjamin
Raich kom í þriðja sætinu á 2:13,48
mínútum.
Þetta var sjötti sigur Maiers í
heimsbikamum í vetur og ábyggi-
lega ekki sá síðasti. Maier varð
þriðji á móti um síðustu helgi og lof-
aði því þá að hann myndi koma
sterkur til leiks í Adelboden. Við
þau orð stóð kappinn.
-JKS
Hermann Maier kemur í mark í Adelboden í gær, sárþjáður af bakverk sem
hrjáði hann í keppninni. Reuter
- segir Colin Todd um sölubeiðni Arnars Gunnlaugssonar
Colin Todd, framkvæmdastjóri
enska knattspymufélagsins Bolton,
er óhress með beiðni Arnars Gunn-
laugssonar um að vera seldur frá fé-
laginu og segir að Amar og umboðs-
maður hans láti stjómast af græðgi.
„Ástæðan fyrir þessu er sú að
samningaviðræður við Amar fóru
út um þúfur. Við buðum honum
girnilegan samning, sem síðan hefði
verið endurskoðaður ef við færum
upp um deild. Ég veit ekki hvort
það er Amar eða umboðsmaðurinn,
en einhver er með ákveðnar tölur i
kollinum og þær eru mun hærri en
við getum ráðið við.
Við vitum að Amar hefúr frábæra
hæfileika, en ef þetta félag er ekki
nógu gott fyrir hann,
þá er það hans mál,
því ég veit að við stefn-
um í rétta átt í okkar
uppbyggingu. Þetta er
fyrsta beiðnin um sölu
sem ég fæ síðan ég tók
við stjóminni héma
og það eru mikil von-
brigði þegar leikmenn
láta stjórnast af
græðgi," sagði Todd í
samtali á heimasíðu
Bolton í gær.
Todd er líka afar
óhress með að málið skyldi hafa far-
ið í fiölmiðla um leið og Arnar lagði
inn beiðnina.
„Eg fékk þessa beiðni
aðeins í gær, og hef
ekki haft tíma til að
setjast niður með
stjórnarformanni fé-
lagsins og ræða mál-
in. Ég tel að leikmenn
eða unboðsmenn eigi
ekki að fara beint í
fiölmiðla með mál
sem verið er að ræða
í trúnaði innan fé-
lagsins.
Ég veit ekki hvað við
geram í þessu máli
fyrr en ég hef talað við stjórnarfor-
manninn, en til þessa höfum við far-
ið rétt að í einu og öllu hvað Arnar
varðar. Eg ætla ekkert að segja um
hver okkar niðurstaða verður, en
við munum gera það sem við teljum
að sé rétt fyrir Bolton. Hvenær það
verður, veit ég ekki. Ég hef ekki
leitt hugann að því kaupverði sem
við setjum á Arn£u,! en það gerir ör-
ugglega einhver fljótlega. Kannski
umboðsmaðurinn hans,“ sagði Col-
in Todd.
Á heimasíðunni er enn fremur
sagt að reiknað sé með þvi að kaup-
verð Amars verði í kringum 340
milljónir króna. Hann hefur m.a.
verið orðaður við Leicester, og Nott-
ingham Forest. Ekki náðist i Amar
til að bera ummæli Todds undir
hann. -VS
Gerryts
kemur
Elmarie Gerryts frá Suður Afriku hefur þegið boð
ÍR-inga og keppir í stangarstökki kvenna á Stórmóti
ÍR í fijálsum íþróttum í Laugardalshöll 24. janúar.
Gerryts mun keppa viö Völu Flosadóttur og Þóreyju
Eddu Elísdóttur og er ljóst orðið að stangar-
stökkskeppni kvenna verður í svipuðum gæðaflokki
og undanfarin tvö ár.
Besti árangur Gerryts, sem er 26 ára gömul, er
4.30 metrar. Hún er meistari í heimalandi sínu und-
anfarin tvö ár og árangur hennar er met
í Suður-Afríku. Þá varð Gerryts í öðra
sæti á síðustu Samveldisleikum. Marie
Rassmussen frá Danmörku mætir
einnig til keppni en besti árangur hennar
er 4,03 metrar.
Öraggt er að ein mjög öflug stangarstökks-
kona kemur á mótið til viðbótar en viðræður
standa yfir. -SK
Selfoss fær liðsauka
Selfyssingar hafa fengið góðan liðstyrk fyrir 2. deildar
keppnina í knattspymu í sumar því þeir hafa fengið til
sín þrjá leikmenn sem léku í úrvalsdeildinni á síðasta
tímabili.
Tveir þeirra era Selfyssingar. Það eru Guðjón Þor-
varðarson, sem hefur spilað með fR undanfarin ár og
verið einn helsti markaskorari Breiðhyltinga, og Halldór
Bjömsson, sem var varamarkvörður Framara á síðasta
ári og lék einn leik í deildinni. Enn fremur er sóknar-
maðurinn Steindór Elíson, sem lék með Fram seinni
hluta síðasta sumars, kominn í raðir Selfyssinga. -VS
Keflavík gegn Njarðvík
í úrslitum bikarsins?
Miklar likur era á því að grannamir í Keflavik og
Njarðvík mætist í bikarúrslitum karla í körfuknattleik.
Bæði lið fengu heimaleik þegar dregið var til undanúr-
slitanna í gær. Keflavík fær Hauka í heimsókn og Njarð-
vik fær Tindastól.
KR virðist eiga vísan úrslitaleik í kvennaflokki en lið-
ið dróst gegn ÍR á heimavelli. Keflavík mætir IS og þar
verður eflaust um hörkuleik að ræða. Allir bikarleikirn-
ir fara fram 24. janúar. -VS
Genk áfram
Genk er komið í 8-liða úrslit
belgísku bikarkeppninnar í
knattspyrnu eftir 4-3 sigur á
Moeskroen. Þórður Guðjónsson
lagði upp fyrsta mark Genk og
Bjami bróðir hans kom inn á
sem varamaður í leiknum. -VS
Blcmd i poka
Italska knattspyrnufélagiö Juvent-
us stendur núna frammi fyrir þvi að
velja á milli á þeirra Hakan Suker
hjá Galatasaray í Tyrklandi og
Árgentinumannsins Juan Esnaider
sem leikur með Espanyol á Spáni.
Liðið ætlar að styrkja sig á næstunni
og ekki mun af veita.
Miinchenarlióiö 1860 hefur mikinn
áhuga á því að fá Thomas Hassler i
sinar raðir fyrir næsta tímabil
Hássler leikur með Dortmund og er
óánægður með veruna þar og vill
fara. Miklar likur eru á því að
Hássler fari til liðsins næsta sumar.
Delio Rossi, þjálfari Salernitana á
Ítalíu, var rekinn úr starfi í gær en
liðið er að leika á sínu fyrsta ári i A-
deildinni í langan tima. Liöið er í
næstneðsta sætinu og það þykir for-
svarsmönnum liðsins ekki gott.
Francesco Oddo, sem áður þjálfaði
Reggiana, var ráðinn i staö Rossi.
Stuöningsmenn Salernitana voru
ekki ánægður með brottrekstur Rossi
og ruddust i gær inn í herbergi þar
sem blaðamannafundur var í þann
veginn að hefjast. Þar átti að tilkynna
þjálfaraskiptin. Nýi þjálfarinn komst
aldrei inn í húsið þar sem fundurinn
var á dagskrá. Stuðningsmennirnir
sáu til þess. Ekkert varð af fundinum.
ítalska liöiö Vicenza er á höttunum
á eftir Marc Aurelio hjá Sporting i
Lissabon. Kappinn er samningsbund-
inn Sporting til 2001 en Vicenza gerir
sér góðar vonir um að krækja í leik-
manninn.
Austurríksmaöurinn Mikhail Bot-
wino sigraði i 30 km skíðagöngu i
heimsbikarkeppninni í Tékklandi í
gær. Annar i göngimni varð Norð-
maðurinn Björn Dœhlie sem er í
efsta sæti I stigakeppninni.
Kristiana Smigun frá Eistlandi sigr-
aði 15 km skíðagöngu kvenna í Tékk-
landi í gær og var þetta fyrsti sigur
hennar í keppninni. Önnur var hin
heimskunna Stefania Belmondo frá
Ítalíu.
Svissneska liöió Servette krækti í
einn efnilegasta knattspymumann
Búlgara nú um stundir. Sá heitir
Martin Petrov, 19 ára frá CSKA i
Sofíu.
Yosu Ortuondo var í gær ráðinn
þjálfari spænska knattspyrnuliðsins
Salamanca sem er í mikilli fallhættu.
Forveri hans Miguel Angel Russo
var látinn taka pokann sinn 4. janúar
sl. Ortuondo á ekki mikla reynslu að
baki sem þjálfari en sem leikmaður
lék hann lengi með Bilbao.
Jean Tigana sagði starfi sínu lausu
sem þjálfari franska knattspyrnuliðs-
ins Monaco i gær. Tigana kom til fé-
lagsins i júli 1995 og undir hans
stjórn hefur liðinu vegnað vel
lengstum en i vetur hefur hallað und-
an fæti. Monaco er sjöunda sæti i
deildinni, 19 stigum á eftir Marseille,
sem er i efsta sæti. Liöið var slegiö út
úr UEFA-keppninni í desember sl. og
ekki horfir vel fyrir þátttöku í Evr-
ópumótum næsta haust.
Bjarne Riis, einn frægasti íþrótta-
maður Dana sem vann Tour de
France hjólreiöakeppnina árið 1996,
var sakaður um lyfjaneyslu i sjón-
varpsþætti í Danmarks Radio i fyrra-
kvöld. Þar bentu sérfræðingar i lyfja-
málum á ákveðin einkenni hjá Riis
sem væru dæmigerð fyrir neyslu
örvandi efna. Riis hefur þegar krafist
þess að fá að sjá öll gögn sem lögð
voru til grundvallar i þættinum og
hefur í hyggju að kæra sjónvarpsstöð-
ina.
Jóhann Rósa Ágústsdóttir, Gerplu,
er íþróttakona ársins 1998 í Kópavogi.
Sömu viðurkenningu á meðal karla
hlaut Geir Sverrisson, Breiðabliki.
Þetta var tilkynnt á íþróttahátíð
Kópavogs 10. janúar sl.
-JKS/-VS/-SK
Knattspyrnufélag í Noregi
óskar eftir leikmönnum fyrir
næstkomandi keppnistímabil:
Reyndum vamarmanni og
markheppnum sóknarmanni.
Uppl. gefur Páll Höskuldsson
í síma 00 47 918 45305