Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 Útlönd Stuttar fréttir :dv Forseti framkvæmdastjórnar ESB skammar forsætisráðherra Svíþjóðar: Persson lætur Santer fá það óþvegið í bréfi Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Jacques Santer, for- seti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, ESB, saka nú hvorn annan í bréfum um að skaða ímynd sambandsins. Santer sendi Persson skammar- bréf síðastliðinn fóstudag þar sem hann gagnrýndi harkalega ummæli sænska forsætisráðherrans í sjón- varpsviðtali. Persson hafði verið spurður um brottrekstur starfs- manns ESB sem opinberað hafði óráösíu og svindl framkvæmda- stjórnar ESB. Persson sagði að ef sá skortur á vilja til breytinga sem hann læsi út úr brottrekstrinum breiddist út skaðaði það ESB til lengdar. Skrifstofa ESB í Stokk- hólmi sendi hraðþýðingu á viðtal- inu til Brussel og Santer brást skjótt Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Símamynd Reuter við. Sagði hann ummæli Perssons, sem hann hefði látið falla án þess að kanna staðreyndir, skaða ESB. Persson baðst ekki afsökunar í bréfi sem hann sendi Santer í gær heldur svaraði hann í sömu mynt. Hann sakaði einnig skrifstofu ESB í Stokkhólmi um að hafa haft rangt eftir sér og gagnrýndi Santer fyrir að kanna ekki hvort ummælin væru rétt. Lagði Persson áherslu á að hann hygðist halda áfram að láta í ljósi skoðanir sínar á spillingu framkvæmdastjómarinnar. Skrifstofa ESB viðurkenndi að hafa lagt orð fréttamanns í munn Persson. Persson telur að Santer bregðist svo harkalega við vegna þeirrar kreppu sem hann er í. Á morgun fer fram atkvæðagreiðsla í Evrópuþing- inu um vantrauststillögu á fram- kvæmdastjómina. Mörgum þykir undarlegt að Sant- er skuli hafa skrifað Persson skammarbréf. Vegna atkvæða- greiðslunncir um vantrauststillögu hefði frekar mátt búast við að hann leitaði stuðnings frá höfuðborgum aðildarlanda Evrópusambandsins. I Bmssel skilja menn ekki að bréf Santers og Göran Perssons skuli hafa verið gerö opinber. í viðtali við sænska sjónvarpsstöð í gær kvaðst Santer ekki iðrast bréfs síns og full- yrti að hann væri ánægður með svar Perssons. Þær væm góðir vin- ir og myndu halda áfram að vera það. Opinskáar viðræður milli vina væru gagnlegar. Um misskilning hefði verið að ræða sem nú væri búið að upplýsa. INNKA UPASTOFNUN REYKJA VIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykiavík Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 - Netfang: isr@rvk.is Til sölu F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í 21,8 m2 einangraðan timburskúr sem verður til sýnis á lager Orkuveitunnar að Þórðarhöfða fimmtudaginn 14. janúar nk., milli kl. 9.00 og 16.00. Byggingarár 1987. Tilboðsblað er hægt að nálgast á skrifstofu Innkaupastofnunar. Tilboðum skal skila til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 15. janúar 1999. ovr 03/9 Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. janúar 1999 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 — 28. útdráttur 3. flokki 1991 - 25. útdráttur 1. flokki 1992 - 24. útdráttur 2. flokki 1992 - 23. útdráttur 1. flokki 1993 - 19. útdráttur 3. flokki 1993 - 17. útdráttur 1. flokki 1994 - 16. útdráttur 1. flokki 1995 - 13. útdráttur 1. flokki 1996 - 10. útdráttur 2. flokki 1996 - 10. útdráttur 3. flokki 1996 - 10. útdráttur Innlausnarveróið er að finna í Morgunblaðinu mióvikudaginn 13. janúar. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúóalánasjóði, i bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Ibúðalánasjóður | Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 I Fax 569 6800 Þessi fallegi pokabjarnarhúnn lætur fara vel um sig í höndum Ann Williams, starfsmanns Taronga-dýragarðsins í Sydney í Ástralíu, áður en hann verður sýndur almenningi í fyrsta sinn. Húnninn er átta mánaða gamall. Skæruliðar í Kosovo: Júgóslavnesku föng- unum verður sleppt Albanskir skæruliðar í Kosovo hafa fallist á að sleppa átta júgóslav- neskum hermönnum sem þeir tóku höndum fyrir ijórum dögum. „Við höfum náð samkomulagi um lausn fanganna," sagði Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Nor- egs, sem gegnir formennsku í Ör- yggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), á fundi með fréttamönnum í Pristina, höfuðborg Kosovo. I morgun var fyrirhugaður mikil- vægur fundur um mál þetta 1 þorp- inu Gomje Obrinje. Að sögn vest- ræns embættismanns var gert ráð fyrir að fóngunum yrði sleppt á þeim fundi. Skæruliðarnir í Frelsisher Kosovo höfðu áður krafíst þess að skipst yrði á föngum. Júgóslavneski herinn hótaði í gær að beita vopnavaldi ef her- mennimir yrðu ekki látnir lausir án nokkurra skilyrða. Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, miðlar málum í fangadeilu í Kosovo. Vollebæk gegnir for- mennsku í ÖSE um þessar mundir. Skjálfti í Mexíkó Miðlungi sterkur jarðskjálfti skók Mexíkó sunnanvert seint í gærkvöld. Ekki höfðu borist nein- ar fregnir um tjón í morgun. Barr neitar öllu Repúblikanaþingmaðurinn Bob Barr vísar á bug ásökunum klám- kóngsins Larrys Flynts að hann hafi farið með fyrrum eigin- konu sína í fóst- ureyðingu og greitt fyrir. Barr er einhver hatrammasti andstæðingur Clintons forseta á þingi og yflrlýstur andstæðingur fóstureyðinga. Flynt sakaði þing- manninn einnig um framhjáhald. Ný stefna gagnvart írak Fulltrúi Frakka í Öryggisráði SÞ kynnti hinum fastafulltrúun- um fjórum nýjar hugmyndir um að slaka á refsiaðgerðunum gegn írak og um vopnaeftirlit. Banda- ríkjamenn og Bretar hafa tekið tillögunum fálega. Skotið á ratsjárstöð Bandarísk orrustuflugvél skaut flugskeytinn að íraskri ratsjár- stöð á flugbannssvæðinu í norð- anverðu írak í gær. Dómari til London Spænski rannsóknardómarinn sem fór fram á handtöku Augustos Pinochets, fyrrum ein- ræöisherra í Chile, verður við- staddur þegar æðsti dómstóll Breta fjallar enn einu sinni um hvað gera skuli við öldunginn. í fótspor Ataturks Bulent Ecevit, nýskipaður for- sætisráðherra Tyrklands, sagði í ræðu á þingi í gær að stjórn sín myndi fylgja stefnu Mustafa Kemals Ata- turks, sem breytti Tyrk- landi í verald- legt ríki á þriðja áratugnum. Fram að því hafði íslamstrúin ráöið öllu. Flugvélarflak fundiö Uppreisnarmenn UNITA í Angóla hafa tilkynnt SÞ að þeir hafi fúndið flak flugvélar samtak- anna sem var skotin niður í janú- arbyrjun. Níu manns voru í vél- inni. Vetni úr dælunni Farið var að selja fljótandi vetni á bíla á bensínstöð í Ham- borg í gær. Kennarar tóku gísla Kennarar i Vologdahéraöinu í Rússlandi hafa tekið þrjá skólapólitikusa í gíslingu. Um 5.500 kennarar við 181 skóla hafa verið í verkfalli í mánuð og ætla að halda áfram þar til þeir fá laun. Paula fékk 70 miiyónir Bill Clinton Bandaríkjaforseti greiddi í gær Paulu Jones, sem sakaði hann um kynferðislega áreitni, sem svarar um 70 milljón- um íslenskra króna. Lewinsky til Noregs Norskur útgefandi bókar Mon- icu Lewinsky, fyirverandi lærlings í Hvíta húsinu, segm allt benda til að hún komi til Noregs í mars til að auglýsa bók sína um sambandið við Bandaríkjafor- seta. Þegar hefur verið ákveðið að Lewinsky fari til Englands og Þýskalands til að auglýsa bókina sem skrifuð er af Andrew Morton sem skrifaði ævisögu Díönu prinsessu. Aö sögn útgefandans hefm- Monica mikinn áhuga á að koma til Noregs verði það til að auka sölu á bók hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.